Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 i*%llf^fWI' \9 21 Brellur, bombur og morðtól í fimmtán Bondmyndum: Herra Q talar um Bond, James Bond Persónuna herra Q var ekki að finna í bókum Ians Flemings um njósnarann Bond, James Bond. Þrátt fyrir það hefur Desmond Llewlyn, i hlutverki herra Q, yfir- maður tækjadeildar MI6, séð njósn- ara 007 fyrir brellubúnaði og morð- tólum í bráðum 32 ár. Fyrsta Bondmyndin, sem Llew- lyn, sem er seinna stríðhetja, lék í, var From Russia with Love. Hann Jiefur leikið í samtals fimmtán af Dallasstjarnan Larry Hagman: Var drykkfelldur f rá 15 ára aldri Dallasstjarnan Larry Hag- man er að ná sér eftir erfið veikindi. Hann fær sjúkra- þjálfara heim til sín á hverj- um degi og lífsstíll þessa þekkta leikara hefur heldur betur breyst eftir að hann gekk undir lífrarígræðslu. Það voru 83 milljónir manna sem fylgdust með þegar JR olíukóngurinn var skotinn en hinn 63 ára gamli leikari lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna þó lífið hafi stundum hangið á bláþræði. „Það var I mai árið 1992 sem þjálfari minn spurði hvort ég hefði farið í læknisrann- sókn nýlega. Ég hafði ekki séð lækninn minn í langan tíma. Mér leið vel, hafði haft nóg að gera í vinnu, fara í ferðir á Harley Dav- idson mótorhjólinu mínu og ferð- ast með konunni minni, Maj, á milli heimila okkar í Malibu, Santa Fe og New York. Þjálfarinn sagðist hafa góðan lækni á sínum snærum sem ég fékk tíma hjá fljótlega," segir Hagman. Það var síðan í júní sem þessi læknir tilkynnti mér að ég væri með alvarlegan lifrarsjúkdóm. Mér dauðbrá við þessar fréttir. „Ef þú hættir. ekki að drékka og breytir lífsstfl þinum verður þú varla hér eftir sex mánuði," sagði læknirinn. Mikill drykkjumaður Larry Hagman viðurkerinir að hann hafi verið mikill drykkju- maður en þó farið fínt með áfeng- ið þannig að hann var • aldrei drukkinn. „Ég hef aldrei orðið veikur eða fengið minriisleysi vegna áfengisdrykkju. Það voru heldur engin fjölskylduvandamál þrátt fyrir þessa drykkju. Ég byrj- aði að drekka fimmtán ára. Á meðan ég lék í Dallas jókst drykkjan tóluvertog ég fékk mér kampavín með morgunmatnum. í matartimanum fékk ég mér meira kampavín. Ætli ég hafi ekki drukkið þrjár flöskur á dag, stundum með öðrum en oftast einn. Þegar ég kom heim úr vinn- unni fékk ég mér vodka og appel- sínusafa og síðan léttvín með Larry Hagman hefur breytt um lífsstíl. Hér er hann með þjálfara sínum, Taylor Obre. Larry Hagman ásamt eiginkonu sinni, Maj (41 árs), á Harley Davidson mótor- hjólinu. matnum. Næsta dag leið mér vel og sami hluturinn endurtók sig," segir Larry Hagman. Hætti að reykja Þann dag sem læknirinn sagði mér tíðindin um lifrina í mér hætti ég að drekka. Ég hætti raun- ar á sama hátt að reykja fyrir þrjátíu árum. Við Maj vorum á Italíu þar sem ég var að vinna við myndina The Cavern. Ég var sendur í röntgenmyndatöku og þá kom í ljós að lungun voru flla far- in. Læknirinn, sem talaði reyndar einungis ítölsku og ég skildi hann því ekki, reyndi að segja mér þetta með táknmáli. „Larry ef þú hættir ekki að reykja deyrðu." Ég hætti á stundinni," segir leikar- inn. í dag segist hann vera við góða heilsu. „Ég áttaði mig á því að ef ég færi vel með mig gæti ég lifað lengi þrátt fyrir veikindin. Lækn- irinn tekur blóðprufu hjá mér á þriggja mánaða fresti og þetta lít- ur vel út. Við Maj njótum lífsins, sérstaklega á heimih okkar í Ojai, sem er stutt frá Los Angeles. Við höfum eytt fimm árum í að byggja það upp en húsið stendur uppi á fjalli. Húsið er með tíu.svefnher- bergjum, þar er yndislegt útsýni enda kölluð við staðinn „Himna- riki". Larry segist hlakka til frumsýn- ingarinnar á kvikmyndinni Nixon eftir Oliver Stone þar sem hann leikur aðalhlutverkið. „Nixon verður frumsýnd í desem- ber. Síðan er áætlað að gera mynd um Dallas, sem ég verð með í ef ég verð uppi- standandi. Ég hugsa stóðugt til þeirrar manneskju sem gaf mér lifrina. Ég þakka guði fyrir að hún hafði líffæragjafakort á sér. Ég tala við þessa persónu á hverjum degi. Mér þykir leiðinlegt að hún hafi dáið en ég er viss um að partur af henni lifir enn með mér." sautján Bondmyndum, þar með tal- -inni nýjustu myndinni, Gullauga, sem frum- sýnd verður vestan hafs um mánaða- mótin. Með hlutverk njósnarans kvensama Gullauga fer Pierce Brosnan. Að- spurður hvernig maður herra Q sé í raun og veru segir Llewlyn hann vera nokkuð reglusaman og ná- væm- D e s m o n d Llewlyn í hlut- verki herra Q^ kynnir nýjustu^H tæknibrellur fyrir Pi-^| erce Brosnan sem nú fer ""¦ með hlutverk njósnarans 007. an karl sem gangi með gömul bindi, skólabindi, krikketbindi og þess háttar. „í raun leik ég hann eins og Guy Hamilton, leikstjóri Goldfinger, leiðbeindi mér árið 1964. Hann sagði mér að Q vildi að Bond liti á tæki þau og tól sem framleidd væru fyrir hann af virðingu en ekki eins og þarna væru leiktæki á ferð eins og Bond telur yfirleitt. Llewlyn segist ekki eiga sér neinn uppáhaldsleikara í hlutverki Bond en Pierce Brosnan er sá fimmti sem fer með hlutverk hans í gegnum tíðina. Fyrst var það Sean Connery, þá George*Lazenby, síðan Roger Moore og loks Timothy Dalton. „Ég held að fólk kunni best við þann leikara í hlutverki Bonds sem það sér fyrst. Að mínu mati á Brosnan eftir að standa sig vel því hann er per- sónan endurborin sem við lögðum upp með fyrir rúmlega þremur áratugum." Hann segir Fleming hafa túlkað Bond þanriig að hann væri eins og allir karlmenn vildu vera en vissu jafnframt að þeir gætu aldrei orðið. FRABÆRT UERÐ TAKMARKAÐ MAGN TEBA - TFG-14 ¦Grill ¦ Undír- og yfirhiti ¦Gaumljós "HxBxD: 85-49,8x60 TEBA ¦ TFB-64 MTji. ¦ Fjölvirkur blástursofn ¦Grill "^^£r--Mt ¦Grillteinn með mótor ¦ Undir- og yfirhiti H8 ¦ ¦Gaumljós k-'iM (FHxBxD: 85-59,8x60 É ""- "SfflTTil TEBA- TFG-44 ¦Fjölvirkur blástursofn ¦Grill ¦Grillteinn með mótor ¦Undir-ogyfirhiti ¦Gaumljós HxBxD: 85-49,8x60 TEBA ¦ TFB-14 ¦ Grill ¦ Undir- og yfirhiti ¦ Gaumljós ¦ HxBxD: 85-59,8x60 TEBA ¦ TFA-BO-01 ¦Fjölvirkur blástursofn ¦Grill "Grillteinn og mótor ¦Undir-ogyfirhiti ¦Gaumljós ZANUSSI C - 306 vifta ¦3 hraðar ¦Ijós Sett TEBA ¦ TFA-64-01 ¦Ofn með helluborði "Fjölvirkur blástursófn ¦Grill ¦Grillteinn með mótor ¦Undir- og yfirhiti Gaumljós TEBA - TFA-10-01 ¦Grill ¦Undir-ogyfirhiti ¦ Gaumljós TEBA - TOA-11 ¦ 4 hellur ¦ Þar af 2 hraðsuðu ¦ Gaumljós TEBA ¦ TOA-16 ¦4 keramikhellur ¦Eftirhitunarljós ZAHUSSI ZHW-759 vifta ¦3 hraðar ¦2ljós 0PIÐ UM HELGINA FRÁKL10-16 Öll verð eru staðgreiösluverð. SUÐURLANDSBRAUT 16 SÍMI 588 0500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.