Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 3
KAZUOISHIGURO KJÖRBÖK ... mikilvœgur liður íþjóðarskútuútgerð okkar litla lands Landsbanki l'slands Banki allra landsmanna Ólafur Eirlksson hampar afreksbikar (F glaður I bragði. Hann hefur ástæðu til að vera hreykinn af sundafrekum slnum, og I gær tilnefndi stjórn Iþróttasambands fatlaðra hann íþróttamann ársins árið 1990. Mynd:Kristinn. íþróttasamband fatlaðra Sundkappi heiðraður Sundmaðurinn frækni Ól- afur Eiríksson var útnefndur Iþróttamaður ársins 1990 af stjórn íþróttasambands fati- aðra í gær. Ólafur sagðist að vonum vera mjög ánægður með útneíh- inguna. Hann stundar nám í stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík. Ólaflir segist vanur því að þurfa að skipuleggja sinn tíma vel og sækja sundæfingar með skólalærdómnum. Þótt Ólafiir sé ekki nema 17 ára hefur hann náð afbragðs ár- angri í sundíþróttinni. Á Heims- leikunum í Assen í Hollandi í sumar setti hann þijú heimsmet í 200, 400 og 800 metra skrið- sundi. Til að komast svo langt þarf að æfa vel, og Ólafur heftir æft 6-10 sinnum í viku síðastliðin þijú ár. Ólafur æfir nú með ófötluðu sundfólki í sunddeild KR, en keppir fyrir Iþróttadeild fatlaðra í Reykjavík, þar sem hann hóf sundferil sinn árið 1984. Fyrr á þessu ári hlaut Ólafur svonefndan Sjómannsbikar fyrir afrek sín á Nýárssundmóti íþróttafélags fatlaðra. Og margir minnast eflaust einnig affeka hans á ólympíuleikunum í Seoul árið 1988, þar sem hann vann til bronsverðlauna í 100 metra flug- sundi og 400 metra skriðsundi. Stjóm íþróttasambands fatl- aðra segir í tilkynningu til fjöl- miðla að Ólafúr hafi orðið fyrir valinu að þessu sinni vegna af- reka hans og ekki síður vegna þess að hann sé sannur íþrótta- maður, samviskusamur og heið- arlegur keppnismaður, fyrir- mynd annarra íþróttamanna. BE Uppskeruhátíð Skífunnar Skífan bauð eitt kvöldið í vikunni til útgáfútónleika með þeim hljómsveitum og tónliStarmönnum sem fyrirtækið gefur út hljóm- plötur með fyrir þessi jól. Á meðal þeirra em Síðan skein sól, Langi seli og skuggamir og Rúnar Þór Pétursson. Jim Smart ljósmyndari Þjóðviljans smellti þessari mynd af Helga Bjömssyni og félögum í Síðan skein sól á uppskemhátíðinni. Móðir okkar Guðný Ingibjörg Björnsdóttir Eskihlíð 12a lést á Vífilsstöðum 28. nóvember. Auður Aðalsteinsdóttir Ragnheiður Aðalsteinsdóttir Bessi Aðalsteinsson Dæggjar dagsins Eitt eftirtektarverðasta bókmenntaverk síðari tíma. Metsölubók vlða um heim. KAZUO JSHICjURO Dreggjar d a g s i n s Maxine Hong Kinstone: -Dásamleg bók I alla staði -sagan, tungumálið og efnistökin.Ég er enn að hlæja að henni og ég les aftur og aftur suma kaflana. Robert Stone: -Hnökralaus skrif um sérkennilega andlega innilokun. Þessi saga er í senn fyndin og hrollvekjandi. Richard Ford: -Ishiguro skrifar gersamlega ómót- stæðilega. Dreggjar dagsins er ástríöufull, tær, fyndin, sorgleg, alvarleg -sagan hefur alla eiginleika heimsbókmennta. Doris Lessing: -Ishiguro er frumlegur og þaö er bókin líka. Hún er bráðfyndin en samt ein sorglegasta bók sem ég hef lesið. Þessi bók er í miklu uppáhaldi hjá mér. John Le Carré: -Þessi bók er de- mantur, fullkomlega slípaður með ótelj- andi flötum. Ann Beattie: -Fullkomin skáldsaga. Ég gat ekki lagt hana frá mér. Alison Lurie: -Snilldarlega vel skrifuð saga. Ólgandi af krafti undir silkikenndu yfirborði. Salman Rushdie: -Snilldarlega vel skrifuð skáldsaga. Saga sem er í senn unaðslega falleg og hrottalega grimm. The Sunday Times: -Dreggjar dagsins er stór sigur fyrir hinn unga Ishiguro. Trúverðug mynd hans af lífi mann- anna er sett fram á frumlegan, fyndin, furðulegan, grípandi, en umfram allt, hrífandi máta. Sigurður A. Magnússon íslenskaði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.