Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 30.11.1990, Blaðsíða 17
Rússneskir bræöur Nú gerast stórir viðburðir í bókaútgáfii. Þess var getið þegar Alfræðibókin íslenska var að koma út í heiminn, að með henni væri sinnt nauðsyn sem skyld er þeirri að eiga Biflíuna á íslensku og er sú samlíking hreint ekki út í hött. Alfræðiorðabók er eitt af þeim verkum sem hver þjóð þarf að vinna, vilji hún halda sinni reisn. Hún þarf líka að koma miklum verkum á sína tungu og það er sem betur fer að gerast þessar vikur svo eftir verður tek- ið. Grískir harmleikir komu út í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Og nú var fyrra bindið af Kar- amazovbræðrum Dostojevskíjs að koma út hjá Máli og menningu i íslenskri þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur. (Þetta er ekki rit- dómur, og umfjöllun um ágæta þýðingu Ingibjargar skal bíða seinna bindis.) Mörgum kynni að finnast það skrýtið að þessi rösklega aldar- gamla rússneska skáldsaga skuli alltaf sæta tíðindum þegar lesin er. Ef við segjum frá henni hryss- ingslega, þá getur þetta hér komið upp: Þetta er morðgáta, það er spurt hver drap þann gamla fylli- rafl og graðnagla Fjodor Kar- amazov. Og það er verið að draga lesendur á tálar með því að láta allt benda til þess að það hafi son- ur hans Dmítríj gert, en það er rangt, svarið er annað, kannski er hér eitt furðulegasta dæmi um að „morðinginn“ er hvergi nærri morðinu sjálfur! Margt annað er reyfaralegt við söguna, ekki síst hin ofstopafullu viðbrögð persón- anna við hveiju sem upp á kemur. Afstyrmi sögunnar, Smerdjakov þjónn, segir að Fjodor Kar- amazov og synir hans allir séu vitlausir menn, og áreiðanlega hefur margur skynsamur lesandi á sínu hversdagsróli tilhneigingu til að samþykkja þennan dóm, og bæta því við, að allt kvenfólk sög- unnar sé snarruglað líka! En sá sem nennir að skoða betur þetta fólk og sögu þess hann kemst ekki aðeins að því að allt er þetta með ráðum gert, hann ánetj- ast þessum öfgafulla heimi og er vonandi ekki samur maður þegar hann lítur upp úr honum. Sálin víðfeöma Karamazovbræðumir er síð- asta og mesta skáldsaga Do- stojevskíjs og þar kemur allt það fram í þroskuðu formi sem hann stofnaði til á ferli sínum: Tvífara- þemað úr næstfyrstu sögu höf- undarins ber hér t.d. firægan blóma þegar sá skarpgáfaði guðs- afheitari, Ivan Karamazov, ræðir við andskotann (og það samtal eignast svo frægt framhald síðar í sögu Thomasar Mann, Doktor Faustus). Hér eru þessar skelfi- lega stoltu konur og þó auðmjúk- ar svo að jaðrar við lostasemi ef því er að skipta og veit kannski enginn hvað ofan á verður í þeirra lyndi. En mestu skipta náttúrlega bræðumir sjálfir, Dmítríj, ívan og Aljosha. Dmítríj er þeirra sögulegastur í þeim skilningi að af honum verða jafnan stórar sögur hvenær sem hann sýnir sig. Hann segir sjálfur á einum stað, að maðurinn sé of breiður (svo þýðir Ingibjörg, ég kann betur við að segja mann- inn of víðan) - hann vildi hafa hann þrengri. Sjálfur er Dmítríj þessi breidd eða víðemi lifandi komin. Um leið er hann frum- stæður rússneskur lífskraftur sem er til margs vís, háskalega nálægt glæpnum, en þó innst inni góð sál og hluthafi í náðinni. Það fór svo ekki hjá því, að Dmltríj yrði dreg- inn með allskonar eftirlíkingum og ofbrúkun niður í klisjumynd af Rússanum sem víða sér stað þeg- ar menn em að reyna að góma þjóðarsálina svokölluðu í snar- heitum. Aljosha er yngstur þeirra bræðra, munkur sem á að senda út í heim að smakka lífið. Aljosha átti að vera aðalhetjan í því framhaldi Karamazovbræðra sem Dostojev- skíj entist ekki aldur til að skrifa, og í þessari sögu er hann ekki sá sem kemur atburðum af stað, heldur sá sem reynir að leysa úr þeim, tengja fólk saman, gera sem best úr þeim tíðindum sem menn fá þennan ljúfa pilt til að bera á milli sín. Aljosha er líka sá rússneski Kristur sem Dostojev- skij fitjaði upp á í Fávitanum, en þó með þeirri breytingu, að Aljos- ha er ekki utan við heiminn með sama hætti og Myshkín fursti, hann er í honum með vaxandi þrótti eftir því sem á líður söguna. Ivan er menntamaðurinn í bræðraflokkinum. Með hans dæmi vill Dostojevskíj forða ung- um og sannleiksþyrstum Rússum frá háska róttækrar guðsafneitun- ar. ívan hefiir hreyfl þeim hug- myndum að guð sé ekki til og eldd ódauðleikinn og af þvi leiðir að „allt er leyfilegt'1. Líka það að drepa mann ef henta þykir. Það var kannski ekki þannig meint hjá ívan (hann fer ekki nema að nokkru leyti í spor Raskolnikovs í „Glæpur og refsing“). En hugsun er háskaleg, það er margt að var- ast: Kannski situr einhver með illt hjarta úti i homi og nemur þessa speki og gerir hana að réttlætingu fýrir sinu morði! Hvaö um guðs réttlæti? En bíðum nú við. Dostojev- skij er svo heiðarlegur og áræðinn höfundur, að hann leggur einmitt. Ivani hugsanamorðingja í munn sterkustu andmæli gegn „réttlæti guðs“ sem hugsast geta. Þetta gerist í frægum þætti þar sem þeir Aljosha sitja saman yfir súpu og hinum stærstu spumingum. ívan fer með hin herfilegustu dæmi af illri meðferð á bömum (og höf- undur tekur það fram að þau séu reist á traustum heimildum) og teflir þeim fram sem óhrekjan- legum rökum gegn því, að til sé algóður og almáttugur guð. Þegar Ivan hefur rakið fyrir bróður sín- Ámi Bergmann um söguna af hershöfðingjanum sem lét hunda sina rifa í sig lítinn dreng fyrir augum móður hans spyr hann: Hvað á að gera við mannfjandann. Skjóta hann? Og Aljosha, heilagur maður, getur ekki annað en samþykkt, svo mögnuð eru rök ívans og áleitin. Því ívan kveðst reyndar ekki neita tilvist guðs, hann neitar að samþykkja þann heim sem hann hefiu- skapað. Ef að hugsjón um æðra samræmi i eilífðinni þar sem lamb og ljón leika saman á að rætast með því verði að litlum börmmi sé mein gjört og illræðis- mönnum fyrirgefið, þá vill ívan ekki vera með í þeirri harmóníu. Eg afneita ekki guði, segir hann við Aljosha, ég skila honum bar- asta aftur með allri virðingu að- göngumiðanum að hans himna- ríki... Verður sú glíma öll, sem fær tígulegt framhald i sögunni um Rannsóknardómarann mikla, ekki rakin lengur hér. En aðeins vikið að öðru: Þegar Karamazovbræður voru i upphafi þessa máls taldir með þeim „ritningum" sem þurfa að vera til á hverri menningar- tungu, þá kom upp í hugann bréf sem Halldór Laxness skrifaði ungur maður og þyrstur í nýjar skáldsögur. Hann hefur verið að lesa Karamazovbræður og um stund fallast honum hendur: Mig minnir hann segi á þá leið, að kannski sé það óþarft að bæta við skáldsögum, það sé búið að skrifa Skáldsöguna og hún heitir Kar- amazovbræður. Þetta er nú of- mælt, sem betur fer. Engu að síð- ur læðist sú hugsun oft að þegar blaðað er i þessari meira en aldar- gömlu sögu, að eitthvað áttu þess- ir menn, Dostojevskij og merkir samtíðarhöfundar hans, sem nú er sjaldséð. Þeir áttu þá „orku blekk- ingarinnar“ sem Tolstoj kvaðst stundum sakna þegar lítt miðaði áffam við skrifborðið, orku sem sprettur af heitri trú á mikilvægi þess sem skrifað er. Af þeirri „blekkingu“ að hægt sé að miðla til annarra þessu mikilvægi og að þeir verði með nokkrum hætti ný- ir menn þegar erindið hefur til þeirra borist. HELGARPISTIL Ami Bergmann skrifar um bókmenntir „Eg finn, það er hér allt“ Kristján Árnason Einn dag enn Mál og menning 1990. Annar hluti þessarar ljóðabókar ber yf- irskriftina „Þrettán þankabrot um lífið“ og eru öll kvæðin ort undir göfugum sonnettu- hætti. Þau eru öll á þann veg samin, að fyrst fer einhver staðhæfmg um lífið sem er löngu orðin „útþvæld tugga“: að lífið sé skóli, draumur, barátta, sigling osfrv. Síðan færir skáldið sönnur á það með menntuðum aga og skáldlegri útsjónarsemi að enn er safi í tuggunni, enn má taka upp þráðinn: Má vera lífið sé sigling, enginn veit hvert, en MIG hefur borið upp á sker: Verður þá ekki næst fyrir að láta rætast Robinson- drauminn? I þessum sonnettum kemur það fram sem einkennir bókina alla: Með henni er gengið gegn straumi. Bæði með þvi að iðka sígilda bragarhætti án þess að slá í nokkru af þeirra ströngu kröfum. Og svo með því að hugsa í ljóði og það svo skemmtun er að! Það hefur næsta fáum dottið í hug að undanfömu, æ em menn ekki alltaf að klambra saman „myndum“ sem þeir vona að verði frumlegar með aðstoð súrrealiskr- ar ringulreiðar, myndum sem þeir vona að gangi í skáldlegt samband með því að liggja hlið við hlið á pappír. Fyrsta hluta bókarinnar, Undir óson- lagi, má einnig lesa sem samfelldan bálk. í fyrsta kvæðinu, „Á Pelópsskaga“, segir: Það er hér enn, égfinn, það er hér allt enn sem flœddi úr dagsins tœra auga. Enn skín sól Hómers yfir oss: og þessi Kristján Ámason vitneskja fylgir okkur alia leið ef svo mætti segja, þessi tilfmning fyrir því að allt sem var ort og hugsað og mótað víkur ekki frá okkur: „höfuð sólguðsins" gægist upp á milli hnjúka um leið og „morguninn ræsir vél vindsins“. Það er fylgt traustri hefð og ort um listaverk (Tomba Medici), og Díogenes í tunnunni, lagt út af sögnum um Ledu og svaninn, Narkissos, út af Helli Platons. En það gerist ekki sem stundum kom fyrir gömlu mennina þegar þeir voru á þessum klassísku og listrænu slóðum að ljóðin verði einna helst upprifjun, ytri lýs- ing. Skáldið hefur jafhan sitt til brunns að bera, íroníska sýn, dimmleitan hátíðleika, heimspekilega endurskoðun (t.d. á Hadesar skuggaveröld). Formið er strangt, einatt sonnetta, og svo sannarlega er vel ort: Hver sem vill krýnast sigri i sínu lifi skal engu þyrma en bregða beittum hnifi að brjóstiþvi sem honumfyrr var kærast. eru lokahendingar í kvæði um Agamemnon í Ális: Mmaður má vara sig á að fara ekki að trúa svo öflugum orðum bókstaflega. Oftar en ekki er slegið á þá strengi að hvað sem líður því frelsi (sem Hölderlin eignaði guðum) sem lætur okkur dreyma um óklif- inn tind, leynda sjóði og „úthaf sem varð ekki siglt“, þá erum við i litlum hring, hrekjumst á afmarkaðri braut „sem vatns- flaumur steypist og kastist um klettagöng“. Eins og segir í ágætu kvæði sem „Órói“ heitir. Mætti margur segja að um þessa hluti hefði margur ort og það dável, en sama er: Tilverurökin verða ekki þreytt í yrkingum Kristjáns, og hvað vilja menn heldur? Undir lokin erum við svo stödd „Undir ósonlagi“ eftir langa vegferð manna, og þó á eftir komi „Bragarbót" um endurfæðing- armátt lífsins þá sitjum við reyndar uppi með þennan vel úti látna löðrung skáldsins til samtímans: En lengra skal eldð að einhverju marki sem enginn veit hvortvarsett á ökutœld sem grceðgi og ágimd er knúið með sögunnar villur og afglöp i eftirdragi. Og einu má gilda hvort stefhan er röng eða rétt við righöldum bara ífylginaut vom sem er núið og syngjum vort síðasta vers undir ósonlagi. í bókinni eru líka þýðingar á ljóðum frá 27 öldum, gerðar af metnaði og hagleik góðum, og mætti um þær möigu við bæta í betra tómi. Árni Bergmann. Föstudagur 30. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.