Þjóðviljinn - 11.01.1991, Page 25
Næturgalinn á táknmáli
Þjóðleikhúsið brautryðjandi í þjónustu við
heymarlausa
Á laugardaginn, 12. jan.,
verður á Litla sviði Þjóðleikhúss-
ins við Lindargötu sýning fyrir
Félag heymarlausra á leikritinu
Næturgalanum. Þetta er í annað
sinn sem sýningin verður leikin
fyrir heymarlausa og túlkuð um
leið á táknmáli, en Næturgalinn
var fluttur á þennan hátt fyrir
nemendur Heymleysingjaskólans
fyrir skömmu.
Ekki er vitað til þess að leik-
sýning hafi áður verið túlkuð á
þennan hátt hérlendis. Heymar-
lausir nutu sýningarinnar mjög
vel og hefúr Þjóðleikhúsið í
hyggju að halda þessari starfsemi
áffam þar sem því verður við
komið.
Sýningin á laugardaginn
verður sú 112. á Næturgalanum,
en verkið hefúr nú verið sýnt í
grunnskólum Reykjavíkur, Kópa-
vogs, Garðabæjar, Seltjamamess,
Mosfellsbæjar og Akraness. I
næstu viku flýgur Næturgalinn til
Austurlands, þar sem leikið verð-
ur fyrir nemendur 20 skóla í Aust-
urlandskjördæmi.
ÓHT
Auglýsing
um fasteignagjöld
Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík árið 1991
og verða álagningarseðlar sendir út næstu daga ásamt
gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna.
Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15.
apríl.
Gjöld eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einn-
ig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, spari-
sjóði eða pósthúsi.
Skráningardeild fasteigna, Skúlatúni 2, veitir upplýsingar
um álagningu gjaldanna, sími 18000.
Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem fengu lækkun á
fasteignaskatti á liðnu ári hafa fengið hlutfallslega lækkun
fyrir árið 1991. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl gjald-
enda þegar þau liggja fyrir, væntanlega í mars- eða apríl-
mánuði, og úrskurða endanlega um breytingar á fast-
eignaskattinum, m.a. hjá þeim sem ekki hafa þegar feng-
ið lækkun, en eiga rétt á henni samkvæmt þeim reglum
sem borgarstjórn setur sbr. 4. mgr. 5. gr. I. nr. 90/1990 um
tekjustofna sveitarfélaga. Verður viðkomandi tilkynnt um
niðurstöðu, ef um breytingu verður að ræða.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
8. janúar 1991.
INNRITUN I PROFADEILD
(öldungadeild)
GRUNNSKÓLASTIG:
AÐFARANÁM - ígildi 8. og 9. bekkjar grunnskóla. Ætlað
þeim sem ekki hafa lokið þessum áfanga eða vilja rifja
upp.
FORNÁM - ígildi 10. bekkjar grunnskóla. Foráfangi fram-
haldsskólastigs. Kennslugreinar: íslenska, danska,
enska og stærðfræði.
FRAMHALDSSKÓLASTIG.
SJÚKRALIÐABRAUT - forskóli sjúkraliða.
VIÐSKIPTABRAUT - 2 vetra nám sem lýkur með versl-
unarprófi.
MENNTASKJARNI - þrír áfangar kjarnagreina, íslenska,
danska, enska, stærðfræði. Auk þess þýska, félagsfræði,
efnafræði, eðlisfræði o.fl.
Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla.
Skólagjald miðast við kennslustundafjölda og greiðist fyr-
irfram í upphafi annar eða mánaðarlega.
Kennsla hefst 21. janúar nk.
INNRITUN fer fram í MIÐBLÆJARSKÓLANUM, Frí-
kirkjuvegi 1, dagana 14. og 15. janúar kl. 17-20.
Nánari fyrispurnum svarað í síma 12992 oog 14106.
Skrifstofa Námsflokkanna er opin virka daga kl. 10-18.
ÁRSÁVÖXTUN
Á KJÖRBÓK ÁRID 1990
VAR 11,13-13,25%-
ÞAD ÞÝÐIR ALLT AD 5,7%
RAUNÁVÖXTUN Á
UPPÁHALDSBÓK
SPARIFJÁREIGENDA
Kjörbók Landsbankans var á árinu 1990
sami góði sparnaðarkosturinn og áður-jafnt fyrir
einstaklinga sem fyrirtæki. Grunnvextirá Kjörbók eru nú
9%. Standi hlutí innstæðunnar óhreyfður hækka
vextirnir afturvirkt: í 10,4% eftir 16 mánuði
og í 11% eftir 24 mánuði. Þá er innstæða
á Kjörbók óbundin og að auki með verðtryggingu
á þann hluta hennar sem stendur óhreyfður yfir heilt
verðtryggingartímabil, en þau eru frá 1. jan.-30. júní
og frá 1. júlí til 31. desember.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna