Þjóðviljinn - 12.04.1991, Síða 15

Þjóðviljinn - 12.04.1991, Síða 15
ÞETTA ERU OKKAR MÁL... Verðbólga niðri. Kaupmáttur uppi! Samgöngubylting í þágu byggðanna. Áframhaldandi áfangasigrar í menningarmálum. Burt með kvótakerfið. Ný hugsun í sóknarstýringu. Ný öryggis- og friðarstefna. Álafosskvosin í Mosfellsbæ þar sem ætlunin er að koma á fót menningarmiöstöð. Mosfellsbær Menningarmiðstöð í Álafosskvosinni Róttækar hugmyndir um endurreisn kvos- arinnar. Jákvæðar undirtektir fj ármálaráðherra, Framkvæmdasjóðs og forráðamanna Mosfellsbæjar Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hefur kynnt fyrir bæjarstjóm Mosfellsbæjar, þá hugmynd að Framkvæmdasjóður íslands selji bænum gömlu Ála- fosshúsin fyrir sanngjamt verð og síðan muni Mosfellsbær afhenda listamönnum bæjarins húsin fyrir menningarmiðstöð. Jafnframt verði stofnað eign- arhalds- og rekstrarfélag um Gamla Álafossverksmiðjan. Myndir: Jim Smart kvosina sem yrði öllum opið. Nokkrir listamenn hafa þegar komið sér upp vinnuaðastöðu í gömlu Álafosshúsunum og nægir í því sambandi að nefna Þorlák (Tolla) Kristinsson myndlistar- mann og kvikmyndafélögin Umba og Magnetfilm. Áhuga- menn um nýtingu húsanna hafa fagnað þessu framtaki fjármála- ráðherra, sem hefúr fengið já- kvæðar undirtektir hjá Fram- kvæmdasjóði íslands. En sjóður- inn eignaðist þessi hús á sínum tíma þegar verið var enn eina ferðina að bjarga ullariðnaðinum fyrir hom við sameiningu Álafoss og ullariðnaðar Sambandsins. Faldar náttúruperlur Ólafúr Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra segir að Þorlákur Kristinsson hafi gaukað þeirri hugmynd að sér fyrir nokkru síð- an að það væri tilvalið að reisa þama menningarmiðstöð fyrir listamenn, enda væri svæðið og fossinn, faldar náttúruperlur sem væri verðugt verkefni að glæða nýju lífi. Fjármálaráðherra sagði að víða í Evrópu hefði gömlum iðnarhúsum verið breytt í menn- ingarmiðstöðvar þar sem em m.a. vinnustofúr fyrir málara, verk- stæði fyrir handiðnaðarmenn, að- staða fyrir tónlistarmenn og fleiri. Einnig er hugmyndin að að þama verði útimarkaður um helgar og allskyns uppákomur þegar því er að skipta, íbúum Mosfellsbæjar og höfúðborgarsvæðisins til ánægju og yndisauka. Einnig hefði það verið viðrað að bændur geti selt þama afurðir sínar, svo sem blóm, grænmeti og annað. Ólafúr Ragnar sagði að þar fyrir utan væri staðurinn upplagður fyrir safn að ullarsögu Islands. Þorlákur (Tolli) Kristinsson myndlistarmaður sagði að enn Þorlákur Kristinsson, betur þekkt- ur undir heitinu Tolli er einn aðal- hvatamaðurinn að þv( að reist verði menningarstöð i Álafoss- kvosinni i Mosfellsbæ. Mynd: Kristinn ætti eftir að þróa betur hugmundir hans og Sveins Bragasonar, arki- tekts um nýtingu húsanna og svæðisins. Tolli sagði að jákvæð- ar undirtektir fjármálaráðherra og forráðamanna Framkvæmdasjóðs bæri að lofa og sagði að þær myndu hleypa nýju lífi í hug- myndir þeirra um svæðið sem þyrfti að þróa enn frekar. Pétur Fenger, bæjarritari í Mosfellsbæ segir að húsin hafi verið sett þama skipulagslaust niður á sínum tíma og byggð nán- ast hvert ofan í annað eftir því sem bæta varð úr brýnustu hús- næðisþörfinni hjá Álafoss á hveijum tíma. Pétur sagði að hug- myndir manna um nýtingu hús- anna hefði verið í umræðunni fyr- ir nokkrum ámm en síðan ekki meir fyrr en nú fyrir skömmu. Hann sagði að því væri ekki að neita að ástand margra húsanna í kvosinni væri umhverfislýti fyrir Mosfellsbæ og að því leyti væri það að hálfu bæjaryfirvalda, hið besta mál ef gert yrði átak í því að hreinsa þama til og gera svæðið að perlu bæjarins. I þessu sambandi er rétt að geta þess að við síðustu bæjar- og sveitarstjómarkosningar var það eitt af stefnumálum Einingar, sameiginlegs framboðs Alþýðu- fiokks, Alþýðubandalags, Fram- sóknar og Kvennalista að gert yrði átak til uppbyggingar svæð- isins í svipuðum anda og nú er stefnt að. -grh 14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. apríl 1991 Föstudagur 12. apríl 1991 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15 ...OG ÞESSI LÍKA! Stórátak í umhverfismálum. Jafnrétti kynja og þjóðfélagshópa til menntunar, starfa og launa. Jafnvægi í byggð landsins. Samfelldur skóladagur. Dagvistun fyrir öll börn. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Flokkur sem getur - fólk sem jborir/

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.