Þjóðviljinn - 12.04.1991, Blaðsíða 26
Um miðja tuttugustu öldina
fengu menn í fyrsta sinn augum
litið Jörðina utan úr geimnum.
Þegar tímar líða, munu
sagnfræðingar sennilega meta
það svo að þessi sýn hafi haft
meiri áhrif á þankagang mannsins
en byltingarkenndar hugmyndir
Kópemíkusar á 16. öld. Þá var
staðhæft að jörðin væri ekki
miðdepill alheimsins.
Utan úr geimnum sjáum við
lítinn og viðkvæman hnött þar
sem athafnasemi og uppbygging
mannsins er ekki aðalatriðið,
heldur það mynstur sem skýjafar,
úthöf, græn svæði og jarðvegur
myndar. Vanhæfni mann-
skepnunnar til að láta athafhir
sínar falla inn í þetta mynstur
virðist vera á leið með að breyta
þessu samspili í grundvallara-
triðum. Mörgum þessara
breytinga fylgir ógnun við lífið
sjálft. Þetta em staðreyndir, sem
við getum ekki horft framhjá. Við
verðum að viðurkenna þær - og
takast á við þær.
Til allrar hamingju hefúr líka
orðið jákvæð þróun á mörgum
sviðum á 20. öldinni. Streymi
upplýsinga og afurða um heiminn
gengur nú hraðar en nokkru sinni
fyrr. Við getur framleitt meira af
matvælum og öðrum vörum með
minna álagi á auðlindimar en
nokkru sinni áður. Við ráðum yfir
tækni og innsýn f heim
vísindanna, sem gerir okkur kleift
að skilja hið margslungna kerfi
náttúmnnar betur en áður.
Utan úr geimnum getum við
litið á jörðina sem lífveru, sem á
vöxt og viðgang sinn undir
heilbrigði allra líkamshlutanna.
Það er í okkar valdi að fella
athafnir mannsins að lögmálum
náttúrunnar og njóta góðs af. Við
eigum að breyta í samræmi við
aldagamla menningar og trúar-
arfleifð í þeirri viðleitni að ná
tökum á hagkerfum heimsins og
tryggja það að afkomendur okkar
geti lif|að af á þessari jörð.
Boðskapur umhverfisvemdar-
sinna er að mannkynið eigi að
stefha til framtíðar, þar sem
jafnrétti, öryggi og velmegun
allra er í heiðri höfð. í skýrslunni
Sameiginleg framtíð okkar, sem
oft er kennd við Gro Harlem
Bmndtland er ekki ríkjandi
bölsýni né spá um hnignandi
umhverfi, aukna fátækt og
hörmungar í heimi þverrandi
auðlinda og mengunar. Við sjáum
í stað þess fyrir okkur nýtt
tímaskeið, sem byggir á þeirri
stefnu að varðveita og byggja upp
grundvallarauðlindimar.
Nauðsynlegt er líka að hamla
gegn hinni ógnvænlegu örbirgð,
sem fer vaxandi í flestum
þróunarríkjum.
Við bíðum eflir ákveðnum
afgerandi aðgerðum stjómmála-
manna. Taka verður strax til
hendinni í glímunni við
umhverfismálin, þannig að
framtíð mannkyns verði úr allri
hættu og horfa megi til aukinna
framfara. Þetta er ekki
framtíðarspá, - þetta er aðvörun -
alvarleg aðvömn á grundvelli
vitnisburðar nýjustu vísinda-
rannsókna. Sá tími er kominn að
taka verður nauðsynlegar
ákvarðanir til að tryggja komandi
kynslóðum tilvem á þessari jörð.
Græn slagorð í kosningabaráttunni!
Verði mönnum orða vant í kosningabaráttunni í næstu viku eru hér nokkur, sem vert er að hafa á hraðbergi:
EinarValur
Ingimundarson
EF o
HfefWjKAFNM
HíifluRlNN
m UM AÐSKILJANLEGAR NÁTTÚRUR
Við eigum bara eina jörð!
Meira, stærra, hraðar
samræmist ekki sjálfbærri
þróun
Hlúum að hinu smáa og
einfalda.
Smátt er fagurt.
Fólk í stað véla!
Spörum orku
og auðlindir!
Burt með einnota um-
búðir
Andæfum neyslugeðveikinni.
Hún er eldsneytið á bál frjáls-
hyggjunnar!
Umhyggju fyrir umhverfinu
og blómlegt menningarlíf
í stað rányrkju auð-
valdsins !
Burt með iðnvæðingu
hugarfarsins!
Endingargóðar
vörur, innihalds-
rík störf
Viðgerðir, við-
hald og endur-
nýtingu í
stað
rusla-
hauga!
Úr hugmyndasmiðjunni
Sú villa slæddist inn í
auölindapistil minn í síðustu viku
að ég rangfeðraði frambjóðanda
Alþýðubandalagsins á Vesturlandi.
Sá ágæti Jóhann er Ársælsson en
ekki Antonsson eins og þar sagði.
Beðist er velvirðingar á þessu. Ég
hef það eitt mér til málsvamar að
Jóhann Antonsson er annar vaskur
maður úr okkar röðum, sem einnig
hefur skilað afar þýðingarmiklum
hugmyndum um kvótakerfið og
fiskmarkaði inn í umræðuna í
þjóðfélaginu.
í hugmyndasmiðju vinstri
manna þykir mörgum gott að leita
fanga. I kjördæmakynningu
Vestfirðinga í sjónvarpinu nú sl.
þriðjudag minntist Ólafur
Þórðarson, þingmaður Framsóknar
m.a. á það að í framtíðinni sæi hann
fyrir sér að hluti aflagjalds gæti
runnið til seiðaeldis, t.d. þorskseiða
til hafbeitar. Við mættum ekki
verða eftirbátar annarra þjóða í
þeim efnum. Ólafúr les greinilega
Þjóðviljann.
26 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. apríl 1991