Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 29
t- MIDVIKUDAGUR 4. OKTOBER 1995 45 Verk eftir Margréti Salóme Gunnarsdóttur. Hefðbundin tréskurðar- mynstur í leir Um síðustu helgi opnaði Margrét Salóme Gunnarsdóttir leirlistarkona fyrstu einkasýn- ingu sína í Stöðlakoti. Margrét stundaði nám í leirlist bæði hér heima og í Bandaríkjunum og Hollandi. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi sem erlendis. Tjáningarformi Margrétar er best lýst með orðinu „fjölbreyti- leiki" en hún beitir náttúruleg- um eiginleikum leirsins á marg- víslegan hátt til að ná fram bæði grófum og fingerðum dráttum í Sýningar listaverk sín. Verk Margrétar eru sum hver stór og grófgerð við fyrstu sýn en við nánari at- hgun má sjá mjukar línur sem mynda andstæður við grófleik- ann. Á sýningunni í Stöðlakoti eru sýnd verk sem skreytt eru með gömlum islenskum og hefð- bundnum mynstrum sem finna má í tréútskurði í Þjóðminja- safni íslands. Um er að ræða mjög stórar skálar, óvenjulega kertastjaka og síðast en ekki síst hh'óðfæri úr leir. Sögu- kvöldin halda áfram í kvöld verður þriðja sögu- kvöldið í Kaffileikhúsinu í Hlað- varpanum. Fimm kunnir íslend- ingar segja sögur. Bubbi Morthens heldur í tón- leikaferð I kvöld mun Bubbi Mort- hens hefja tón- leikaferð sína , um landið á Hótel Kirkju- bæjarklaustri og hefjast tón- leikarnir kl. 21.00. Fyrirlestur Stephen Dillemuth flytur fyr- irlesturinn The Image of the Artist and Its Reproduction á vegum Myndlista- og handíða- skóla íslands kl. 16.30 í Barma- hlíð, Skipholti I, 4. hæð. Samkomur ITC-Korpa Kynningarfundur verður í kvöld í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir. Gönguferð HGH í kvöld verður gengið á veg- um. HGH upp Fossvogsdalinn. Mæting í Hafnarhúsportinu kl. 20.00. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Kringlukráin: Djassaðar dægurflugur Vetrarstarf Kringlukrárinn- ar er hafið og verður boðið upp á djasskvöld á hverju miðviku- dagskvöldi. í kvöld mun tríó Ólafs Stolzenwalds leika, en það er skipað þeim Ólafi, sem leikur á bassa, Jóhanni Krist- inssyni píanóleiKara og Gunn- ari Jónssyni trommuleikara. Þeir munu leika léttan djass og dægursveiflu fram yfir mið- nætti. Skemmtanir Þeir félagar verða ekki einir á ferð því þeim til fulltingis verða söngkonurnar Hjördís Geirsdóttir og Kristjana Stef- ánsdóttir og sérstakur gestur kvöldsins verður harmóniku- leikarinn Grettir Björnsson. Leikin verða bæði íslensk og erlend dægurlög frá öllum tíma. Tríó Olafs Stolzenwalds ásamt gestum kvöldsins, söngkonunum Hjördísi Geirsdóttur og Kristjönu Stefánsdóttur og Gretti Björnssyni harmónikuleik- ara. Hálendis- leiðir að lokast Þjóðvegir á landinu eru yfirleitt í ágætu ástandi en hálka er þó á sum- um leiðum, sérstaklega að morgni Færð á vegum dags. Á Austfjörðum er sums staðar snjór á vegum, til að mynda á Vopnafjarðarheiði og Öxafjarðar- heiði er ófært vegna snjóa. Þá er Hellisheiði eystri þungfær um þess- ar mundir vegna snjóa og hálka er á Mjóafjarðarheiði. Hálendisleiðir eru nú að lokast hver af annarri og er orðið lokað um Kjalveg, Djúpavatns- leið og Arnarvatnsheiði svo dæmi séu tekin. Ástand vega C5 O Hálka og snjór H Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir LokírtÖÖU ^ Þungfært © Fært flallabílum Gunnhildur eignast bróður Litli drengurinn á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítal- ans 25. september kl. 2.03. Hann var Barn dagsins 4070 grömm að þyngd við fæðingu og 54 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Bryndís Jóhannesdóttir og Guðjón Hauksson. Hann á eina systur, Gunnhildi, sem er fimm ára. Kathy Bates og Jennifer Jason Leigh leika mæðgur sem hafa átt í samskiptaerfiðleikum. Dolores Claiborne Regnboginn er búin að sýna undanfarið við ágæta aðsókn Dolores Claiborne, sem gerð er eftir skáldsögu Stephens Kings. Fjallar myndin um mæðgur sem hittast eftir langa fjarveru hvor frá annarri. Kathy Bates leikur móðurina Dolores Claiborne og þegar myndin hefst hefur hún verið handtekin vegna gruns um morð á konu sem hún vann hjá. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dolores kemst í kast við lögin, en mörgum árum áður hafði hún verið grunuð um að hafa myrt eiginmann sinn og upp úr því urðu vinslit með henni og dóttur hennar. Óvænt fær dóttirin Kvikmyndir senda á faxi fréttina um að móð- ir hennar hafi verið handtekin. Hún fer á vettvang, en heldur tekst þeim illa að ná saman, mæðgunum í byrjun. En smátt og smátt eykst skilningur dóttur- innar á hegðun móður sinnar um leið og ýmis óþægileg mál koma upp á yfirborðið. Nýjar myndir Háskólabíó: Vatnaveröld Laugarásbíó: Dredd dómari Saga-bíó: Umsátrið 2 Bíóhöllin: Vatnaveröld Bíóborgin: Brýrnar 1 Madison- sýslu Regnboginn: Braveheart Stjörnubíó: Tár úr steini Gengið Almenn gengisskráning Ll nr. 236. 04. pktóber 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 64,980 65,320 64,930 Pund 102,680 103,200 102,410 Kan. dollar 48,790 49,090 48,030 Dönskkr. 11,6330 11,6950 11,7710 Norskkr. 10,2740 10,3310 10,3630 Sænskkr. 9,3300 9,3810 9,2400 Fi. mark 15,0800 15,1690 14,9960 Fra. franki 13,0740 13.1490 13,2380 Belg.franki 2,1*37 2,2069 2,2229 Sviss. franki 55,9800 56,2800 56,5200 Holl. gyllini 40,2900 40,5300 40,7900 Þýskt mark 45,1200 45,3500 45,6800 It. Ilra 0,04017 0,04041 0,04033 Aust. sch. 6,4100 6,4500 6,4960 Port. escudo 0,4311 0,4337 0,4356 Spá. peseti 0,5229 0,5261 0,5272 Jap. yen 0,64250 0,64630 0,65120 Irskt pund 104,660 105,310 104,770 SDR 96,81000 97,39000 97,48000 ECU 83,6200 84,1200 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270. Krossgátan l T W W w fen w vH ITp" w Q~ r Lárétt: 1 kjöt, 5 fiskur, 7 vafi, 8 telji, 10 tala 13 ástundir, 15 umdæmisstafir, 16 blíð, 18 verkfæri, 19 hagur, 21 skósveinn, 22 átt. Lóðrétt: 1 smíðaverkfæri, 2 kynstur, 3 greinar, 4 sýnishorn, 5 matarveisla, 6 slappleikann, 9 smávaxið, 11 starfið, 12 snjáldur, 14 oka, 17 raklendi, 20 ókunnur. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 Skuld, 6 ól, 8 vær, 9 auða, 10 ortu, 11 lok, 13 nafta, 15 Re, 17 aflinn, 19 gró, 20 nauð,-22 Kína, 23 ami. Lóðrétt: 1 svona, 2 kæra, 3 urt, 4 lautina, 5 dulan, 6 óð, 7 lak, 12 ornum, 14 flón, 15 eiði 18 frí, 19 GK, 21 AA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.