Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 3
7 Alþýöubandalagið á Revkjanesi „Karnival“ í Mosfellsbæ Fagnað framkomnum tillögum um að glæða Álafosskvosina nýju lífi með stofnun menning- armiðstöðvar Alþýðubandalagið á Reykjanesi, G - listinn, efnir til fjölskylduhátíðar í Álafosskvos- inni í Mosfellsbæ, á morgun laugardaginn 13. apríl. Hátíðin hefst klukkan 16 og stendur til klukkan 19. Um kvöldið verða blústónleikar í Þrúðvangi frá klukkan 21 þar sem K.K. band- ið og fleiri tónlistarmenn munu leika af flngrum fram. Mark- miðið með hátíðinni er að fagna framkomnum tillögum um nýt- ingu Álafosskvosarinnar sem menningarmiðstöðvar. Allir íbúar í Mosfellsbæ og í Reykja- neskjördæmi eru velkomnir á hátíðina, en dagskrá hennar verður æði fjölbreytt. Veg og vanda að skipulagn- ingu hátíðarinnar hefur hafl Sig- urður Rúnar Jónsson kosninga- stjóri G - listans í Reykjaneskjör- dæmi. Meðal þess sem gestum verður boðið uppá er grill, leikur lúðrahljómsveitar úr Mosfellsbæ Meira um Magdalenu Ýmsir lesendur páskablaðs Þjóðviljans 28. apríl hafa óskað eftir nánari upplýsingum um aðal- persónuna, Magdalenu Thoresen. Hún var fædd í Fredericia í Danmörku 3. júní 1819, en lést 28. mars 1903 í Kaupmannahöfn, var bamsmóðir Gríms Thomsen og tengdamóðir Henriks Ibsen. Magdalena var þekkt sem skáld- kona og bjó lengi í Noregi. Hún er þó í yfirlitsritum talin hafa haft meiri áhrif með kynnum við og gegnum aðra höfunda en með eig- in verkum. Víða finnast um hana heimildir. Um hana safnaðist í Bergen hirð menningarfrömuða og skálda eins og Ibsens, Ole Bull og Bjömstjeme Bjömsson. Hún gaf út um 25 verk, og i bréfasafni hennar er varðveittur mikill fróð- leikur. Hún stóð í nánu bréfasam- bandi við Grím Thomsen meðan bæði lifðu og þau vom aflur sam- tíða í Kaupmannahöfn 1861- 1866. Árið 1867, þegar Pétur Gautur Ibsens kom út og Grímur Thomsen flutti alfarinn heim til íslands, birtist ástarsmásaga hennar „Min Bedstemors Fortæl- ling eller de to Aflener“, sem Bjömstjeme Bjömsson reiddist heiftarlega, því hann áleit þar vís- að til sín. auk sérstakrar trompetsveitar sem ætlunin er að blási tóna sína yfir hátíðargesti af þriðju hæð gömlu Álafossverksmiðjunnar. Þá verð- ur boðið uppá vísnasöng, útileik- hús og brúðuleikhús þar sem Sögusvuntan kemur í heimsókn með tröllastelpuna Leiðinda- skjóðu. Ýmsir leikhópar verða einnig á svæðinu sem fjölbreyti- legt efni í pokahominu og jafn- framt munu leikarar farða krakk- ana sem stendur einnig til boða að fara á hestbak. Sömuleiðis verður boðið upp á fjölbreytta tónlistardagskrá þar sem listamennimir Bjartmar Guð- laugsson og Reynir Jónasson. munu spila og syngja, auk ann- arra. Ennfremur er von á leyni- gesti og fleiri listamönnum sem munu skemmta hátíðargestum með leik og söng og þá mun Gísli Snorrason, frambjóðandi á G - listanum ávarpa gesti. -grh Titilblað útgefins bréfasafns Mag- dalenu, auðvitaö með ástarguðn- um Amor. Magdalena naut einkanlega mikilla vinsælda fyrir verk sín í röðum kvenna um öll Norðurlönd og var eftirsóttur fyrirlesari og upplesari. Á áttræðisafmæli henn- ar 1899 var heilt tölublað tíma- ritsins „Kvinden og Samfundet“ helgað henni og meðal höfunda þar var m.a. Selma Lagerlöf. Sama ár var Magdalena gerð heiðursfélagi „Kvindelig Læsef- orening" í Kaupmannahöfn. ÓHT Hallveig Thoriacius skemmtir ungum sem öldnum með brúðum Bjartmar Guðlaugsson slnum. /------------------------------------\ ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Flokkur sem getur - fólk sem þorir! Fijindur í Múlakaffi í hádeginu í dag föstudag. I Svavar Gestsson efsti maður G-listans í Reykjavík mætir. Örlagaríkustu kosningar í áratug - hvernig stjórn eftir kosningar? Reykvíkingar fjölmennið! j G-listinn í Reykjavík * V____________________________________) maisa 68 55 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.