Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 Fréttir Norski hrossaræktandinn Svend Sortehaug: Keypti 75 hrossa stóð frá Þverá - ætlar að hefja hrossarækt úr þessu stóði hér á landi „Þetta er bara viðbót við þau ís- lensku hross sem ég á fyrir úti í Noregi. Þetta stóð verður þó áfram á íslandi og það verður ræktað úr því hér. Ég á um 150 íslensk hross á bú- garði mínum nærri Álasundi í Nor- egi. Ég fæ þetta 20 til 30 íslenskættuð folóld á hverju vori," sagði Norðmað- urinn Svend Sortehaug, sem hefur keypt 75 hrossa stóð frá Þverá í Skíðadal í Eyjafirði, í samtah við DV. Hann sagðist ekki vilja gefa upp hvað hann greiddi fyrir stóðið. Hann sagði mjög góð hross innan um. Til að mynda væri þarna hross undan Galsa frá Sauðárkróki. Kunnasta hrossið í stóðinu taldi hann vera verðlaunahryssuna Björk. Hún hef- ur fengið 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Svend sagðist telja þetta mjög góð- an stokk til að hefja ræktun úr og myndi hún, sem fyrr segir, alfarið fara fram hér á landi. „Hann hefur flutt allt stóðið, 75 hross, hingað til okkar að Litlutungu í Rangárvallasýslu. Það hefur samist um það að við önnumst hrossin og hrossaræktina fyrir Svend Sorte- haug," sagði Vilhjálmur Þórarinsson í Litlutungu í Rangárvallasýslu í samtali við DV. meðal sé í stóðinu hryssa sem fengið hefur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. „Og með því að vera með hryssurn- ar hér á landi getur hann haft aðgang að bestu stóðhestum landsins," sagði Vilhjálmur Þórarinsson. Svend Sortehaug, Norðmaðurinn sem keypt hefur 75 hrossa stóð frá Skíðadal í Eyjafirði. DV-mynd EJ Vilhjálmur sagði gott að rækta út úr þessu stóði enda í því mörg góð hross og þá sérstaklega hryssur. Það hafi komið nokkrar fyrstu verðlauna hryssur úr Þverár-hrossunum. Þar á Eva frá Þverá er ein af þeim verðlaunahryssum sem Svend Sortehaug hefur keypt. Hér er það sem Ólafur Ásgeirsson sem situr Evu á skeiðspretti. DV-mynd EJ Þjónustuaðili KENZLEti @©Æ\MQÆ\ qwéí® KtiKiMDtLir Sérfræðingar þessara bifreiðaframleiðenda völdu KIENZLE ökurita í sína framleiðslu. 6 daga kjúklingaveisla Allir bitar a Venjulegir bitar, barbecue bitar. - Verð áður 165 kr. KcntuckyFried Chlcken Faxafeni 2. S. 568 0588 Hjallahrauni 15. S. 555 0828 Shellskálanum Selfossi. S. 482 3466 frá 11-22 Kentucky Fríed Chicken Kentucky Fried Chicken Kentucky Fríed Chicken Kentucky Fríed Chicken Kentuckv Fríed Chicken

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.