Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 28. OKTOBER 1995 39 fórnu hafa beinst í allt aðra átt, meðal annars hjá Ólafi Grímssyni sem lætur prenta seðla upp á sjö milljarða til að dæla út í kerfið." Sverrir sagðist jafnframt ekki hafa gert annað en að benda hóg- værlega á staðreyndir málsins og hans ummæli stjórnuðust eingöngu af faglegum sjónarmiðum. „Það er hins vegar annað mál að Ólafur Grímsson þolir ekki mál- frelsi - það er alveg ljóst mál. Af því „Eg er mjög ánœgður með ákvaröanir Landsbankans. Mér sýnist Sverrir Hermannsson hafa tekið mjög myndarlega á þessu eins og hans er vani þegar hann snýr sér að verkum," sagði Ólafur Ragnar. að ég talá ekki eftir hans pípu þá náttúrulega á ég að þegja eða hafa verra af, að því er hann segir." Upphrópun byggð á misminni Um mitt ár 1989 óskuðu sjálfstæð- ismenn eftir sérstakri skýrslu Ríkis- endurskoðunar um tryggingar Landsbanka íslands vegna skulda Sambands íslenskra samvinnufé- laga við bankann. Viðbrögð Sverris voru einfold. Hann svaraði því til að bankinn heyrði ekki undir Ríkis- endurskoðun og því áttaði hann sig ekki á þessari ósk fyrrum félaga sinna í Sjálfstæðiflokknum. Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi svaraði ummælum Sverris þannig: „Þetta er bara misminni hjá Sverri," sagði hann og vísaði til laga um Ríkisendurskoðun um að hún hefði fullt vald til að fara ofan í hvaða plögg sem er í bankanum „enda hefur ekki verið nein fyrir- staða hjá Sverri við að veita okkur gögn vegna þessa máls. Við ræddum við hann i gær þar sem það kom fram," sagði Halldór í samtali við DV daginn eftir. Eitt sinn kjaftstopp Það er sjaldan sem Sverrir hefur orðið kjaftstopp um ævina. Seinni hluta árs 1989 var hann þó tilneydd- ur þegar frá því var greint að hægt væri að hlera farsímakerfið ís- lenska. „Þetta er alveg grábölvað. Þetta þýðir að hér eftir tala ég ekki orð af viti í þennan síma," sagði Sverrir en hafði þó skoðanir á vandamálinu. „Það er verið að tala um að búnað- ur til að koma í veg fyrir hleranir sé svo dýr. Ég myndi glaður vilja greiða hærri afnotagjöld til að geta verið þess fullviss að ekki væri hlustað á símtöl mín hér og þar." Ávítaöur af forsætisráðherra Um miðjan janúar 1992 skrifaði Sverrir Hermannsson grein í Morg- unblaðið um lánafyrirgreiðslu banka- stomana og síldarsölusamninga til Rússlands. Daviö Oddsson forsætis- ráðherra sá ástæðu til að ávíta Sverri í þingræðu sama dag. Sagði Davíð greinina ekki hafa veriö við hæfi. Hún hefði hins vegar verið. vel skrif- uð. Málið varðandi síldarlán tii Rússa hefði verið illa unnið frá hendi Landsbankamanna sem hefðu ekki unnið heimavinnu sína. í greininni fór Sverrir nokkrum orðum um það sem hann kallaði síldarsölufarsa ríkisstj órnarinnar þar sem viðskiptaráðherra, Jón Sig- urðsson, hefði farið með aðalhlut- verkið í kassastykkinu. í fáum orð- um snerist málið um það að Sildar- útvegsnefnd fór þess á leit að Lands- bankinn annaðist lánafyrirgreiðslu vegna síldarsölu til Rússlands. Leit- að var til Seðlabankans eftir sam- þykki en afsvar barst meðal annars vegna ótryggs ástands í Rússlandi. Sverrir sendi þá bréf til rikisstjórn- arinnar og óskaði svara við beiðni Síldarútvegsnefndar. Viðskiptaráðu- neytið svaraði bréfinu ekki fyrr en tæpum mánuði seinna og sagði það sjálfdæmi bankastjórnar að veita ián til síldarsölu í ljósi þeirra upp- lýsinga sem fyrir liggja um málið. Stuttu síðar kannaðist viðskiptaráð- herra svo ekki við það í ræðustól á Alþingi að ríkisstjórnin hafi tekið afstöðu til beiðni Landsbankans. ít- rekaði hann svo ummæli sín í sjón- varpsviðtali og kannaðist ekki við ósk Rússa um lán. Dró Sverrir fréttamann Sjónvarps inn í atburða- „Þetta er bara mis- minni hjá Sverri," lét ríkisendur- skoðandi hafa eftir sér um ummœli Sverris þess efnis að embœttið hefði ekkert yfir Landsbankanum að segja. Hvorum megin á Sjöstjörnunni eiga þeir forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins heima, sem ætla nú að ráðast gegn smáútvegsbændum eins og krókaleyfishugmyndir fjórhöfða- nefndarinnar hljóða upp á? Þetta er enginn tvihöfði, sú nefnd. Þar skín við sólu skalli Kristjáns Ragnars- sonar og þar er sléttkembdur kollur sjávarútvegsráðherrans líka." í ljósi ummæla Sverris undanfar- ið verða viðbrögð hans við ræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, á eldhúsdegi í maí árið 1993, að telj- ast undarleg. Þar sagði Davíð að rík þörf væri á áframhaldandi vaxta- lækkun á landinu og bankar ættu að in voru borin undir Sverri, sagði hann: „Það færi vel á því. Farið hef- ur fé betra. Þetta er það vel launað starf að það finnast áreiðanlega nógir menn sem vilja taka við þessu. Kannski er það þrýstingur vegna hárra launa sem veldur þessum hu- grenningum. Einhverjir kunna að vera í Sjálfstæðisflokknum sem þurfa á góðum stöðum að halda. Ég hef ekk- ert á móti því að menn tali umbúða- laust, ég er vanur því sjálfur." Úplægður akur ummæla Hér hefur aðeiris verið tekið á fáum af ummælum Sverris frá því rásina, svo og Morgunblaðið, Seðla- banka og forsætisráðherra inn í „farsann". „I síðustu senum sjónleiksins blasir við fát og fum aðalleikenda. í hræðsluköstum yfir að kunna rull- una illa, er tekið að borga á sig í augum áhorfenda. Ríkisstjórnin samþykkir ríkisábyrgð þegar sildar- vertíð er lokið og Seðlabankinn vinnur löngu týndan ábyrgðasjóð sem nota má í sama skyni. Þegar hér er komið sýningunni er einstaka maður farinn að brosa út í annað enda fyndnin ekki komin á það stig að hlæja megi að henni með öllum kjaftinum," sagði í lok grein- ar Sverris. Minnismerki Jóns Sigurðssonar í þriggja síðna viðtalshlemmi í Morgunblaðinu 21. mars 1993 fékk Jón Sigurðsson viöskiptaráðherra gusu frá Sverri, sem ög fleiri. Við- talið var tekið í tilefni þess að ríkis- stjórnin hafði ákveðið að veita bankanum þriggja milljarða skil- yrta fyrirgreiðsiu vegna slæmrar eiginflárstöðu bankans. Þegar Sverrir var spurður um hvað það væri í skilyrðunum sem ríkisstjórnin setti vegna fyrir- greiðslunnar sagði hann að það væri ekkert. „Þetta er í byrjun aðalíega sett upp vegna þess að bankamálaráðherran er þarna, eins og í öðru að reyna að smíða sér minnismerki. Hann vill geta sagt að það hafi verið hann sem kom þvl af stað að þessi stofnun end- urhæfði sig og endurskipulagði. Hann er bara nokkuð mörgum árum of seinn í það, en þetta vill hann samt sem áður geta fest upp." Jón Sigurðsson svaraði ummæl- unum í DV. „Þetta er náttúrulega fjarstæða ein og merkilegt aö manninum skuli detta þetta í hug. Svo segir hann ann- ars staðar í viðtalinu að aðgerðin stórstyrki Landsbankann og á því sé auðvitað nauðsyn... Stundum finnst manni eins og Sverrir sé ekki alveg skilinn við skark stjórnmálanna og það er raunar ekki fréttnæmt að hvíni í tálknunum á honum." Skalli Kristjáns Ragnarssonar Undir lok viðtalsins sem fyrr var vitnað í ræddi Sverrir um framtíð- ina og áfram yrðu fiskveiðar og sjávarútvegur aðalútflutningsgrein íslendinga. „Ég er hættur í pólitík og þess vegna má ég ekki spyrja: Davíð Oddsson forsœtisráðherra sá ástœðu til að ávita Sverri í þingrmðu sama dag. Sagði Davið greinina ekki hafa verið við hœfi. Hún hefði hins vegar veriö vel skrifuð. Málið varóandi síldarlán til Rússa hefði verið illa unniðfrá hendi Landsbankamanna sem hefðu ekki unnið heimavinnu sina. bregðast jákvætt við lágum verð- bólguspám. „Ég vil ekki fara að eiga orðastað við pólitíkusa um vaxtamál," var það eina sem Sverrir Hermannsson hafði um ummæli Davíðs Oddsson- ar aö segja. í maí á síðasta ári, nánar tiltekið á aðalfundi SH, hélt Sverrir ræðu þar sem hann sagði að á íslandi væri kreppa óráðsíu, offjárfestingar og gegndarlausrar eyðslu. Skýrin- garnar á þessu væru kunningskap- ur, fyrirgreiðsla og atkVæðakaup stjórnmálamanna. Hann sagði að það yrði að koma i veg fyrir halla- rekstur á ríkissjóði og að næsta rík- isstjórn yrði viðlagastjórn um fjár- mál ríkisins. Hann sagði jafnframt að bylting væri yfirvofandi þegar verið væri að mala þjóðarauðinn undir örfáa menn og skaut væntan- lega þar með á „útgerðarkóngana" í landinu. Þegar ræðan var borin undir Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ, sagði hann: „Ræðan gekk út á það hvernig stjórnmálamenn misfæru með fé-'og þess háttar. Ég sagðist hafa skilið þessa ræðu sem lífs- reynslusögu bankastjórans sem al- þingismanns, „kommísars" og ráð- herra." Um mulinn auð undir fáa menn sagðist Kristján furða sig á að bankastjóri Landsbankans skuli tala svona um stærstu viðskiptavini bankans. Farið hefur fé betra í nóvember síðastliðnum lét for- sætisráðherra hafa eftir sér í frétt- um Stöðvar tvö að lækkuðu bankar ekki vextina meira ætti að fara þess á leit við bankaráð ríkisbankanna að skipta um bankastjóra, m.ö.o. að reka þá sem nú sitja. Þegar ummæl- „Rœðan gekk út á það hvernig stjórn- málamenn misfœru meðfé og t þess háttar. Ég sagðist hafa skilið þessa rœðu sem lifsreynslusögu bankastjórans sem alþingismanns, „kommisars" og ráð- herra," sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, um rœðu Sverris á aðalfundi SH. ______________________________:__________l « •4 hann varð bankastjóri Landsbank- < ans. Óplægður er sá akur ummæla sem hann lét falla á Alþingi og-er ekki pláss hér ril að tíunda þau, fík- - lega þyrfti heila bók tU. Undanfarná I mánuði og misseri hafa þó fleiri xxnfrf mæli fallið en hér eru hirt. Ekki er« nema ár liðið frá því hann kallaði. Matthías geðillan og ellimóðan. Sennflega hefur þessi Vestfirðingur náð sér hvað best á flug þegar hann hefur rætt við sveitunga sina endaí létu hann og Matthías þau ummæli,. eitt sinn falla eftir fund sinn að þeir1 hefðu rætt saman á vestfirsku. Þar* hafa þeir sennilega hitt naglann áí höfuðið því orðfæri og mælska, eins* og Sverris, hefur einkennt fleirf stjórnmálamenn af Vestfjörðum en. hann einan. Líklega er Sverrir þó' sér á parti í tilsvörum.' -PP _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.