Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 Ummæli og upphrópanir Sverris Hermannssonar í bankastjórastól Landsbankans: Oheflaður orðj^kur eða rokfastur mælskumaður Það fer ekki fram hjá neinum í þjóðfélaginu þegar Sverrir Her- mannsson Landsbankastjóri fmnur þörf á því að tjá sig um einhver mál eða gagnrýna einstaklinga. Frá því Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra tók við embætti hefur Sverrir tvívegis sent honum tóninn, svo um hefur munað, en Finnur er langt því frá sá eini sem hefur orðið fyrir skothríð Sverris. Viðskiptaráðherra íorrahríð Nú síðast í þessari viku, þegar fréttamenn Bylgjunnar leituðu álits hjá Sverri á ummælum Finns á aðalfundi sparisjóðanna um málefni lífeyrissjóðanna og að bankar meðal annars eigi að taka við lífeyris- sparnaði landsmanna. Sverrir sagð- ist ekki vilja ræða neitt um það sem Finnur segði, hann vildi „ekki vera á sama umræðuplani". í kjölfar aðalfundar Seðlabank- ans, strax á fyrstu dógum Finns á ráðherrastóli, kallaði Sverrir Finn flón þegar sá síðarnefndi viðraði skoðanir ríkisstjórnarinnar um vaxtamál. Finnur svaraði ummælum Sverr- is í svipaða veru í bæði skiptin en hann sagði þau lýsa Sverri frekar en sér. „Einhverra hluta vegna hefur Sverrir fundið þörf hjá sér til að senda mér einhver skot öðru hverju, að ég tel að tilefnislausu, Svona orð- færi og framkoma lýsa Sverri miklu frekar heldur en mér. Hann verður bara að eiga þetta við sjálfan sig, blessaður karlinn," sagði Finnur þegar seinni ummælin voru borin undir hann. Amlóðarnir í viðskiptum Þegar leitað er í gagnabanka DV að viðtölum við Sverri aftur til árs- ins 1988, er bankaráð Landsbankans valdi hann í starf bankastjóra, er um auðugan garð að gresja. Finnur er langt því frá að vera eina fórnar- lamb breiðra spjóta Sverris. „ Einhverra hluta vegna hefur Sverrir fundiö þörf hjá sér til að senda mér einhver skot öðru hverju, að ég tel að tilefnislausu. Svona orðfœri ogfram- koma lýsa Sverri miklu frekar heldur en mér. Hann verður bara að eiga þetta við sjálfan sig, blessaður karlinn," sagði Finnur Ingólfsson. Árið 1988 hugðist Jón Sigurösson, þáverandi viðskiptaráðherra, veita fyrirtækjum rétt til eins milljarðs erlendrar lántöku til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Sverrir var í litlum vafa um hver endirinn yrði. „Ég held að menn komist í hann krappan með að útdeila einum millj- arði. Það get ég vel ímyndað mér. Þá er náttúrulega alltaf hættan sú að amlóðarnir verði látnir sitja fyrir," sagði Sverrir. Á þessum tíma var rekstr arstaða fyrirtækja í landinu í brennidepli enda bárust um sóknir um lán að fjárhæð 7 millj- arðar. Ríkis- stjórnin hafði boðað aðgerð- ir til að bæta rekstrar- stöðu at- vinnuveg- anna en á þeim stóð. Að sögn Sverris voru um 70 pró- sent af allri fisk vinnslu og sjávar- útvegi í viöskiptum við Landsbankann á þessum tíma og lausafjárstaða bank- ans þannig að hann var sektaður af Seðla- bankanum. „Það er mjög sorfið að okkur. Þá sjá menn vítahringinn. Við mun- um ekki láta læsa okkur í honum. Það þýðir að við hættum að reka fyrirtæki þessi fyrir okkar fé. Því verða menn að átta sig á. Það er ekki nokkurt vit fyrir efna- hagslíf í íslensku þjóðarinnar að langstærsti bankinn sé rek- inn eins og einhver góðgerðar- stofnun að því leyti. Það er ger misskilningur." - „Forsvarmenn fyrirtækjanna hafa kvartað undan of háum fjár- magnskostnaði. Hafa vanskil fyr- irtækjanna ekki aukið á þann kostnað?" spurði blaðamaður DV. „Jú. Dráttarvextir bætast ofan á þetta allt saman. Allt er þetta óbærilegt. Menn halda áfram að reka fyrirtækin lóörétt til andskotans." Stóð uppi í hárinu á Úlafi 1 nóvember- byrjun árið 1988 krafðist þáverandi fjár- málaráðherra, Ólafur Ragnar t Grímsson, þess að nafnvextir yrðu ekki hækkaðir. Boð- aði Ólafur sér- stakar aðgerðir ef ekki yrði orðið við til- mælum hans. „Ég veit ekki hvaða hótanir þetta eru hjá Ólafi Ragnari um að sýna styrk sinn með ein- hverjum sérstökum að- gerðum verði ekki far- ið að tilmælum hans um að hækka ekki nafnvexti. Ríkisstjórnin ræður ekki yfir Landsbankanum í ákvörðun vaxta, það er ekki til stafkrókur um það í lögum. Þeir verða þá að setja um það sérstök lög á Alþingi," sagði Sverrir og hélt áfram: „Annars sýn- ist mér þessar hótanir Ólafs um sér- stakar aðgerðir og að hann muni sýna styrk sinn snúist gegn mér. En ég mun skammt renna fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni einum." í lok nóvember sama ár krafðist þáverandi fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, raunvaxtalækk- unar. Svör Sverris létu ekki á sér standa: „Ég er nú að tala sem Sverr- ir Hermannsson en ekki banka- stjóri: Ég tek ekkert mark á Ólafi Ragnari Grímssyni," sagði Sverrir. Nokkrum dögum seinna var raun- vaxtalækkun veruleiki og sagði „Þetta er náttúrulega fjarstœða ein og merkilegt að manninum skuli detta þetta í hug. Svo segir hann annars staðar í viðtalinu að aðgerðin stórstyrki Landsbankann og á því sé auðvitað nauð- syn.. . . Stundum finnst manni eins og Sverrir sé ekki alveg skilinn við skark stjórnmálanna og það er raunar ekki fréttnœmt að hvíni í tálknunum á honum," sagði Jón Sigurðsson. j Ólafur Ragnar þá: „Ég er mjög ánægður með ákvarðanir Lands- bankans. Mér sýnist Sverrir Her- mannsson hafa tekið mjög myndar- lega á þessu eins og hans er vani þegar hann snýr sér að verkum." Rokur vestfirskra rauðkembinga Seinni hluta árs 1989 fóru Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra í fundarherferð um landið undir kjörorðinu Á rauðu ljósi og boðuðu sameiningu jafnað- armann í einn flokk. í fundarher- ferð sinni gagnrýndu þeir það sem kallað var stjórnarandstaða Sjálf- stæðisflokksins í bankakerfinu og var Sverrir þar nefndur til sögunn- ar. „Ég nenni ekki og hirði ekki um aðelta ólar við þessar rokur þeirra . rauðkembinga þarna vestra. Það er lögð rík áhersla á að reyna að blekkja fólk. Það á að reyna að blekkja fólk með því að hækkandi vextir séu orsakir verðbólgu en ekki afleiðing. .ö.ö. Það á að hefja þann leik á ný að brenna upp sparifé landsmanna. Þetta þora þeir ekki að segja - það er ekki heil brú til í mál- flutningi þeirra. Ef menn ætla að hafa lága vexti verða þeir að ná verðbólgunni niður en allar athafn- ir þessara herramanna að undan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.