Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 4
Hundaæði landlægt í Evrópu Ófögnuðurinn hefur breiðst óðfluga út um álf- una frá seinni heimsstyijöld Tll allrar hamingju þarf ekki að óttast að refirnir í húsdýragaröinum I Reykjavlk hafi sýkst af hundaæöi. Margir kynbræður þeirra á meginlandi Evrópu eiga ekki sama láni að fagna. I flestum Evrópulöndum er hundaæði orðið landlægt. Enn eru þó átta Evrópulönd laus við ófögnuðinn. Mynd: Jim Smart. Hundaæði hefur löngun verið talið með illviðráðanlegri sjúk- dómum. Árlega er áætlað að tugir þúsunda manna látist af völdum hundaæðis eftir að hafa orðið íyr- ir biti sýktra dýra. Á Indlandi einu falla um 20.000 manns i valinn af þessum völdum. Þrátt fyrir það að hundaæði hafi breiðst út eins og eldur í sinu um Evrópu síðustu áratugina hafa ekki nema 36 manns látist af völdum veirunnar á sl. 12 árum. Þar af höfðu flestir sýkst í Afriku og Austurlöndum fjær. Hundaæðisveiran er einkum talin berast með refum. Flestar tegundir landdýra, jafnt villtra sem taminna, og þar með talin mannskepnan, eru taldar mót- tækilegar fyrir veirunni. Sökum náins sambýlis manna og hunda stafar mönnum mest ógn af ófognuðinum berist hann í þenn- an fylginaut mannsins. Frá seinni heimsstyijöld hefur hundaæði breiðst með ógnarhraða út um Evrópu og er nú svo komið að aðeins átta Evrópulönd eru með öllu laus við hundaæði, en þau eru Island, Noregur, Svíþjóð, Bretland, Irland, Portúgal, Búlg- aría og Grikkland. Eftir seinna stríð breiddist hundaæði út til vesturs með sýkt- um refum ffá Póllandi. Um 1960 hafði hundaæði borist vestur yfir Rin, en síðan hefur það breiðst út um Niðurlönd og Frakkland. Þá hefúr fall Berlínarmúrsins orðið þess valdandi að hundaæðis hefur í fyrsta sinn í fjörutíu ár orðið vart í Vestur-Berlín. Lengstum hafa menn talið að ekki dygðu önnur meðul í barátt- unni gegn veikinni en að útrýma þeim dýrategundum sem sök eru talin eiga á veikinni þar sem hún hefur gosið upp. Gripið hefur ver- ið til þess ráðs að egna með eitri fyrir sökudólginn með þeim hörmulegu afleiðingum að ýms- um dýrategundum öðrum hefur verið nær útrýmt. Nú ber svo við að mönnum hefur hugkvæmst að egna fyrir dýr með mótefni sem dreift er úr lofti. Aðferðin þykir hafa borið góðan árangur þar sem hún hefur verið reynd. Til sannindamerkis er m.a. nefnt að þegar hundaæði kom upp nærri Helsinki í Finn- landi fyrir tveimur árum hafi tek- ist að ráða niðurlögum þess á einu ári. Að mati sérfræðinga verður vart unninn bráður sigur á hunda- æði nema með samstilltu alþjóð- legu átaki. Þrátt fyrir það að með þessari aðferð hafí tekist í tvígang að ráða niðurlögum hundaæðis í ítölsku Ölpunum, hefúr veikin óðfluga skotið upp kollinum á nýjan leik með sýktum dýrum sem koma frá hinum júgóslav- neska hluta Alpanna. Of snemmt er spá lyrir um það hvort dregið hafi úr frekari útbreiðslu hundaæðisins á síðustu árum í Vestur-Evrópu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) skráði árið 1988 ein 16000 tilfelli á móti rúmlega 23000 tilfellum árið 1984. Benda má á að flest þeirra dýra sem sýkt eru komast aldrei undir mannahendur og hafna þar af leiðandi ekki í opin- berum skýrslum. Hundaæðis hefur ekki orðið vart á Bretlandi síðan skömmu eftir síðustu aldamót. En nú eru ýmis teikn á lofti sem benda til þess að veruleg hætta sé á að hundaæði berist frá meginlandinu yfir Ermarsundið til Bretlands. Undanfarin ár hefúr hundaæði breiðst ört út í Ermarsundshéruð- um Frakklands. Fyrr á þessu ári braust út hundaæðisfaraldur við Dieppe sem aukið hefúr mjög á áhyggjur Breta að þess kunni ekki að vera langt að bíða að hundaæði skjóti upp kollinum handan sundsins. Hættan á því að hundaæði berist til Bretlands er talin mest samfara smygli á gæludýrum. Sérfræðingar benda á að komi hundaæði upp í refúm I Bretlandi verði mun örðugra að hefta út- breiðslu veikinnar þar en á meg- inlandinu. Obbinn af refastofnin- um á Bretlandi lifir í almennings- görðum og friðlöndum í og við stórborgir. Þar eru lífsskilyrði mun betri en úti í dreifbýlinu og þéttleiki stofnsins meiri, sem aft- Brynjólfur Sandholt, - Það á ekki að vera mikil hætta á því að hundaæði berist hingað til lands, segir Brynjólfur Sandholt, yfirdýralæknir. - En við megum aldrei útiloka þann mögu- leika. Hundaæði hefur aldrei komið upp á Islandi eftir því sem næst verður komist. Það þarf þó ekki að leita langt yfir skammt þar sem hundaæði er landlægt. Á Græn- landi hefur sjúkdómurinn lengi verið viðvarandi og hann hefur skotið upp kollinum á Svalbarða. En hveijar eru líkumar á því að sjúkdómurinn kunni að berast til landsins? - Hæltan á því er mest samfara smygli til landsins á gæludýrum og þá einkum og sér í lagi á hund- um. Hundar sem fiuttir eru hingað með löglegum hætti eiga ekki að geta borið hundaæði. Leyfi til innflutnings fæst aðeins að því til- skildu að hundurinn hafi verið bólusettur og að hann dvelji um nokkurra mánaða skeið í sóttkví. Eg man ekki dæmi þess að hundur sem óskað hafi verið inn- fiutnings á hafi reynst vera með huridaæði. Aftur á móti kom slíkt fyrir í Bretlandi fyrir skömmu, sem sýnir okkur nauðsyn þess að gæta fyllsta öryggis, segir Brynj- ólfur. - Við fengjum síðastir vitn- eskju um slíkt, segir Brynjólfur þegar hann er inntur efiir því hvort brögð séu að því að hundum sé smyglað inn í landið. - Maður heyrir af og til orð- róm um slíkt, en það er engin fullnaðarvissa fyrir því að svo sé eða þá hve mikil brögð eru að því. ur hefúr það í for með sér að mjög erfitt er að egna fyrir „stórborgar- skolla“ með mótefni eða eitri. Komi hundaæði upp í breska refa- Það er útilokað að koma með algjörri vissu í veg fyrir þann möguleika að menn geti smyglað hundum hingað til lands. Sjálf- sagt er hættan á því að slík geti gerst mest samfara fisksölum fiskibáta erlendis, segir Brynjólf- ur. Hann segir að vildi svo óhönd- stofninum er talið að því verði ekki haldið í skefjum nema rúm- lega 90 af hundraði dýranna fái mótefni eða verði komið fyrir uglega til að hundaæði bærist til landsins yrðu heilbrigðisyfirvöld að bregðast skjótt við og grípa til viðeigandi ráðstafana. - Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að útrýma hundum á því svæði þar sem sjúkdómsins yrði vart. Til slíkra ráða var gripið kattamef, sem er langtum hærra hlutfall en þarf á meginlandi Evr- ópu til að hefta útbreiðslu hunda- æðis. -rk/The European Getum ekki útilokað fyrir nokkrum árum þegar hunda- fár kom upp hér á landi. Bólusetning er einnig hugsan- leg, en þar fylgir sá böggull skammrifi að hún útrýmir ekki sjúkdómnum, segir Brynjólfúr. -rk Kvalarfullur sjúkdómur Hundaæði hefur verið þekkt um aldir. Óhugnanlegur sjúkdómur sem dregur menn til dauða fái þeir ekki rétta meðferð Hundaæði og afieiðingar þess hafa verið mönnum kunnar um aldir. Enda er það svo að afieið- ingar sjúkdómsins fara ekki fram hjá mönnum, hafi maður á annað borð sýkst eftir bit dýrs sem hald- ið er hundaæði. Misjafnt er hversu Iangur tími líður áður en sjúkdómurinn gerir vart við sig af fullum þunga. Það getur verið allt frá nokkrum dög- um upp undir ár. Stjarfakrampi og vatnsfælni Vanalega eru fyrstu einkennin höfuðverkur og svitaköst og síðar krampi, öndunarerfiðleikar og lömun sem að lokun dregur þann sýkta til dauða. Eitt einkenni veikinnar er vatnsfælni, enda er hundaæði einnig nefnt því nafni. Vatnsfæln- in lýsir sér þannig að hinn sýkti hvorki þolir að drekka né sjá vatn. Þegar á fimmtu öld fýrir Krist lýsti gríski heimspekingurinn Demokrítos veikinni og taldi að hún hefði áhrif á miðtaugakerfið líkt og stjarfakrampi. Á fjórðu öld fyrir Kr. greindi landi hans Aris- tóteles frá hundaæði. Rómverski rithöfundurinn Celsus bætti um betur rétt fyrir Kristsburð og lýsti veikinni í smáatriðum í verkum sínum og reyndi að lækna hana með því að brenna í sár á mönnum sem bitnir höfðu verið af gölnum hundum. Sögulegar heimildir benda til þess að hundaæði hafi ekki orðið að faraldri víða um lönd fyrr en komið var fram á 19. öld. Þegar á 13. öld vitna ritaðar heimildir um hundaæði í Frakklandi og á Spáni. Á fyrri hluta 18. aidar stakk hundaæði sér niður í Frakklandi, Þýskalandi og á Englandi. Það var fyrst á 19. öld sem hundaæðið breiddist óðfluga út um Evrópu. Þegar upp úr alda- mótunum var veikin orðin skæð í Þýskalandi. Um 1810 braust út mikið fár í Rússlandi og þá sér- staklega á meðal úlfa. Um líkt leyti barst hundaæði til Norður- Ianda. Til Danmerkur og Noregs er talið að hundaæði hafi fyrst borist 1815 og til Svíþjóðar skömmu síðar, eða 1824. I síðast töldu löndunum tókst með snar- ræði að útrýma veikinni. Pasteur átti kollgátuna Þrátt fyrir það að mönnum hafi um Iangan aldur verið ljóst að hundaæði bærist með munnvatni við bit, stóðu læknavísindin lengi vel ráðþrota gagnvart veikinni. Það var ekki fyrr en 1885 að Lou- is Pasteur datt niður á að gefa ungum bóndasyni bóluefni sem bitinn hafði verið af óðum hundi. Uppfinning Pasteurs er enn í fullu gildi rúmum hundrað árum síðar. En hafi sjúkdómseinkennin einu sinni komið frarn, er fátt til sem dugar til að vinna bug á veik- inni. -rk Smyglaðir hundar varasamir yfirdýralæknir: Verðum ávallt að hafa vara á okkur. þann möguleika að hundaæði berist til landsins 4.SÍÐA—yNYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.