Þjóðviljinn - 02.08.1991, Síða 5

Þjóðviljinn - 02.08.1991, Síða 5
TTTiC'T'TTTT A CT7'T>Tr rTrTTT> Jr vTö 1 U JLf/VvjroJD rvWL 1 1 Txv Vaxtaskrúfan: Ekki á ábyrgð launafólks Það stefnir í hörð átök á vinnumarkaðnum í haust. Samtök iaunafólks líta ekki vin- gjarnlegum augum á vaxta- hækkanir einsog þær sem tóku gildi í gær. Bankar og spari- sjóðir hækkuðu nafnvexti um 1,5 til 3 prósent. Um var að ræða útlánsvexti eingöngu. Bankarnir voru að hækka vext- ina á óverðtryggðum lánum til samræmis við pað sem verð- bóigan og lánskjaravísitalana hafa hækkað verðtryggðu lán- in. Það verður tekist á um skipt- inguna. í þjóðfélaginu í haust, sagði Ögmundur Jónasson for- maður BSRB, Hann sagði það ljóst að launafólk yrði að standa fast fyrir, því þessi vaxtahækkun og aðrar sýndu að fjármagnseig- endur svifust einskis og skilaboð- in úr þeirri átt væru alltaf þau sömu: Við ætlum að halda okkar og gott betur. ,Óm Friðriksson varaforseti ASI sagði að í haust yrði að fara fram alger uppstoklojn á efha- hagskerfinu ef launafólk ætti að fást áfram til að tryggja stöðug- leika. Ef það yrði ekía gert yrði líkast til farið ut í kröfúr um veru- legar launahækkanir og þau ráð notuð sem til þyrfti, sagði Öm. Hann vill rjúfa vítahringi sjálf- virkni í efnahagslífmu. Svo sem þann vítahring að þegar laun nækka þá hækkar lánskjaravísi- talan sem aftur kallar á hækkun nafnvaxta, líkt og núna, síðan hleypa atvinnufyrirtækin þessu öllu út í verðlagið sem kallar aftur á kröfur um launahækkanir. Vaxtahækkunin kemur nefnilega tvöfalt niður á launafólki sem skuldar - skuldimar hækka og vöruverðið hækkar. „Þetta er vítahringur sem launafólk getur ekki borið ár- byrgð á,“ sagði Öm. Hann vill líka rjúfa þá sjálf- virkni að búvöruvero hækki þegar laun hækka, hann vill stöðva þann leik fyrirtækja að kaupa tap ann- arra fyrirtækja og komast njá því að greiða skatt, og hann vill skatt- leggja fjármagnsgróða og hætta að veita skattaafslátt til handa þeim sem kaupa hlutabréf. Leifúr Guðjónsson hjá verð- lagseftirliti verkalýðsfelaganna sagði að það væri lýsandi dæmi um þessa rikisstjóm að það væri rikisbankinn Landsbankinn sem hækkaði vextina mest. Hann sagði síðustu ríkisstjóm hafa reynt að hafa hemil á vaxtahækk- unum a.m.k. sinna eigin banka. „Ef þetta er leiðin til að tryggja stöðugleika, þá er það ný latina fyrir mér,“ sagði Leifur, en einnig hann býst við hörku í haust ef ffam fer sem horfir. Ögmundur sagði það væri al- gerlega ófært að nú þegar tekist nefði að koma fótunum undir at- vinnulífið með stöðugleikanum í efnahagslífmu skuli fjármagns- eigendur og aðrir gróðabrallarar koma og ryksuga upp allan ávinn- inginn. Hann gagruýndi harka- lega vaxtahækkanaákvörðunina sem ríkisstjómin tók í vor þegar vextir á spariskírteinum voru hækkaðir um 30 prósent. Þá vör- uðu samtök launafólks við því að verðbólgan færi af stað. Reyndar ætlaði ríkisvaldið að gera sitt til að halda niðri vöxtunum á þjóðar- sáttartímanum samkvæmt samn- ingunum ffá í febrúar 1990. Það var svikið. Einnig lofaði rikið að halda að sér höndum með hækk- anir á lyfjakostnaöi almenpings í sömu samningum, sagði Öm, og ekki heíúr verið staðið við það. Fulltrúar launafólks telja að nauðsynlegt sé að líta á tekju- skiptinguna í þjóðfélaginu nuna þegar því er spáð að minna sé til skiptanna. Þeir segja að það sé sami söngurinn í viðsemjendun- um sem alltaf segja að ekki sé svigrúm til aukningar kaupmáttar. Það er það sem Þórarinn V. Þórprinsson framkvæmdastjóri VSI segir. Hann segir að þao sé ekkert svigrúm til að auka kaup- máttinn og telur hugmyndir um breytta tekjuskiptingu söng sem áður hafi heyrst og ekki verði ráð- ið við í efhahagskerfi sem er ekki lengur einangrað í heiminum. Hann er þó sammála fulltrú- um launafólks um það að vaxta- hækkunin nú sé bæði slæm og óheppileg og hann setur spum- ingarmerki við rekstrarlega næfi- leika bankanna. „Era bankamir ekki með of stóra hluti í verð- tryggðum innlánum?“ spurði Þór- arinn. Tryggvi Pálsson bankastjóri Islandsbanka sagði að misræmi inn- og útlána hefði aukist um fjórðung eftir að fyrri rikisstjóm beitti Seðlabankanum fyrir sig til að draga úr verðtryggðum lánum. Utlán til styttri tíma en þriggja ára mega ekki vera verðtryggð. Hann sagði ástæður vaxtahækkananna i dag einfaldlega j)á, að verðbólgan síðustu sex manuði hefði verið 10,6 prósent mæld með lánskjara- vísitölunni, meðan nafnvextir hefðu á sama tima miðast við átta prósent verðbólgu. -gpm _____________________________ Bleikju- stofninn í Mývatni hruninn Frá því að Mývatn var opn- að fyrir veiði eftir fjögurra mánaða friðun, 1. febrúar síð- astliðinn, má hiklaust orða það svo að ekki hafi verið hægt að veiða í soðið hvað þá meir. Svo silungslaust er nú þetta vatn sem löngum var talið besta bleikjuveiðivatn landsins. Fyrir því era öraggar heimildir allt aft- ur að miðri 19. öld að slík ódæmi hafa aldrei gerst á þeim hundrað og fimmtíu arum og engin munn- mæli þar aftan við sem breyta þeirri niðurstöðu. Urriðinn hefúr staðið sig vel, betur en sá sem veiðist í Laxá sem er óvenjuhoraður. Hvað veldur? Hvað hefúr gerst? Ekki er ofveiði um að kenna. Starri í Garði. Bandarlski herinn lætur sér ekki nægja að þveitast um sveitir landsins grár fyrir járnum. Þegar Ijósmyndari Þjóðviljans átti leið fram hjá Stjórnarráði Islands I gær sá hann hvar borðalagðir herforingjar sóttu Jón Baldvin Hannibalsson, utanrlkisráðherra heim. Ráðherrann fylgdi fyrirmönnunum út á hlað, en blaðinu er ókunnugt um hvað þeim fór á milli. Mynd: Jón Fjömir. Sí ðumúlafangelsið: Skaðlegt heilsu manna Gæsluvarðhaldsfangar hafa verið vistaðir í einangrun- arfangelsinu í Síðumúla f ár í einu eða lengur þrátt fyrir að til dæmis fangelsislæknir telji að mönnum hraki þar inni and- Iega og líkamlega - dag frá degi. Lengsti, gæsluvarðhald- súrskurður á Islandi hingað til er 437 dagar. Sá er með fram- haldsúrskurðum því ekki má úrskurða menn í svo langt gæsluvarðhald í einu. Munurinn á þeim ósakhæfu afbrotamönnum sem sitja í Síðu- múlanum - og hafa verið í kast- ljósi fjölmiðla uppá síðkastið - og fieim heilbrigðu er sá að það er öglegt að halda þeim heilbrigðu þar inni en ekki þeim geðsjúku. Rætt hefúr verið um að osakhæfir afbrotamenn veslist upp í Síðu- múlanum, það á einnig við um hina. Sigurður Arnason, fangelsis- læknir sagði í samtali við Þjóð- viljann að það væri læknisfræði- lega rangt að vista afbrotamenn í Síðumúlanum en að dómsvöld hefðu engu að síður til þess laga- legan rétt. Einangranarklefamir í Síðu- múlafangelsinu era 5-6 fermetrar, engin aðstaða er innanhúss fyrir fanga, hvorki til tómstunda, vinnu eða náms - skiptir þá engu hvort menn era formlega i einangran eða ekki. Lokaður garður er við húsið, sem er 80 fermetrar, þar geta fangar hreyft sig, einn i einu, einu sinni á dag. Gæsluvarðhald þarf ekki allt- af að fela í sér einangran. Hennar ætti varla að vera þörf nema í upphafi raiuisóknar lögreglu. En þar sem engin aðstaða er í kerfinu til að vista gæsluvarðhaldsfanga þá er þeim naldjð í einangrun í Síðumúlanum. I lengri gæslu- varðhaldsvistum er létt á einangr- uninni þannig að fangamir fá að lesa blöðin og fá heimsóknir frá ættingjum. Það síðamefnda er þó takmörkunum háð, því engin að- staða er í fangelsinu til heim- sókna. Þrautaráðið hefur verið að vista fangana í aíþlánunarfang- elsi, til dæmis í Hegningarhúsinu eða á Litla Hrauni. Dæmi era síð- an um að menn hafi aftur verið sendþ i einangran í Síðumúlann. „A það hefur verið bent af geðlæknum, sálfræðingum og öðram sérfræðingum að sú ein- angrun sem hefur viðgengist í Síðumúlafangelsinu sé skaðleg andlegri og líkamlegri heilsu manna,“ stendur í nýlegri skýrslu Fangelsismálastofnunar um húsa- kost fangelsa landsins. Aftan í etta er nnýtt: „Rétt er að geta ess að nokkur dæmi era um að menn hafi dvalið ár eða jafhvel lengur við þessar aðstæður.“ Það er samdóma álit allra þeirra í kcrfinu sem Þjóðviljinn ræddi við að hörmungarástand ríki í þessum málum, Það bráð- vantar fangelsi þar sem hægt er að hýsa gæsluvarðhaldsfanga án þess að halda þurfi þeim í ein- angran. Gæsluvarðnaldsfangar hafa ekki verið dæmdir og eru í raun saklausir þar til annað sann- ast. Jón H.B. Snorrason, deildar- stjóri hjá Rannsóknarlögreglu rík- isins, sagði að menn væra ekki úrskurðaðir í langa gæsluvarð- haldsvist nema þegar um alvar- legustu brot er að ræða og brotið feli í sér á minnsta kosti fjögurra ára dóm. Auk þess sem löng gæsluvarðhaldsvist eigi sér ekki stað nema játning liggi fyrir eða næstum fúllvíst se að viðkomandi hafi framið glæpinn sem er verið að rannsaka eða þá að verið sé að bíða eflir dómsmeðferð, upplýsti Jón. Það er að segja í þeim tilvik- um sem menn hafa verið staðnir að verki eða era geðsjúkir. Meðferð á þeim sem era í Síðumúlanum svo mánuðum skiptir jaðrar, við að vera mann- réttindabrot. I samþykkt Samein- uðu þjóðanna um vemd fanga er viðurkennt bann við pyntingum og annari grimmdarlegri með- I jóst er að mun meira var af L-frjóum í loftinu síðastliðinn júnímánuð en þrjú undanfarin ár. Munar þar mestu um birk- ið. Þetta er fyrsta sumarið síðan tnælingar hófúst sem þurrviðri helst að mestu þann tima sem birkið er í blóma bér i Reykjavík. Afleiðingin varð sú að birkifrjó dreifðust vel út í andrúmsloftið. Grasfrjó, sem skæðasta frjónæmið stafar af hér á landi, er búið að vera stöðugt i loftinu sið- an 14. júní. Þó voru helmingi ferð. Þá meðferð á að túlka í víð- asta skilningi segir í samþyktinni. Grimm meðferð er til dæmis ef fangi missir timaskyn eða skyn fyrir því hvar hann sé staddur. Eftir ar í einangrun, þó takmörk- uð sé, er líklegt að a.m.k. tíma- skynið brenglast. Ragnar Aðal- steinsson, lögfræðingur, sagði þó að Maqnnréttindadómstólinn hefði aldrei dæmt ríki fyrir þá sök eina að halda mönnum lengi í ein- angran. Fangelsislæknar skoða fanga áður en þeir era vistaðir í einagran og meta geðheilsu þeirra - hvort þeir ráði við að dvelja í fangelsinu. Sigurðra viðurkenndi að geðrannsókn iæknanna væri yfirborðsleg, enda era þeir ekki geðlæknar. færri grasfijó í júní í ár en s.l. ár. Grasið i júlímánuði jókst til muna, tók kipp þann 5. júlí og var um miðjan manuðinn orðið meira en nokkru sinni áður. Grasfijó hafa verið f hámarki f síðari hluta júlí og fyrri helming ágústmánaðar s.l. þrjú sumur. Þess rtjá geta að Reykjavíkur- borg og SIBS styrkja mælingam- ar og úrvinnslu gagna þetta sum- ar. Margrét Halldórsdóttir hjá Raunvísindastofnun Háskólans sá um mælingamar. -KMH -gpm Frjómælingar í júní Föstudagur 2 ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.