Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1995, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 5 Fréttir Fyrrum lögfræðingur hjá Húsnæðisstofnun kærður til RLR fyrir margháttuð svik: Grunaður um nýtt sér öryrkja að hafa sem lepp - lögfræðingurinn, sem hætti störfum um mánaðamótin, segist ekkert hafa af sér brotið Rannsóknarlögreglan hefur nú til meðferðar kæru öryrkja á hendur fyrrum lögfræðingi Húsnæðisstofn- unar ríkisins fyrir að hafa nýtt sér einfeldni hans við margháttað húsa- brask. Lögfræðingurinn sagði starfl sínu lausu um síðustu mánaðamót. Varða klögumálin m.a. veðsvik þar sem öryrkinn var látinn „kaupa“ hús á Norðfirði sem síðan var notað til að flytja veðskuldir á. Brunabótamat hússins er mun meira en raunveru- legt verðmæti og því hægt að veð- setja það fyrir hærri fjárhæðum en það stendur undir. í kæru sinni til Rannsóknarlög- reglunnar segist öryrkinn hafa leitað til Húsnæðisstofnunar í íjárhags- vandræðum og fyrir einfeldni og vanþekkingu dregist inn í „húsa- kaup“ sem komu honum ekkert við. „Lögræðingurinn fékk mig til að kaupa eða öllu heldur að vera skráð- ur fyrir kaupum á íbúðarhúsnæði á Norðfirði. Þessa eign hafði Hús- næðisstofnun yfirtekið á nauðungar- sölu en lögfræðingurinn sagðist stöðu og starfs síns vegna ekki mega sjálfur kaupa beint af Húsnæðis- stofnun," segir í kæruskjalinu. Hann heldur áfram og segir: „í tenglsum við þetta skrifaði ég á skrif- stofu lögfræðingsins undir óútfyllt umboð og veðleyfi og annað til að flýta fyrir þessum kaupum." Kær- andinn segir að lögfræðingurinn hafi notað umboðið til margháttaðra flutninga á veðum og einnig hafi hann opnað bankabók í sínu nafni og skráð sjálfan sig prókúruhafa. Af þessu hafi hann haft mikil óþægindi enda aldrei verið annað en áhorfandi að umsvifum þessum. Hjá Rannsóknarlögreglunni hafa farið fram yfirheyrslur vegna kær- unnar en ekkert verið ákveðið um framhaldið. Að öðru leyti vildi Rann- sóknarlögreglan ekki tjá sig um mál- ið. Talið er að auk veðsvika varði kærumálin við lög um skyldur opin- berra starfsmanna, fjárdrátt, mis- beitingu og umboðssvik. Umræddur lögfræðingur sagðist í viðtali við DV ekki hafa brotið neitt af sér en vissi þó til að Ríkisendur- skoðun væri að fara yfir mál lög- fræðideildar Húsnæöisstofnunar. Rannsóknarlögregla hefur undan- farnar vikur rannsakað meintan fjárdrátt annars lögfræðings hjá Húsnæðisstofnun. Hann er grunaður um að hafa dregið sér ríflega 6 millj- ónir króna. Hefur málið verið sent ríkissaksóknara til meðferðar. -GK Sorpeyðing: Leggjafram tilboð í Fiflholt Daníel Ólafeson, DV, Akranesd: Á fundi í stjórn Samtaka sveitarfé- laga á Vesturlandi nú nýlega var samþykkt að samtökin legðu fram tilboð í jörðina Fíflholt í Borgarfirði. Förgun hf. keypti jörðina og ætlaði að sjá um að urða sorp fyrir sveitar- félög. Nýlegur úrskurður kveður á um að Borgarbyggð eigi forkaupsrétt á jörðinni og eru Förgunarmenn til- búnir að selja hana.. Talað hefur verið um aö á jörðinni verði sorpi fargað fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi, þ. á m. á Akranesi og í Borgarbyggð. Einnig hafa komið upp hugmyndir um að stofna sorp- samlag nokkurra sveitarfélaga, þ.e. með þátttöku Akraness, Borgar- byggðar, Snæfellsbæjar, Dalabyggð- ar og fleiri hreppa. Vestfirðir: Misgóð gæsaveiði Róbert Schnúdt, DV, Suðureyri: Gæsaveiðimenn hafa ekki hrósað happi það sem af er hausti. Gæsin hefur Útið verið á túnum og heldur sig frekar uppi í hlíðum. Á Vestfjörð- um snjóaði nokkuð nýlega og þá skreyttu gæsir tún en ekki í eins miklu magni og búist hafði verið við. Helstu veiðisvæðin á Vestfjöröum eru á Barðaströnd, í ísafjarðardjúpi og á Ströndum. Lítið hefur frést af veiðimönnum og veiði almennt og þær fáu fréttir sem fljúga manna á milli segja heild- arveiðina mun minni en undanfarin ár. Senn líður að rjúpnaveiðitíma og þá leggja margar skyttur gæsaflaut- una upp á hillu og dusta rykið af gönguskónum í staðinn. Akranes: Minnstaatvinnu- leysisíðan 1992 Daníel Ólafeson, DV, Akranesi: Heldur virðist vera að rofa til í at- vinnumálum á Akranesi. Atvinnu- leysi í september var 3,2% og eins og staðan er í dag verður það svipað í október. Að sögn Brynju Þorbjörnsdóttur, atvinnufulltrúa Akraneskaupstaðar, er þetta minnsta atvinnuleysi sem hefur mælst síðan 1992. Allt gekk vel þegar Gunnlaugur Karlsson flaug flugvélinni sinni, TF OVL, tveggja manna háþekju, í fyrsta sinn til að kynnast viðbrögðum hennar. Flogið var frá Helluflugvelli og tók flugið 55 minútur. Reyndist vélin kostagripur og lendingin tókst eins og best verður á kosið. Var engu likara en flugmaðurinn hefði langa reynslu á vélina. Nú, þegar mesta spennan er afstaðin, þarf Gunnlaugur að fljúga vélinni 60 tima utan byggðar áður en hann má fljúga yfir þéttbýli. Gunnlaugur smiðaði vélina sjálfur og tók það tólf hundruð klukkutima. Hér er Gunnlaugur við vélina. DV-mynd Jón Benediktsson Staðarsveit: RéttaðíBlá- feldarrétt í síðasta sinn Símon Sigurmorissan, DV, Snæfellsbæ: Réttað var í Bláfeldarrétt í Stað- arsveit að öllum likindum i sið- asta sinn nú í haust. Fullvíst þyk- ir að saufjárhald verði aflagt á öllum býlum á þessu svæði, að- eins örfáar kindur verði eftir í heimagirðingum á 5-6 bæjum. Bláfeldarrétt á sér langa sögu i sveitalífinu. Hún var listilega hlað- in úr hraungrjóti og er fyrir neðan Bláfeldará fyrir neðan Bláfeldar- skarð á einum fegursta stað sveit- arinnar. Réttin er Ula farin eftir síminnkandi viðhald seinni ára. Rætt hefur verið um að setja réttarveggina upp í væntanlega vegfyllingu viö Bláfeldará. Sumir vilja gera réttina upp til minja um forna búskapartið fyrir vald- atið hins þríeina landbúnaðar- guðs bænda viö Austurvöll. Ú71LÍF" Glæsibæ - Sími 581 2922

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.