Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 29
ÞRIDJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 33 Menning Guðmundur Olafsson og Saga Jónsdóttir fara með öll hlutverkin par. Bar Líf ið á barnum Leikritið Bar par gerði mikla lukku norður á Akureyri í hittiðfyrra þegar Sunna Borg og Þráinn Karlsson fóru á kostum í hlutverkunum fjór- tán undir leikstjórn Hávars Sigurjónssonar. í veitingabúð Borgarleikhússins er farin svipuð leið við uppsetninguna. Tveir leikarar leika öll hlutverkin og gestir sitja við lítil borð í salnum þaöan sem þeir fylgjast með gestum og gangandi viö barinn. Þar ráða ríkjum hjónakorn sem greinilega eiga í verulegum samskipta- örðugleikum. Brosið sem snýr að viðskiptavininum er fljótt aö hverfa þegar þau tvö þurfa að yrða hvort á annað. Eins og íslenskir áhorfendur hafa kynnst í öðrum verkum Jims Cart-' wrights, Stræti og Taktu lagið, Lóa, er hann ótrúlega flinkur við að bregða upp skýrum mannlýsingum í litlum örskotsmyndum. í Bar pari kynnist áhorfandinn fjölbreyttiimannlífsflóru. Staðurinn á sína stammgesti, sem koma reglulega, og svo eru aðrir sem rekast þarna inn. Saga Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson fara með öll hlutverkin og eru ótrúlega fljót að skipta um ham í orðsins fyllstu merkingu. Þegar annað Leiklist Auður Eydal þeirra gengur út af barnum einhverra erinda er óðara komin ný persóna til skjalanna. Þarna sjáum við kvensama rokkarann sem kominn er af léttasta skeiði en vill alls ekki viðurkenna það. Skvísan hans lætur hann plata sig hvað efir annað þó að hún eigi að vita betur. Við kynnumst líka einmana sálum og skrýtnum pörum. Eitt þeirra er bosmamikil kona og karlinn hennar. Hún þráir stóra og stælta karla, en verður að láta sér nægja ræfilslegan rindil. Önnur smámynd er af hinum dæmigerða kúgara sem dundar sér við að kvelja undirokaða eiginkonuna. Og ekki má gleyma akfeita parinu sem áhyggjidaust úðar i sig snakkinu eða hjákonunni, sem kvelur sjálfa sig með því að horfa á elskhugann og eighikonu hans á góðri stund. Eins og sjá má af þessu þurfa leikendur að spanna ólík svið í túlkun þessara persóna. Bæði fá hér gullin tækifæri til gamanleiks í kómískum atriðum, en undirtónn verksins er alvarlegur. Það er ánægjulegt að fylgjast með Sögu, sem blómstrar í ólíkum hlut- verkum. Návígið við áhorfendur er mikið svo að svipbrigði og hvert smáatriði í fasi og hreyfingum þarf að vera fínpússað. Yfirleitt var jafnræði með þeim Sögu og Guðmundi í sýningunni, en á bak við barborðið náði hún ívið dýpri tökum á angist og harmi sem brýst fram eftir áralanga bælingu. í hlutverkum Maudie, feitu Alice og frú Iger slær hún á létta strengi, en sem Lesley túlkar hún hræðslu og undirokun af nærfærni. Guðmundur var fyndinn sem rokkarinn og ekki síðri í hlutverki rindils- ins sem aldrei kemst að við barborðið. Bæði þessi hlutverk voru í gaman- sama kantinum, en Guðmundur gerði líka góða hluti í viðkvæmum atrið- um eins og þegar hann leikur gamla manninn, sem yljar sér við minning- una um látna eiginkonu. Helga E. Jónsdóttir leikstjóri púslar atriðunum haganlega saman þó að plássið sé ekki leikhús í venjulegri merkingu þess orðs. Búningar og lýsing spila auðvitað stóra rullu í sýningunni og með útsjónarsemi hefur tekist að yfirvinna flestar hindranir. Það er óhætt að lofa áhorfendum áhugaverðri kvöldstund á barnum ef þeir leggja leið sína í Borgarleikhúsið á næstunni. Barflugurnar sýna i samvinnu við Leikfélag Reykjavfkur: Bar par eftir Jim Cartwright Þýðlng: Guðrún J. Bachmann Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir Leikmynd og búningar: Jón Þórisson Lýsing: Lárus BJömsson Leikhús '¦> 4 ÞJÓDLEIKHÚSID Sími 551 1200 Stórasviðiðkl. 20.00. ÞREKOGTÁR eftir Óiaf Hauk Símonarson Fimmtud. 26/10, aukasýning, örtá sœti laus, Id. 28/10, uppsell, fid. 2/11, nokkur sœti laus, Id. 4/11, uppselt, sud. 5/11, nokkur sœtl laus, sud. 12/11,fid. 16/11, uppselt, Id. 18/11. STAKKASKIPTI eftir Guðmund Steinsson Föd. 27/10,3/11. TakmarkaAur sýningatjöldi. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjöm Egner Sud. 29/10 kl. 14.00, uppselt, sud. 29/10kl. 17.00, uppselt, Id. 4/11 kl. 14.00, uppselt, sud. 5/11 kl. 14.00, uppselt, Id. 11/11 kl. 14.00, uppselt, sud. 12/11 kl. 14.00, örfá sætl laus, Id. 18/11 kl. 14.00, laussæti, sud. 19/11, kl. 14.00, laus sætl, Id. 25/11 kl. 14.00, sud. 26/11 kl. 14.00. Litlasviðiókl. 20.30. SANNUR KARLMAÐUR eftir Tankred Dorst 8. sýn. 26/10,9. sýn. sud. 29/10, fld. 2/11, föd. 3/11. Smíðaverkstæðið kl. 20.00 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir JimCartwright Á morgun, örfá sæti laus, Id. 28/10, uppselt, mvd. 1/11, Id. 4/11, uppselt, sud. 5/11. Miöasalan er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýn- ingardaga. Elnnlgsfmaþjónustafrákl. 10 virka daga. GreiAslukortaþjónusta. Fax: 5611200 Sími miðasölu: 5511200 Simiskrifstofu: 5511204 VELKOMINÍÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Tilkyniiingar Antikuppboð Gallerí Borg heldur uppboð í dag að Faxa- feni 5 kl. 20.30. Boðin verða antikhús- gögn, postulín, listmunir og ekta hand- unnin persnesk teppi. Ljósmyndasýning Snerruútgáfan sf. minnir á h'ósmynda- sýningu í verslun ÁTVR í Kringlunni Rvk. Sýndar eru valdar h'ósmyndir úr almanökum Snerraútgáfunnar fyrir árið 1996. Sýningin er opin á afgreiðslutíma verslunarinnar til 15. desember. Fyrirlestur um sjálfsvirðingu Á morgun, miðvikudagmn 25. október, kl. 16.15 flytur Ian Grifflths, forstöðumað- ur sérkennsluþjónustu á eyjunni Guern- sey, fyrirlestur á vegum Rannsóknar- stofhunar Kennaraháskóla íslands. Fyr- irlesturinn nefnist: „Sjálfsvirðing nem- enda". f fyrirlestrinum mun Griffiths fjalla um sjálfsmynd nemenda og hvernig kennarar geti eflt sjálfsvirðingu þeirra með markvissum hætti. Hann verður fluttur á ensku í stofu M-301 í Kennar ahá- skóla íslands og er öllum opinn. Gallajakki týndist Levi's gallajakki týndist á Gauki á Stöng aðfaranótt sunnudagsins. í vasa jakkans er gómur sem kemur engum að notum nema eigandanum sem saknar hans sár- lega. Sá sem gæti gefið upplýsingar um jakkann vinsamlegast hafi samband í síma 481 1680. Köttur týndur Hvítur fressköttur með svarta og brönd- ótta flekki tapaðist frá heimili sínu að Furugrund 32 21. okt. sl. Hann er með svartan flekk á öðrum afturfæti, flekk á kviðnum og er ekki með neina 61. Þeir sem hafa séð tíl hans eða geta gefið upp- lýsingar vinsamlegast hringi í síma 564 2993. Tapað-fundid Hringurfannst Hringur, líklega módelhringur frá Jens, fannst fyrir helgi. Eigandi hringsins get- ur haft samband við Aldisi, heimasími 5621953, vinnusími 553 5150. Jiheld eg gangi heim" Bftireinn -ei aki neinn atUMFEKDAR WRAO LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Stórasviðkl. 20.30. ðjð Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber Fös. 27/10 kl. 20.30, lau. 28/10 kl. 23.30, miðv. 1/11, fáar sýnlngar eftir. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Lau. 28/10 kl. 14, sun. 29/10 kl. 14, lau. 4/11 kl.14,sun.5/11kl.14. Litlasviðkl.20: HVAÐ DREYMDIÞIG, VALENTÍNA? eftlr Ljúdmilu Razumovskaju Flm. 26/10, uppselt, lau. 28/10, örfá sœtl laus,fös.3/11. Stóra svið kl. 20: TVÍSKINNUNGSÓPERAN Gamanleikrit með söngvum eftir Ágúst Guðmundsson 6. sýn. fim. 26/10, grœn kort gllda, 7. sýn. sun. 29/10, hvit kort gllda. Stórasviðkl.20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Lau. 28/10,lös.3/11. Ath. Takmarkaður sýningarljöldi. Samstarfsverkefni: Barf lugurnar sýna á Leynibarn- um kl. 20.30. BAR PAR eftlr J im Cartwright Fös. 27/10, örfá sœtl laus, lau. 28/10, upp- selt,lös. 3/11, lau. 4/11. Tónleikaröð LR: Alltaf á briðjudögum kl. 20.30. Þri. 24/10 24. október hópurinn. Mlðaverð 800. Þri. 31/10. Tónlelkar - Krlstinn Sigmundsson. Miðaverð 1.400 kr. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20 nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntun- . um i síma 568-8000 aila virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar, frábær tækitærisgjöf. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. rístljeNSKA ÓPERAN lllll____iiiii Sími 551-1475 Sýnlng laugard. 28. okt. kl. 21, uppselt, laud. 28. okt. kl. 23, laus sæti. íslenska óperan kynnir eina ástsælustu óperu Puccinis, MADAME BUTTERFLY Frumsýnlng 10. nóv. kl. 20. Hátíðarsýnlng 12. nóv. kl. 20. 3.sýn.17.nóv.kl.20. Forkaupsréttur styrktarfélaga íslensku óperunnar er tll 29. október. Almenn miðasala hetsl 30. október. Miðasalan er opin kl. 15-19 daglega nema mánudaga, sýningardag til kl. 21. SÍMI551-1475, bréfasiml 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA aÍliiii rera 904-1700 Verö aöeins 39,90 mín. Sfi ötur Sl Fótbolti 2 Handbolti 3 Körfubolti 4 Enski boltinn 5 ítalski boltinn |6| Þýski boltinn 7 Önnur úrslit 8 NBA-deildin 1 Vikutilboð stórmarkaðanna 2 Uppskriftir 1 Læknavaktin ^j Apótek H Gengi þreytn |1| Dagskrá Sjónvarps 2 Dagskrá Stöövar 2 3 Dagskrá rásar 1 4 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5 Myndbandagagnrýni 6 ísl. listinn -topp40 7i Tónlistargagnrýni 8! Nýjustu myndböndin skemmtáriir ¦ÁJKrár ^J Dansstaöir 3 Leikhús 4 Leikhúsgagnrýni [5| Bíó 6j Kvikmyndagagnrýni 6 jLj Lottó 3 Víkingalottó 3 Getraunir AÍIIH Esa 9 0 4-1700 Verö aoeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.