Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 Fréttir Guðmundur J. Guðmundsson: Ömurleg uppgjöf að urða kjötið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þaö er hreint ömurlegt að horfa upp á þetta sem er ekkert annaö en aö þeir sem ráða ferðinni hafa gefist upp. Þaö er verið að leysa vandamál bænda með því að grafa afurðirnar sem þeir framleiða," segir Guðmund- ur J. Guðmundsson, formaöur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, um urðun á kindakjöti sem átt hefur sér stað undanfama daga. „Á sama tíma og þetta gerist er flöldi fólks sem ekki getur leyft sér aö kaupa kjöt nema í mjög litlum mæh en vUdi svo gjarnan kaupa meira af því. Auðvitað hefði þetta kjöt átt að fara til þessa fólks. Það er ömurlegt að horfa upp á þessar aðfarir," segir Guðmundur. Mlkið um þorskseiði í Húnaflóa: Óvissa um rækjuveiðar Guðfinnur Pmnbogason, DV, Hólmavílc Hefðbundin stofnmæling á vegum Hafrannsóknastofnunar á rækju- slóðinni í Húnaflóa fór nýveriö fram. Niðurstöður hennar sýndu að meira er um þorskseiði á öhu svæðinu en mælst hefur í mörg ár. Vegna þessa mun dráttur verða á að hægt verði að hefja veiðar á inníjarðarrækju en algengast er að þær heíjist í síðari hluta október. Annar rannsóknarleiöangur er fyrirhugaður um miðjan nóvember. Að honum loknum verður ákveðið hvenær heQa má rækjuveiðar. DV býður öllum landsmönnum í afmæli hringinn í kringum landið V* TÍGRI verður í afmælisskapi / HOPPKASTALI fyrir fjörkálfa / SAGA DAGBLAÐSINS í máli og myndum / ALLIR HRESSIR krakkar fá blöðrur, stundatöflur og annan glaðning Sauðárkrókur DV og kvenfélög Sauðárkróks, Skarðshrepps, Staðarhrepps og Rípurhrepps bjóða bér og allri fjölskyldunni til afmælis í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki föstudaginn 20. október frá kl. 17-19. Skemmtiatriði: /Kristinn Baldvinsson leikur af fingrum fram Gómsætt í gogginn: / Kaffi / Afmælisveitingar / Ópal sælgæti / Tomma og Jenna ávaxtadrykkir FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ÞIG OG ALLA FJÖLSKYLDUNA! Ein verðlaunamynda úr Ijósmyndamaraþoni Hins hússins, DV og Hans Petersen í fyrra. Þessi mynd vann í flokkn- um „Ýkt“ og er eftir Helgu Sigurðardóttur. Unglist ’95 - listahátíð unga fólksins: Tólf tíma Ijós- myndamaraþon - að tilstuðlan Hins hússins, DV og Hans Petersen Tólf klukkustunda langt ljós- myndamaraþon hefst við Ráðhús Reykjavíkur á hádegi á morgun. Maraþonið er hluti af Unglist ’95 sem er listahátíð unga fólksins og hefst um helgina. Glæsileg verðlaun eru í boði frá Hans Petersen fyrir bestu maraþonmyndirnar en afhending verðlauna fer fram í Háskólabíói nk. miðvikudag. Verðlaunamyndirnar verða síðan birtar í DV. Maraþonið fer þannig fram að keppendur mæta með 35 mm mynda- vélar sínar viö Ráðhúsið fyrir kl. 12 á morgun. Þar fá þeir 12 myndverk- efni, 12 mynda filmu, keppnisnúmer og 12 klukkustundir til að festa verk- efnin á filmuna í ákveðinni röð. Film- unni verður að skila í Hitt húsið, Aðalstræti 2, fyrir miönætti annað kvöld. Skráning fer fram á staðnum en einnig er hægt að hringja í Hitt húsið í síma 551-5353. Dómnefnd, skipuð fulltrúum frá DV, Hans Petersen og Hinu húsinu, munu síðan velja bestu myndirnar úrhveijumflokkannatólf. -bjb Leynllisti Q ármálaráðuneytisins: Vil að allt sé lagt á borðið um mín laun - segir Guðlaugur Þorvaldsson sem er í toppsætinu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég vil að allt sé lagt á borðið varðandi mín launamál á síðasta ári. Það sem veldur því að ég var með svona há laun þá er aðallega tvennt: aukagreiðslur vegna sum- arleyfa þegar mín starfslok voru um áramót og hins vegar mjög mikil yfirvinna vegna kjarasamn- inga,“ segir Guðlaugur Þorvalds- son, fyrrverandi sáttasemjari ríkis- ins, en hann er í toppsæti leynilist- ans svokallaða með ríflega 6 millj- óna króna laun á síðasta ári. „Mín starfslok voru um áramótin og þá vildi svo til að ég fékk greidd laun fyrir sumarleyfi á síðasta ári, sem ég hafði ekki getað tekið vegna veikinda, og einnig fékk ég greidd áunnin réttindi vegna sumarleyfis í ár. Þetta eru 2 1/2 mánaðarlaun sem hækka heildarlaun mín á síð- asta ári um 600-700 þúsund," segir Guðlaugur. Hann segir aö fost mánaðarlaun sín hafi numiö 252 þúsund krónum. „Við þau bættist mjög mikil yfir- vinna vegna samninga þótt ég hafi aldrei lagt að mönnum að vera á fundum á nætumar eða um helgar. Mín fóstu laun hafa aldrei veriö topplaun hjá ríkinu. Það er vissu- lega óþægilegt að vera dreginn inn í þessa umræðu en fyrst það hefur gerst er nauðsynlegt að það rétta komi fram í málinu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.