Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 15
Fimm daga áætlunin Þióðin er mjög sátt í dag, því nú ríkir þjóðarsátt. Margir hafa það mjög gott og fyrirtækin sem voru að fara á hausinn eru nú komin á rétta braut, en hafa þó alls ekki svigrúm til launahækk- ana, því enn er nokkuð langt í land með að þau skili eðlilegum hagnaði. Allir þeir sem standa að sáttum verða að láta af kröf- um sínum, slaka á. Annars er ekki sátt. En eins og ég sagði þá býr þjóðin nú við satt og fnð. Það má eiginlega undrun sæta,hvers vegna þeir Ögmund- ur, Asmundur, Einar Oddur og Rikisstjómin vom ekki tilnefhd ásamt með Gorba til friðarverð- launanna. Því ósættir hafa verið tíðar í landinu kalda ffam að þeim degi er samningamir vom undirritaðir. Jæja, og nú em miklar líkur á því að sættir muni haldast enn um sinn. Kannske verður ein- hver kauphækkun í gegnum sjóðakerfið eða ríkiskassann, því enn eins og ég sagði er ekki svigrúm til beinna launahækk- ana og því síður ástæða til stéttabaráttu, því það hefur nú sýnt sig að slikur kommúnismi leiðir til glötunar. Auðvitað er best að það riki friður og sátt. Hvers vegna ættu menn ekki að vera sáttir og þarf nokkuð að hækka kaupið? Er nokkur mað- ur sem deyr úr hungri í þessu landi? Mér líður svo vel þegar Þór- arinn, Einar Oddur, Asmundur, Ögmundur og Ríkisstjómin láta okkur vita hvers okkur er vant og hvað er ásættanlegt. Hvað dettur ofan úr húsunum háu sem þeir puða í alla daga, langt ffam á nætur. Þess vegna segi ég: Ef þig langar í einhvem híut þessa dag- ana skaltu athuga hvort þú þjáist ekki af of mikilli efnishyggju. Þarft þú t.d. geislaspilara eða video? Þú getur neitað þér um það. Þarftu endilega að endur- nýja sófasettið fyrir jólin? Þú getur neitað þér um það. Þarftu að fara til útlanda eða fá nýjan bíl? Þú getur neitað þér um það. Þarftu að kaupa skíði og tilheyr- andi fyrir bömin? Þau geta neit- að sér um það. Þuifum við svona mikið fri? Við getum neitað okkur um það. Auðvitað vantar okkur alls ekki þessa hluti. Munið þið ekki eftir því, að þegar þið vomð lítil þá máttuð þið bara horfa, þið átuð skemmt hlutina ef J)ið omust of nálægt þeim, höfum þetta í huga þegar við göngum í kringum 1 Kxinglunni að undir- búa jólin. Og fyrst ég er farinn að minnast á jólin verð ég að minna á þakkíætið. Til dæmis ættu verkakonur og menn sem vinna í fiskinum að vera þakklát fyrir það að þurfa ekki að vinna yfirvinnu. Er það ekki einmitt vinnan sem er að sliga fólkið, og þessi vinnudýrkun er húp ekki misskilningur hjá okkur Islend- ingum? Það hlýtur að vera gott þegar minnkandi fiskur berst í núsin, það kallar á minni vinnu, og þá þarf heldur ekki að greiða nema lítið kaup, því bónusinn er ekki inni í kauptryggingunni og það hefur verið tap á vinnslunni. Við vitum líka að kaupið hefur verið það hátt að það hef- ur sligað mörg fyrstihúsin. Ver- um þakklát þeim örfáu vísu mönnum sem deila út fiskinum hér á landinu handa bátum og skipum. Sumir tala reyndar um að það sé ekki verið að láta bát- ana og skipin fá fiskinn, heldur þá sem eiga útgerðina og slíkt sé varasamt þegar einstaka menn eti selt fisk sem ætlaður var eilu hyggðarlögunum til vinnslu. Auðvitað er æskilegast að vera ekkert að blanda of mörg- um í útdeilingu á fiskinum í sjónum, það borgar sig alls ekki að leyfa fiskúthlutunarmönnum í byggðum landsins að sjá um þetta - þannig að hver sæi um sitt kjördæmi. Það yrði bara ves- en. Auk þess gæti það þýtt að bygðarlög sem hagkvæmnis- menn telja framtíðarlaus auðn- aðist framtíð. Það hlýtur hver maður að sjá það, að því færri sem stjóma þvi minni hlýtur hættan á deilum og rifrildi að verða. Eg er alveg viss um að ef það yrðu margir sem fengju það nlutverk að útdeila fiskinum úr sjónum kæmi strax til vandræða og leiðinda. Miklu betra er að orðið komi að ofan. Og vilji svo til að það reynist eigi óskeikult, þá er um að gera að breyta því alls ekki, eða hvemig dettur mönnum í hug að krefjast þess að íslenskir stjómmálamenn og það ráðherrar geti tekið það aft- ur sem þeir hafa sagt? Eru engin takmörk fyrir virðingarleysinu? Reyndar á ég að tala hér um kvóta, en fyrst þegar ég heyrði þetta orð hélt eg að um nýja fiskitegund væri að ræða. „Ertu búinn að veiða kvótann?" heyrði ég sjóara spyija skipstjóra nokk- um um daginn. En svo halda sumir því fram að þetta hugtak sé notað til þess að leyna raun- veruleikanum. Það er bara verið að úthluta „kvóta“, en ekki fiski. Og þannig átti menn sig ekki á því nvað sé á ferðinni. Já, það er vandlifað í þessum heimi, sér- staklega fyrir þá sem hafa tekið það að sér að standa í stafni og stýra stéttarfélögum, vera í for- svari fyrir lifeyrissjóði, vinnu- veitendur, launþega og jafnvel heila þjóð. En alltaf em til þeir sem fusir em að leysa vandann á skömmum tima, ekki nema 500 dögum. Eg er að vísu með nýja hugmynd og má kalla hana 5 daga aætlun. Og er hún svona: 1. dagur. Öll vinnsla á fiski í landinu Tögð niður. Siglt með fiskinn óunninn út. Penmgamir lagðir inní banka í London eða Berlín. 2. dagur. Allar niðurgreiðsl- ur til landbúnaðar lagðar niður, hlutabréf í fyrirtækjum keypt í staðinn. 3. dagur. Teknar fyrstu skóflustungur að blokkum fyrir fólk sem ekki er lengur þörf fyr- ir. Þessar skóflustungur yrðu teknar nálægt Keilisnesi. 4. dagur. Samið yrði við traustustu og ábyggilegustu fyr- irtæki heims um að koma stór- iðjuverksmiðjum fyrir í nánd við blokkimar. Fyrrverandi bændur, fiskverkafólk og hugs- anlega þeir sem ekkj fara á rett- um tíma í bað í Alverinu, fá vinnu í þessum stóriðjum.ef þeir lofa að vera þægir. 5. dagur. Slupin sem sigldu með fiskinn koma til landsins færandi vaminginn heim og öll- um er hleypt niður i lestar að borða mat framleiddan í Vestur- Evrópu og keyptan fyrir slikk, enda kostar næstum ekki neitt að búa hann til. Markmiðið með þessari áætlun er að hafa allt sem hag- kvæmast og svara kalli tímans, þannig að við yrðum sátt og sæl um ókomin ár. VEGURINN UPPÁ FJALLIÐ eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Kjarngott mál, Ijóslifandi persónur, verðug viðfangsefni og hlý kímni eru sem fyrr aðalsmerki höfundar. Þessar nýju smásögur Jakobínu sæta tíðindum. SVEFNHJÓLIÐ eftir Gyrði Elíasson. Þetta er önnur skáldsaga Gyrðis en hann hlaut Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar 1989. Þessi saga er í senn kátleg, ævintýraleg og ógnvekjandi, skrifuð af þeirri málsnilld sem höfundur hefur þegar getið sér orð fyrir. HELLA eftir Hallgrím Helgason. Óvenjuleg saga um unglingsstúlku í litlu þorpi úti á landi. Lýsingar höfundar á löndum sínum eru bæði fyndnar og glöggar og auga hans fyrir náttúrunni einstakt. Með Hellu er sleginn nýr tónn í íslenskum bókmenntum. MÝRARENGLARNIR FALLA eftir Sigfús Bjartmarsson. Þetta eru fyrstu sögur Sigfúsar Bjartmarssonar sem áður hefur vakið mikla athygli fyrir Ijóðabækur sínar. Fimm samtengdar sögur úr íslenskri sveit sem snúast um hringrás mannlífs og náttúru. Orðfærið er auðugt og sérkennilegt, sprottið úr þeim heimi sem sögurnar lýsa svo eftirminnilega. Bœkur eru ódýrari Laugavegi 18. Sími 15199 - 24240. Síðumúla 7-9 Sími 688577. Föstudagur 30. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ SlÐA — 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.