Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 9
p t fc t t k % I % i i L 1D"V LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 fréttir Skipting veiðikvóta norsk-íslenska síldarstofnsins: Fer allt eftir því við hvaða ára- bil er miðað - getur veriö stærsti sildarstofn veraldar Hafrannsóknastofnun kynnti í gær ágrip af skýrslu þeirri um norsk- íslenska síldarstofninn sem vinnu- nefnd, skipuð fiskifræðingum frá ís- landi, Noregi, Færeyjum og Rúss- landi, vann fyrir stjómvöld þessara landa, eftir að síldarstofninn tók á rás frá norsku ströndinni á ný síð- astliðið vor eftir nærri 25 ára hlé. Farið var yfir söguieg gögn um síld- argöngur, vöxt og veiðar. Á þann hátt áttu þeir að meta hvernig stofn- inn skiptist á efnahagslögsögu ríkj- anna og alþjóðleg veiðisvæði á hin- um ýmsu tímabilum sem einkenn- andi hafa verið fyrir göngu síldarinn- ar. Eftir þessum gögnum verður unnið við skiptingu síldarkvótans milli landanna. Um leið og skýrslan kom út sögðust Norðmenn eiga að fá yflr 90 prósent af kvótanum. Við íslend- ingar ættum ekki að fá nema 0,1 pró- sent. Til að fá þetta út miðuðu Norð- menn við skiptingu afla á tímabilinu 1972 til 1995, það er að segja eftir að stofninn hafði næstum verið upp- veiddur um og fyrir 1970 og gekk ekki eftir það út úr norsku lögsög- unni fyrr en í vor. En ef miöað er við árabilið 1945 til 1970 kemur allt annað í ljós. Þá var hlutur íslands 26 til 27 prósent í veið- inni og Norðmanna 22 til 36 prósent. Ef aðeins er tekin veiði á kynþroska síld er hlutur íslands á þessu árabili 33 til 45 prósent af öllum veiöum úr stofninum. Þá er hlutur Norðmanna 18 til 36 prósent. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, sagðist ekki vilja leggja mat á kvótaskiptinguna, það væri þeirra sem í samningamál- unum standa að gera það. Hins vegar sagði hann að ef tími hefði unnist til aö fara lengra aftur í tímann, eða allt til áranna 1930 til 1945, myndi staða íslands í þessu deilumáli styrkjast um allan helming. Það væri hins vegar alveg ljóst að hlutur Norð- manna væri stór í veiðunum þau ár sem síldin héldi sig allt árið við Nor- eg- Hann segir þennan síldarstofn geta verið stærsta síldarstofn veraldar. Veiöistofninn er um 4 milljónir lesta og stefnir í að verða 8 milljónir lesta innan tveggja ára. Það var mikill fagnaðarfundur þegar hópur Flateyringa kom til Reykjavikur með varðskipi í gærmorgun og ættingjar þeirra og vinir tóku á móti þeim á bryggjunni. Þá sást víða tár á hvarmi og skyldi engan undra. DV-mynd S.dór. Jarðabók Áma og Páls: Segir f rá stórkost- legum f lóðasköð- um á Flateyri - mönnum, kvikfé og hestum stafar hætta af Sérstök varnaðarorð koma fram bæði um Flateyri og Súðavík hvað viðvíkur snjó- og aurflóðum í Jarða- bók Árna Magnússonar og Páls Vída- hns. Ritið er frá árinu 1710 en í frá- sögn um jörðina Eyre, eða Eyri eins og Flateyri hét forðum, kemur meðal annars fram að Kirkjuvegur sé tor- sóttur yfir Önundarfjörð til Holts og þar sé húsum öldungis hætt fyrir stórveðrum og „ekki sýnist bænum öldungis fyrir snjóflóðum, þó ekki hafi það hingað til mein gjört“. í Jarðabókinni segir einnig eftir- farandi: „Hætt er kvikfé fýrir sjávarflæðum og merkilega fyrir snjóflóðum og hafa þessi snjóflóð stundum tekið hér bæði menn og fé út í sjó, og hesta, og gjört með því stórkostlegan skaða.“ Þarna er jafnframt minnst á möl og aur sem granda túnum „og rennur á það í vatnagangi og leysingu af holti því er ofan völlinn er. Engjar mjög spilltar af skriðum, og fyrir því víðast eyðilagðar". Um Súðavík, eða Sudawijk, segir meðal annars: „Túninu grandar vatnságangur, sem étur upp rótina. Enginu granda smálækir og aurskriður úr snar- bröttu fjalli sem bera á slægjulandið leir og grjót til stórskaöa og eyðilegg- ingar. Hætt er kvikfé fyrir snjóflóö- um og sjávarflæðum undir mósköfl- um á vetur og hefur oft að þessu stór skaðiaðorðið." -Ótt ÍSLENSKIR W (VOAR íslendingar á öllum aldri þekkja vel hinn vinsæla Skólaost. Hann er mildur og góður og tilvalinn ofan á brauðið, bæði heima og í skólanum. Skólaosturinn er nú kominn í nýjar á og fallegar umbúðir sem hæfa betur e þessum Ijúffenga osti, en ostinum l sjálfum breytum við ekki - enda I engin ástæða til!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.