Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 6
Drengur úr skuggahverfi John Major hœtti í skóla 16 ára, lifði um skeið á atvinnuleysisbótum og varð utanríkisráðherra, fjármálaráðherra og loks forsœtisráðherra Bretlands Vaninn er að hugsa sér breska forsætisráðherra sem talandi fágaða hefðarensku og eftir því í framkomu allri og klæðaburði, menn sem hafi mótast í bestu einkaskólum og síðan í Oxford eða Cambridge. John Major, hinn nýi forsætis- ráðherra Breta, stingur allmjög í stúf við þessa ímynd. A honum er enginn „stæll“, a.m.k. ekki á breskan mæli- kvarða. Enskan hans þykir bragð- dauf og um klæðaburðinn er sagt að hann sé nokkumveginn óað- fínnanlegur, en ekkert þar framyf- ir. Einhver sagði að hann minnti mest á bankaútibússtjóra í dreif- býli. Fréttamaður spurði hann fyrir skömmu hvort hann væri ekki al- sæll yfir því að vera talinn útval- inn krónprins Margaretar Thatch- er. Svaraði þá Major: „Lít ég út fyrir að vera þesskonar maður að ég geti orðið alsæll út af nokkrum sköpuðum hlut?“ Sirkusleikari, málaliöi Stuðningsmenn hans í íhalds- flokknum kalla hann ljúfmenni með drjúga kímnigáíu og eld- snöggan að átta sig á málefnum. Þeir eru að vísu ekki hlutlausir vottar, en ef til vill ekki heldur ýmsir aðrir, sem segja að Major, farinn að grána fyrir hærum þrátt fyrir annars unglegt útlit, sé einn- ig grár hið innra. Hvað sem því líður má ætla að hann sé seigur, duglegur og góður við að aðlag- ast, annars hefði hann varla orðið slíkur hamingjumaður sem raun ber um vitni. Hann á sem sé upphefð sína ekki að þakka göfugu ættemi, góðum efnahag fjölskyldu eða veglegri skólamenntun. Upprun- inn gat ekki verið miklu lægri. John Major er nú 47 ára, fæddur 1943. Faðir hans var þá orðinn 67 ára og hafði sýslað við ýmislegt um dagana, verið fimleikamaður í sirkus, revíuleikari, samkvæmt einni frétt um tíma málaliði í Brasilíu. í ellinni fór hann að þreifa fyrir sér í smáatvinnu- rekstri, en fór á hausinn með það og flutti þá með fjölskyldu sína til Brixton, borgarhluta í Suður- Lundúnum sem þá var kominn í niðumíðslu og hefur verið í henni síðan. Vann fyrir foreldrum sínum Þar ólst John Major upp og blés ekki byrlega fyrir honum. Hann hætti í skóla 16 ára til að vinna fyrir foreldrum sínum af- gömlum og fékkst næstu árin við ýmislegt sem til féll og ekki þurfti fagþjálfun til, var í byggingar- vinnu, undirtylla á skrifstofu o.fl. Hann sótti um fast starf við að taka við farmiðum í tveggja hæða strætisvögnunum, sem em eitt af einkennum Lundúna, en fékk það ekki, að einhverra sögn vegna þess að hann kunni ekki að telja. í nokkra mánuði lifði hann á atvinnuleysisbótum og er sá eini af núverandi ráðherr- um breskum sem gengið hefur í gegnum svoleiðis lífsreynslu. Það er raunar ekki út í hött að honum skuli vera líkt við banka- mann, því að sem slíkur kom hann sér á strik. Tæplega tvítúgur fékk hann starf í banka, var á þeim vettvangi í 17 ár og komst um síðir í háa stöðu. Þá fór hann út í pólitík og var kjörinn á þing 1979, í sömu kosningunum og komu Margaret Thatcher á for- sætisráðherrastól. Hann var henn- ar maður frá upphafí og í ýmsum ráðherraembættum í stjómum hennar, utanríkisráðherra t.d. skamma hríð og síðan Qármála- ráðherra. Draumur um hæfileikaaðal Einhver lýsti honum á bresku þingslangi sem „þurrum“ í efna- hagsmálum og „votum“ í félags- málum. Með því er átt við að hann sé varkár og praktískur í efnahagsmálum og hafi (þó) sam- úð með fólki. Það fór ekki leynt að hann var eftirlæti Margaretar, jafnvel þótt hann væri henni ekki óslitið eftir- látur, og að hún hafði kjörið hann sér að eftirmanni. Hún var upp- reisnarmanneskja að vissu leyti, dóttir kaupmanns sem talaði mál- lýsku. Hún vildi efla til valda sjálfhafna menn, ekki fædda til auðs og valda. Hennar Bretlandi átti, hugsjón hennar samkvæmt, að vera stjómað af mönrium sem A Imennt er nú óttast að í vetur verði sultur eða jafnvel hungursneyð í Sovét- ríkjunum. í Vestur-Evrópu eru þegar ýmsar hjálparráðstafan- ir á döfinni gegn þeim voða og hafa Þjóðverjar brugðist við einna drengilegast. Þýskalandsdeild alþjóðlegu hjálparstofnunarinnar CARE, sem stofnuð var í Bandaríkjunum 1946, hóf í fyrradag herferð gegn hungri i Sovétríkjunum. Hófst hún með ávarpi í sjónvarpi og voru með því sýndar tómar búð- arhillur í Leníngrad, sem Þjóð- veijar reyndu að svelta til upp- gjafar veturinn 1941-42. Gömul kona, sem hafði lifað af umsátrið, sást taka grátandi við þýskum matarpakka, segjandi: „Ég er svo hrærð yfir að Þjóðveijar skuli gera þetta nú.“ Undirtektimar við ávarp CARE hafa farið fram úr öllum vonum, að sögn talsmanna stofn- unarinnar. I gær hafði verið lofað samtals 3,8 miljónum marka til hjálpar Sovétmönnum og hæstu framlög einstaklinga voru um 300.000 mörk. Búist er við meiri peningum. Rauði krossinn Dagur Þorleifsson hefðu hæfileika og dugnað sér til ágætis, en ekki ættemi eða stétt. En líka er á það bent að Ihaldsflokkurinn, sem jafnan hef- ur öðmm flokkum breskum firem- ur verið talinn vígi aristókrata og auðkýfinga, hafi þegar fyrir tíð Thatcher verið farinn að leitast við að koma sér upp leiðtogum af lægri stigum. Edward Heath, fyr- irrennari Thatcher sem flokks- leiðtogi, var þannig sonur húsa- smiðs. Enda eru kjósendur flokksins fyrst og ffemst miðstétt- arfólk og jafnvel verkalýður, og margt það fólk vill gjaman hafa fomstumenn úr sínum hópi. Á heimaslóðum Cromwells Konu Majors, sem heitir Norma og er tveimur ámm yngri en hann, er lýst sem óbrotinni og tilgerðarlausri manneskju, sem sé feimin og lítið gefin fyrir hefðar- dýrð. Frami eiginmannsins í stjómmálum er sagður hafa kom- ið henni í hæsta máta á óvart og skelft hana, „svona nokkuð kem- ur ekki fyrir fólk eins og okkur,“ á hún að hafa sagt. Þegar maður hennar varð utanrikisráðherra varð henni svo mikið um að hún léttist að sögn um sex kíló á þeim embættistima hans, sem þó ekki varð langur. Hún hefur dálæti á ópemm og gerir John það fyrir hana að fara með henni á þær, en á það að vísu til að láta sér renna í brjóst meðan á flutningi stendur. En dugnaðarmanneskja er þýski tilkynnti í gær að hann væri að senda til Moskvu flugvél með 35 smálestum matvæla og í dag leggur af stað frá Bonn til sov- ésku höfuðborgarinnar bílalest með 5000 matarpakka. Þeim á að dreifa á jafnmörg heimili í Moskvu, þar á meðal til fatlaðs fólks og aldraðs. Ætlunin er að dreifa á næstunni tugþúsundum þýskra matarpakka til átta sov- éskra borga, þar sem alvarlegur matarskortur er talinn yfirvof- andi. Horst Teltschik, einn helstu ráðunauta Helmuts Kohl, sam- bandskanslara, um utanríkismál, er nýkominn frá Moskvu, þar sem hann ræddi við Míkhaíl Gorbat- sjov, Sovétríkjaforseta, um þýska neyðarhjálp til Sovétríkjanna. Þýska blaðið Bild segir Teltschik hafa komið til baka með óskalista frá Gorbatsjov. A listanum sé m.a. farið fram á 500.000 smá- lestir af kjöti, álíka margar smá- lestir af jurtaolíu, 100.000 smá- lestir af núðlum og 50.000 smá- lestir af mjólkurdufti. Kohl kom sjálfur fram í áminnstum sjónvarpsþætti CARE, hvatti landa sína til að bregðast vel við og bað þá minn- ast þess að ekki hcfði þess orðið auðið að sameina Þýskaland svo fljótt sem raun varð á ef Gorbat- sjovs heíði ekki notið við. Gorbatsjov er stórvinsæll í Major fagnar sigri - „lít ég út fyrir að geta orðið alsæll út af nokkrum sköpuðum hlut?“ Norma sögð vera og hefur unnið sér það til frægðar að skrifa bók um sópransöngkonuna Joan Sut- herland. Þau eiga tvö böm á tánings- aldri og hafa lengi haft einka- heimili í Huntingdon í Cam- bridgeshire, í kjördæmi Majors. Þar bjó einnig Oliver Cromwell, hæstráðandi Bretlands um skeið á 17. öld, eini leiðtoginn í sögu þess ríkis sem stjómað hefur því kon- ungslausu. Þýskalandi og það á að líkindum vemlegan þátt í því hve margir Þjóðverjar em nú fúsir til hjálpar Sovétmönnum, höfúðóvinum sín- um í heimsstyijöldinni síðari. En margt miðaldra og eldra fólk, sem man fyrstu árin eftir það stríð og sumt var þá böm, segist út frá þeirri reynslu vel geta gert sér í hugarlund hvemig Sovétmönnum líði nú. Þá var mikill matarskortur í Þýskalandi og matarpakkar frá Bandaríkjunum, sem deild CARE þar sendi nauðstöddum Þjóðverj- um, urðu mörgum til mikillar hjálpar. Sumir sem minnast þeirra ára, er þeir sjálfir vom böm, segja að þeir hefðu ekki lifað þennan tíma af án pakkanna. „Ég man eftir striðinu, frá því að ég var bam,“ sagði rúmlega fimmtugur maður sem sendir til Spvétríkjanna tíu matarpakka. „Ég var þá niðri í byrgjum þegar loftárásir vom. Og eftir stríðið var sár fátækt. Ég veit hvað hungur er.“ Sumir sem koma með matar- pakka og peninga til Rauða kross- ins og CARE lýsa vinarhug í garð Rússa, nú sé fjandskapur fyrri tíð- ar úr sögunni. „Ég sé málin með öðmm augum nú,“ sagði 64 ára maður, sem barðist í þýska hem- um í Sovétríkjunum. „Rússar em gott fólk.“ Annar á svipuðum aldri sagði: „Leiðtogar okkar vom óvinir, ekki þjóðimar.“ írak settir úrslitakostir Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gærkvöldi með 12 atkvæðum gegn tveimur heim- ild til aðildarríkja S.þ., þess efnis að þau megi „gripa til allra nauð- synlegra ráða“ til að koma íraksher frá Kúvæt, verði hann ekki farinn þaðan fyrir 15 jan. n.k. Þýðir þetta að S.þ. heimila að vopnum verði beitt gegn Irak. A móti vom Jemen og Kúba en Kína sat hjá. í forsæti á þessum fundi Ör- yggisráðs var James Baker, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, og utanríkisráðherrar 13 af 15 aðildar- rikjum ráðsins vom viðstaddir, til merkis um mikilvægi fúndarins að áliti rikjanna. Lukanov segir af sér Andrei Lukanov, forsætisráð- herra Búlgaríu, sagði af sér í gær fyrir sína hönd og stjómar sinnar, sem verið hefúr við völd í tvo mán- uði. Ástæðan til afsagnarinnar er allsherjarverkfall, sem Lukanov segir hafa gert stjóminni ómögu- legt að starfa. Verkfallið stafar af almennri óánægju út af alvarlegum skorti á matvömm og vandræðum í efna- hagsmálum. Hin ffáfarandi stjóm er á vegum Sósíalistaflokksins, sem áður hét Kommúnistaflokkur. Búist er við að efnt verði til nýrra kosninga innan tíðar, ef til vill í mars, og að mynduð verði bráða- birgðastjóm sem fari með völd þangað til. Leitað til Andans mikla Sex andlegir leiðtogar Súa (Sioux), indíánaþjóðflokks í Bandaríkjunum, em komnir til Amman, höfuðborgar Jórdaníu á leið til Bagdað, þar sem þeir ætla að biðjast fyrir til að koma í veg fyrir stríð við Persaflóa. Segir einn þeirra, Arval Horfandi hestur (Lo- oking Horse), að þeir hafi fengið fyrirmæli um þetta, frá forfeðmm sínum i vitmnum. I Bagdað muni þeir félagar biðja áttimar fjórar, Andann mikla og Móður Jörð að varðveita friðinn. Junsei Terasawa, japanskur búddamunkur sem er á sömu leið til að biðjast fyrir með indíánunum, segir búddasinna um allan heim ætla að hefja á laugar- dag vikulanga fostu og bænahald í sama tilgangi. Matarpakkar sendir til Sovétríkjanna Þýskur almenningur bregst við af rausn til hjálpar jýrrverandi óvinum í neyð 6.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.