Þjóðviljinn - 11.01.1991, Page 8
Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki hf.
Framkvaemdastjóri: Hallur Páll Jónsson
Ritstjórar; Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason
Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Karlsson
Fréttastjóri: Siguröur Á. Friðþjófsson
Augiýslngastjóri: Stelnar Harðarson
Afgreiösla: » 68 13 33
Auglýslngadeild: * 68 13 10 - 68 13 31
Simfax: 68 19 35
Verð: 150 krónur I lausasölu
Setning og umbrot: Prentsmlöja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Aðsetur: Síðumúla 37,108 Reykjavík
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis
Yfirstétt
DV giskar á það í fréttaljósi sínu í gær, að
íslenska þjóðin hafi eytt á síðasta ári um 4,4
miljörðum króna í happdrætti af ýmsu tagi.
Um 2,1 miljarða fengu vinningshafar greidda
til baka í vinningum, svo „skattheimta" happ-
drættanna nemur samkvæmt þessum útreikn-
ingum 2,3 miljörðum króna. Það er ekki út í
hött að skilgreina hluta af tekjum happdrætt-
anna sem skatta. Megnið af þessu fé rennurtil
ýmiss konar menningar- og hjálparstarfsemi í
þjóðfélaginu, sem opinberiraðilarmundu ann-
ars kosta af ríkisfé að minnsta kosti að ein-
hverju ef ekki öllu leyti.
En hverjir spila í happdrættum og losa ríkið
undan hluta af kostnaðinum við ýmis þau
þjóðþrifa- og nauðsynjamál sem veðmálaféð
rennur til? Könnun fyrir nokkrum misserum
gaf til kynna, að það séu einkum hinir efna-
minni í þjóðfélaginu, sem lifa í voninni um
stóra vinninga, eyða umtalsverðu fé í happ-
drættin og leggja stundum sinn ekkjueyri af
mörkum í trausti þess að kraftaverkið hljóti
einhvern daginn að gerast og fjárhagsáhyggj-
urnar að hverfa.
Sé þessi niðurstaða rétt, að fátæka fólkið í
landinu standi í raun í mörgum tilvikum undir
meiri skattheimtu en þeirsem betri hafa kjörin,
er enn meiri ástæða til að knýja á um húsla-
leigubætur, hátekjuskatta og skatta af fjár-
magnstekjum, eins og tíökast með þeim þjóð-
um sem við helst berum okkur saman við.
Ef til vill má jafnvel geta sér þess til, að
bágur fjárhagur ýmissa fjölskyldna stafi ein-
mitt að hluta til af ýmiss konar samhjálp sem
fólk hefur ekki talið eftir sér að veita öðrum
fjölskyldum, einstaklingum eða samtökum, oft
í kyrrþey. Og flestir þekkja dæmi um fólk sem
ver tíma sínum í ólaunuð sjálfboðaliðastörf
fyrir samtök eða náungann, meðan aðrir
keppast við að nýta frítíma sinn sem best til
tekjuöflunar.
Hér er um að ræða fyrirbæri í samfélaginu
sem örðugt er að kanna með nokkurri full-
vissu, en vissulega væri þó mikill fengur að
því ef einhverjir rannsóknaraðilar gerðu tilraun
til frumgreiningar á þessum þáttum efnahags-
lífins og afstöðu manna til líknar- og menning-
arstarfa. Ekki skal með nokkru móti bera
brigður á ágætan hug og árangur þeirra sem
stuðla að velferðarmálum með happdrættis-
rekstri og sjálfboðaliðavinnu. Mörg rök má
færa fýrir því að frjáls samtök einstaklinga geti
komið hlutum öruggar og hraðar til leiðar og
fundið betur hvernig hjarta almennings slær
og hvert velvild hans stefnir, heldur en opin-
bert embættisskerfi. Hins vegar er það um-
hugsunarefni, hvort mál eins og kaup á björg-
unarþyrlum, rekstur háskóla, rekstur sjúkrabif-
reiða og svo framvegis eigi að vera ijárhags-
lega komin undir því hvernig einhverjum
happdrættum vegnar í samkeppni við lottó og
getraunir.
Bent hefur verið á að eitt nýtt einkenni ís-
lenska samfélagsins undanfarin ár geti verið
vísir að nýrri stéttaskiptingu eftir uppeldi og
menntun, þar sem hinir efnameiri og betur
settu muni í sívaxandi mæli eiga þess kost að
koma börnum sínum í einkaskóla og á einka-
dagheimili. Ekki er þar með sagt að þroski og
menntun á slíkum stöðum sé óhjákvæmilega
meiri eða betri heldur en í stofnunum ríkis og
bæjarfélaga, heldur jafnvel að samkennd og
umhverfi ákveðinnar yfirstéttar, hvort sem hún
er efnahagsleg eða félagsleg, streymi í
ákveðnari áttir en hingað til.
í þessu sambandi er unnt að benda á þá
umræðu sem skapast hefur vegna reksturs
Evrópuskólanna þriggja á vegum EB. Þar hef-
ur nú um þriggja áratuga skeið verið alin upp
evrópsk yfirstétt, börn starfsmanna Evrópu-
bandalagsins, sem njóta yfirburða aðstöðu til
þekkingaröflunar og reynslu. Nemendur geta
notið þessara tvímælalausu forréttinda allt frá
dagvistarskeiði til 18 ára aldurs og er ekki far-
ið í launkofa með það að tilgangurinn sé að
ala upp yfirburðafólk. Langir biðlistar frá
sendiráðsfjölskyldum og fólki úr viðskiptalíf-
inu, sem stundum hafa komið börnum sínum í
þessar stofnanir, sýna hve þær eru taldar mik-
ilvægar í ákveðnum stéttum. óht
/ /
0-ALIT
8 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. janúar 1991