Þjóðviljinn - 30.11.1990, Side 14

Þjóðviljinn - 30.11.1990, Side 14
Lygnt yfirborð Fimmtándu skák heimsmeistaraeinvígisins lauk með jafntefli. Karpovfór nýja leið gegn Grunfelds vöm Kasparovs og eftir stórfelld uppskipti jafnaðist taflið smám saman. Ein og sér er þessi skák heldur daufleg en hana þarf að skoða í víðara samhengi. Það er mikill munur á að tefla í skákmóti og heyja einvígi. I mótum þarf að vinna sem flestar skákir en í einvígjum gildir að tapa færri skákum en andstæðingurinn. Bent hefur verið á að Karpov hafi lítið haft til málanna að leggja i skákum sínum, með nýjum hugmyndum í byrjunum o.s.frv., og hann hafí ekki teflt líkt því eins ferskt og Kasparov sem hefur fómað mönnum og drottningum og teflt af sýnu meiri dirfsku. En það er bara ekki í stíl Karpovs að tefla þannig, þótt hann geti það vitanlega ef nauðsyn krefur, heldur byggir hann upp traustar stöður og notar sér hin smávægilegustu mistök andstæðingsins. Sérstaklega er hann laginn við að nýta sér yfirburði í rými. Mörg dæmi em um það í skáksögunni að sá sigrar sem tekst að móta baráttuna eftir sínum stíl. Þegar Tal vann heimsmeistaratitilinn af Bótvinnik 1960 einkenndust flestar skákimar af fléttustíl Tals. En Bótvinnik sá við honum árið SKÁK eftir og þá mótaðist taflmennskan af strategíu og djúphugsuðum liðsflutningum, þ.e. af skákstíl Bótvinniks. Hann valdi meira að segja sumar byrjanimar með það í huga að láta Tal kollkeyra sig á sóknartilraunum. Petrosjan tók jafnan litla áhættu í sínum heimsmeistaraeinvígjum og þegar hann náði forskoti notaði hann það miskunnarlaust með því að velja traustar byrjanir, byggja upp stöðu þar sem menn hans náðu vel saman og gera svo ekki neitt. Það er ekki sérlega glæsilegt háttalag en skákkeppnir eru ekkert glæsilegar. Það sem gildir er að vinna skákir. Þetta er fímmta einvígi Karpovs og Kasparovs á sex ámm og virðist á yfirborðinu hið friðsamlegasta þeirra. Hvor hefúr unnið eina skák en þrettán hafa nú orðið jafntefli. Báðir hafa að vísu misst af vænlegum fæmm þannig að vinningsskákimar hefðu getað verið fleiri. Mistök þeirra, sem misvitrir sérfræðingar keppast við að básúna yfir heimsbyggðina, em þó í heildina færri og smávægilegri en hjá öðmm stórmeisturum, þ.e.a.s. þeim sem tefla skákir sínar í botn. Eftir því sem dregur nær lokum magnast taugastriðið sem geisar yfír skákborðinu. Þótt Kasparov nægi að gera jafntefli í öllum þeim skákum sem eftir em, því hann heldur titlinum á jöfnu, er hann ekki þeirrar gerðar að Jón Torfason honum myndi nægja það. Hann á eftir að gera harðvítugar vinningstilraunir og freista þess að ljúka einvíginu með eins til tveggja vinninga forskoti. Karpov mun tefla áfram eins og hann er vanur, reyna að standa af sér atlögur Kasparovs og láta hann sprengja sig. Með hveiju jafnteflinu, sama hve tilþrifalítil þau em, eykst álagið á keppendur. Gamalt enskt máltæki hljóðar eitthvað á þessa leið: „Maður getur barið andstæðing sinn í gólfið með skákborðinu en það sannar ekki að hann tefli betur.” Ætli megi ekki segja eitthvað svipað um þá félaga, að sá þeirra sigri í einvíginu sem er sterkari á taugum en hann þarf ekki þess vegna að hafa teflt betur. Hvítt: Karpov Svart: Kasparov Griinfelds vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - d5 4. cxd5 - Rxd5 5. e4 - Rxc3 6. bxc3 - Bg7 7. Be3 - c5 8. Dd2 - 0-0 9. RJ3 - Da5 10. Hcl - e6 11. Bh6 - ... í þrettándu skákinni lék Karpov hér 11. d5 og fékk þannig frípeð á miðborðinu og rýmri stöðu, tók meðal annars c6-reitinn af svarta riddaranum, en á móti kom að skálína svarta kóngsbiskupsins opnaðist þannig að svartur náði að jafna. Nú þvingar hann fram uppskipti á þessum biskupi en þá á riddari svarts greiða leið fram á borðið. 11.. .. - Rc6 12. h4 - cxd4 Ef svartur hefst ekki að kemur h4-h5, hxg6, Bxg7, Dh6 og svartur má fara að lesa bænimar. Svartur fer nú í drottningakaup til að bægja hættunni frá. 13. Bxg7 - Kxg7 14. cxd4 - Dxd2+ 15. Kxd2 - Hd8 16. Ke3 - Bd7 Staðan hefur einfaldast mikið. Svartur hefúr tvö peð gegn einu á drottningarvæng og manni var kennt í gamla daga að slíkt bæri í sér kim fjarlægs frelsingja sem nægir til vinnings í mörgum tilfellum. Hér hefúr hvítur hins vegar tvö samstæð peð, á e4 og d4, og þau taka í rauninni alla reiti af svarti á miðborðinu. Karpov hefúr kreist margan vinning út úr svona stöðum, þar sem hann hefúr smávægilega yfirburði í rými, og hefði sjálfsagt unnið þessa gegn lakari manni en Kasparov. 17. Hbl - Ha-b8 18. Bd3 - Re7 19. h5 - f6 20. hxg6 - hxg6 21. Hh2 - b6 22. g4 - ... Nú fara hugmyndir Karpovs að skýrast. Hann hótar g4-g5 og eyðileggja þannig peðastöðu svarts. Ef svartur leikur fxg5 eða f5 verður e5-reiturinn í höndum hvíts og svarti biskupinn hálfvegis lokaður inni af e6- peðinu. Við þetta bætast smáhótanir eins og að tvöfalda á h-linunni eða ryðja d-peðinu fram. Kasparov bregst snart við. 22.. .. - e5 23. dxe5 - Bxg4 24. exf6+ - Kxf6 25. Rd4 - Hb7 26.13 - Hb-d7 abcdefgh Þannig nær svartur mótspili á d-línunni og taflið jafnast. 27. Hb4 - Be6 28. Hc2 - a5 29. Ha4 - g5 30. Bb5 - Hd6 31. Be2 - Bd7 32. Ha-c4 - He8 33. Hb2 - Rd5+ Hér var samið um jafntefli enda ekki eftir miklu að slægjast. Staðan í einvíginu er því enn jöfn, báðir hafa 7 1/2 vinning. Leiðrétting í athugasemdum við 14. skákina í miðvikudagsblaðinu var sagt að hvítur hefði ekki getað leikið Rb4 í 22. leik vegna c5, 23. Ra6 d6 með vinningsstöðu á svart. Hér hefúr eitthvað ruglast því hvítur hefúr vinningsstöðu. Standa átti að 22. Rb4 yrði svarað með d6 en síðan gæti c6-c5 komið eftir atvikum (til að loka hvítu drottninguna úti). Þá á svartur möguleikann HÍ8-Í3 með vinningsfærum. Þetta er aðeins ein villa af mörgum í skýringum undimtaðs en sjálfsagt að játa strax þau mistök, sem maður hefúr gert og liggja i augum uppi, en afneita hinum því harðar sem ekki eru eins augljós. Frábært mót S: 4 H: 752 T: G7542 L: K972 S:G987 H: K943 T: 986 L: D4 Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson urðu sigurvegarar á 1. Kauphallarmóti BSÍ, sem spilað var um síðustu helgi. Aðeins 22 pör tóku þátt í mótinu, sem var vel yfir meðalsterkt á landsvísu. Áður en mótið hófst, voru pörin 22 boðin upp. Uppboðinu stjómaði Haraldur Blöndal. Þessi 22 pör voru boðin upp fyrir sam- tals 1163 þús., eða yfir 50 þús. á par að meðaltali. Mun hærri tölur en menn reiknuðu með. Hæstu boð bárust i eftirtalin pör: Aðal- steinn J. og Jón Bald.: 145 þús. Valur Sig., og Sigurður Vilhj.: 130 þús. Bjöm Eysteinsson og Guðmundur Herm.: 115 þús., og Öm Amþ. og Símon Símonarson 100 þús. Áð uppboðinu loknu gátu pör- in keypt 40% hlut í sjálfum sér, á sölugengi. Meðan á mótinu stóð, gengu svo bréfin í pömnum kaup- um og sölum, allt eftir frammi- stöðu paranna sjálffa og við- skiptaviti þeirra sem stunduðu hin sömu viðskipti. Ef við víkjum að spila- mennskunni sjálfri í mótinu, má segja að í upphafi hafi þau pör sem minnst var boðið í (fæstir áttu von á að blönduðu sér í topp- baráttuna) staðið sig best. Eftir t.d. 5 umferðir var staða efstu para þessi: Gestur Jónsson - Sigfús Ámason 298, Ásmundur Pálsson - Guð- mundur Pétursson 280, Ragnar Hermannsson - Svavar Bjömsson 265, Hjalti Elíasson - Eiríkur Hjaltason 159. Eftir 10 umferðir var staðan orðin þessi. Ásmundur Pálss. - Guðm. Pálsson 496, Gestur og Sigfús 434, Guðni Sigurbjamason - Ómar Jónsson 378 og Aðal- steinn - Jón 369. Og hægt og sígandi tóku Jón og Aðalsteinn ömgga forystu. Eftir 18 umferðir, þegar lokað var fyrir frekari birtingu úrslita, fyrr en að spilamennsku lokinni (21 umferð) var staða efstu para orð- in: Jón - Aðalsteinn 923, Öm Amþórsson - Símon Símonarson 597, Bjöm og Guðmundur 537, Guðni og Ómar 460 og Pétur Guðjónsson - Jakob Kristinsson 437. Og er upp var staðið, höfðu lokaúrslit orðið: 1. Jón Baldursson - Aðal- steinn Jörgensen 1355 2. Bjöm Eysteinsson - Guð- mundur S. Hermannsson 783 3. Öm Amþórsson - Símon Símonarson 666 4. Jakob Kristinsson - Pétur Guðjónsson 518 5. Sverrir Armannsson - Matthías Þorvaldsson 438 6. Guðni Sigurbjamason - Ómar Jónsson 350 7. Ásmundur Pálsson - Guð- mundur Pétursson 221 8. Sveinn R. Eiríksson Stein- grímur G. Pétursson 115 Ólafur A11 s Lárusson vom veitt 8 verðlaun, til spilara og eigenda, samtals að upphæð tæplega 1700 þús. krónur. Sem gerir þetta mesta peningamót í sögu bridge hér á landi. Efsta parið, Jón og Aðalsteinn fengu til að mynda í sinn hlut 106 þús. fyrir sigurinn, 40% af heildararði fyrir 1. sætið, sem gaf 148 þús., og að lokum 35 þús. fyrir umferðarverðlaun í síð- ustu lotunni. Samtals fengu því sigurvegaramir 290 þús. kr., eða um 145 þús. hvor. Þessu til fVá- dráttar er síðan kostnaður við að kaupa hlutabréfin í sjálfúm sér (um 58 þús. og keppnisgjald kr. 7.500) þannig að heildarverðlaun nettó hjá parinu er um 230 þús. krónur. Eigandi sigurparsins, Gunnar Helgason (sonur Helga Jóh. for- seta BSÍ) fékk hins vegar í sinn hlut um 136 þús. krónur sem er ekki alvond fjárfesting (hagnað- ur) yfir eina helgi. Mestum hagn- aði skilaði þó parið Pétur Guð- jónsson og Jakob Kristinsson til eigenda sinna, eða tæplega 150 þús. krónur. Þeir kostuðu eiganda sinn (Val Sig.) aðeins 35 þús. Spilaramir fengu í sinn hlut 40% af 150 þús., eða um 60 þús. Fyrir 4. sætið fengu þeir ríflega 40 þús., þannig að þeir standa uppi með um 50 þús. krónur hvor. Ekki slæmt það, fyrir aðeins 4. sætið í mótinu. Með stuðningi fyrirtækjanna Vífilfells, Skeljungs og íslands- banka má segja að þetta mót hafi tekist afar vel. Heiðurinn af þeirri góðu framkvæmd á þó Magnús Olafsson hagfræðingur, sem sæti á í stjóm BSÍ. Góður keppnis- stjóri (að vanda) var Agnar Jörg- ensson, og útreikning annaðist Kristján Hauksson. Starfsmenn Verðbréfamarkaðar íslandsbanka eiga einnig heiður skilinn fyrir frábæra ffammistöðu á vettvangi, með rekstri Kauphallarinnar. Bridgesambandið má vel við una 1. Kauphallarmóti á íslandi (og raunar í Evrópu, því þetta móts- form er aðeins þekkt í USA). Undanrásir Reykjavíkurmóts- ins í tvímenning verða spilaðar þessa helgi, í Sigtúni 9. 23 efstu pörin komast í úrslit. Og 1. kvölds tvímenningur verður hjá Skagfirðingum næsta þriðjudag. Sigurvegaramir taka heim með sér stærstu konfekt- kassa bæjarins. Það barst í tal á Loflleiðum um síðustu helgi, hvort ekki ætti að breyta skorun í íslandsmótinu í tvímenning og taka upp þá skorun sem beitt var í Kauphallarmótinu. Gefa barometer-fyTÍrkomulaginu frí um ókomna firamtíð. Og því ekki? Ásmundur Pálsson og Guð- mundur Pétursson stóðu sig mjög vel á mótinu um helgina. Um tíma leiddu þeir mótið. Lítum á fallegt spil hjá Guðmundi: S: Á65 H: D86 T: ÁKD103 L: Á10 S: KD1032 H: ÁG10 T: — L: G8653 Guðmundur var sagnhafi í 6 spöðum í Suður. Vestur var ekki á skotskónum þegar hann spilaði út hjartasjö í upphafi. Drottning, kóngur og ás. Nú blasti við hjá Guðmundi að taka spaðakóng, spaðadrottningu og inn á spaðaás. Ef spaðinn hagar sér, eru 12 slag- ir auðsóttir. En legan kom í ljós þegar Guðmundur tók spaðadö- muna. Inni á spaðaás voru þrir hæstu í tígli teknir og þremur lauíúm hent í að heiman. Og nú var stóra stundin runnin upp hjá Guðmundi. Austur varð að eiga fjögur hjörtu eða meir, til að slemman ynnist. Guðmundur sá það, að ef hann spilar nú hjarta, og inn á laufás og síðan tígli, eru aðeins 11 slagir í spilinu. Ef hann spilar fjórða tíglinum, má Austur ekki eiga þijú hjörtu, því þá hend- ir hann einfaldlega hjarta ofan í tígulinn og er á undan sagnhafa. Inni á tíguldömu, spilaði því Guð- mundur fjórða tíglinum, austur henti hjarta, trompað lágt heima, hjartagosi og tía tekin (Austur fýlgdi lit...) og inn á laufaás, og fimmti tígullinn framkallaði 12. slaginn á spaðatíuna með svoköll- uðu „framhjáhlaupi“. Nett spila- mennska hjá þessum fyrrum landsliðsmanni okkar, Guðmundi Péturssyni. Þessi slemma í spaða gaf ein- hver ósköp af stigum, því víðast annars staðar sem pörin reyndu þessa 6 spaða, kom út lauf í upp- hafi. Eftir það útspil er nánast vonlaust að fá 12 slagi. Ath. - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.