Þjóðviljinn - 12.04.1991, Síða 21

Þjóðviljinn - 12.04.1991, Síða 21
HELGARMENNINGIN Dáindisgóðu dönsku dagarnir Tónlistarmennimir Peter Bastian og Peter Westenholz, Öystein Hjort listgagnrýnandi Politiken, kvikmyndir, smurbrauð og fleira Dönsku vordagamir hafa reynst heilmikil menningarveisla. Tónlistarmenn hafa slegið í gegn, súrrealistar em i Listasafni Is- lands, kvikmyndir í Háskólabíói, bókbandssýning í Norræna hús- inu og um helgina era margs kon- ar athyglisverðir atburðir. Laugardaginn 13. apríl er eft- irfarandi á dagskrá: * Danski sendiherrann opnar kl. 14 sýningu á danskri graflklist frá öðm virtasta graflkverkstæði Kaupmannahafhar, „U.M. Værk- stedet“, í Listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, kl. 14. Þama verða steinþrykk eflir Mogens Andersen, Eva Wies Bentzon, Doris Bloom, Osmund Hansen, Annelise Kalbak, Kai Linde- mann, Mads Madsen, Niels Re- umert, Kurt Börge Simonsen, Anne Tholstmp og Barry Willm- ont. Þetta er sölusýning, opin virka daga 10-18 og um helgar frá 14-18, til 23. apríl. Lokað á mánudögum. * í Norræna húsinu kl. 20:30 verður rithöfundurinn og tónlist- armaðurinn Peter Bastian með spjall við tilheyrendur undir yflr- skriftinni „Hvað er tónlist?“ Þar er fjallað um hvemig hlustendur skynja tónlist, gæði hennar og nánari skilgreiningu. Peter Basti- an er virtur tónlistarmaður í Dan- mörku, bæði á sviði sígildrar tón- listar og þjóðlaga. Hann er stofn- andi og félagi í Danska blásarak- vintettinum og leikur á fagott. Hann hefur leikið með þjóðlaga- sveitinni Bazaar og sent frá sér nokkrar hljómplötur. Danskt smurbrauð verður selt í húsinu á sama tíma. Bastian er svo aftur með erindi á mánudeginum. Politiken og píanó Sunnudaginn 14. april er þetta á dönskum vordögum: * Kl. 17 í Norræna húsinu verður myndlistargagnrýnandi Politiken, listfræðingurinn Öy- stein Hjort, með fyrirlestur um myndlist í Danmörku á 9. ára- tugnum. Erindi þetta er fýrst í fyr- irlestraröð hússins um myndlist á Norðurlöndum. Jóhann Sigurðarson sem von Trapp, börnin og Margrét Kr. Pétursdóttir sem María. Mynd: Jim Smart. Þióðleikhúsið með næsta stórvirki: Söngvaseiður * I kvöld frumsýnir Þjóðleik- húsið einn vinsælasta söngleik aldarinnar, sjálfan „Söngvaseið“ - Sound of Music - eftir Rodgers & Hammerstein í þýðingu Flosa Ólafssonar og leikstjóm Bene- dikts Ámasonar. Mikill fjöldi leikara, tónlistarmanna og dans- ara tekur þátt í sýningunni, auk Þjóðleikhúskórsins. Söngvaseiður fjallar um Mar- íu, unga og söngelska dömu í Austurríki 1938, sem færþað erf- iða verkefni að gæta sjö óstýri- látra og móðurlausra bama auð- mannsins og greifans von Trapp. Krakkamir em fullsaddir af fóstr- um og reyna að hrekja Mariu burt með látum. En með söngnum og elskulegu viðmótinu tekst Maríu að ná vináttu og trausti bæði bamanna og hörkutólsins Trapps. Leikmynd og búningar em eftir Oliver Smith, lýsingu annast Mark Pritchard, hljómsveitar- stjóri er Agnes Löve en Ingibjörg Bjömsdóttir höfundur dansa. Sex böm á aldrinum 6-13 ára fara með veigamikil hlutverk, en Margrét Kr. Pétursdóttir fer með hlutverk Maríu og Jóhann Sig- urðarson leikur von Trapp greifa. Sagan, söngleikurinn og kvikmyndin „Sound of Music“ hafa lengi verið með vinsælustu verkum samtímans, og er hér um sannkallaða fjölskyldusýningu að ræða. Eitt af kostulegum atriðunum (Jsbjamadansi", framlagi Dana til Óskars- verðlaunanna ( ár, sem Háskólabló sýnir núna. Myndin fékk dönsku Bodil-verðlaunin. Anders Schoubye sem Lasse, 12 ára, og Tommy Kentner sem faðir hans. * Kl. 20:30 verða píanótón- leikar eins þekktasta píanóleikara Dana, Peter Westenholz, þar sem hann flytur verk eftir Carl Niels- en, Brahms, Fauré, Poulene og Schumann. Westenholz nam við Konunglegu dönsku ‘fónlistaraka- demíuna og síðan hjá Michelang- eli á Ítalíu. Lokahnykkirnir Mánudaginn 15. apríl lýkur svo þessum þáttum vordaga með tveim atriðum: * I Norræna húsinu kl. 17:15 verður rithöfundurinn og tónlist- armaðurinn Peter Bastian með fyrirlesturinn „Vitsmunir og tón- listargáfa“. Þar fjallar hann annars vegar um þá greind sem skilgrein- ir og þá hæfileika sem em skap- andi. * í Norræna húsinu kl. 20:30 verða tónleikar þar sem píanó- leikarinn Peter Westenholz flytur ásamt Blásarakvintett Reykjavík- ur verk eftir Koppel, Pál P. Páls- son, Rasmussen og Abrahamsen. Svo em náttúrlega allar dönsku gæðaræmumar í Háskóla- bíói, en síðustu sýningamar em í kvöld, og sýningin á myndverk- um danskra súrrealista 1930-1950 í Listasafni íslands, en hún er op- in til 5. maí. Loks má benda á norrænu bókbandssýninguna, en danski bókbindarinn og forvörðurinn Ame Möller Pedersen sýnir þar verðlaunabækur úr norrænu bókbandssamkeppninni, en þar náðu íslendingar afar góðum ár- angri. Bókbandssýningin stendur til 21. april. ÓHT Nemendaleikhúsið á Dampskipi í Borgarleikhúsinu Nemendaleikhús Leiklistar- skóla Islands hefur frumsýnt í samvinnu við Leikfélag Reykja- víkur nýtt verk, „Dampskipið Is- land“ eftir Kjartan Ragnarsson og í leikstjóm hans, á stóra sviði Borgarleikhússins. Leikritið gerist um borð i skipi sem kemur til íslands eftir fyrri heimsstyrjöldina. Ólíkt fólk um borð lendir i óvæntu návígi og leyndannál bijótast á óþægilegan hátt upp á yfirborðið. Svið Borg- arleikhússins er nýtt á nýstárlegan hátt og lokað frá áhorfendasaln- um. Gestir á sýningunni er lámir sitja umhverfis sviðið á hliðar- og baksviði og fær því fólk nú að kynnast Borgarleikhúsinu frá nýrri hlið. Leikmyndarhöfundur er Gret- ar Reynisson, sem gert hefur fjölda frægra leikmynda og áður starfað með Nemendaleikhúsinu, og vinnur einnig búninga ásamt Stefaníu Adolfsdóttur. Um tónlist sér Egill Ólafsson, sem einnig leikur, dansar og syngur í sýning- unni. Lýsingu hannaði Láms Bjömsson, sem er starfsmaður LR, og smiðir þess sáu einnig um smíðavinnu undir stjóm Ragnars Hólmarssonar. „Dampskipið ísland“ er síð- asta verkefni þessara nemenda, Ingibjörg Gréta Gísladóttir sem T(na Larsen, stúdína. sem útskrifast 25. maí nk. frá Leiklistarskólanum. í Nemenda- leikhúsi 1990-1991 em: Ari Matt- híasson, Gunnar Helgason, Hall- dóra Bjömsdóttir, Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Magnús Jónsson, Þor- steinn Bachmann, Þorsteinn Guð- mundsson og Þórey Sigþórsdóttir. Auk Egils Ólafssonar em svo gestaleikarar með Nemendaleik- húsinu að þessu sinni Anna S. Einarsdóttir og Guðný Helgadótt- Aukasýningar á Sveini Vegna mikillar aðsóknar hefur Leikfélagið Hugleikur ákveðið að hafa tvær aukasýningar á ofleikn- um „Sagan um Svein sáluga Sveinsson í Spjör og samsveit- unga hans“, eftir Önnu Kristínu Kristjánsdóttur og Unni Gutt- ormsdóttur, í leikstjóm Bjama Ingvarssonar. Söngtextar og tón- list em eftir Ama Hjartarson. Sýningamar em í Brautarholti 8 í kvöld og annað kvöld kl. 20:30. Miðapantanir í síma 16118 allan daginn og 623047 eftir 18:30 sýningardagana. Föstudagur 12. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.