Þjóðviljinn - 12.04.1991, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 12.04.1991, Qupperneq 10
Ég hef lúmskt cjaman af íslendingum Martin Næs, skáld og landsbókavörður í Færeyjum, tekinn tali um íslandskærleika, færeyskar bókmenntir og bókaútgáfu Viðtal og myndir: Ragnar Karlsson. Fyrir síðustu jól komu út tvö færeysk skáldverk hvar i lsland kemur talsvert við sögu. Hér er um að ræða barnabókina Speil at sólin kom upp, sem gæti útlagst: Leitt að sólin kom upp og skáld- söguna Tvey eða Tvö. Báðar sög- urnar eru eftir ungan Færeyinlg, Martin Næs að nafni. Martin er reyndar ekki neinn nýgræðingur á skáldabrautinni. Hann hefur áður kvatt sér hljóðs á skáldaþingi - eflir hann liggja þrjár ljóðabækur og tvær bamabækur, auk þess sem cftir hann hefur verið gefin út ritgerð á dönsku um færey- skar bókmenntir og bókaútgáfu. Martin kcmur þó víðar við sögu bóka og bókmennta Færeyinga, því hann er landsbókavörður í Færeyj- um. Þá hefur Martin vcrið ötull við að kynna löndum sínum íslenskan skáldskap. Hann hefur þýtt á móð- urmál sitt „Haustregnið yfir mér“ eftir Snorra Hjartarson og bækumar um Jón Odd og Jón Bjama og „1 afahúsi“ eftir Guðrúnu Helgadóttur. Og um þessar mundir situr hann í frístundum yfir bók Guðrúnar „Sitji guðs englar...“. Þegar tíðindamaður Þjóðviljans var staddur í Færeyjum fyrr í vetur hafði hann tal af Martini, sem talar íslensku sem innfæddur mörlandi væri. - Mér finnst reglulega gaman að íslendingum. Þeir em um margt líkir okkur Færeyingum, en um leið allt öðruvísi, segir Martin kíminn. Vík milli vina - Ég er giftur íslenskri konu, Þóm Þóroddsdóttur frá Akureyri. Við bjuggum uppi á íslandi fyrir nokkmm árum. Ég hugsa að það hafi eitthvað með það að gera að ís- land ber á góma í tveimur síðustu bókunum mínum, segir Martin þeg- ar hann er inntur eftir Islandsáhug- anum. I sögunni „Spell at sólin kom upp“ spinnur Martin listilega í kringum alþekkta þjóðsögu fær- eyska, söguna af því þegar tröliin ösluðu yfir hafið ofan af Islandi til að sækja Færeyjar. Ekki tókst þó betur til en svo að þegar þau vom búin að vera að bisa við að setja í fast tók nótt að halla og í fyrstu sól- arglætu nýs dag dagaði þau uppi og breyttust í risann og kerlinguna, tvo stóra steindranga úti fyrir Eiði á Straumey. Söguna leggur Martin í munn Diasi, gömlum karli á Eiði sem segir hana snáðanum Högna sem er nýfluttur ofan af Islandi og ekki allskostar ánægður með lífið og tilvemna. Eflir að hann hefur hlýtt á Dias flytja tíðindin um tilurð dranganna, verður Högna að orði: - Tað má eg sigja..., hetta er tað syrgiligasta, sum nakrantíð er hent. - Hvat sigur tú? spurdi Dias og teknaði eina stóra sól í sandinn. - At risin og kellingin ikki megnaðu að flyta Foroyar til ís- lands, sagði Hogni álvarsamur. - Hví sigur tú tað? spurði Dias. - Tí, so hevði tað verið so stutt at farið at vitja ommuna í Islandi, scgði Hogni harmur. - Það gegndi svipuðu með bömin mín fyrst eftir að við fluttum frá íslandi. Það var ckki lengur hægt að skrcppa yfir til ömmu og afa, segir Martin. Í skáldsögunni Tvcy, sem er nútíðarsaga, grcinir frá tveimur ólíkum einstaklingum: Trinu, setn cr sú manngcrð scrn æðrast ekki þótt á bjáti og ber ekki kala til nokkurs rnanns, og Bjarka, sem cr snúinn aftur hcim til loðurlandsins el'tir langa útilcgu. Hann hcfur komið sér vel fyrir og fengið „bæði reyv. undirhoku og filtan búk“. Hann hcfur góð laun og umgcngst rétta fólkið, cða eins og scgir í sög- unni: „Tá ið slipsið og han fóm at hanga saman sum krókur og lykkja, fekk liann cisini limaskap í tí rætta klubbanum". En mitt í tilbrcytingarleysi og fánýli hvcrsdagsins cr hann sendur starfs síns vegna á ráðstefnu um fiskcldismál til íslands, scm vekur innra mcð honum margvíslcgar spumingar um það hvort líf hans til þessa Itafi verið ferð án fyrirhcits. - Ég hef áður vcrið spurður að því hvcrs vcgna í ósköpunum ég lét Bjarka fara til Islands frckar cn Danmcrkur. Mig langaði til að sýna Færeyingum fram á hvað þcir Maður og kona, afsteypa af höggmynd eftir einn helsta myndhöggvara Færeyinga, Janus Kamban. Martin Næs á bryggjunni í Þórshöfn: „Smáþjóöir mega ekki byrgja alla glugga fyrir erlendum menningaráhrifum." þekkja lítið til íslands og íslend- inga, sem em þó þeirra næstu og skyldustu nágrannar, segir Martin. - Flestir Færeyingar hafa ein- hver tengsl við Island og Íslend- inga. Samt sem áður vitum við flest miklu meira um Dani en íslend- inga. Öðmm þræði má því líta á þessar sögur báðar sem einskonar landkynnningu á íslandi. íslendingum er reyndar á líkan hátt farið og okkur Færeyingum. Þeir vita almennt fremur Iítið um okkur Færeyinga og færeyskt sam- félag. Því miður. Það er mjög gott ef hægt er að auka menningarsamskipti land- anna. En einhverra hluta vegna virðist það vera þannig að við séum fremur þiggjendumir í þessum samskiptum. Það virðist vera lengra frá Islandi til Færeyja en frá Færeyjum til lslands, segir Martin. Áhrif íslenskra bókmennta - Þetta sést kanski ekki hvað síst í því að íslenskar bókmenntir hafa haft nokkur áhrif á færeyskar bókmenntir. Engum dettur í hug að tala um áhrif færeyskra bókmennta á íslcnskar bókmenntir. Fombókmenntir ykkar hafa haft nokkur áhrif á bókmenntir okkar og víðlíka gegnir trúlega með Halldór Laxness. Þá hefur tímabil Birtings- manna, s.s. eins og skáldskapur Einars Braga. svo einhvcrjir séu ncfndir. haft talsvcrð áhrif á nýja færeyska ljóðlist. Það er aftur á móti erfitt að scgja til um það hvort þessi áhrif hafi komið beint eða óbcint. - Það hvarflaöi að mér þegar ég gluggaði í ljóðabók Carls Jóhans Jensens „Hvorkiskyn", sem til- nefnd var til bókmcnntavcrðlauna Norðurlandaráðs, að höfundurinn hefði numið galdur orðsins af Stef- áni Herði Grímssyni. -Já, það kann að vera nokkuð til í því. Carl Jóhan er mjög vel að sér um íslenska ljóðagerð síðan hann var við nám í Reykjavík og sama gegnir um fleiri færeysk ljóð- skáld, segir Martin. Reynt á þanþol tungumálsins Martin er fyrrverandi formaður færeyska Rithöfundafélagsins. Hann segir félaga vera um 80 tals- ins. - Flestir em aðeins rithöfúndar í hjáverkum. Það er ekki nema Jens Pauli Heinesen og kannski tveir eða þrir aðrir sem hafa ritstörf að at- vinnu, segir Martin. - Nú dettur ekki nokkrum fær- eyskum rithöfundi í hug að skrifa á dönsku. Menn vilja fyrst og ffemst skrifa á færeysku, og þá ekki síst í þeim tilgangi að sýna sjálfum sér og öðrum fram á hvers færeyskt mál er megnugt sem bókmál. Það gegndi öðru á þeim tíma þegar þeir William Heinesen og Jorgen-Frantz Jacobsen voru að heíja sinn rithöf- undarferil. Þá talaði fólk dönsku í Þórshöfn, jafnvel dags daglega, og danskan var það mál sem kennt var á í skólunum. Ef við óskum þess að færeysk- an lifi, þá verðum við að nota hana á öllum vígstöðvum og þá skiptir ckki síst máli að bömin fái lesefni í hendur á sinu eigin móðurmáli, segir Martin. Færeysk bókaút- gáfa í sókn Á siðasta ári vom um 160 bæk- ur gefnar út á færeysku og segir Martin aldrei fyrr verið gefnar út fleiri færeyskar bækur á einu ári. - Uppskeran var mjög góð í 10 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. apríl 1991 i< AHÍ2 — ÍíAJ8PAS Í'í,I ’ r v't'i r'c'c’í i’itti .V

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.