Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 17 verið gagnrýnd fyrir að taka við greiðslum frá öðr- um en ESB en það er óheimilt samkvæmt regl- um þess. Það er því óljóst hvað gert yrði við höf- undarlaunin en það vandamál er úr sögunni í bili. Pólitískt sjálfsmorð í dönskum stjórnmálum rík- ir almenn reiði garð Bjerregaard og menn eru ein- huga um að stjórnmálafeíli hennar þar sé lokið. Gildir þá einu hvort um samflokksmenn eða andstæðinga er að ræða. Bókin er uppfull af palladómum um fyrrum sam- Helmut Kohl. starfsmenn og sjálfur forsætis- ráðherrann Poul Nyrup Rasmussen, sem sjálfur sendi hana til Brussel, fær hjákátleg ummæli. Ritt vitnar í símtal við hann þar sem hún segir að honum hafi liðið illa og fundist erfitt að vera forsætisráðherra, hann gæti ekki fundað með fólki án þess að það birtist í blöðunum dag- inn eftir. Margoft vitnar hún í einkasamtól og lýsir hinum og þess- um sem hjákátlegum kjánum. Enda hafa menn keppst við að fordæma hana og fullyrða að hún hafi skaðað Danmörku um langa framtíð. Uffe Ellemann-Jensen er ekki síst sár enda eykur bókin ekki mögu- leika hans á að verða yfirmaður NATO. Flokkur hennar situr í ríkis- stjórn eri það kemur ekki í veg fyrir að valdamenn flokksins og ráðherra gagnrýni hana harkalega. Reyndar er fullyrt að Ritt gæti fengið góða kosningu í Danmörku eftir nokkur ár en áhrif hennar í þinginu í Christiansborg yrðu næsta lítil. Límúsínur og Kínaferðir Ritt Bjerregaard á skrautlegan feril að baki en aðeins einu sinni áður hefur hún beðist afsökunar. Það var árið 1977 í menntamálaráð- herratíð hennar sem í ljós kom að hún hafði hringt í DSB og fengið ferju yfir Stórabeltið til að bíða eftir sér og ráðherrabílnum. Ári síðar birtu fjölmiðlar upplýsingar um að Ritt hefði eytt 60 þúsund krónum dönskum í 13 daga opinbera ferð í Paris. Þetta voru gríðarlegar upp- hæðir í þá daga sem m.a. voru not- aðir fyrir límúsínur og lúxusuppi- hald á Ritz. Þegar fjöhniðlaumfjöll- unin stóð sem hæst var Ritt stödd í Kína og forsætisráðherrann Anker Jörgensen gat ómögulega fengið hana til að koma heim. Ritt neitaði Brídge að borga nokkuð til baka eða biðjast afsökunar og var rekin sem mennta- málaráðherra. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún yrði félagsmálaráð- herra strax árið eftir. Vegur hennar óx stöðugt og hún varð varaformað- ur og síðar þingflokksformaður. Einræði vakti andúð samflokks- manna sem gerðu uppreisn gegn henni 1991 sem endaði með því að völd hennar voru skorin töluvert niður. Tækifærissinninn féll fyrir eðalvínum Síðar það sama herrans ár 1991 féll enn ein bomban. Ritt fékk sér 200 fermetra íbúð á besta stað í Kaupmannahöfn en hélt lögheimil- inu í Odense. Það gaf henni ríflega 600 þúsund krónur í skattfrjálsar tekjur sem hún neitaði að gefa eftir og var stefnt af bæjarfélaginu. Hún stóð föst á sínu og það kostaði hana þingflokksformennskuna þótt síðar ætti eftir að koma í ljós að hún gerði ekkert ólöglegt í þetta skiptið. Hún gekkst á engan hátt undir- flokksaga og hafði sérskoðanir á öllu og í einu tilfelli var hún rekin sem talsmaður flokksins í utanríkismálum. Þessar sérskoðanir hennar urðu til þess að hún tvöfaldaði fylgi sitt í kosn- ingunum 1994 og var í kjölfarið út- nefnd sem EB-erindreki. Áður en hún komst í þá stöðu varð hún fyr- ir hörðum árásum fyrir að neita að gefa eftir ráðherrabiðlaun upp á tæpar 2 milljónir sem eru reynd- ar smápeningar hjá laununum hjá ESB sem eru tífalt hærri. Allir for- verar hennar höfðu afsalað sér þessum réttindum og á endanum varð hún að beygja sig. Hún full- yrti að hún hefði verið í fullum rétti en vildi fá vinnufrið. ' í haust varð hún svo að skila 19 eðalrauðvíns- flöskum sem hún fékk fyrir fyrir- lestur. Sam- kvæmt reglum má hún ekki þiggja laun frá öðrum en ESB. Ritt Bjerregaard hefur verið um- deild en haft mik- ið persónufylgi. Hún er þekkt sem tækifærissinni og skiptir reglulega um skoðun. Hún hefur t.d. bæði verið með og á móti NATO og með og á móti ESB. Helsta gagn- rýnin er þó sú að hún hafi bara eina hugsjón i pólitík - Ritt Bjer- regaard. Bandankj Marlboro-heimsmeistarakeppnin 1995: /1 ¦ amenn unnu Bermudaskálina Bandaríkjamenn unnu nokkuð sannfærandi sigur á Kanadamönn- um í úrslitaleiknum um heims- meistaratitilinn og Bermúdaskál- ina. Nýju heimsmeistararnir eru Nickell, Freeman, Hamman, Wolff, Meckstroth og Rodwell. Fyrirliði án spilamennsku var Edgar Kapl- an. Þeir fjórir síðastnefndu hafa marga heimsmeistaratitla undir beltinu en Nickell og Freeman voru að vinna sinn fyrsta. Lokatölur í úrslitaleiknum, sem var 160 spil, voru 338-295. í úrslitaleiknum um Feneyjabikarinn og heimsmeistara- titilinn í kvennaflokki höfðu þýsku konurnar nokkra yfirburði og unnu m.a. síðustu lotuna 70-9 og leikinn 312-248. Veikindi hrjáðu bandarísku konurnar í síðustu lot- unni, sem ef til vill skýrir slakan árangur þeirra í henni. Heimsmeistarar Þjóðverja eru Sabina Auken, Marianne Moegel, Karin Ceasar, Beate Nehmert, Andrea Rauschield og Daniela von Arnim. Fyrirliði án spilamennsku var Klaus Reps. Til tilbreytingar skulum við skoða eitt spil úr kvennaflokknum. * D105 V 1054C * K84 * Á106 . * K3 » K9876 * DG76; * 5 N V A s * 862 » -* 1092 * G987432 ? AG974 VÁDG2 ? Á5 ? KD Norður Austur Suður Vestur pass pass 2« pass 4* pass 4» pass Þegar horft 1* pass 3» pass 4+ pass er á spil n-s eingöngu er hjartaslemman mjög góð, en tromplegan gerir vonir sagnhafa að engu. Það voru bandarísku konurnar McCallum og Sanborn sem sátu n-s og það má segja að það hafi verið gott hjá þeim að komast í slemmu á spilið. En Sanborn réð ekki við trompleguna og varð þrjá niður. Það var hins vegar táknrænt fyr- ir „stuðið" á þeim þýsku að þær höfnuðu í besta geiminu: Norður Austur Suður Vestur pass pass 1 * pass 1 grand pass 2«» pass 3 * pass 3 ? dobl 3 grönd pass 4 * pass pass pass Það voru Auken og von Arnim sem slepptu þessari góðu slemmu og græddu þar með 12 impa. Stefán Guðjohnsen Poul Nyrup Rasmussen. SIÐIR ULLARJAKKAR 15.900 KR. Sendum í póstkröfu HANZ KRINGLUNNI SÍMI 568 l 925
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.