Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 28
\ 28 LAUGARDAGUR 28. OKTOBER 1995 Sigríður Hrönn Elíasdóttir, oddviti í Súðavík: Vitum í hvaða sárum Flateyringar eru „Ég var yfir í grunnskólanum áðan, þar sem við vorum með bænastund, og það er alveg ljóst að það var að koma upp svipuð staða hjá fólkinu og var þegar flóð- ið féll, 16. janúar, enda talaði ég við Ágúst Kr. Björnsson sveit- arstjóra um aö hann þyrfti að gera einhverjar ráðstafanir til að fá áfallahjálp fyr- ir okkur. Flóðið á Flateyri rifjar upp hluti sem fólk var kannski ekki búið að vinna aö fullu úr enda er svo margt svipað með þessum tveimur byggðarlögum og nálægðin mikil. Fólk hér veit í hvaða sárum Flateyringar eru núna," sagði Sigríður Hrönn Elí- asdóttir, oddviti í Súðavík, í sam- tali við DV að kvöldi fimmtudags, sama dag og snjóflóðið féll á Flat- eyri. Sigríður Hrönn segist ekki geta tjáð sig um þaö hvort fólk í Súða- vík sé á því að gefast upp núna þegar svipað ástand hefur skapast á ný í Súðavík og var áður en snjóflóðiö féll 16. janúar og banaði 14 manns. Af fyrri reynslu segir hún erfitt að meta hvað fólk raun- verulega vill þegar það er í upp- námi eða ráðvillt eins og þau séu öll nú. Nær allir íbúar Súðavíkur hafa yfirgefið gömlu byggðina Sigríður Hrönn Elíasdóttir, oddvíti f Súðavík. vegna snjóflóða- hættu og búa nú ýmist í grunn- skólanum eða í sumarbústaða- byggðinni eða „flóttamannabúð- unum" eins og Sigríður Hrönn kallar hana. „Systir mín kom í heimsókn í dag og hún gat ekkert sofið í nótt út af því að dóttir hennar, sem er 8 ára, fðr upp í til hennar, dálítið sem hún gerir ekki að staðaldri. Hún hafði verið inni í stofu þar sem minningarnar hrönnuðust upp og byrjaði að gráta. Hún bara stífnaði, sagðist vera hrædd við veðrið, grét og neitaði að sofa annars staðar en hjá móður sinni. Þar tókst henni ekki heldur að festa svefn heldur bylti sér alla nóttina." Nú er unniö að því að færa gömlu byggðina í Súðavík fram á Eyrardalslandið og veröa átta íbúðir tilbúnar til notkunar í des- ember og flutt verður í sjö önnur hús fljótlega. Ríkissjóður hefur síðan nýverið samþykkt að kaupa upp allt íbúðarhúsnæði í gömlu byggðinni þannig að fyrir næsta vetur ættu allir að verða komnir í húsnæði á svæði utan snjóflóða- hættu. Til þess tíma verði að leysa málin, ef hættuástand skapast, eins og gert hefur verið til þessa. PP Ágúst Oiidssnn, héraðslæknir og bæjarfulltrúi í Bolungarvík: Kæmi mér ekki á óvart að fólk gæfist upp „Þjóðarsálin hér fyrir vestan var ekki beysin eftir Súðavíkur- slysið og að fá þetta í kjölfarið á sama ári er alveg skelfilegt. Maður verður var við að fólk er slegið. Þetta hefur yerið erfiður vetur. Snjór fór héðan, mér liggur við að segja síðustu skaflar, í júní og í september kem- ur hvit jörð og nú í október er Agúst Oddsson, héraðslasknir og virkilegt fann- forseti bæjarstjómar Bolungarvík fergi og ófærð í ur. bænum. Þetta virkar mjög neikvætt á fólk, mað- ur tók eftir því áður en flóðið féll á Flateyri. Maður heyrði á fólki að því var til efs hvort og hvernig það ætlaði að komast í gegnum annan sams konar vetur," segir Ágúst Oddsson, héraðslæknir í Bolungarvík og forseti bæjar- stjórnar. Ekki hefur komið til þess að rýma hafi þurft hús í Bolungarvík það sem af er þessum vetri enda Traðarhyrnan svo til snjólaus. Síðastliðinn vetur gerðist það hins vegar nokkrum sinnum að tugir húsa voru rýmdir. „Fólki sem hefur búið hér efst í bænum hefur ekki liðið vel þrátt fyrir þetta og haft af þessu áhyggj- ur. Ég veit um fólk sem býr hér efst í bænum sem hefur hreinlega yflrgefið heimili sin og flutt til ættingjá að eigin frumkvæði þeg- ar veðurútlit er vont því þetta sit- urífólki." Águst segir alla þá sem hann hafi hitt eftir að snjóflóðið féU á Flateyri hafi rætt um atburðin -, fólk hafi verið slegið - og hugur aUra hafi verið með Flateyring- um. „Maður skynjaði þennan tón: „Hvað þola Vest- firðingar mikið af svona lög- uðu?" Okkur hef- ur farið fækk- andi og því dreymt um það að snúa vörn í sókn því hér er lítið atvinnuleysi en þegar svona DV-myndGVA. atburðir gerast hvað efrtirtrekk í trekk þá er erfitt að halda í horf- inu. Það kæmi mér ekki á óvart að fólk hreinlega gæfist upp. Það sem hefur haldið í fólk eru eignir þess, sem ekki hafa veriö seljanlegar, og vinna fólks og það hefur ekki vih'- að halda suður eða norður á bóg- inn án þess að hafa vinnu. Það sem maður veltir hins vegar fyrir sér er hvar brotalínan sé áður en fólk fær nóg og fer samt." Þangað tíl nýtt hættumat liggur fyrir er ómögulegt að gera kröfur tU Ofanflóðasjóðs um kaup á hús- eignum, segir Águst og bætir við að þaö valdi áhyggjum að nýkynnt hættumaf fyrir Flateyri skuli ekki hafa staðist betur en raun ber vitni. Menn muni þó skoða það með skynsemi í huga. Hitt sé ann- að mál hvað sé skynsamlegt í dag. Ágúst segir börnin 1 byggðarlag- inu, að minnsta kosti hans börn, taka eftir hvað íþyngi foreldrum. Þau taki vel eftir hvað valdi áhyggjum fólk þessa dagana. „Hér vorum við með mikla upp- byggingu, fólksfjölgun, atvinnulífið var á uppleið og lífið blasti við okkur. Högg eins og þetta getur að sjálfsögðu breytt miklu en við búum á Flateyri, hér er tilvera okkar og við sem eftir stöndum munum og vUjum berjast fyrir henni. Ég ætla að vona að sem flestir reyni það þótt byggingarland sé orðið mjög þröngt eftir það sem gerð- ist í dag," sagði Magnea Guömunds- dóttir, oddviti Flateyrarhrepps, i sam- tali við DV undir miðnætti á fimmtu- dagskvöld, rúmlega 20 klukkustund- um eftir að snjóflóð hafði faUið á bæ- inn hennar. Afleiðingarnar eru öUum kunnar, eins hrikalegar og þær eru. Á nærklæðunum einum fata Tuttugu manns: börn, ungt fólk, gamalmenni - fólk á öUum aldri, beið bana. Holskeflan gerði ekki greinar- Harmleikurinr Við sem eftir berjast fyrir til \ mun á háum eða lágum og eftir um sólarhringsleit var ljóst að þrjú börn, þrír unglingar og fjórtán fuUorðnir lágu í valnum. Magnea vaknaði við sím- hringingu skömmu eftir að snjóflóðið hafði fallið Flateyri skömmu eftir klukkan 4 á fimmtudagsmorgun þar sem henni var tilkynnt hvað gerst hafði. Þá var hún stödd að Brimnes- vegi 22 en hún hafði þurft að yfirgefa heimUi sitt við Ólafstún samkvæmt ákvörðun almannavarna- nefndar sem taldi hættu á snjóflóðum. Um svipað leyti og síminn hringdi var bank- að upp á hjá henni. Fyrir utan dyrnar stóð sonur kunningja- hjðna hennar, 14 ára, á nær- klæðunum einum fata. Snjóflóð hafði nrifið húsið þeirra og öU fjplskyldan lent í flóðinu. PP - segir Magnea Guðmundsdc „Eins og' hann sagði mér frá hélt hann að þau væru öU týnd. Hann hafði komið hlaupandi töluvert langa leið á nærklæðunum einum fata. Það fór hins vegar betur en á horfðist í því tUfeUi þvl öU fjölskyldan bjargaðist." Magnea segist strax hafa áttað sig á umfangi flóðsins þegar hann sagði að það næði að húsi sveitarsrjórans sem er við Ránargötu 2. Hún hafi strax átt- að sig á því hve alvarlegt ástandið var í raun og veru. Fólkið duglegt „Högg eins og þetta get- ur að sjálfsögðu breytt miklu en við búum á Flat- eyri, hér er tilvera okkar og við sem eftir stöndum mun- um og viljum berjast fyrir henni," segir Magnea Guð- mundsdóttir, oddviti Flateyrarhrepps. DV-mynd GVA „Það var strax tilkynnt um atburð- inn," segir Magnea, sem er staðgeng- iU sveitarstjóra í almannavarnanefhd, en sveitarstjórinn, Kristján Jóhannes- son, var í fríi þegar ósköpin dundu yfir. „AUt tiltækt lið var sent tU leit- ar, björgunarsveitarmenn og aUir sem vettlingi gátu valdið, og farið skipu- lega í að kemba öU hús þar sem hjálp var að fá," segir Magnea. Um morgun- inn barst svo hjálp frá nærliggjandi byggðarlögum og hundar byrjuðu að leita á svæðinu. Fram eftir degi var svo hjálp að berast og undir kvöld kom svo óþreyttur mannskapur tU leitar- og björgunarstarfa með varð- skipum. Aðspurð um líðan fólks á Flateyri segir hún sér það efst í huga hve fólk sé duglegt. Framan af hafi aUir verið við leit og önnur nauðsynleg störf og ekki gefið sér tíma tU annars þótt aU- ir hafi í raun átt um sárt að binda. Magnea segist ekki hafa haft tíma tU að hugsa um börnin sín daginn sem flóðið féU. Hún hafi farið að heiman um leið og hún var búin að hlúa að þeim sem bankaði upp á heima hjá henni og annar tími hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.