Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 16
A annarri bylgjulengd Pétur Gunnarsson rithöfundur: Nýja skáldsag- an, Hversdagshöllin, er á heimspekilegri og tilfinningalegri nótum en Jyrri bækurnar - Þú birtir nú iýrstu skáldsög- una eftir ftmm ára hlé, fjölskyldu- sögu úr hversdagshöll í vestur- bænum. Hefur orðið hugmynda- þróun frá því í fyrri bókum? - Ég get imyndað mér að það megi koma auga á þróun eða breytt sjónarhom. Fyrri sögumar vom ef til vill bundnari við þjóð- félagslega áhrifavalda mannlífs- ins. Þessi er smásærri að því leyti að þar er verið að skoða sálfræði- legri hliðar en áður. Þama ríkir heimspekilegri og sagnffæðilegri þankagangur. Manni virtist þetta svo auðvelt á sínum tíma, þegar það var ríkjandi söguskoðun á mörgum vígstöðvum að öll kurl kæmu til grafar í pólitískri skoð- un. Það átti að vera hægt að út- skýra allt með samfélagslegum áhrifavöldum. í Hversdagshöll- inni er verið að beita annarri að- ferð. Mikið af lundemi okkar og hvatalífi ræðst á tilfinningalegum forsendum. Að því leyti er ég þama á annarri bylgjulengd. Ég reyni að skoða samskipti fólks, hjónaböndin, hvemig ein- staklingamir raðast upp. Mér fannst ekki þurfa að gera pólitísk- ar skilgreiningar í þessari bók, heldur að yrkisefnið mundi geta staðið nokkuð sjálfstætt. - Konan þín Hrafnhildur Ragnarsdóttir er prófessor í sál- fræði við KHÍ og hefúr nývarið í Frakklandi doktorsverkeftii sem snertir fjölskylduna. Er hér um einhver gagnkvæm áhrif að ræða á heimilinu? - Nei. Ég hef þá kenningu að það séu vaktaskipti hjá hjónum, annar aðilinn tekur sér ffí frá því sviði sem hinn er sérfræðingur á. Maður veit að makinn er á vakt á sínu sviði. Ég hef oft tekið eftir því hve hjón hafa mismunandi áhugamál. Fyrst hélt ég að þetta væri tómlæti en sé svo núna að þetta em bara verkaskipti. Enga merkimiöa - Það vekur athygli í Hvers- dagshöllinni, að innan um minn- ingamar og atburðarásina birtir sögumaðurinn annað veifið neð- anmálsgreinar þar sem hann velt- ir fyrir sér efnistökum og gerir ýmsar persónulegar athugasemd- ir. Hveiju sætirþessi stíll? - Höfundurinn og sögumað- urinn ímyndaði er trúlega sagn- ffæðingur. Þess vegna lætur hann svona. - Er þetta sagnfræði, íslands- lýsing? - Ég spenni bogann nú ekki svo hátt. Þetta er heldur ekki sannsögulegt verk. Kannski geta einhverjir sett hnyttna merkimiða á Hversdagshöllina. Ég er á móti því að raga bókmenntir í flokka eins og spennusögur, bama- eða unglingabókmenntir. Það er hálf- gerð vængstýfing að gangast und- ir þessa flokkunarfræði. Best er ef bók getur rúmað sem mest. I Hversdagshöllinni er dvalist við ýmis yrkisefni, hvemig heims- mynd fólks verður til. Af minni hálfu er hún tilraun og saga. Að- allega er ég að vinna með stíl, bmgga mjöð úr reynslu og skynj- un. - Heldurðu að efni sögunnar sé bundið við íslenskan lesenda- hóp? - Ég get ekki séð neitt mjög staðbundið við hana, fjölskyldulíf er svo almennt fyrirbæri. Besta leiðin til að skoða hlutina er að komast nógu langt frá þeim. Draumurinn er að komast í allt aðra menningu, til Japans eða Affíku. Um leið og maður verður samdauna einhveiju umhverfi verður maður á vissan hátt blind- ur á það. Og þótt ég lesi auðvitað skáldskap, þá festist ég ekki síður við sagnfræðileg verk, eða um heimspeki og trúarbrögð. Listræn úrvinnsla höfuömáliö - Um hvað sýst verkið? - Einna helst þijár kynslóðir í sama húsinu, hjónin sem byggðu, böm þeirra og bamabömin. Það er skyggnst á bak við fleira, fjall- að um hverfið, aðrar persónur og bakgmnn þeirra. Þræðimir spinn- ast út og suður en hnitast um for- eldra sögumanns. Sagan berst upp í sveit og út fyrir landstein- ana. — Er Hversdagshöllin hluti af nýrri skáldsagnasamstæðu, eins og þær fyrri? - Ég tek bara eitt skref í einu, er ósköp tvístraður eftir þessa viðureign og safna mér saman fyrir ný átök. Það er vandi að spá um framhaldið. Þegar ég var að byija að skrifa á sínum tíma hélt ég að þetta væri fyrst og ffemst spuming um yrkisefnið. Maður var alltaf í vandræðum með það um hvað ætti að skrifa og trúði því að ef maður dytti niður á nógu gott efni yrði úr því mjög góð bók. Núna er þetta spuming um lormið, efnið er kappnóg, enginn endir á viðfangsefnum. Gjáin sem opnast milli höfundar og yrkis- efnis lýtur meira að forminu en innihaldinu, hvemig hægt er að koma efniviðnum í listrænan bún- ing. Þegar ég les skáldsögu núna geri ég ákveðnar kröfur til forms- ins, hughrifanna, unaðarins, geðs- hrifanna. Það er ekki nóg að hrúga saman stórkarlalegum yrk- isefnum. Ef listræn úrvinnsla er í skötulíki þá er bókin ekki mikils virði. - Mottó Hverdagshallarinnar er úr Njálu, þess efnis að þótt hér sé sagt frá nokkmm atburðum séu hinir miklu fleiri sem menn hafi engar ffásagnir af. Ertu að undir- strika að þú sért í bókmenntahefð sögualdarinnar? - Ég vona að Islendingasög- umar séu í krómósómunum hjá manni. Þær hljóta að gægjast ffam, em mnnar manni svo í merg og blóð. Nei, tilvitnunin er aðeins til gamans, þetta er svo yndislega hógvært. Svipað orða- lag er aftast í Jóhannesarguð- spjalli, um að margt annað hafi Jesús gert og ætti það allt og hvaðeina að vera ritað en guð- spjallamaðurinn telur að ,jafnvel heimurinn mundi ekki rúma þær bækur sem þá yrðu ritaðar“. Mað- ur slær bara tóninn í sögu, kemst aðeins yfir brot. - Nú ert þú í stilnum í Hvers- dagshöllinni að fikra þig inn í eins konar sagnfræði- eða heimilda- stíl. Gætirðu hugsað þér að semja slíkt fræðirit? — Það er vel mögulegt og fúll- komlega verðugt viðfangsefni, en ekki á pijónunum í dag. ÓHT Stæröfræðin verður list Stærðfræðingar líkja fræðigrein sinni stundum helst við ljóðlist eða aðrar skapandi greinar. En hvað segja sigurvegaramir í stærðfræðikeppni ffam- haldsskólanna? Em þeir ungskáld? Birgir Öm Amarson, nemandi í 4. bekk á eðlisffæðibraut við Menntaskólann á Akureyri náði bestum árangri á efra stigi í fyrri hluta stærðfræðikeppni framhaíds- skólanema 1990-1991. Hann hefur þrisvar áður tekið þátt í henni, æv- inlega verið meðal 10 efstu og var einn af þremur íslenskum þátttak- endum í Alþjóðlegu olympíu- keppninni í stærðffæði í Peking sl. sumar. - - Stærðfræðin er að mínu mati blanda af íþrótt og Iist, segir Birgir Öm. Æfing og reynsla hafa mikið að segja, en þegar því er náð fer meira að reyna á sköpunargáf- una. Menn þurfa að hafa hugann opinn. Og þegar stærðfræðin er komin á hátt stig leikur enginn vafi á því að hún er list. Og maður er ótrúlega þreyttur eftir svona setu, sem er 4 klst. í lokakeppninni, úrvinda hreinlega og getur litið meira gert það sem eftir er dagsins. - Dæmin í keppninni em frá- bmgðin því sem kennt er og glímt við í framhaldsskólanáminu, tölu- vert hliðarspor, byggja lítið á regl- um, maður þarf ekki endilega að vera fróður um teoríuna. Það skipt- ir höfúðmáli að hafa ákveðna inn- sýn. - Olympíukeppnin í Kína var töluvert erfiðari en þessi keppni hér heima, segir Birgir Öm, Asíu- og austantjaldsþjóðir hafa verið mjög sterkar á olympíumótunum og Kín- verji sigraði að þessu sinni. - Að öðm leyti er aðaláhuga- málið íþróttir, ég leik núna með meistaraflokki KA í knattspymu, en keppti með 2. flokki sl. sumar. Varðandi ffamtíðina er ég þessa stundina að kanna möguleikana á námi í flugvélaverkfræði, segir Birgir Öm. Bílprófið ofar í huga Bjami V. Halldórsson, nemandi i 4. bekk Menntaskólans í Reykja- vík náði að þessu sinni bestum ár- angri á neðra stigi stærðffæði- keppninnar. - Það sem ég hef verið að gera í stærðfræði verður nú varla nefint list eða íþrótt, segir Bjami, þetta er leit að rökréttri niðurstöðu. Dæmin á neðra stiginu em enn þá keimlík því sem maður hefur kynnst í skóla- náminu. Verði maður strand er það yfirleitt vegna skorts á heimalær- dómi. Ég fékk fimm á jólaprófinu í fyrra (hlær). - Annars er ég með mestan hugann við að ná bílprófi þessa dagana. Ætli maður fari svo ekki að pumpa með lóðum bráðum aftur. - Birgir Öm og Bjami Vil- hjálmur vom spurðir hverju það sætti að aðeins 4 stúlkur séu meðal þeirra 40 nemenda sem komast áfram í stærðffæðikeppninni. Birgir bendir á að þátttaka þeirra hafi samt verið að aukast og allar líkur á því að árangurinn batni. En piltar sækja Birgir Öm Amarson: Stefni á flug- vélaverkfræði. Bjami V. Halldórsson: Með hugann við bllprófið. meira á raungreinabrautimar heldur en þær. Bjami segist ekki hafa hug- mynd um orsökina fyrir þessum mun, alla vega sé hann ekki rökrétt- ur. Yfir 400 þátttakendur 442 nemendur úr 20 ffamhalds- skólum tóku þátt í fyrri hluta stærð- fræðikeppni framhaldsskólanema, sem haldin var í sjöunda sinn 23. okt. sl. Keppnin fer ffam á neðra stigi, sem er ætlað nemendum á tveimur fyrri ámm framhaldsskóla, og efra stigi þar sem nemendur á tveimur síðari árum geta tekið þátt. 20 efslu keppendur á hvom stigi er boðið til lokakeppni í Há- skóla Islands í mars 1991 og niður- stöður keppninnar verða hafðar til hliðsjónar við val þátttakenda í nor- rænu stærðfræðikeppninni í skólum í apríl og Alþjóðlegri Olympíu- keppni í stærðfræði sem fer ffam í Svíþjóð í júlí 1991. Frosti Péturs- son, í 4.bekk Menntaskólans á Ak- ureyri hlaut bronsverðlaun í Ol- ympíukeppninni sem fram fór í Peking sl. sumar, en varð fimmti í fyrri hluta efra stigs íslensku keppninnar núna í okt. Að stærðffæðikeppninni standa íslenska stærðfræðafélagið og Fé- lag raungreinakennara í framhalds- skólum. Istak og Steypustöðin hf. styðja keppnina þetta ár. ÓHT 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.