Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1995, Blaðsíða 14
14 MIDVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnartormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Sauðfé skipað til öndvegis íslendingar hafa fengið það, sem þeir vildu og eiga skilið, nýjan búvörusamning til næstu aldamóta, sem kostar okkur 1,2 milljörðum meira en gamli samningur- inn hefði gert, ef hann hefði verið framlengdur. Hvorki sparast þetta fé né verður það notað í neitt annað. Almenningur fær að borga tólf milljarða á næstu árum fyrir að halda uppi offramleiðslu á dilkakjöti ofan á þá tugi milljarða, sem hann hefur borgað á síðustu áratugum. Almenningur heldur áfram að verja sem svarar heilum orkuverum til að þjónusta þetta hug- sjónamál. Samt er öllum ljóst, að þeir peningar, sem brenna í hugsjónaeldi sauðfjárræktar, verða ekki notaðir í annað, sem almenningur gæti óskað sér, né heldur til að lækka álögur á almenning. Lífskjörin í landinu rýrna sem nem- ur þeim fjárhæðum, sem brenndar eru í landbúnaði. Þjóðin er ánægð með að fá að fórna verðmætum í þetta. Hún kærir sig kollótta um, þótt skólakerfið sé að laskast vegna fátæktar og hun kærir sig kollótta um, þótt farið verði að skammta inn á spítala vegna fátækt- ar. Aðalatriðið er, að sauðféð fái sitt og engar refjar. íslenzkir stjórnmálamenn vita, að stjórnmálafiokkar fá því nieira fylgi, sem þeir ganga harðar fram í stuðn- ingi við sérhagsmuni landbúnaðar. Það er því engin furða, þótt hver búvörusamningurinn öðrum dýrari leysi annan af hóhni. Það er þetta, sem fólkið vill. Við höfum verið að fjarlægjast nágranna okkar í lífs- kjörum. Hér hefur allt verið á niðurleið árum saman, meðan efnahagsástandið er að batna í kringum okkur. Þetta stafar af, að þjóðin hefur valið sér forgangsröð, þar sem lífskjör fólks eru nokkrum þrepum neðar en sauðfé. Bilið milli íslands og umheimsins mun áfram aukast á næstu árum. Vel menntað og hæfileikamikiö fólk mun flýja láglaunaland frumframleiðslu og skorts á tækifær- um. Fleiri sjúkrahúsdeildum verður lokað og skólum fækkað. Allt verður þetta samkvæmt þjóðarvilja. íslendingar mega ekki til þess hugsa, að sauðfé fækki hér á landi niður í þær 200.000 kindur, sem markaður verður fyrir um aðvífandi aldamót. Þeir vilja fá að halda uppi ofbeit og landeyðingu til að fá að velja milli þess að reyna að gefa kjötið til útlanda eða urða það. Þess vegna gerir nýi búvörusamningurinn aðeins ráð fyrir fækkun um 30.000 kindur á samningstímanum. Við munum því áfram fagna vori með því að senda sauðfé beint á nálina á Mývatnsöræfum um leið og hún stingur upp kollinum. Þetta er okkar eina og sanna hugsjón. Tólf milljarða framlagi til sauðfjárræktar verður ekki varið til að fækka sauðfé á markvissan hátt, held- ur til að halda sem allra mestum sauðfjárbúskap gang- andi á kostnað allra annarra þarfa þjóðfélagsins. Þar með verður tryggt, að þjóðin fær áfram að kosta hug- sjón sína. En þá þýðir ekki heldur að vera að kvarta og kveina út af smámunum. Það þýðir ekki að væla út af lágum launum, háu verði á matvælum, miklum sköttum, skorti á opinberri þjónustu, minnkandi velferð og lak- ari lífskjörum á öðrum sviðum. Þetta á fólk bara skilið. íslendingar geta ekki stutt fortíðina í verki með árleg- um milljörðum og jafnframt heimtað að fá að lifa betra lífi. Við getum ekki bæði étið kökuna og átt hana. Þjóð- arsáttin um verndun sauðfjárræktar kostar þá peninga, sem annars nýttust á öðrum sviðum eða spöruðust. Fyrirhuguð forgangsröð að sjúkrahúsum er bara ein af mörgum afleiðingum mikilvægari forgangsraðar, þar sem dýrustu skepnu veraldar er skipað til öndvegis. Jónas Kristjánsson „Eg þekki ekki svo aumt land (utan eitt) ir Oddur m.a. í greininni. Evrópu þar sem ekki er gaman að versla í matvöru ýmiss konar," seg- Umbúðir — um ekki neitt? Þá dettur manni fyrst í hug alls konar sælgæti og ýmiss konar álegg. Þar sem ég hef ekki áhuga á sælgætinu sný ég mér að álegginu — enda veit ég ekki meiri nautn (fyrir utan að skoða alvöru bóka- búðir) en að skoða alvörubúðir sem versla með kjöt- og fiskvöru og ýmiss konar álegg unnið úr þeim „náttúruvænu" ferfætlingum sem við erum hvað stoltastir af. (Og ekki skulum við gleyma blessuðum ostunum!) Illvígar umbúðir Eins og allt á íslandi eru allar framfariri beinar og augljósar, heimskulegar og kúltúrlausar. Þar á meðal þrifnaðaræðið, ekki síst þegar það snýst gegn bakteríum og gerlum. Áþreifanleg sönnun þessa eru samanpressaðar og illvígar um- búðir alls áleggs sem okkur er gert að kaupa á himinháu verði (á ferðalagi duga ekki tennurnar til). Hangikjötsálegg kostar t.d. á 4. þúsund kílóið og venjulega óætt. Að vísu er hægt að fá lifrarkæfu, (2.fl.) rúllupylsu og gersamlega óætá (eða öílu heldur bragðlausa) gúmmískinku á skaplegu verði. Verð ég þó að játa að gúmmíbleðl- arnir frá Ali eru alls ekki eins óæt- ir og hinir sem verið er að bjóða manni á kostakjórum — merktum „ódýrt". Allt er þetta að þakka bakteríu- hræðslu heilbrigðisráðuneytisins gegnum tíðina, sem virðist hafa látið stjórnast af landbúnaðarráðu- neytinu (eins og allir hlutir á ís- landi) — ef ekki SÍS og SS (South Coast Killing Company — í enskri þýðingi forsrjóra Bónuss). Af eintómri tilhlökkun Erlendis er gaman að kaupa sér kjötvöru, þ.á m. álegg (svo ég minnist ekki á ostana — sem að vísu geta verið ágætir hér, sumir hverjir). Aö vísu getur þú fengið áleggið innpakkað í útlöndum í mun aðgengilegri plastumbúðumr, sem ætlaðar eru óvandlátum og Kjallarinn Oddur Björnsson rithöfundur fremst um umbúðir. Þú kaupir þér rúllupylsu eða jafhvel salami (eða hvað sem er) í pressuðum plastum- búðum. Þegar þú hefur brotist gegnum umbúðirnar með eggvopn- um byrjar fyrst hinn raunverulegi vandi — að ná sneiðunum heilum. Þetta gildir svo sem líka um (ágæt) brauð af rúgættinni frá Samsöl- unni: Þegar þú ert búinn að losa „teipið" með útsjónarsemi og rosa- legri fyrirhöfh blasir við þér stór vandi: að ná fyrstu brauðsneiðinni óskaddaðri úr pakkanum. Venju- lega tekst það ekki. Út af fyrir sig eiga umbúðir til- verurétt vegna þeirra sem vilja grípa hlutina, en hafa hvorki tíma, vilja og vit. En hvers vegna eru þær svona óskaplega óaðgengileg- ar? Maður gæti haldið að þær „Út af fyrir sig eiga umbúðir tilverurétt vegna þeirra sem vilja grípa hlutina, en hafa hvorki tíma, vilja né vit. En hvers vegna eru þær svona óskaplega óaðgengi- legar?" stressuðum kúnnum, sem hafa ekki tíma til neins — og allra síst að njóta lífsins. Samt sem áður er það yfirleitt ekki óætt þótt ódýrt sé og stundum alveg ágætt. Og nú verður að hafa í huga að ég er að tala um vöru sem ætluð er venju- legum launþega til daglegs brúks. En rosalega er gaman að kaupa sér niðursneidda skinku í stykkja- tali á eðlilegu veröi meðan maður hefur varla við að kyngja munn- vatninu af eintómri tilhlökkun að gera henni "þau skil sem hún verð- skuldar. Ég þekki ekki svo aumt land (utan eitt) í Evrópu þar sem ekki er gaman að versla í matvöru ýmiss konar. Burtséð frá prísunum Burtséð frá prísunum er ég hér að tala um gæði — en þó fvrst og væru hannaðar um dýrgripi, en auðvitað veit maður að þær eru sérhannaðar vegna bakteríanna sem gætu fundið sér leið gegnum auðveldari og aðgengilegri búnað. Nú spyr ég bara: er ekki hægt að treysta því að fólkið í framleiðslu- geiranum sé með læknahanska og grímur og skeint af sérþjálfuðu liði, sem auðvitað notar hanska og grímur? Ég verð að gera ráð fyrir að svo sé. Og með því að ég er orðinn leið- ur á álegginu á íslandi (þó hægt sé að fá það ágætt á „sky-high" prís) — og þó sérstaklega umbúðunum, sem eru bæði óaðgengilegar (þó þær liti ekki úr fyrir að vera það) og umhverfisspillandi, læt ég þessu lokið. Oddur Björnsson Skoðanir annarra Forsetaákvörðun „Ákvörðun Vigdísar Finnbogadóttur, forseta ís- lands, um að gefa ekki kost á sér til endurkjörs við forsetakosningar á næsta ári, kemur landsmönnum áreiðanlega á óvart___Á blaðamannafundi á Bessa- stöðum ... lýsti forsetinn því, að gagnrýni á ummæl- um hennar í opinberri heimsókn í Kína fyrir skömmu, hefði valdið henni sársauka og jafnframt, að henni hefði verið ókunnugt um þessa gagnrýni þar til hún kom til Kaupmannahafnar. . . . Lands- menn lUjóta að treysta því, að ákvörðun forsetans sé ekki afleiðing af þessum umræðum." Úr forystugrein Mbl. 3. okt. Kjarabaráttan „Einfaldleikinn þykir í listum heilladrýgstur. Því skyldu önnur lögmál gilda um atvinnulíf og verka- lýðsbaráttu? Einhver hvíslaði því að mér að á þingi Alþýðusambands íslands árið 1958 hefði verið sam- þykkt ályktun í þá veru að vinna að því að taka upp vinnustaðasamninga. Það var líka eitt af hug- sjðnamálum Vilmundar heitins Gylfasonar alþing- ismanns. Er ekki orðið tímabært að skoða þessa leið? Færa þannig kjarabaráttuna nær vettvangi? Tengja betur saman afkomu fyrirtækja og afkomu launþega?" Arnór Benónýsson í Alþbl. 3. okt. Forsetatilkynning „Ákvórðun frú Vigdísar ... um að gefa ekki kost á sér til endurkjörs mun að sjálfsögðu verða tilefni mikilla vangaveltna og umræðna um eftirmann hennar. Slíkar umræður hafa raunar farið af stað nú þegar vegna þess að Vigdís hafði áður gefið til kynna að hún myndi hætta að þessu kjörtimabili loknu. Slíkar umræður munu nú magnast um allan helm- ing. Fullkomlega ótímabært er að velta vöngum yfir slíku, en þó er rétt að benda á að verðandi forseta- frambjóðendur hljóta að fara fram á eigin forsendum og með eigin hugmyndir." Úr forystugren Tímans 3. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.