Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 13
"V Konur bera meira skynbragð á notagildi hlutanna. Hagsýnin er þeim líkt og i blóð borin, segir Marsibil Bernharðsdóttir, kaupmaður. Mynd Krist- Staldrað við hjá Marsibil Bernharðsdóttur skransala við Skólavörðustíg. um þessar mundir. Nei, það eru ekki bara gömul húsgögn sem fólk, og þá sérstaklega ungt fólk, er að sækjast eftir. Gömul föt eru einnig eftirsótt, segir Marsibil um það hvað það er sem fólk sækist eftir á fomsölum. En þú ert ekki með neina sk. antíkmuni? - Nei. Ég var með þá einu sinni. Það fylgir því svo mikið streð að vera með þessháttar dót. Hér á landi eru helst engir slíkir munir á boðstólum. Þeir em allir keyptir erlendis og fluttir hingað til lands. Ég skrapp hér áður út fyrir landsteinana i innkaupatúra. Síðast fór ég árið 1980 til Amster- dam í slíkum erindagjörðum. En það er tómt vesen sem fylgir þessu. Og ekki eru þeir i Toll- gæslunni billegir við mann, enda- lausar skýrslugerðir. Annars er þetta orð antík bara finna orð yfir skran eða fommuni. Notagildi þessara hluta sem seldir em með því fororði að þeir séu antík er ekkert meira en notagildi þeirra hluta sem ég hef á boðstól- um. Tóri ekki til eilífðarnóns - Ég sé ekkert eftir því að hafa lagt fomsöluna fyrir mig. Það þýðir ekkert að vera að sífra þótt maður sé ekki alla daga jafh ánægður með hlutskipti sitt í líf- inu, segir Marsibil. Hún segist ekkert vera á því að setjast í helgan stein þrátt fyrir að hún sé farin að reskjast og samkeppni í fomsölu hafi aukist mikið að undanfomu með til- komu nýrra fomverslana. - Það er talsvert stapp í kring- um þetta. Aður lét maður sig ekki muna um að standa hér frá morgni og ffam eftir öllu kvöldi. Ég treysti mér ekki til slíks leng- ur, ég finn að ég er farin að reskj- ast. Ég hef alltaf verið hraust. Ég þakka það mest því að ég hef ver- ið reglusöm um ævina, aldrei reykt og ekki dmkkið áfengi í óhófl. Þá má ekki gleyma sund- inu. Það er allra meina bót. Ég hef stundað laugamar ámm saman og geri enn. Annars væri ég löngu dauð, segir Marsibil. -rk góðra höfunda EVA LUNA segir frá. Isabel Allende hefur þegar öðlast hylli íslendinga fyrir litríkar sögur sínar. Hér eru á ferðinni tuttugu og þrjár splunkunýjar smásögur um jafnmörg tilbrigði ástarinnar. Þetta eru sögur sem ýmist eru sóttar beint í furðulegan veruleika Suður-Ameríku eða framkallaðar með óþrjótandi ímyndunarafli skáldkonunnar, litríkar og töfrandi. Tómas R. Einarsson þýddi úr spænsku. ÞJÓFURINN eftir Göran Tunström. Skemmtileg, sorgleg og umfram allt áhrifarík frásögn um mann, sem á sér þann draum æðstan að stela gamalli bók. Göran Tunström hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Jólaóratoríuna. Þjófurinn gefur því verki hvergi eftir enda hefur sagan notið fádæma vinsælda í ■heimalandi höfundar. Þórarinn Eldjárn þýddi bókina. ÓDAUÐLEIKINN eflir Milan Kundera. Eins og í bókinni Óbærilegur léttleiki tilverunnar er það aðalsmerki höfundar að tengja fjörlega frásögn við djúpar hugleiðingar um ástina, dauðann og ódauðleikann - mannlegt hlutskipti sem hann sér oft speglast í óvæntum hlutum. Meðal þeirra sem leiddir eru fram á sjónarsviðið í þessari glænýju skáldsögu eru Goethe og Hemingway - bæði lífs og liðnir! Friðrik Rafnsson þýddi á íslensku. Mál iml og menning Föstudagur 30. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13 l\íi>hn%- rri/ rir/ióvjW

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.