Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 28. OKTOBER 1995 37 Um tuttugu Flateyringar komu til Reykjavíkur í gær- morgun. Sorg ríkti á hafnar- bakkanum. DV-mynd Sveinn svæðiö en aðeins eitt íbúðarhúsanna sem snjóflóðið hreif með sér núna var innan rauðu línunnar. Menn töldu sig þvi hafa brugðist rétt við þeim að- stæðum sem skapast höfðu vegna veð- urs. Hefðum við farið út í einhverjar aðrar aðgerðir hefðum við rýmt hús á því svæði sem slapp og eflaust komið því fólki fyrir á því svæði sem flóðið féh á." Leitað skjóls fyrir sál oy líkama Hópur Flateyringa hélt frá kaupt- úninu með varðskipi á fimmtudags- kvöld. Um var að ræða fólk sem var sært djúpum sárum eftir snjóflóðið, hafði misst sína nánustu og stóð margt uppi eignalaust. Hélt það með varðskipinu á brott til ættingja sinna í Reykjavík í leit að skjóli fyrir sál sína og líkama og kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun. inn á Flateyri: lifum munum veru okkar hér dóttir, oddviti Flateyrarhrepps farið í að reyna að verða öðrum að liði. Hún hafi rétt gefið sér tíma til að fara heim í hálftíma og faöma þau um kvöldið. Nágrannar þeirra hafi haldið til í sama húsi og þau voru og því hafi börnin verið fimm saman þar snjó- flóðsdaginn og var hlaupið þangað öðru hverju til að lita til þeirra. Eyðileggingin á Flateyri er gífurleg. Nær tuttugu hús urðu fyrir flóðbylgj- unni og eru sum gjörónýt en önnur mikið skemmd. „Ég veit ekki hvort húsið mitt er uppistand- andi og hef eiginlega ekkert hugsað um það í dag. Ég leit aðeiris upp eftir og sá að það var eitt hús farið í Ólafstúni en þóttist sjá þakið á mínu. Ég veit ekki meira enda skipta hús ekki máli þegar mannslíf eru ann- ars vegar," sagði Magnea í samtali við DV flóðdaginn. Nýlega ákvað rikis- stjórnin að kaupa upp íbúðarhús í gömlu byggðinni í Súðavík en ekkert var aðhafst í mál- efnum annarra byggða á snjóflóðahættusvæðum, þar á meðal Flateyrar. Magnea segir að sveitar- stjórn Flateyrar hafi ver- ið búin að senda um- sókn til ofanflóðanefnd- ar um varanlega lausn á málefnum hreppsins í þessum málum. Sú um- sókn sé í dag ómerkt plagg eftir atburði fimmtudagsins. Rétt brugðist við „Nú eru allar forsendur aðrar. Þótt - menn hafi gert ráð fyrir að flóð gæti komið niður fyrir þær snjóflóðavarn- ir sem eru á Flateyri í dag er raun- veruleikinn sá að snjóflóðið gekk miklu lengra fram en nokkur hafði getað ímyndað sér. Það var búið að kynna fyrir okkur nýtt hættumat í september þar sem bættist við gula Magnea segist ekki treysta sér til, á þessari stundu, að gefa neitt út um það hvort fólk i byggðarlaginu sé að gefast upp á þeim ofurraunum sem Vestfirðingum er ætlað að glíma við í annáð skipti á einu ári. Hitt sé Ijóst að á Flateyri hafi verið uppbygging og björt framtíð þegar reiðarslagið, hvít ógn, steyptist yfir með skelfilegum af- leiðingum - „en lífið heldur áfram" - segir Magnea. -pp Smári Haraldsson, bæjarfulltrúi á ísafirði: Við erum slegin hér fyrir vestan „Við erum mjög slegin hér fyrir vestan og ekki í formi til að meta hlutina. Það virð- ist þó vera þannig með náttúruna að sjaldan er ein bár- an stök. Fyrir- bæri sem þessi, sem hafa dunið yfir okkur hér á Vestfjörðum, virð- ast koma í klösum og eiga sér þær skýringar að þær aöstæður sem or- saka þetta vari í einhvern tíma. Okkur mönnun- um fmnst að það ástand sem ríkir hverju sinni sé hið varanlega ástand en reynslan hefur sýnt að þannig er það ekki, heldur er það síbreytilegt. Allt gengur þetta þó yfir. Ég er að segja þetta því við megum ekki missa móðinn. Þetta dettur mér helst í hug í svartsýn- inni," segir Smári Haraldsson, bæjarfuUtrúi Alþýðubandalagsins á ísafirði. Hann bendir á aö frá því hafi verið greint í fjölmiðlum að sam- bærilegra aðstæðna í veðurfari og dunið hafi yfir nú megi leita til ársins 1934. Sjálfum detti honum í hug timabilið 1966 til 1970. Þá hafi verið erfiðir tímar á Vestfjörðum, skipskaðar hafi verið tíðir og sam- félagið verið mjög slegið. Veðurfar hafi gjörbreyst frá því sem gerðist árin á undan þegar hlýindaskeið hafi verið en á þessu árabili hafi hafís gert vart við sig og veðurfar kólnað með fyrrgreindum afleið- ingum. Ástandið þá hafi verið mjög svipað því sem það er í dag. Síöan hafi ástandið batnað og fólk ráðist í áframhaldandi uppbyggingu á áttunda áratugnum. Síðan hefur annað ólguskeið skollið á Vestfirð- ingum. Kornið sem fyllir mælinn? „Ég er hræddur um að flóðið sem féll á Flateyri sé kornið sem fylli mælinn hjá sumum en ég vona að það sé ekki almenn hugs- un hjá fólki." Smári Haraldsson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á ísafírði. DV-mynd GVA Smári segir að á bæjarstjóraár- um sínum á ísa- firði, en hann var bæjarstjóri þar allt til árs- ins 1993, hafi menn haft áhyggjur af fólksfækkun og reynt að spyrna við þeirri þróun. Hann segist þess fullviss að nú- verandi meiri- hluti sé, líkt og hann á sínum tíma, með fólks- fjöldatölurnar á borðinu og aUir hafi áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hafi. „Byggðin er mjög veik og ég hreinlega veitekki hvort hún þol- ir þessi aföU. Ef betta verður jafn þungur vetur og í fyrra, og sumar- ið var líka lélegt, verður fólk enn svartsýnna og er búið að fá nóg af þessum klasa - ekki bara hér á Vestfjörðum heldur á íslandi al- mennt. Við þurfuín þess vegna að hugleiða þetta og áttá okkur á því að staöan í dag er ekki endUega su sem verður um aldur og ævi." í ljósi þess að snjóflöðið á Flat- eyri féU á það sem talið var vera öruggt svæði samkvæmt nýju hættumati segir Smári menn á ísafirði líklega þurfa að skoða hug sinn. Það verði að viðurkennast að menn hafi verið of djarfir að byggja á þeim svæðum sem reynst hafa hættuleg með tUliti tU snjó- flóða. Menn hafi einfaldlega byggt þar af þvi að þeir töldu að það ástand sem var þá hafi verið ríkj- andi. Snjófióð hafi verið fjarlæg huga þeirra þá. TU dæmis hafi ís- firðingar ekki verið nógu fljótir að læra sínar lexíur því þeir hafi byggt sorpbrennslustöðina Funa sem stórskemmdist í snjóflóði á miðvikudag. „Auðvitað nagar maður sig í handarbökin núna yfir því að þetta skuli hafa verið reist þarna. í upphafitöldu menn sig vera að reisa bygginguna á öruggu svæöi en svo reyndist ekki vera. í dag myndi manni ekki detta í hug að byggja þarna en ekki eru nema tvö ár síðan það var gert." -PP Jónas Sigurðsson, lögregluvarðstjórí á Patreksfirði: Fólk er langt niðri Það er samdóma álit allra þeirra sem þátt tóku í björgunarstörf um á Flateyri að hlutverk björg- unarhunda við leitarstörf í snjóflóði verði seint ofmetið. DV-mynd GVA „Þeir sem maður hefur heyrt í eru mjög larigt niðri. Það er óhætt aö segja það. Að búa við þessa stöðugu ðgn er nær óger- legt," segir Jónas Sigurðs- son, lögreglu- varðstjóri og al- mannavarnar- nefndarmaður á PatreksfirðL Seinustu ár hefur fjöldi Pat- reksfirðinga reglulega þurft að yfirgefa heim- ili sína vegna snjóflóðáógnar en árið 1983 lét- ust fjórir menn þar eftir að snjó- flóð féU á bæinn. Jónas segir að veðurfarið í október, sú staðreynd hversu snemma byrjaði að snjóa í vetur og, eins og hann orðar það, hversu lítið snjöaði í sumar þá sé lundar- far manna slæmt og mörgum líði Jónas Sigurðsson, lögregluvarð stjóri og almannavarnarnefndar maður á Patreksfirði. illa. Uppgjafar- tónn heyrist í sumum enda þekki margir á Patreksfirði fólk á norðanverðum Vestfjörðum sem sé fórnarlömb snjóflóðanna und- anfarið á einn eða annan hátt. Einnig, eins og fyrr er sagt, féU snjóflóð á Pat- reksfjörð árið 1983. Þann atburð hafi fólk forðast að nefna í kjólfarið en nú hagi nátt- úruöflin því svo að stöðugt er ver- ið að minna Pat- reksfirðinga á hættuna í eigin byggðarlagi. Á hitt beri þó að líta að Patreksfirðingar eru betur sett- ir en margir Vestfirðingar því þar er yfirleitt minna snjömagn en gerist á norðanverðum fjörðun- um. -PP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.