Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 19
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ r Ami Bergmann um bókmenntir Ung stúlka í Afríku Doris Lessing Marta Quest Birgir Sigurðsson þýddi Forlagið 1990. Það gerist hér eins og víða í öðrum löndum: Verið getur það verði bið á að við kynnumst verk- um ágæts höfundar á okkar máli, en þegar byrjað er og sæmilega vel til tekst, þá er haldið áfram af dugnaði. Til dæmis hefur nú um hríð varla liðið svo ár að við ekki fengjum nýja þýðingu á skáld- sögu eftir Doris Lessing. I þeim efuum hefúr Birgir Sigurðsson verið liðtækur vel og er enn. Sagan af Mörtu Quest er upp- haf þroskasögu sem tengist ævi Dorisar Lessing sjálfrar, bálkur- inn heitir Böm ofbeldis. Marta er upp alin á misheppnuðum bú- garði í Sambesíu (Ródesíu), leið hennar liggur til höfuðborgar ný- lendunnar, hún steypir sér í skemmtanalíf sem ber í sér tryll- ing tengdan i'lum grun um að Doris Lessing heimsstyrjöld vofi yfir. Fær sína fyrstu reynslu í pólitík (sem á eft- ir að verða mikill þáttur í ffam- haldi bálksins) og ástum: gefur sig Gyðingi, kannski af samúð með utangarðsmanni sem á undir högg að sækja, undir lokin er hún að gifta sig og veit varla til hvers. Þetta er traustvekjandi raun- sæissaga. Við trúum þeirri gagn- rýnu skarpskyggni sem lýsir sam- búnaði hvítra og svartra á þeim tíma þegar jafnrétti er enn ekki annað en ábyrgðarlaust rauðliða- slúður - um leið og grimm spenna vakir milli Breta og Búa þar suð- ur í Afriku. En ekki síst trúum við þroskasögu ungrar stúlku sem hér er framborin. Trúum þeim undar- legu sveiflum I huga hennar sem gera lífið og uppákomur þess á víxl heillandi og niðurlægjandi og óþolandi. Doris Lessing fór af stað sem rithöfundur með það veganesti, ættað frá Tolstoj og fleirum, að við erum aldrei heil þar sem við erum, við erum eitt- hvað annað. Og það dugði henni svo vel til mikilla affeka síðar. Gestaíbúðin Villa Bergshyddan í Stokkhólmi íbúðin (3 herbergi og eldhús í endurbyggðu 18. ald- ar húsi) er léð án endurgjalds þeim sem fást við list- ir og önnur menningarstörf í Helsingfors, Kaup- mannahöfn, Osló eða Reykjavík, til dvalar um tveggja til fjögurra vikna skeið á tímabilinu 15. apríl til 1. nóvember. Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar sem fram komi tilgangur dvalarinnar og hvaða tíma sé óskað, svo og upplýsingar um umsækjanda, skal senda til Hásselby slott, Box 520, S-162 15 Válling- by, fyrir 28. febrúar n.k. Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð. Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu borgarstjóra, sími 18800. Vísnabók Iðunnar IÐUNN hefur gefíð út nýja bók: Vísnabók Iðunnar sem er bók sem böm og fúllorðnir geta notið saman, skoðað, lesið og raulað upp úr. Hér er að fmna gamlar bama- gælur, þulur og kvæði sem geymst hafa með þjóðinni um ár og aldir og Iifa munu áffam með komandi kynslóðum. En í bók- inni er einnig fjöldi nýrri vísna og ljóða sem unnið hafa hug og hjörtu bama á siðari árum. Hér em vísur um vorið, sumarið, haustið og veturinn; um jólin og Grýlu gömlu; um litina, finguma, dagana og margt, margt fleira. Brian Pilkington skreytti hveija siðu bókarinnar bráð- skemmtilegum teikningum. Rannsóknastyrkir EMBO í sameindalíffræði Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecular Biology Organization, EMBO), styrkja vísindamenn sem starfa í Evr- ópu og ísrael til skemmri eða lengri dvalar við erlendar rann- sóknastofnanir á sviði sameindalíffræði. Nánari upplýsingar fást um styrkina I menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, og þar eru einnig fyrir hendi skrár um fyrirhug- uð námskeið og málstofur á ýmsum sviðum sameindalíffræði sem EMBO efnir til á árinu 1991,- Umsóknareyðublöð fást hjá Dr. J. Tooze, Executive Secretary, European Molecular Biology Organization, 69 Heidelberg 1, Postfach 1022 40, Þýskalandi. Límmiði með nafni og póstfangi sendanda skal fylgja fyrir- spurnum. Umsóknarfrestur um langdvalarstyrki er til 16. febrú- ar og til 15. ágúst, en um skammtímastyrki má senda umsókn hvenær sem er. Menntamálaráðuneytið, 28. nóvember 1990. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til náms í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð 1. Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa fslendingum til háskólanáms I Danmörku námsárið 1991-92. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskólanámi og eru miðaðir við 9 mánaða námsdvöl, en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er áætluð um 3.820 d.kr. á mánuði. 2. Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingum til há- skólanáms eða rannsóknastarfa I Finnlandi námsárið 1991-92. Styrkurinn er veittur tii níu mánaða dvalar og styrkfjárhæðin er 3.000 finnsk mörk á mánuði. 3. Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa (slendingi til há- skólanáms I Svíþjóð námsárið 1991-92. Styrkfjárhæðin er 5.760 s.kr. á mánuði 18 mánuði. - Jafnframt bjóða sænsk stjór- völd fram tvo til þrjá styrki handa (slendingum til vísindalegs sérnáms I Svíþjóð á sama háskólaári. Styrkirnir eru til 8 mán- aða dvalar, en skipting I styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. janúar n.k. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið, 28. nóvember 1990. ALÞYÐUBANDALAGIÐ AB Akranesi Fullveldisfagnaður Fullveldisfagnaður 1. desember f Rein. Húsið verður opnaö kl. 21. Dagskrá hefst kl. 21.30: Guðbjartur Hannesson flytur hátíðarræðu.RagnheiðurÓlafsdóttirsyngur við undirleik Flosa Einarssonar. Fjöldasöngur. Liija Ingimarsdótir flytur sjálfvalið efni. Orri Harðarson trúbador syngur og spilar. Hulda Óskarsdóttir flytur sjálfvalið efni. Sveinn Kristinsson flytur hugleiðingu í tilefni dagsins. Vísnalög og róleg tónlist. Höldum daginn hátíðlegan. Sjáumst öll I Rein. Undirbúningsnefndin. Alþýðubandalagið, Norðurlandi vestra Kjördæmisráðsfundur Fundur kjördæmisráðs verður I Villa Nova, Sauðárkróki, sunnudaginn 2. desember kl. 14:00. Dagskrá fundarins: Tilhögun forvals vegna alþingiskosninganna. Stjórnin. AB Vestfjörðum Forval Fyrri hluti forvals Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum vegna Alþingiskosninga vorið 1990, fer fram 3. til 10. desember næstkomandi. Atkvæðisrétt i forvalinu hafa allir sem voru félagar í AB á Vestfjöröum þegar forval fer fram. Kjörseðlar verða sendir f pósti. Athugasemdir við félagatal, ef einhverjar eru, verða að hafa borist uppstillinganefnd fyrir hádegi laugardaginn 1. desember nk. Upplýsingar um félagatal er að fá hjá formönnum einstakra félaga og hjá formanni uppstillinganefndar, Smára Haraldssyni, sími 94-4540 og 94-4017. Uppstillingasnefnd AB á Vestfjörðum AB Selfossi og nágrenni Opið hús Opið hús að Kirkjuvegi laugardaginn 1. desember. Margrét Frlmannsdóttir alþingismaður mætir Stjórnln AB Seltjamamesi Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins Seltjarnarnesi verður haldinn i Félagsheimilinu mánudaginn 3. desember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Svanfríður Jónasdóttir aðstoðarmaður fjármálaráðhen-a veröur gestur fundarins. Stjórnin. AB Norðuriandi eystra Kjördæmisráð Framhaldsaöalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsii Norðurlandskjördæmi eystra verður haldinn l Skúlagarði da 1. og 2. desember og hefst kl. 14. á laugardag. Dagskrá og tilhögun nánar auglýst síðar. ins I dagana Stjórnin Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisraðs Alþýðubandalagsins Norðurlandi eystra verður haldinn i Skúlagarði dagana 30. nóvember og 1. desember. Dagskrá: Fimmtudagur kl. 19: Fundarsetning - skipað f starfshópa - lögð fram þingmál. Kvöldverður. Kl. 20: Tillögur kjörnefndar - almennar stjórnmálaumræður. Kl. 23: Nefndir starfa. Laugardagur kl. 9: Umræður um stjórnmálaviðhorfið, útgáfumál og kosningaundirbúning. Kl. 13: Afgreiðsla mála. Kl. 14: Aðalfundarstörf. Þingslit áætluð um kl. 16. Stjórnin Laugardagsfundur ABR Persaflóadeilan og Palestína Umræðufundur að Hverfisgötu 105 kl. 10 árdegis laugardaginn 1. desember. Er styrjöld óumflýjanleg? Um hvað er deilt? Afstaöa Samtaka Palestínumanna til deilunnar. Málshefjandi er Elfas Davíðsson. Ellas Alþýðubandalagið í Reykjavík Föstudagur 30. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.