Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 51
r>y laugardagur 28. október 1995 'mæli 59 Guðjón Sigurður Jónatansson Guðjón Sigurður Jónatansson vél- virkjameistari, Melabraut 29, Sel- tjamarnesi, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Guðjón fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp og sunnan undir Jökli. Hann stundaði landbúnaðarstörf og sjómennsku framan af en lauk síðan prófl á mótorvélstjómarná- mskeiði í árslok 1939. Guðjón stundaði síðan vélstjóm frá þeim tíma og fram tfl haustsins 1945 er hann hóf nám í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Jötni. Hann lauk prófi 1949 og starfaði síðan hjá Landleiðum á árunum 1950-59, hjá Norðurleið á ámnum 195ÍH38 en hóf þá störf hjá Verkstæði Áhalda- húss Seltjarnamesbæjar þar sem hann starfaði þar tfl hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1993. Guðjón var einn af stofnendum Rotaryklúbbs Seltjarnarness 1971, er mikfll áhugamaður um náttúru- vemd og hefur verið sjálfskipaður eftirlitsmaður með fuglalífi í Gróttuíáfjánár. Guðjón starfaði í mörg ár fyrir Slysavarnafélag íslands og var m.a. formaður happdrættisnefndar fé- lagsinsíáttaár. Fjölskylda Guðjón kvæntist 3.7.1952 Báru Vestmann Ottósdóttur, f. 31.12. 1933, starfsmanni við Röntgendefld Krabbameinsfélagsins, dóttur Ott- ós Vestmanns, sjómanns frá Fá- skrúðsfirði, og k.h., Valborgar Tryggvadóttur húsmóður. Böm Guðjóns og Bára eru Jónat- an Guðjónsson, f. 9.7.1953, vél- virkjameistari á Seltjarnamesi, kvæntur Ástu Björgu Kristjóns- dóttur og eiga þau tvö böm, Maríu Báru og Guðjón Sigurð; Ottó Vest- mann Guðjónsson, f. 17.8.1958, tölvufræðingur í Reykjavík, kvæntur Elínu Karólínu Kolbeins og em dætur þeirra Ema Kristín, og Andrea Lflja; Valborg Guðrún Guðjónsdóttir, f. 30.8.1963, hús- móðir í Hollandi, gift Wilhelm Ver- haul, lestarstjóra og em börn þeirra Ásta Berghnd og Snæbjörn; Guðjón Sigurður, f. 10.3.1969, raf- virki á Seltjamarnesi, en unnusta hans er Hrefna Þórðardóttir hús- móðir. Systkini Guðjóns: Rósbjörg Jón- atansdóttir húsmóðir, Elín Jónat- ansdóttir húsmóðir og Jóhann Jón- atansson verkamaður en þau eru öll búsett á Seltjamamesi Foreldrar Guðjóns: Jónatan Jón- atansson, f. 4.8.1876, d. 19.10.1933, sjómaður í Ólafsvík, og k.h., Sigríð- ur Guðrún Rósmundsdóttir, f. 24.4. 1884, d. 7.7.1974, húsmóðir. Ætt og frændgarður Jónatan var sonur Jónatans Grímssonar, b. í Hellu í Bergvík á Snæfellsnesi, og Elínar Árnadótt- ur. Sigríður Guðrún var dóttir Rós- mundar Guðmundssonar í Ólafs- vík og Þorbjargar Brandsdóttur. Guðjón Sigurður Jónatansson. Guðjón er að heiman á afmælis- daginn. Til hamingju með afmælið 29. október 90 ára Dagbjört Hannesdóttir, Dalbraut 15, Vesturbyggð. 85 ára Freyja Kristjánsdóttir, Ásgarðsvegi 47, Húsavík. Jóhannes Jensson, Ystaseh 31, Reykjavík. 80 ára Svanhvít Jónsdóttir, Fjóluhvammi 14, Hafnarfirði Unnur Pétursdóttir húsmóðir, Hraunbæ 102C, Reykjavík. Húnerað heiman. 75 ára María S. Þorsteinsdóttir, Reykjahhð III, Skútustaðahr. Laufey Hulda Sæmundsdóttir, Dvérghamri 19, Vestmannaeyjum. Ásdís Sigurðardóttir, Holtsgötu 39, Reykjavík. Jón Jónasson, Þverá, Reykdælahreppi. Ingibjörg Ingólfsdóttir, Garðabraut 15, Akranesi. Jón Hilmar Ólafsson, Laugardælum III, Hraungerðis- hreppi. Sigurður Tómasson, Hjálmholti 1, Reykjavík. Sólveig Þóra Ragnarsdóttir, Brekkugerði 20, Reykjavík. 50ára Guðjón Guðnason, bóndi að Háarima I, Þykkvabæ. Eiginkonahans erMagnealngi- björgGests- dóttir. Þautakaámóti gestumað heimili sínu laugardags- kvöldið 28.10. Kristín Líndal, Sunnubraut 50, Kópavogi. Áslaug J. Friðriksdóttir, Selbrekku 11, Kópavogi. Magnús Þórðarson, Skeiðarvogi 11, Reykjavík. Steinunn Árnadóttir, Logafold 89, Reykjavík. Unnur Færseth, Stuðlabergi 2, Hafnarfirði. Þorsteinn Aðalsteinsson, Guðrúnargötu 5, Reykjavík. 40 ára 70 ára Helga Andrea Lárusdóttir, Glaðheimum 12, Reykjavík. Brynjólfur Magnússon, Seljavegi 13, Reykjavík. Guðný Guðmundsdóttir, Vahartröð 6, Kópavogi. 60 ára Kristjana Herbertsdóttir, Goðheimum 15, Reykjavík. Svanur Guðmundsson, Raftahhð 60, Sauðárkróki. Jóhanna G. Þormar, Fagrahjalla 8, Kópavogi. Stella Sigurlaug Karlsdóttir, Kóngsbakka 3, Reykjavík. Bára Jónsdóttir, Drafnarsandi 7, Hellu. Garðar Borg Friðfinnsson, Engihjalla 1, Kópavogi. Magnús Hólm Sigurðsson, Grenigmnd 31, Akranesi. Sigurður O. Guðmundsson, Breiðvangi 16, Hafnarfirði. Fimm jafntefli Kasparovs í Sviss - Þröstur Þórhallsson varð skákmeistari TR Garrí Kasparov hefur fariö ró- lega af stað á stórmeistaramóti í Horgen í Sviss sem nú stendur yf- ir. Að loknum fimm umferðum hafði hann gert jafntefli í öllum skákum sínum og deildi 5 - 8. sæti með Kortsnoj, Júsupov og Gulko. Vassih ívantsjúk og Nigel Short höfðu hlotið 3 vinninga en íyant- sjúk hafði aðeins teflt fjórar skákir og stóð því best aö vígi. í 3. sæti var Kramnik með 2,5 vinninga úr fjórum skákum. Þetta er fyrsta mótið sem Ka- sparov tekur þátt í eftir að hann varði heimsmeistaratitfl PCA í New York. Fyrstu átta skákunum í einvíginu lyktaði með jafntefh og nú byijar Kasparov aftur með röö jafntefla. Skyldi hann vera farinn að róast meö aldrinum? í fimmtu umferð tefldi Kasparov við Nigel Short, fórnarlambið úr HM-einvíginu í London 1993 sem varð kveikjan að því að PCA- samtökin urðu til. Short hefur fall- ið í skuggann síðan þetta var en nú hefur hann eflaust viljað sýna skákheiminum hversu hann er megnugur. Staða Shorts lofaði góðu framan af taflinu en álappaleg staðsetning drottningarhróksins gaf Kasparov færi á að gragga tafl- ið með djarfri peðsfóm. Short sneiddi hjá helstu gfldranum og virtist vera að ná traustum tökum. Þá fórnaði Kasparov óvænt drottn- ingunni og fékk svo virka stöðu að nægði tfl jafnteflis. Hvítt: Nigel Short Svart: Garrí Kasparov Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rf3 Be7 8. Bc4 0-8 9. 0-0 Be6 10. De2 b5 11. Bb3 h6 12. Hfdl Rbd7 13. a3 De8!? Taflið hefur þróast eftir hefð- bundnum leiðum en þessi leikur Kasparovs er sannarlega óvenju- legur. Eðlilegur „Sikileyjarleikur" er 13. - Hac8. 14. Rel Hc8 15. f3 Short vill ekki eiga fórn á c3 ásamt Rxe4 á hættu. 15. - Rc5 16. Ba2 Bxa2 17. Hxa2 Re6 18. Rd3 Hótar 19. Rb4 og ná tangarhaldi á d5-reitnum. Kasparov hindrar þetta með næsta leik sínum en veikir peðastööuna. 18. - a5 19. Rcl Rd4!? Nú hristir Kasparov ærlega upp í taflinu. 20. Bxd4 exd4 21. Rxb5 d5 22. e5?! Eftir 22. Rxd4 dxe4 23. fxe4 Bd6 Umsjón Jón L. Árnason fær svartur ahgóð færi fyrir peð en athyghsverður möguleiki er 22. Rlb3!?. 22. - d3! 23. Dxd3 Bc5+ 24. Khl Dxe5 25. Rb3 Be3! 26. Hel Ef 26. Rxa5 Rh5! með hótuninni 27. - Rg3+ 28. hxg3 Dh5 mát. T.d. 27. g3 Rxg3 + ! 28. hxg3 Dxg3 29. Dxe3 (29. Df5 Bf4) Hxc2 og vinnur. 26. - Hfe8 27. R3d4 & fÍA 1 áA . AA 27. - Bxd4! Á hinn bóginn hefði svartur eng- ar bætur fyrir peð eftir 27. - g6 28. Rd6! Dxd6 29. Hxe3 o.s.frv. 28. Hxe5 Hxe5 29. Hal Ef 29. g3 Hel+ 30. Kg2 Bc5 og drottningarhrókurinn kemst ekki í leikinn. 29. - Bxb2 30. Hbl Hce8 31. g3 He3 32. Dd2 He2 33. Ddl H8e3 34. Kgl Be5 35. f4 Bb2 36. c3 Re4! 37. Dxd5 - Og Short bauð jafntefli um leiö. Eftir 37. Rxc3 Hxc3 tvöfaldar svart- ur síðan á 7. reitaröðinni sem næg- ir til jafntefhs. Þrösturskák- meistari TR Alþjóðlegu meistararnir Þröstur Þórhahsson og Sævar Bjamason voru í sérflokki á haustmóti Taflfé- lags Reykjavíkur sem lauk á mið- vikudagskvöld. Þröstur sigraði glæsilega á mótinu, hlaut 9,5 vinn- inga úr 11 skákum. Sævar var sá eini sem veitti Þresti einhveija keppni en undir lokin dró í sundur með þeim og Þröstur náði tveggja vinninga forskoti sem hann hélt þar til yfir lauk. í 3.-4. sæti komu Hrafn Loftsson og Magnús Örn Úlfarsson. Magnús er vaxandi skákmaður en frammi- staða Hrafns kemur meira á óvart, enda hefur hann lítið teflt undanf- arin misseri. Jón G. Viðarsson hreppti 5. sæti með 6,5 v., Sigur- björn Björnsson og Sigurður Daði Sigfússon fengu 6 v., Jón Viktor Gunnarsson 5,5, Kristján Eðvarðs- son 5 og Arnar E. Gunnarsson 4,5 v. í B-flokki sigraði Ólafur B. Þórs- son með 8 v. en Páll Agnar Þórar- insson og Bergsteinn Einarsson komu næstir með 7 v. Jóhann H. Ragnarsson sigraði í C-flokki með 8 v„ Davíð Ingimars- son fékk 7 og Sverrir Norðfjörð, Sverrir Sigurðsson og Árni H. Kristjánsson fengu 6,5 v. Sérstaka athygli vakti framganga Sverris Norðfjörðs sem tapaði fjórum fyrstu skákunum en geröi sér svo htið fyrir og leyfði aðeins eitt jafn- tefli í sjö síðustu. Geri aðrir betur. í D-flokki varð Jón E. Karlsson hlutskarpastur með 8 v. en Óttar Norðfjörð, Guðmundur Sverrir Jónsson og Flóki Ingvarsson fengu 6 v. Ingi Þór Einarsson varð efstur í E-flokki, þar sem teflt var eftir Monrad-kerfi, með 8,5 v. í 2. og 3. sæti urðu Þórir Benediktsson og Sigurður Páll Steinþórsson. Hausthraðskákmótið fer fram á morgun, sunnudag, í skákheimil- inu Faxafeni og hefst kl. 14. Bragi og Davíð efstir á landsmóti Landsmótið í skólaskák fór fram um síðustu helgi á Blönduósi. í eldri flokki röðuðu íslensku ólymp- íumeistaramir sér í efstu sætin: Bragi Þorfinnsson sigraði með 9,5 v„ Jón Viktor Gunnarsson varð í 2. sæti með 9 v„ Björn Þorfinnsson kom næstur meðð 8,5 v. og síðan Bergsteinn Einarsson og Einar Hjalti Jensson. Davíð Kjartansson sigraði af ör- yggi í yngri flokki, hlaut 10,5 v. af 11 mögulegum. Hjalti Rúnar Óm- arsson varð í 2. sæti og Guðjón Heiðar Valgarðsson í 3. sæti. -JLÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.