Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 Ritt Bjerregaard er enn á ný spáð pólitísku lífláti: Pólitískt sjálfsmorð í dagbókarformi Pálmi Jónasson, DV, Kaupmannahöm: Hin danska Ritt Bjerregaard ákvað eftir 6 mánaða starf sitt hjá ESB að upplýsa landa sína um starf- semina í dagbókarformi. Dóm- greindarleysi hennar hefur orðið henni dýrkeypt og þrátt fyrir að hún hafi hætt við útgáfuna og beðist af- sökunar er ljóst að skaðinn er skeð- ur. Allir vita hvað í bókinni stend- ur. Þar segir hún Jacques Chirac vera lélegan pappír sem virði Jacques Santer ekki viðlits. Helmut Kohl er utangátta, Gonzales er vilja- og kraftlaus og samstarfsmennirnir í ESB illa undirbúnir ruglukollar. Samstarfsmennirnir í Danmörku fá flestir lélega einkunn og forsætis- ráðherrann, sem í raun er guðfaðir hennar í starfi, verður hálfaumkun- arverður í höndum Ritt. Eftir að bókarhlutar tóku að birtast vaknaði reiðialda sem varð til þess að Ritt var neydd til að hætta við útgáfu bókarinnar. Hið danska Politiken birti hins vegar bókina í heild sinni í sérútgáfu á fimmtudaginn og nú er fullyrt að ferill Ritt sé á enda, bæði í Brussel og í Danmörku. Þetta er þó engan veginn í fyrsta skipti sem þessi umdeildi stjórn- málamaður kemst í hann krappan með ögrandi og óhefðbundinni póli- tík sinni. Chirac hirðulaus og Kohl utangátta Það eru ekki síst nákvæmar lýs- ingar á einkasamtölum og fundum sem hafá vakið hneykslun og andúð en palladómar um helstu ráðamenn heimsins hafa heldur ekki fallið í góðan jarðveg. Ritt Bjerregaard hef- ur í starfi sínu hjá ESB barist harkalega gegn tilraunasprenging- um Frakka. í dagbókinrii fjallar hún um hádegisverðarboð þann 11. júlí í Evrópuþinginu í Strassborg eftir heitar umræður um sprengingarn- ar. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, sat við hliðina á Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins, en þeir töl- uðust vart við allan tímann: „Það styrkti mig enn í þeirri trú að sam- band þeirra væri lélegt, fyrst og fremst vegna þess að Chirac er ná- kvæmlega sama um Santer og kem- ur fram við hann af hirðuleysi og yf- irborðsmennsku. í það heila virkaði Chirac mjög illa á mig. Nokkru áður, eða þann 22. mars, fjallar hún um fund sem hún átti með Santer þar sem þau ræddu m.a. um embætti hans. „Hann var vitan- lega hæstánægður með embætti sitt en fannst ráðherrafáðskerfið furðu- legt. Þeir væru stöðugt að gera alls kyns samþykktir án hans vitundar. Þegar hann var forsætisráðherra í Lúxemborg hafði hann aðeins einn aðstoðarmann en nú hefði hann heilt ráðherraráð! Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, fær heldur ekki góða ein- kunn. Þann 7. april lauk Loftslags- ráöstefnunni í Berlín. „Ráðstefnan gekk eins og búast mátti við. Það gerðist ekkert frekar en venjulega Með dagbók sinni hefur Ritt Bjerregaard grafið sína eig- in gröf. Annaðhvort verður hún hrakin úr starfi eða gerð áhrifalaus og í Danmörku bíður fullkomin andúð í Christiansborg. Á 25 ára stjórnmálaferli hennar hefur hvert hneykslismálið rekið annað. Gonzales. Kohl var þarna og hélt tölu. Hún var — eins og svona ræður eru — frek- ar leiðinleg. Hann náði að segja nokkra skynsamléga hluti um um- hverfismál. Það var líka móttaka fyrir hann þar sem ég ræddi við hann. Ég varð ekki fyrir neinum áhrifum af manninum, hann var alls ekki nærstaddur. Ég held að hann hafi ekki vitað við hvern hann var að tala. Kollegarnir illa undirbúnir ruglu- kollar Svona eru fyrirmenn Evrópu teknir fyrir einn af öðrum. Eftir fund með spænsku formannanefnd- inni þann 2. júlí skrifar hún að Philiphe Gonzales, forsætisráðherra Spánar, sé bæði kraftlaus og vilja- laus: „Mér finnst hann enn athyglisverður maður en það er enginn ki-aftur í hon- um og enginn pólitískur vilji. Nú átti Spánn að fara með formennskuna en hann hafði ekki áhuga á að nýta það til neins. Það var erfitt að koma auga á nokkurn leiðtoga sem vill eitthvað — annað en að halda þessu gangandi og vera t.d. forsætisráðherra. Hún segir að Thacfher hafi vitað hvað hún vildi og verið tilbúin að berjast fyr- ir því. Hún hafi verið reiðu- búin til þess reka fólk og berjast fyrir því sem hún trúði á: „Gonzales hafði ekkert af þessu." Það er reyndar athyglisvert við lestur bókarinnar að það eru karl- arnir sem fá á baukinn en konurnar hafa þurft að berjast fyrir sínu og fá jafnan jákvæða umfjöllun. Margir kollegar hennar fá einnig slæma dóma. í umræðum um tilrauna- sprengingar Frakka segir hún að Yves-Thibault de Silguy hafi verið með uppsteyt en veriö illa undirbú- Jacques Chirac. inn. Martin Bangemann var hins vegar ekki á staðnum og Bjer- regaard segist alltaf verða hálfhissa þegar hann mæti. Franski Evrópuráðherrann Michel Barnier er svo mikill ruglu- kollur að á næsta fundi með honum segist hún ætla að taka Laurs Nerlund, ráðuneytisstjóra sinn, með til þess að tryggja að einhver vissi hvað fram færi á fundinum. Skrifræðið er gagnrýnt harkalega í bókinni og henni finnst á köflum að allt gangi út á valdabaráttu og samtrygg- ingarkerfi með það fyrir augum að tryggja vinum og samlöndum stöður. Lengst af fjallar hún þó um fjol- skyldu Ritt og einkahagí. Reyndar er sagt að ótrúlegt sé að hún komi fyrsta hálfa ári sínu fyrir á 262 blaðsíð- um en langtímum saman fjallar hún um ekki neitt. Geislavirk bók Sjálfur sagði Santer á fréttamannafundi í vikunni að það fælist meiri geisla- virkni í dagbókinni en í til- raunasprengingum Frakka. Það má kannski til sanns vegar færa því fullyrt er að bókin muni kosta hana starfið ellegar gera starf hennar óbærilegt. Það myndi þýða fjögurra ára áhrifalausa eyðimerkur- göngu fyrir Ritt Bjer- regaard. Óvildarmenn átti hún næga fyrir, einkum meðal Frakka vegna baráttu sinnar gegn tilraunasprengingum þeirra. Málið hefur þegar skaðað trúverðugleika hennar og áhrif og menn óttast að það skaði starfsvettvang hennar, umhverfismáliri. Hún er sökuð um fullkomið dómgreindarleysi og van- þekkingu á alþjóðlegum samskipta- reglum. Með því að segja frá fund- um og persónulegum samtölum hafi hún brotið allar skrifaðar og óskrif- aðar spilareglur sem þýði að hún verður ekki tekin alvarlega í fram- tíðinni. Reyndar þykir uppistandið nú minna óþægilega á mál forvera hennar, ítalans Carlo Ripa Di Meanas. Hann gagnrýndi samstarfs- menn sína einnig opinberlega og lak upplýsingum til fjölmiðla og neydd- ist til að segja af sér eftir að hafa verið einangraður fullkomlega. Sjálf hefur Ritt, aldrei þessu vant, viðurkennt mistök sín. Þegar hún ákvað að hætta við útgáfu bókarinn- ar sagði hún að nánir vinir hefðu talið sig misnotaða og að samstarfs- fólki fyndist hún hafa farið yfir strikið. Nokkrum klukkutímum áður hafði hún sagt að ekkert gæti komið í veg fyrir útgáfu bókarinnar en það breyttist eftir 20 mínútna samtal við Santer. Tugmilljóna krafa á sjó- ræningjaútgáfu Politiken Þrátt fyrir að Santer næði að knýja Bjerregaard til þess að hætta við útgáfu bókarinnar á miðviku- daginn náði hann ekki að stöðva hana. Blöðin hér í Danmörku og reyndar heimspressan öll hefur ver- ið að birta stutta kafla úr bókinni frá því að Jyllands Posten reið á vaðið á mánudaginn. Á fimmtudag- inn, eða daginn eftir að tilkynnt var að bókin kæmi ekki út, birti dag- blaðið Politiken bókina í heild sínni í sérútgáfu án leyfis höfundar eða útgáfunnar. Blaðið var prentað í þreföldu upplagi og var gjórsamlega rifið út og seldist upp á augabragði. Fullyrt er að þessi sérútgáfa muni kosta Bjerregaard starfið eða í það minnsta geri þau fjögur ár sem hún á eftir aö áhrifalausri eyðirmerkur- göngu. Þrátt fyrir að Ritt hafi klárlega brotið samninginn við Aschehoug Forlag með því að hætta við útgáf- una ætlar það ekki að gera neina endurkröfu á hana Hins vegar hef- ur það þegar ákveðið að fara í mál við Politiken og krefjast tugmilljóna í skaðabætur fyrir brot á höfundar- rétti. Fyrsta prentun upp á 3.000 eih- tök var tilbúin og var þegar upppöntuð af bóksölum en salan átti að hefjast í dag. Sérfræðingar gera ráð fyrir að minnst 25.000 bækur hefðu selst í Danmörku, fyrir 60 milljónir ís- lenskra króna. Tekjur höfundar af því myndu vart liggja undir 10 millj- ónum. Auk þess höfðu útgáfur í Englandi, Þýskalandi og Frakklandi þegar haft samband við Aschehoug með útgáfu í huga. Nú er hins vegar bókin komin út í dönsku dagblaði og hefur þegar verið þýdd á Inter- netið. Þess má geta að Ritt hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.