Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 8
NÝTf þJOOVILJINN Útgefandl: Útgófufélag Þjóðviljans Framkvœmdastjórl: Hallur Páll Jónsson Rltstjóran Ámi Bergmann, Ófafur H. Torfason, Helgi Guömundsson Afgrelösla:» 68 13 33 Auglýslngadeild:» 68 13 10-6813 31 Símfax: 68 19 35 Verö: 150 krónur I lausasötu Fréttasljórl: Slguröur A. Frlöþjófsson Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson OHuiiug og uiuufUL riuinöiuiuja kjuuviijuiiö iii. Prentun: Oddi hf. Aösetun Slöumúla 37,108 Reykjavlk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Þjóðarsátt um velferð Þríhliða samkomulag milli samtaka launafólks, atvinnurekenda og ríkisvalds sem nefnt hefur verið þjóðarsátt er senni- lega fyrir þá sök merkilegast að forsendur þess hafa haldið í öllum meginatriðum. Spár um verðlagsþróun og kaupmátt launa hafa verið innan þess sem kalla má eðlileg skekkjumörk, og þegar nú er rætt um frávik er jafnvel veriö að tala um hluta úr prósenti. Þetta er vissulega gríðarleg breyting frá því sem menn hafa átt að venjast á undanförn- um áratugum, þegar verðbólga hefur verið mæld í tugum prósenta og spádómar „sér- fræðinga" hafa einatt reynst fjarri raunveru- leikanum. Eins og eðlilegt er hafa komið fram marg- ar ábendingar um að ekki sé hægt að sætt- ast á þau kjör, sem hinir lakast settu í þjóð- félaginu hafa orðið að una, til frambúðar. Þjóðarsáttin geti því ekki staðið um óbreytt ástand til lengdar. Af hálfu samtaka launa- fólks hefur tilgangur þjóðarsáttarinnar held- ur aldrei verið sá að viðhalda óbreyttum kaupmætti, heldur að skapa skilyröi til batn- andi lífskjara, einkum fyrir þá sem búa við lægstu launin. Enda þótt íslendingum sé nokkuð tamt að leggjast í þrætur um þau vandamál sem að þjóðin á stöðugt við að glíma,- stundum er eins og yfir þjóðfélagið leggist á fáum vik- um mara svartsýni og ræfildóms,- þá á þjóðin mikinn auð, framleiðsla hennar er í mörgum skilningi mikils virði þegar til lengri tíma er litið, og þrátt fyrir fámenni taka ls- lendingar þátt í viðskiptum á alþjóðavett- vangi af fullum myndugleik. Samanborið við þau lífskjör sem þjóðir fátækra landa þurfa að búa við eru íslendingar forríkir, og það má hafa til marks um þær undarlegu and- stæður ríkidæmis og fátæktar sem sjá má í heiminum að nú horfir svo austur í Sovétríkj- unum, sem hingað til hefur verið talið með stórveldum heimsins, að þar geti orðið al- varlegur fæðuskortur, jafnvel hungursneyð. Sovétríkin hafa keypt matvæli og skjólflíkur af íslendingum. Þetta eru sáralítil viðskipti miðað við þarfir sovétþjóðanna, en ríkið er ekki borgunarfært, getur ekki staðið við samninga um vörur sem þjóðirnar sárvant- ar. Sem betur fer hafa flestir íslendingar ekki kynni af svona vandamálum á eigin kroppi lengur, en það er til fátækt á íslandi og þeir eru margir sem hafa úr allt of litlu að spila. Um fátæktina getur ekki orðið nein þjóðar- sátt, hún er blettur á þjóðfélaginu, sem ís- lendingar hafa efni á að losa sig við, einung- is ef þeir vilja. í flestum löndum Vestur-Evr- ópu hefur stéttamunurinn aukist, hópur þeirra sem búa við örbirgð hefur stækkaö og auður þeirra ríku aukist. Sömu þróunar hef- ur gætt hér, þó andstæöurnar séu ekki jafn himinhrópandi. Margt bendir til að við eigum í vændum tíma nokkurrar hagsældar, verð á afurðum okkar erlendis er hátt og eftirspurn eftir þeim mikil. Óvissa um þróun mála í heiminum er að sönnu einnig mikil. Til hvers leiða átökin við Persafló? Hvaða afleiðingar hefur það á Vesturlöndum ef kuldi og matarskortur herj- ar á miljónir manna í Sovétríkjunum í vetur? Svo kaldranalega sem þaö hljómar má reikna með að einmitt þessar hörmungar leiði fremur til hækkunar á verði matvæla en hitt og komi þannig íslendingum til góða. Á næstu misserum og árum verður að skapast þjóðarsátt nýrrar ættar, sátt um að auknum tekjum þjóðarinnar verði jafnar skipt hér eftir en hingað til, sátt um að út- rýma örbirgð og koma í veg fýrir fátækt, sátt um að gera ísland að velferðarþjóöfélagi sem rís undir nafni. hágé. 0-ALIT fAE) ER ALVBS, LJÓST, AD SjALFST7ti>iSMENN W\uNU FELLA BRApABANALÖBÍN 06 SQdRNÍWA 06 telf&AR- SATTÍNA UTA LEÍ£>! Aþ VÍSU EFUM 5ATTÍR Vi£> íATTÍNA 06 FANKI ARAN6UF? SEM 50ÓRNÍU HETUR Nfe). feN WLÍTÍK SNVsTekfí UN\ teAfe-t=A£> EE ALVEí, ydST'....NEI É6RU6L- AF'lSTVi£> ERUM SATTIR MÍÐ BANANALOOÍH ó&é- sAttír m£> SATTÍNA... NEl ,n£í : Mi£> ERHM. sATTÍR MEí> OKKUR SjAlfA;SÍMF- SÍ«IT5BESÍSJIAENN>.. NEÍ, AEíAKiÐ, RU6 LAD'lST ATTUR Mi£> LRUM ósfcrÍR., vi£> ERUAA EKKl 1 SÖÓRN) - VW LR ALVE6 SVART... ER tAí>, ER teA'Ki ? 8.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.