Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 9
Víst hefur tugthúsrápiö haft áhrif á mig. Þaö hefur til dæmis fyllt mig efasemdum um tilgang, réttmæti og gagnsemi fangelsanna sem refsiúrræöis frá siörænu og vitrænu sjónarhomi. Eflirfrandi hendingar úr ljóði Óskars Wilde „Kvæðið um fangann" í þýðingu Magnúsar Asgeirssonar koma mér býsna ofl í huga í störfum mínum í fangelsum: „Ég dæmi ei lög vor rétt né röng/ og rýni ei þeirra skrár./ i prísund vitum vér það eitt,/ að veggurinn er hár,/ að þar er ár hver dæg- urdvöl,/ og dægrin löng það ár.“ Þetta minnir mig sífellt á tvennt. I fyrsta lagi þau bitru örlög sem því fylgir að vera sviptur frelsi sínu. Ég hygg að fáir munu skilja það nema þeir sem reynt hafa hvaða sársauki fylgir því. Það er raunar að líkindum til- gangur og markmið þeirra sem leggja ffels- isskerðingu á aðra að láta þá finna til. Refsa eða heftia með frelsisskerðingu fyrir það sem hinum seka, þ.e. þeim sem gerist opinberlega sekur, verður á í lífinu. Að baki þessum ákvörðunum býr hugmynda- fræði og siðfræði sem forvitnilegt er að skoða og þarf að skoðast vandlega á hveij- um tíma. Nútímamaðurinn bregður því ofl fyrir sig að hver tími eigi sína siðfræði, Vit- und manna um siðfræðileg fyrirbæri og afar slæm. Félagslegur bakgrunnur eru „brotin heimili", viðskilnaður við skóla, erfiðleikar að halda atvinnu, fikniefna- neysla og þannig mætti lengi telja og alltaf í sama dúr. Sérfræðingar telja sig greina að 70-80% fanga eigi við áfengissýki eða al- okoholisma að striða. Hljóta því ekki skyn- samleg úrræði gegn afbrotum að felast í því að ráðst að rótum þessara meina? Stundum þykir mér þessi málaflokkur verða óþarflega fyrirferðarmikill. Það er kvartað yfir yfirfullum fangelsum, lélegum húsakynnum, slæmri aðbúð, að ekki sé far- ið að lögum og áfram mætti telja. Aður hef ég lýst skilningi á angist þess og þeirra sem opnar tugthúsdyr blasa við. Það gleymist oft að fangelsishurð hefur aðeins hún öðru megin, að framanverðu. Við lifum í litlu samfélagi, samfélagi sem sumir telja í raun álitamál að sé nógu fjölmennt til að það standi undir því að vera sjálfstætt. Þegar 350-400 einstaklingar þurfajafnvel að sæta refsivist árlega og um það bil 700 innsetn- ingar eiga sér stað í gæsluvistarfangelsinu ríkið á þriðju miljón að vista fanga árlega, og allir sjá að þá er hvergi nærri allt upptal- ið. Má þar t.d. nefna þátt félagsmálastofn- ana og þaun skaða, að fanginn fær ekki unnið fyrir sér og sínum meðan hann situr í fangelsi. Ef við berum okkur saman við ná- grannalönd okkar kemur í ljós að við erum þrátt fýrir ailt langtum betur á vegi stödd en þau. Tíðni afbrota er lægri og fangaíjöldi minni. Þannig er fangafjöldi á Islandi u.þ.b. 42 á hveija 100 þúsund íbúa eða rúmlega 100 fangar í fangelsum landsins á hverri tíð. Á Norðurlöndunum er þetta alls staðar mun hærra, í Bretlandi rúmlega tvö- falt hæn'a og í Bandarikjunum 12 sinnum hærra. í Bandaríkjunum er um það bil 1% þjóðarinnar í fangelsum eða háð skilorðs- eftirliti. Eina landið í Evrópu sem hýsir færri fanga en við er Holland. Hollending- ar hafa í leiðinni tileinkað sér óskiljanlegt viðhorf og frjálslyndi til afbrota, einkum fíkniefna. Þetta sjá þeir m.a. sem leggja leið sína til Amsterdam. I dag er þetta ráða- viðmiðanir er í það minnsta sífellt að breyt- ast. En „botnfallið“, botnfall samfélagsins, er látið bíða. Það má líta á það síðar. En siðfræði fangelsunar og frelsisskerðingar er ekkert sem þolir bið. Það er ekki ástæðu- laust að uggur og efasemdir skuli vera i fólki yfir siðfræðilegu réttmæti þess að senda þann sem misstígur sig í lífinu í fangelsi. Svipta hann frelsi sínu. Senda hann inní samfélag sem talið er af hugsandi upplýstu fólki mannskemmandi og ekki hvarflar að neinum sem fylgist með takti tilverunnar að í felist nokkur betrun. Sem öryggis- og vamaðarúrræði sýnir það sig auk þess að vera lélegt. Og hvað er þá eft- ir? Hefndin! Hefnd samfélagsins. Síðspillt og sjúkt viðhorf er notað og því beitt gegn því sem aflaga fer í samfélaginu. í mínum huga er fangelsun skynsamlegt úrræði í t.d. tveim tilfellum. Sem öryggisráðstöfun og vemd vegna örfárra manna. Líklega get ég talið þá á fingmnum. Og í öðm lagi sem aðgerð til að bjarga lifi eiturlyfjasjúklinga sem lokast hafa inní mynstri afbrota og eit- urlyfjaneyslu. Ef fangelsunum væri ekki til að dreifa dræpust þeir líklega úr ólifnaði eða yrðu úti. Hér er oft um síbrotamenn að ræða, sem kallaðir em, en em sjaldan vald- ir að stórfelldum glæpaverkum. Að þessu leyti gegnir fangclsiskerfið nokkurs konar heilbrigðisþjónustu gagn- vart fólki sem fínni stofnanir em búnar að gefast upp á eða e.t.v. hafa aldrei viljað sinna. Ef fangelsi og frelsisskerðing er mannskemmandi í nútíma samfélagi em þá ekki ótti og angist eðlileg mannleg við- brögð þess sem horfir á opnar tugthúsdym- ar fyrir sjálfan sig eða sina? Eða er ástæða til að fagna og vera glaður? Fyrirbærið af- brot er í flestum tilvikum sáraeinfalt og auðskilið fyrirbæri, þar er fátt óskýranlegt eða sem ekki á sínar orsakir. Við skulum skoða það eilítið nánar. Fangelsun og frels- isskerðing afleiðingar afbrotsins. Og hvað er það sem ákvarðar afbrotið? Lög eða ein- hvers konar afmörkun þess sem við tcljum heppilegt í samfélaginu. Af því leiðir að samfélagslegt ástand hlýtur að valda hér miklu um. Enda kemur í ljós að samfélags- leg staða þeirra sem komast í kast við lög og lenda í fangelsum er í flestum tilvikum við Síðumúla er augljóst mál að vandinn hlýtur að koma við kaunin á býsna mörg- um. 1 þessum efnum er það því miður svo, að fáir gefa vandanum gaum fyrr en skellur í tönnum við þeirra eigin dyr. Iðulega heyri ég utan að mér orð eins og þessi: „Hyskið heimtar hótel og þjónustu til samræmis við það“. Slík orð eru ábyrgðarlaust hjal, og nær væri að minnast orðanna að „á meðan náungans veggur brennur er mínum hætt“. Það er mín reynsla að flestir þeir sem í fangelsum dvelja eru sér fullkomlega með- vitaðir um að þeir hafa unnið til refsingar samkvæmt þeim lögum sem í landinu gilda. Sjaldan hef ég heyrt fanga fúllyrða að hann sé saklaus í fangelsi. Sama má segja um nánustu aðstandendur þeirra, og við skulum gæta að því, að þar fer stór hóp- ur fólks sem líka má líta á í mörgum tilvik- um sem saklaus fómarlömb afbrotanna. Ef litið er á málið af sanngimi og í ljósi sárs- auka, niðurlægingar, oft lélegs aðbúnaðar og félagslegra vandræða, ásamt óvissunni um hollustu og gagnsemi refsingarinnar, þarf engan að undra þótt umræðan verði hávær í 250 þúsund manna þjóðfélagi. Það er ekki verið að biðja um hótel og þjónustu, heldur um að lög og reglur gildi og séu haldin á báða bóga; að ekki sé aukið við þann skaða sem orðinn er og að fólk fái að halda sinni mannlegu reisn eftir því sem kostur er. En að mínu áliti verður málið aldrei leyst með því að beina allri reiði sinni að þeim sem falið hefur verið að ann- ast um fullnustu eða afplánun löglega upp- kveðinna dóma. Fangelsisyfirvöld og þeir einstaklingar sem ráðnir em til fangelsis- starfa og þjónustu valda hér minnstu um. Það er hér sem í mörgum öðmm mála- flokkum vandræðanna, að pólitískan vilja vantar til að leysa úr vandanum og þá eink- um fjárhagslega; því veldur enginn einn maður. Það er ekki við neinn einn mann að sakast, slíkt gerir aðeins skaða. Það verður að skoða málið í hcild ef einhvem tíma á að komast að kjama þess og höggva að rótum vandans. Við skulum skoða hvemig þessi mál em hér samanborið við aðrar þjóðir og hvemig mætti á þeim taka og hafa það í huga að mér kæmi ekki á óvart að það kosti mönnum í Hollandi mikið áhyggjuefni. En það sem gerst hefur á íslandi er það, að á síðustu 10 ámm hefur fangaljöldi nánast tvöfaldast. Ef slíkt gerðist meðal nágranna okkar yrði það líklega óleysanlegt vanda- mál. Okkur hefur þó tekist sæmilega að klúðrast í gegnum þetta. Það er sannleikur málsins. Ef almenningur væri spurður, hvað veldur því að fangafjöldi á Islandi hefur tvöfaldast síðustu 10 árin byggist ég við svömm í þessum dúr: „En and... eiturlyfín og allt sem þeim fylgir og svo þessir bölv... kynferðisafbrotamenn sem ættu að vera réttdræpir hvar sem til þeirra næst.“ Þama er um misskilning að ræða. Víst ber illu heilli meira á eiturlyfjamisferli nú en áður. En enginn getur mér vitanlega sýnt fram á aukna atbrotatíðni af völdum þeirra að öðm leyti en því, að menn hljóta dóma og refsingar fyrir ólöglega meðhöndlun sína á slíkum efnum. Enn er það svo, að mesta bölvunin að baki allra stærri og alvarlegri afbrota er áfengi og þannig hefúr þetta lengi verið. Áfengi og tóbak em eiturlyf sem lengi hafa verið lögleg í landinu og mikil mannleg óhamingja hlotist af báðum. Einhver kann að spyija, af hveiju tób- ak? Fyrir utan áhrif þess og skemmdir á manneskjuna, ótímabær dauðsföll og heilsutjón skulum við minnast þessa: Aldrei hef ég heyrt um þann Islending sem hóf sínar reykingar á „hassi“ eða „grasi“. í þessum efnum hefst ekkert uppúr þurm. Það hefst uppúr þessum löglegu vímugjöf- um og eiturlyfjum sem ríkissjóður gerir sér hvað ákafast að féþúfu, tekjuöflunarleið. Væri það ekki verðugt verkefni fyrir alla „blýantsnagarana f seðlabankahöllinni" eins og stjómmálamennimir kalla þá, þeg- ar þeim hleypur kapp í kinn, að reikna arð- semissjónarmiðið til enda fyrir ríkissjóð. Ég veit að þeir væm færir um það ef þeim væri falið verkefnið. En kannski kærir sig enginn Um að vita niðurstöðuna? Það er því beinlínis rangt að mínum dómi að afbrot- um fjölgi stórlega vegna ólöglegra eitúr- lyfja. Hitt er annað mál að þau auka á mannlega ógæfú að öðm leyti á margvís- legan hátt. Sá hópur afbrotamanna sem verst fer útúr ólöglegum eiturlyíjum er áð- umefndur síbrotahópur sem sjaldan er valdur að stórfelldum glæpaverkum. Situr aðallega í fangelsum fyrir hnupl, innbrot og tékkafals og nýtur á meðan heilbrigðis- þjónustu fangelsanna. Kynferðisafbrotamenn hafa verið til svo lengi sem maðurinn þekkir sögu sína. Það sem gerst hefur er það að í kjölfar mik- illar og réttmætrar umfjöllunar um kyn- ferðisafbrot hefúr viðhorf meginþorra fólks blessunarlega breyst.I stað þess að vera undir borði er umræðan og umfjöllun- in komin uppá borðið. Fyrir bragðið kom- ast menn ekki upp með siðvillu sína og sóðaskap sem fyirum. Kynferðisafbrot em viðkvæm mál, og farsælast hygg ég að fara þar með mikilli gát. Þau ganga oft sárs- aukafúllt nærri einstaklingum og fjölskyld- um. Stundum sýnist mér hefndarþorstinn og móðurinn að lumbra á þijótnum svo ákafúr, að það gleymist að hann, það er gerandinn, er oftast sjúkur einstaklingur sem þarfnast fremur aðstoðar, meðferðar, sem tryggt getur e.t.v. að afbrotin endurtaki sig ekki. Og það er sorglegast að horfa á þolandann gleymast í þessum hamagangi. Hann er sá sem fyrst og fremst þarf að beina athygli að og hjálpa eftir þvi sem unnt er. Éómarlambið má ekki gleymast. Það er engin tilviljun að flestir þeir sem verða uppvísir að kynferðisafbrotum hér- lendis, hafa einhvem tíma orðið fyrir barð- inu á slíkum ofbeldismönnum sjálfir. Þetta er ekki sagt þeim til réttlætingar, en vísan er aldrei of oft kveðin: „aðgát skal höfð í nærveru sálar“, og langtum meira máli skiptir að fómarlambið njóti stuðnings og hjálpar en hitt hvort gerandinn situr árinu lengur eða skemur á Litla-Hrauni; situr þar áfram með sinn sjúkleika eða afbrigðilegu kynhegðan. Það sem aukið hefúr afbrotatíðni og fangafjölda sýnist mér fýrst og fremst vera sú ákvörðun að dæma menn til fangavistar fyrir ölvunarakstur og réttindaleysi til akst- urs sem afleiðingu fýrri ölvunaraksturs- brota. Þessir dómar em flestir kveðnir upp á grundvelli umferðarlaga, síður hegning- arlaga eða laga um ávana- og fikniefni. Mér kæmi ekkert á óvart þótt 20-25% refsi- fanga væm að afplána slíka dóma. Flestir þeirra eiga við alvarlegan áfengisvanda að striða, helsjúkir menn, og ég leyfi mér að draga í efa að fangelsi sé rétti spítalinn fýr- ir þá. Enda sýnir sig að þeir koma aftur og aftur inní fangelsin, svo lækningin og vam- aðaráhrifm virðast léleg. Áður en ég lýk þessum skrifúm vil ég víkja að því sem e.t.v einhveijum gæti komið til hugar við lestur þessa pistils. Maðurinn er bara á móti fangelsunum. Hann er lika orðinn forhertur og gegnsósa af þessum óþverra eftir allt tugthúsrápið. Vist hefúr tugthúsrápið haft áhrif á mig. Það hefur til dæmis fýllt mig efasemdum um tilgang, réttmæti og gagnsemi fangels- anna sem refsiúrræðis frá siðrænu og vitrænu sjónarhomi. Ég liti t.d. á það eins og hveija aðra ógæfú ef stjómvöld fæm út í að reisa fangelsisbákn og taka við fleiri fongum meðan mikill fjöldi fanga hefur í raun ekkert þangað að gera og væri betur kominn á öðmm stöðum og við aðra iðju. Ég tek því treglega undir allt tal um skort á fangelsisrými. Hitt skal ég taka undir, að búa skuli mönnum mannsæmandi aðbúnað í fangelsum. Ekki hvað húsnæði varðar, heldur einnig til starfs og iðna. En engra úrbóta er von fýrr en vinstri hönd löggjaf- ans hefúr gert sér grein fýrir hvað sú hægri ætlar sér. Og framkvæmdavaldið getur gengið hiklaust til verks með samhentum stuðningi löggjafans. Og síðast en ekki síst að dómarinn með sína þykku doðranta lag- anna hafi vit og kjark til að fjalla um líf og örlög breyskra manna ekki sem „lögmáls- þræll“, heldur leyfi heimspeki og siðfræði laganna að tala um leið og hann skellir sín- um þunga hamri í borðið. Ólafur Jens Sigurösson er fangaprestur. Föstudagur 30. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.