Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREi SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIfl NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 1 b\*A 1 Frjálstóháö dagbiaö 1 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995. Hvarfstúlkunnar: Fólker sárreitt ' vegnavín- veitinganna - segir yfirlögregluþjónn „Fólk hér er almennt sárreitt vegna þess að unglingum var veitt vín á skemmtistaðnum Calypso. Það er eina sýnilega undirrót þess að stúlk- an hvarf," segir Agnar Angantýsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyj- um, í samtali við DV. Agnar sagði að mál veitingastaðar- ins yrði sent dómsyflrvöldum til meðferðar þannig að ekki komi oftar _til að unghngar fái þar vín. Leitin að Steinunni Þóru Magnús- dóttur, 14 ára stúlku frá Selfossi, hófst að nýju í birtingu í morgun en hafði engan árangur borið þegar síð- ast fréttist. Leitarmenn hafa þegar fínkembt alla eyjuna og verður því áfram leitað í höfninni í dag eins og í gær. í dag verður notuð neðansjávar- myndavél auk þess sem 12 kafarar verða að störfum. Þá mun um 30 manna hópur ganga fjörur. Enn er ekkert vitað um ferðir stúlkunnar ahnað en að hún sást síðast nærri höfninni eftir að hafa farið af veit- ingastaðnum Calypso um klukkan tvö um nóttina. Að sögn lögreglunnar í Eyjum er ekkert sem bendir til að hvarf stúlk- unnar tengist afbroti en sá möguleiki erþóheldurekkiútilokaður. -GK „Hasso-íslandhf:" Sendir Rolls til landsins íslandsvinurinn Hasso Schuttend- ^erf áformar að stofna bílaleigu á ís- landi sem mun hafa aðsetur á höfuð- borgarsvæðinu. „Vegna áhuga míns á íslandi.og öllu sem íslenskt er, feg- urðar landsins og framtíðarmögu- leika, sem að mínu mati eru óeridan- legir, hef ég ákveðið að taka þátt í uppbyggingu ferðamála á íslandi með stofnun Hasso-ísland hf.," segir Hasso. Fyrirtækið verður með &-10 bíla til að byrja með. Fyrsti bíllinn sem kem- ur til landsins á vegum fyrirtækisins verður Rolls Royce sem kemur með Cargoluxvél þann 11. október. Hasso segist ætla að bjóða lægsta verðið á markaðnum hérlendis og ef vel geng- ur mun bílunum smám saman verða §ölgað upp í allt að þrjú þúsund, með útibúumalltland. -ÍS LOKI Ætli Simpson þurfi að fara langt til að standa við lof - orðið að finna morðingjanri? Þrír ákærðir vegna Áburðar- verksmiðjunnar Fyrrum umsjónarmaður fjár- muna Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins,: end- urskoðandi sjóðsms og þriðji aðUi, sem stundaði umfangsmikla sölu á verðbréfum til sjóðsins, hafa allir verið ákærðir fyrir ýmis brot tengd fjármálum lífeyrissjóðsins. Fram- undan eru umfangsmikil þriggja daga réttarhöld í byrjun november þar sem fjölskipaður þriggja manna dómur mun taka afstöðu í þessu sakamáli. Umsjónarmaðúrinn er ákærður fyrir að hafa dregið sér 1,5 milljón- ir krona og umboössvik upp á tugi milljóna króna - hann hafi misnot- aö aðstöðu sína og ráðstafað fjár- munurn sjöðsins til kaupa á verð- bréfum með ótryggum veðum í a.m.k. 13 íbúðum við Bedarima í Grafarvogi og skrifstofuhúsnæði við Skipholt. Manninum er gefið að sök að hafa ráðstafað fénu í framangreind skuldabréfakaup í þágu þriöja aðilans - manns sem seldi honum bréfin með affölrum en með hinum ótryggu veðum. Þinglýstir eigendur íbúðanna við Berjarima hafa verið lýstir gjald- þrota og þykir ljóst að lifeyrissjóð- urinn hefur að mestu tapað þeim fjármunum sem variö var tál skuldabréfakaupanna. Umræddur seljandi bréfanna er ákærður í ljósi þess að hann haföi ekki tilskilin leyfi eða umboð fyrír sölu þeirra. Endurskoðandi lifeyrissjóðsins er ákærður fyrir brot á lögum um ársreikránga og endurskoðun. Réttarhöldin í nóvember verða aðeins um byrjunin á löngum málarekstri. Samkvæmt upplýs- ingum DV hefur verið ákveðið að sérstakt dómsmál veröi höfðað, a.m.k. á hendur fyrrum umsjónar- manni sjóðsins, til að krefjast skaðabóta fyrir hið tapaða fé. Eftir að þetta mál kom upp voru greiðslur úr Mfeyrissjóðnum skert- ar um 15 prósent vegna tapsins sem hann varð fyrir. Skerðingin snertir um 100 rífeyrisþega. Ótt Tvö japönsk túnfiskveiðiskip komu til Reykjavíkur í gærkvöld. Skipin, sem heita Koei Maru og Kinsho Maru og stunda veiðar djúpt suðvestur af landinu, komu til að sækja oliu, vatn og vistir. Eins og DV hefur skýrt frá horfa íslenskir útgerðarmenn nú til þess að veiða túnfisk enda um geysilega verðmæta vöru að ræða. DV-mynd Sveinn Veðrið á morgun: Skýjað en þurrt Á morgun verður norðan- og norðaustanátt, víða allhvöss. Suðvestanlands verður skýjað en þurrt en súld eða rigning annars staðar. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast sunnan- og suðvestanlands. Veðrið í dag er á bls. 44 „Isafjarðarbyggð": Skuldirnar verða1300 milljónir Sameiningarnefhd á norðanverð- um Vestfjörðum hélt fund um fyrir- hugaða sameiningu í Holti í gærdag. Þar voru mættir sveitarstjórnar- menn frá þeim sex sveitarfélögum sem áforma sameiningu. Fram kom á fundinum að skuldir sveitarfélags ísafjarðarbyggðar, eins og það nefh- ist í vinnuskjölum, verða á bihnu 1300 til 1400 milljónir. Einnig kom fram að framlag Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga vegna sam- einingar verði á bihnu 140 til 170 milljónir. Sveitarstjórnir munu taka afstöðu til sameiningarinnar fyrir 7. október en kosið verður meðal íbúa þann 11. nóvember. -rt Barsmíðarnar: Skýrslu skilað til lögreglu- stjóraídag „Ég reikna með að skila skýrslu til lögreglustjóra um máhð í dag. Við verðum að grafast fyrir um hvað gerðist þarna í miðbænum," segir Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Reykjavík, um ástæður þess að lögreglan neitaði að koma til hjálpar þegar Örn Árnason var bar- inn illa í Póshússtræti aðfaranótt sunnudagsins. Örn lýsti atvikum í viðtali við DV í gær. Hann sagði að ítrekaðar til- raunir til að fá lögreglu til að skerast í leikinn þegar honum var ógnað af ókunnum manni hafi engan árangur borið. Var vinafólki hans meira að segja vísað frá þegar leitað var til lögreglu. Örn handleggsbrotnaði við árásinaogbólgnaðiíandliti. -GK Nauðgunarmál í Eyjum: haldskröfu Fallið var í gær frá kröfu um gæsluvarðhald yfir manni sem kærð- ur var fyrir nauðgun þar í bænum á sunnudaginn. Maðurinn er grunað- ur er um að hafa nauðgað 15 ára stúlku og rannsókn haldið áfram. Að sögn lögreglu segir maðurinn að hann hafi haft samræði við stúlk- una með hennar vilja en hún kærði nauðgun. -GK brother PT-7000 Merkivél m/íslensku letri Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443 LOTT# alltaf á Miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.