Þjóðviljinn - 12.04.1991, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.04.1991, Síða 6
„Endanleg lausn Kúrdavandamáls" yfirvofandi Fallnir Kúrdar í Arbil - heimurinn fór i strið við (rak til að bjarga 700.000 Kúvætum undan ógnastjóm þess, en horfir tvistígandi á meðan enn verri öriög vofa yfir þremur eða fjórum miljónum Kúrda. Eftir lok íransk-íraska stríðsins voru tugir þúsunda Kúrda drepnir, um 100.000 herleiddir frá heimahögum og um 4000 þorp jöfnuð við jörðu. Nú óttast Kúrdar að Saddam íraksforseti hyggist ljúka því verki er hann byrjaði á þá Þegar Mesópótamía hin foma varð ríkið írak fyrir tilstilli Breta eftir heimsstyijöldina fyrri, lögðu þeir undir það syðstu héruð þess hluta Kúrdistans, sem frá þvi snemma á 16. öld hafði lengst af heyrt undir Tyrkjaveldi Osman- sættar. Kúrdnesku ættbálkamir þar höfðu að jafnaði haft nokkra sjálfstjóm undir Tyrkjasoldánum og lagt þeim í staðinn til hermenn. Bretar, sem höfðu Irak undir sem svokallað gæsluvemdar- svæði til 1932 og réðu þar áfram miklu til 1958, bættu kúrdnesku hémðunum við þetta yfirráða- svæði sitt vegna olíunnar við Kirkuk og blómlegs landbúnaðar í kúrdnesku dölunum. Kúrdar vom þessu mótfallnir til bráðabirgða og steinhætti keis- arinn þá að styðja Kúrda. Banda- ríkjastjóm hætti því einnig og er sagt að sá hrottalegi realpolitiker Henry Kissinger, sem þá var þar utanríkisráðherra, hafi ráðið mestu um það. Það var í íyrra sinnið sem Íraks-Kúrdar máttu sanna að hæpið var að reiða sig á loforð Bandaríkjastjómar. þangað í fríum frá hitanum á slétt- lendinu, ekki síst þeir sem unnu við olíuna í Kirkuk og Mosúl. En borgin lenti í víglinunni milli ír- ana og íraka og í mars 1988 höfðu svo margir flúið þaðan til frið- samlegri svæða, að ekki vom eftir nema 11.000-15.000 manns. 16. þess mánaðar gerði flug- her íraks árás á borgina. Hvorki KEW H0BBY HÁÞRÝSTIDÆLAN Á auðveldan hátt þrífur þú: Bílinn, húsið, rúðurnar, veröndina o.fl. Úrval aukahluta! w Hreinlega allt til hreinlætis REKSTRARVÖRUR Rettarhálsi 2 - 110 R vik - Simar 31956-685554 Myndirfrá Halabja af föður og barni, sem sinnepsgas Iraksstjómar varð að bana, urðu ( augum heimsins tákn- rænar fyrir ógnastjórn Saddams Iraksforseta. og hafa aldrei síðan sætt sig við yfirráð araba Mesópótamíu. Af þessu hafa leitt með stutt- um millibilum uppreisnir Kúrda gegn breskum yfirvöldum og síð- an gegn ráðamönnum í Bagdað. AUar hafa þær verið barðar niður og grimmdarathæfið við það farið vaxandi. Mest hefurþað orðið eft- ir að Baathflokkurinn, sem hefur að leiðarljósi arabíska þjóðemis- hyggju sem jaðrar við kynþátta- hyggju, náði völdum í írak 1968. Alþjóðleg samtök, sem taka saman fróðleik um þjóðir og þjóðfiokka er eiga á hættu að hverfa úr sögunni, halda því fram að frá því ári til upphafs Persa- fióastríðs hafi menn Iraksstjómar drepið um 200.000 Kúrda. A sjöunda áratugnum og framan af þeim áttunda voru fjallahéruð íraska Kúrdistans lengst af í raun sjálfstætt ríki und- ir forustu Múlla Mústafa Barzan- is, sem var meðal snjöllustu skæruliðaforingja aldarinnar. Hann naut þess að þá var íjand- skapur með írak og Iranskeisara sem þá var, og lét hann mönnum Barzanis í té vopn og aðra aðstoð. 1974 hófust bardagar með herjum Barzanis og íraksstjómar eftir friðartímabil um skeið. Banda- ríkjastjóm, sem var bandamaður keisara írans og hafði mikil ítök þar í landi, hvatti þá Barzani til að gefa hvergi eftir fyrir þeim í Bag- dað og miðlaði einnig aðstoð til hans. En 1975 sættust íran og írak Ráðamenn í Bagdað höfðu þá náð eignarhaldi á olíu landsins úr höndum breskra, bandarískra og franskra fyrirtækja og vom þegar famir að efia her sinn stórlega fyr- ir afraksturinn af þeim auðlind- um. Sviptir stuðningi Irans og Bandaríkjanna stóðust Kúrdar því ekki sókn írakshers, sem beitti þá napalmsprengjum öðmm vopnum fremur. Við þann lofthemað datt ráðamönnum lraks ekki einu sinni í hug að látast velja úr „hemðar- lega mikilvæg skotmörk" frekar en í hemaði sínum gegn Kúrdum fyrr og nú. Um 300.000 Kúrdar fiýðu þá til írans. Þcir sem urðu um kyrrt sættu ógnarstjóm. 1983 vom um 8000 manns af Barzaniættbálkin- um, svcitungum Múlla Mústafa, fluttir nauðugir frá heimilum sín- um. Til þeirra hefur ekkert síðan spurst. Þegar íran og írak urðu óvinir aflur og stríð milli þeirra hófst 1980, notuðu Íraks-Kúrdar tæki- færið til uppreisnar með stuðningi írans. Þeir hröktu íraksher úr fjallahémðum lands síns. En þeg- ar úr því stríði tók að draga snerist íraksher gegn þeim af öllu afli. Þær aðgerðir hófust þegar snemma árs 1988. Sunnarlega í iraska Kúrdistan, skammt vestan svævikfýndra fjalla á landamæmm Irans og ír- aks, er borgin Halabja, er fyrir ír- ansk-íraska stríðið hafði um 70.000 íbúa. Naut atvinnulíf þar góðs af því að fólk leitaði margt vom þá í henni kúrdneskir skæm- liðar eða íranskir hermenn, en Saddam íraksforseti mun hafa ákveðið að stofna til stórfelldra íjöldarnorða á óbreyttum borgur- um til að refsa Kúrdum íyrir upp- reisnina og hræða þá frá allri sjálfstæðisbaráttu framvegis. Miðað við það, sem sagt er af hugarfari hans, er og ekki ólíklegt að hann hafi hugsað sér að kanna viðbrögð heimsins við slíkum að- fomm gegn Kúrdum. „Flugvélamar komu rétt fyrir sólarlag," segir maður að nafni Kamal, sem átti heima í Anap, þorpi skammt frá Halabja. „Þær vom 25, þotur af rússneskri gerð og litlar hreyflaknúnar vélar af gerðinni Pilatus (sem framleiddar em í Sviss).“ Þegar vélamar vom komnar yfir Halabja heyrðu menn í Anap 140 fórust í Talið er að 140 manns hafi farist í gær er ítölsk fólksflutn- ingaferja, Moby Prince, rakst á olíutankskip í svartaþoku skammt út af hafnarborginni Livorno. Aðeins einn maður af ferjunni komst lífs af, svo vitað sé. Moby Prince var 6187 smá- lestir og var á leið frá Livomo til Sardiníu með 72 farþega og 67 manna áhöfn. Allir skipveijar ol- íuskipsins, sem einnig var ítalskt, björguðust. 6 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. apríl 1991 j hveija sprengingima af annarri eða margar í einu og reykmekkir miklir hófúst upp frá borginni. Örstuttri stund síðar fóm sprengj- umar einnig að falla yfir þorpið. Fólkið hljóp þaðan sem fætur tog- uðu, en veggur af reyk, grár og gulur, fylgdi því eftir. Þar fómst móðir Kamals og tvær systur. Af móðurinni var ekkert eftir nema kolbrunnið flykki. Hún hafði orð- ið fyrir napalmsprengju. Aðalvopnið í þessari árás var sinnepsgas. I henni fómst a.m.k. um 5000 manns, en sumir þeirra, sem af komust telja að allmiklu fleiri hafi látið lífið. Af um 500 íbúum i Anap fómst 257. Á eftir kom íraksher með jarðýtur og mddi miklum hluta Halabja i rústir. Ástæðan til þess að árásin á Halabja komst í fréttimar var að Iranir vom þá enn þar í nágrenn- inu og vildu fegnir nota þetta tækifæri til að ófrægja íraka. Þeir buðu því á staðinn vestrænum myndatökumönnum. En svipaðir atburðir gerðust síðari hluta ársins annarsstaðar í íraska Kúrdistan, án þess að mik- ið færi fyrir þeim í fréttum. Tug- þúsundir Kúrda vom þá drepnir, um 100.000 fiuttir nauðungar- flutningi suður á eyðimörk og 100.000-200.000 flýðu til grann- landa. Samkvæmt heimildum, sem franska blaðið Libération tel- ur áreiðanlegar, vom það ár og það næsta um 4000 kúrdnesk þorp kerfisbundið jöfnuð við jörðu. Arabar vom síðan fluttir inn í hin eyddu hémð. Margt bendir sem sé til að Saddam hafi þá þegar verið farinn að hafa í huga „endanlega lausn" síns Kúrdavandamáls. Og vera má, af frásögnum af aðforum Ir- akshers gegn Kúrdum nú að dæma, að hann hyggist nú ljúka því verki. í s.l. mánuði, þegar Iraksher hafði verið hrakinn úr mestum hluta íraska Kúrdistans, fór flótta- fólk að snúa heim. Kamal og fleiri, sem misst höfðu ættingja sína í eiturgasárásinni og jarðað þá í flýti þar sem þeir létust, grófú þá upp og jörðuðu að nýju í graf- reitum. Veitingastaðir og verk- stæði vom opnuð í rústunum og bændur hugðu að ökmm, komn- um í órækt. Halabja og þorpið Anap vöknuðu til lífsins á ný. Nokkrum dögum síðar vom eftirlifandi íbúar þessara staða enn á flótta. ferjubruna Þeir segja að við áreksturinn hafi rifnað gat á einn geyma skipsins og olía gosið úr honum yfir á feijuna. Samtímis kom upp eldur. Að sögn mannsins, sem bjargaðist af feijunni, vom flestir farþega og skipveija á henni þá staddir í sal horfandi á knatt- spymuleik í sjónvarpi. Varð skip- ið alelda á svipstundu. Allir þeir sem vom um borð í Moby Prince munu hafa verið ítalir. i------- ■ ■

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.