Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 12
Að gefa hlutunum lengra líf v Hátt á áttræðisaldri stendur hún vaktina frá morgni til kvölds ið Skólavörðustíginn er verslun sem lætur Iítið yflr sér; engin neónljósaskilti eða auglýsingaspjöld í gluggum til að draga að viðskiptavini. Það er reyndar alls óvíst að slíkt prjál myndi nokkurt gagn gera. Það er altént staðföst trú kaup- mannsins, Marsibilar Bern- harðsdóttur. í verslun Marsibilar skipta ýmsir nytjahlutir og glingur um eigendur eftir að hafa þjónað eig- endum sínum dyggilega um langt árabil. Jú, rétt til getið, Marsibil rekur nefnilega eina elstu skran- verslun í borginni. Kaupkonan sem komin er fast að áttræðu stendur þar vaktina frá morgni til kvölds og virðist fara létt með. Marsibil hóf að versla með fom- muni árið 1967. Þá var verslunin við Vesturgötu, en árið 1979 festi hún kaup á húsnæði við Skóla- vörðustiginn þar sem verslunin hefur síðan verið til húsa. - Ég þurfti ekki að taka víxil eða að slá önnur lán, segir Marsi- bil, og er ekki laust við að það kenni stolts í röddinni. Þá hlýtur verslunin að hafa gefið sæmilega af sér. - Jú, hún gerði það en það hefði þó hrokkið skammt hefði ég ekki selt íbúð sem ég átti upp í andvirðið. Það er annað í dag. Nú verður ekkert keypt nema því að- eins að menn steypi sér í stór- skuldir. Tómarúm húsmóður POEKlS!!! VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 - Ég vissi svo sem ekkert hvað ég var að fara út i, segir Marsibil þegar talið berst að því hver hafi verið tildrög þess að hún hóf skransöluna fyrir rúmum tutt- ugu ámm. - Mér datt þetta sisvona í hug. Ég hóf kaupmennskuna við Vest- urgötu ásamt annarri en hún heyktist fljótlega á öllu saman. Síðan hef ég verið ein. I þá daga var ekki í mörg hús að venda fyrir konur á miðum aldri sem vildu fara út á vinnu- markaðinn. Ég á sjö uppkomin böm. Þegar þau vom vaxin úr grasi fannst mér að ég yrði að komast út af heimilinu. Það má því segja að ég hafi gripið þetta til að fylla upp í tómarúmið eftir að bömin vom farin að heiman, seg- ir Marsibil. Flest sem nöfn- um tjáir að nefna Það kennir margra grasa í versluninni. Húsgögn, sem flest hver virðast mega muna sinn fífil fegri, heimilistæki af ýmsum stærðum og gerðum, hverskonar smádót til heimilisprýði, fatnaður og ríkulegt úrval eftirprentana þekur alla veggi. Það virðist bara þurfa að nefna það sem mann vanhagar um - hún Marsibil lu- mar ömgglega á því. - Þegar við stallsystir mín hófum verslunarreksturinn vomm við svo lánsamar að okkur var boðinn lager. Síðan hióðst þetta smátt og smátt upp. - Nei, það er siður en svo að það sé hörgull á munum. Hingað kemur margt fólk sem vill losa sig við eitthvað úr búinu, ýmist vegna þess að það er að minnka við sig eða að breyta og endur- nýja. Hingað kemur ótrúlegasta fólk og á öllum aldri. Kvenfólkið virðist þó óragara við að koma hingað. Rígfullorðnir karlmenn em sjaldséðir gestir nema þá í fylgd með eiginkonunum. Karlar virðast á einhvem hátt feimnari við að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðmm að þeir skipti við fomsölur, segir Marsibil. Hún segist ekki vera í nokkr- um vafa um það að kvenþjóðinni renni frekar blóðið til skyldunnar við að útvega það sem vanti til heimilisins. - Konur em mun praktískari en karlmenn. Hús- móðurstarfið hefur kennt þeim að fara vel með og sparlega. Einber haugamatur Marsibil segir að viðhorf fólks til gamalla og velktra hluta hafi breyst mikið ffá því að hún hóf verslun. - Þegar ég var að byrja á þessu var ekki óalgengt að fólk skammaðist út i mig fyrir að vera að halda upp á þetta gamla drasl, eins eins og það var orðað. Þetta er tómur haugamatur, var oftast viðkvæðið. Sem betur fer er fólk orðið miklu skynsamara í dag þótt enn sé hent alltof miklu af vel brúk- legum hlutum. Hvemig á annað að vera í þessu ofgnóttarsamfé- lagi sem við lifiim í? Antík fínna orö en skran - Gamalt dót er einnig í tísku

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.