Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 11
Kristján Jóhannsson syngur í „I vespri siciliani" eftir Giuseppe Verdi (óperuhúsinu ( Montpellier ( Frakklandi. Meðsöngvarinn er frá Rúmeníu. Róm. Það er annað af þekktustu útileikhúsum Italíu. - Þú hefur gamati af því að syngja Jyrir jleiri þúsund áhorf- endur í einu? - Já, sannarlega. Og svo hefúr það einn stóran kost: það sparar fyrirhöfn og peninga. Aðalvandi óperunnar hér er að áhorfendur eru of fáir. Menn hafa það mottó hér að syngja á meðan einhver nennir að koma. Það færi betur með alla ef hér væri byggt tónlist- arhús með þúsund manna sal, þannig að ekki þurfi að þræla mönnum út með allt of mörgum sýningum. Þá væri líka hægt að fá hingað toppsöngvara. En hér vilja allir stjóma og allir em hræddir um að missa einhver völd. Þjóð- leikhúsið og tónlistarhúsið ættu síðan að vinna saman og nýta húsnæðið eftir því sem við ætti. Ég skil ekki hvers vegna Þjóð- leikhúsið og óperan hafa ekki samnýtt sitt húsnæði betur hingað til. Á meðan ástandið er svona er varla von á því að ég komi heim. Og mér þykir það bölvað. - Hver er munurinn á því að syngja undir heru lofti og i lok- uðu óperuhúsi? - Það er gjörólíkt. Það þarf mikla reynslu til þess að syngja undir bemm himni, og það skyldi enginn gera að óreyndu. Maður finnur röddina fara frá sér, en hún kemur ekki til baka eins og í lok- uðu leikhúsi. Þannig getur maður illa gert sér grein fyrir radd- styrknum sem maður sendir ffá sér og þvi þarf að beita sérstakri tækni og umhugsun við þessar aðstæður. Svo getur maður alltaf fengið golu eða vindhviðu í and- litið, eða þá að tíst engisprettunn- ar fer að trufla, eða bílflauta í íjarska. í sumar þegar ég söng Áídu í hringleikahúsinu í Cagliari íyrir 12 þúsund áhorfendum fóm unglingar að taka undir sönginn utan við leikhúsið. Maður má ekki láta neitt koma sér úr jafn- vægi við þessar aðstæður. Það rigndi í Cagliari - Getur ekki rigningin sett strik i reikninginn? - Jú, en sem betur fer rignir sjaldan. Þó kom það íyrir í Cagli- ari í sumar. Það var í upphafinu á Aídu, ég var að syngja Celeste Aida!, þá kom hellidemba. Ég varð fyrst var við að hljóðfærin fóm að týna tölunni, hljóðfæra- leikaramir fóma ekki dýrum fiðl- um og knéfiðlum fyrir rigning- una, og brátt stóð ég þama eins og einn á sviðinu og áhorfendur komnir á harðahlaup í leit að skjóli. Það stytti upp eftir um 15- 20 mínútur, og þegar áhorfendur sáu að ég ætlaði að syngja ariuna aftur fékk ég klapp fyrirfram. Það hafði ég ekki upplifað áður. En það kom fyrir ekki, það fór að rigna aftur í 2. þætti og þá eins og hellt væri úr fotu, þannig að öllu var aflýst. Ég hef ekki fengið jafn vel greitt fyrir jafn lítinn söng og þama, því samkvæmt ítölskum reglum er áhorfendum endurgreitt ef sýningu er aflýst í 1. þætti. Þá fá söngvaramir ekkert. En sé komið fram í 2. þátt verður engin endurgreiðsla, en fúll greiðslá til söngvara. - Hefur þú frekari áform um útióperuflutning? - Ekkert ákveðið, en mér hef- ur verið boðið að syngja í upp- færslu á Aídu sem einhver mold- rikur ópemunnandi ætlar að standa fyrir á 60 þúsund manna íþróttaleikvangi í Mexíkó. Mér skilst að ég eigi að koma íklædd- ur tarsanbuxum og ríðandi á fíl inn á leikvanginn... Ég er nú ekki farinn að taka þetta alvarlega enn- þá og veit ekki hvað úr þessu verður. Ekki eins manns starf - Er það ábatasamt starf að vera söngvari? - Ég get ekki neitað því. En það fer lika mikið í kostnað, skatta, umboðslaun og annað. Þetta er starf sem maður vinnur ekki einn. Hún Jóna er mér ekki bara eiginkona. Hún er líka móðir og það sem kalla mætti personal manager eða framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hún situr flestar æfingar, skipuleggur allar tíma- setningar fyrir mig og svarar í síma. Ég geri lítið annað en að syngja, og það er ekki lítils virði. Hún segir að þetta sé skemmtilegt starf, skemmtilegra en að leika hér heima, og það veitir henni innsýn í leikhús ópemnnar. Kann- ski á hún eftir að leikstýra mér í ópem hér heima. - Hvemig er að ala upp böm við þessar aðstœður? - Ég held því ffam að bömin okkar séu forréítindafólk. Þau hafa pabba og mömmu 24 klukkustundir á sólarhring. Svo höfúm við heimilisaðstoð. Sá eldri er nú í leikskóla hér heima í 2 mánuði til tilbreytingar. En starf mitt hefur ekki bitnað á bömun- um ennþá. Það kann að vera að þetta breytist þegar þeir komast á skólaaldur, en það á eftir að koma í ljós. - Eru drengimir famir að tala ítölsku? - Já, sá eldri, svolítið hrafl. En við tölum alltaf íslensku heima. Ég held að bömum sé hollt að alast upp við tvö tungu- mál. - Ert þú sestur að á Italíu fyr- irfullt og allt? - Ég er búinn að vera á Italíu meira og minna ffá 1980 og líkar þar vel. En nú er hugsanlegt að við fæmm okkur um set og setj- umst að i Montecarlo í Mónakó. Ég er að minnsta kosti búinn að sækja um búseturétt þar. - Er það út af skattamálun- um? - Við getum sagt að það ein- faldi skattamálin. I Mónakó greiða menn ekki skatt, en þurfa hins vegar að fylla upp ströng skilyrði að öðm leyti. Það er í rauninni mjög erfitt að fá búsetu- rétt þar, og húsnæði er dýrt. Ég hef sungið tvisvar fyrir fúrstann af Mónakó og mun gera það aftur á þjóðhátíðardegi furstadæmisins á næsta ári. Vonandi greiðir það fyrir umsókninni. Dramatískur tenór - Hvaða óperuhlutverk fellur þér best að syngja? - Núna í dag fellur mér best að syngja þyngri dramatísk eða rómantísk tenórhlutverk. Því miður er mér ekki lengur boðið að syngja La Boheme eða Rigoletto. Þeim finnst ég of þungur. En þetta hafa lengi verið minar uppáhalds- óperur, og ég hef sungið þær báð- ar. Þetta er spuming um þykktina og vólúmið í röddinni. Og líka að tenórinn hljómi saman við sópr- aninn sem í þessum óperum er lý- riskur og hárfínn. Ég hef ennþá hæðina fyrir þessi hlutverk, en lit- urinn er þykkari og dramatískari. Þess vegna er ég meira ráðinn í dramatiskari ópemr. Ég er í raun- inni ekki allskostar sáttur við þetta og finnst það ekki rétt, en þetta er líka spuming um samval á söngvurum fyrir sópran og ten- ór. En fyrir 30 árum tóku menn þetta ekki svona alvarlega. Ann- ars hef ég lagt áherslu á veikan og hálfveikan söng í minni radd- þjálfun síðustu tvö árin. Eitt af því sem ég hlakka til að takast á við er Othello í sam- nefndri ópera Verdis, en það er ákveðið að ég syngi Othello á 15 sýningum í Flórens 1994. Sumum finnst ég bíræfinn að taka þetta að mér, en ég er þeirrar skoðunar að Othello sé hlutverk sem maður eigi að syngja á meðan maður hefúr fullt líkamsþrek. Það var Nello Santi sem bauð mér þetta hlutverk, en hann verður stjóm- andinn. Hann heyrði mig fyrst í La Boheme í New York City Op- era 1986 og fannst ekki mikið til koma þá, vissi ég. En svo heyrði hann mig aftur í Aidu í sumar og gerði mér þetta tilboð. Það er allt- af rétt að hafa vaðið fyrir neðan sig í hlutverkavali og syngja ekki annað en það sem á við mann á hveijum tíma, en sum hlutverk - eins og Othello - em einnig þess eðlis að þau krefjast mikils lík- amsþreks. Ég ætla því að fara að slást við Othello og sjá svo hvem- ig gengur. - Er eitthvað fleira spenn- andi á dagskrá? - Já, hvað skal segja, ég mun syngja Aidu í Berlín i maí næst- komandi og 11 Trovatore og Don Carlo í Stadtoper í Vín undir stjóm Claudio Ábbado... - Þú hefur kynnst mörgum þekktum stjómendum á ferli þín- um. Eru þeir ekki misjafnlega stjómsamir? - Jú, ég söng til dæmis í Hol- lendingnum fljúgandi eftir Wagn- er undir stjóm Riccardo Muti á La Scala. Það var nokkuð erfið reynsla. Muti lítur á söngvarann sem hljóðfæri og vill stjóma hon- um sem slíkum. Það er eflirtektar- vert að þótt hann sé aðalstjóm- andi Scala-ópemnnar, þá er hann nær aldrei með viðurkenndar stjömur í sínum uppfærslum, heldur unga og mjög góða söngv- ara, sem ekki hafa hlotið endan- lega viðurkenningu. Það stafar af því að stóra stjömumar sætta sig ekki við þann heraga og stjóm- semi sem hann beitir. Annars kom okkur Muti ágætlega saman, og ég hef ekki undan honum að kvarta persónulega. En ég þekki dæmi um hið gagnstæða. Gagnrýni enginn mælikvaröi — Hvemig gagnrýni hefur þú hlotið í gegnum árin fyrir söng þinn? - Það má segja að ég hafi fengið frekar slæma gagnrýni í gegnum tíðina. En á þessu varð nokkur vendipunktur fyrir um það bil tveim árum eða eftir að ég söng á La Scala. Gagnrýnin hefúr verið málefnalegri og jákvæðari síðustu tvö árin. En gagnrýnin er ekki alltaf mælikvarði á vel- gengni manna á ópemsviðinu. Ég get sagt þér dæmi af því. Ópem- söngvarinn Franco Corelli las aldrei gagnrýni á söngferli sínum, en safnaði henni hins vegar sam- an. Þegar hann varð sextugur og hætti að syngja, þá orðinn vell- auðugur og heimsfrægur íyrir söng sinn, tók hann sig til og las í gegnum allt úrklippusafnið. Þá komst hann að því að hann hafði aldrei fengið hrós frá gagnrýn- endum fyrir söng sinn á öllum sínum ferli. Það kom honum nokkuð á óvart. Ég hef nýlega fengið mjög lofsamlega gagnrýni fyrir söng minn í Tosca í Frankfurter Allge- meine Zeitung. Þar töluðu þeir um að rödd mín hefði bæði vólúm og kraft og að ég gæti líka sungið mezzoforte eða pianissimo. Það er einmitt þetta sem ég hef lagt áherslu á í söngnum undanfarið. Annars höfúm við það núna þannig, að Jóna les alla gagnrýni. Sé hún neikvæð fer hún beint í körfúna, en sé hún jákvæð fæ ég að lesa hana líka. Við kvöddum Kristján Jó- hannsson kátan og reifan að vanda, hann var að fara til Napoli að syngja í hinu ffæga ópemhúsi San Carlos. Við trúum þvi að kona hans muni leyfa honum að lesa æ fleiri skrif gagnrýnenda í framtíðinni. -ólg. Föstudagur 30. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.