Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Page 29
LAUGARDAGUR 28. OKTOBER 1995 LAUGARDAGUR 28. OKTOBER 1995 Um tuttugu Flateyringar komu til Reykjavíkur í gær- morgun. Sorg ríkti á hafnar- bakkanum. DV-mynd Sveinn „Hér vorum við með mikla upp- byggingu, fólksfjölgun, atvinnulífið var á uppleið og lífið blasti við okkur. Högg eins og þetta getur að sjálfsögðu breytt miklu en við búum á Flateyri, hér er tilvera okkar og við sem eftir stöndum munum og viljum berjast fyrir henni. Ég ætla að vona að sem flestir reyni það þótt byggingarland sé orðið mjög þröngt eftir það sem gerð- ist í dag,“ sagði Magnea Guðmunds- dóttir, oddviti Flateyrarhrepps, í sam- tali við DV undir miðnætti á fimmtu- dagskvöld, rúmlega 20 klukkustund- um eftir að snjóflóð hafði fallið á bæ- inn hennar. Afleiðingarnar eru öllum kunnar, eins hrikalegar og þær eru. Á nærklæðunum einum fata Tuttugu manns: börn, ungt fólk, gamalmenni - fólk á öllum aldri, beið bana. Holskeflan gerði ekki greinar- svæðið en aðeins eitt íbúðarhúsanna sem snjóflóðið hreif með sér núna var innan rauðu línunnar. Menn töldu sig því hafa brugðist rétt við þeim að- stæðum sem skapast höfðu vegna veð- urs. Hefðum við farið út í einhverjar aðrar aðgerðir hefðum við rýmt hús á því svæði sem slapp og eflaust komið því fólki fyrir á því svæði sem flóðið féll á.“ Leitað skjóls fyrir sál og líkama Hópur Flateyringa hélt frá kaupt- úninu með varðskipi á fimmtudags- kvöld. Um var að ræða fólk sem var sært djúpum sárum eftir snjóflóðið, hafði misst sína nánustu og stóð margt uppi eignalaust. Hélt það með varðskipinu á brott til ættingja sinna í Reykjavík í leit að skjóli fyrir sál sína og líkama og kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun. Harmleikurinn á Flateyri: Við sem eftir lifum munum beriast fyrir tilveru okkar hér segir Magnea Guðmundsdóttir, oddviti Flateyrarhrepps mun á háum eða lágum og eftir um sólarhringsleit var ljóst að þrjú böm, þrír unglingar og fjórtán fullorðnir lágu í valnum. Magnea vaknaði við sím- hringingu skömmu eftir að snjóflóðið hafði fallið á Flateyri skömmu eftir klukkan 4 á fimmtudagsmorgun þar sem henni var tilkynnt hvað gerst hafði. Þá var hún stödd að Brimnes- vegi 22 en hún hafði þurft að yfirgefa heimili sitt við Ólafstún samkvæmt ákvörðun almannavarna- nefndar sem taldi hættu á | snjóflóðum. Um svipað leyti og síminn hringdi var bank- að upp á hjá henni. Fyrir utan dyrnar ; stóð sonur kunningja- hjóna hennar, 14 ára, á nær- klæðunum einum fata. Snjóflóð hafði nrifið húsið þeirra og öll fiplskyldan lent í flóðinu. „Eins og hann sagði mér frá hélt hann að þau væru öll týnd. Hann hafði komið hlaupandi töluvert langa leið á nærklæðunum einum fata. Það fór hins vegar betur en á horfðist í því tilfelli þvi öll fjölskyldan bjargaðist." Magnea segist strax hafa áttað sig á umfangi flóðsins þegar hann sagði að það næði að húsi sveitarstjórans sem er við Ránargötu 2. Hún hafi strax átt- að sig á því hve alvarlegt ástandið var í raun og veru. Fólkið duglegt „Högg eins og þetta get- ur að sjálfsögðu breytt miklu en við búum á Flat- eyri, hér er tilvera okkar og við sem eftir stöndum mun- um og viljum berjast fyrir henni,“ segir Magnea Guð- mundsdóttir, oddviti Flateyrarhrepps. DV-mynd GVA „Það var strax tilkynnt um atburð- inn,“ segir Magnea, sem er staðgeng- ill sveitarstjóra í almannavarnanefnd, en sveitarstjórinn, Kristján Jóhannes- son, var í fríi þegar ósköpin dundu yfir. „Allt tiltækt lið var sent til leit- ar, björgunarsveitarmenn og allir sem vettlingi gátu valdið, og farið skipu- lega i að kemba öll hús þar sem hjálp var að fá,“ segir Magnea. Um morgun- inn barst svo hjálp frá nærliggjandi byggðarlögum og hundar byrjuðu að leita á svæðinu. Fram eftir degi var svo hjálp að berast og undir kvöld kom svo óþreyttur mannskapur til leitar- og björgunarstarfa með varð- skipum. Aðspurð um líðan fólks á Flateyri segir hún sér það efst i huga hve fólk sé duglegt. Framan af hafi allir verið við leit og önnur nauðsynleg störf og ekki gefið sér tíma til annars þótt all- ir hafi í raun átt um sárt að binda. Magnea segist ekki hafa haft tíma til að hugsa um börnin sín daginn sem flóðið féll. Hún hafi farið að heiman um leið og hún var búin að hlúa að þeim sem bankaði upp á heima hjá henni og annar tími hafi farið í að reyna að verða öðrum að liði. Hún hafi rétt gefið sér tíma til að fara heim í hálftíma og faðma þau um kvöldið. Nágrannar þeirra hafi haldið til í sama húsi og þau voru og þvi hafi börnin verið fimm saman þar snjó- flóðsdaginn og var hlaupið þangað öðru hverju til að líta til þeirra. Eyðileggingin á Flateyri er gifurleg. Nær tuttugu hús urðu fyrir flóðbylgj- unni og eru sum gjörónýt en önnur mikið skemmd. „Ég veit ekki hvort húsið mitt er uppistand- andi og hef eiginlega ekkert hugsað um það í dag. Ég leit aðeins upp eftir og sá að það var eitt hús farið í Ólafstúni en þóttist sjá þakið á mínu. Ég veit ekki meira enda skipta hús ekki máli þegar mannslíf eru ann- ars vegar,“ sagði Magnea í samtali við DV flóðdaginn. Nýlega ákvað ríkis- stjórnin að kaupa upp íbúðarhús í gömlu byggðinni í Súðavík en ekkert var aðhafst í mál- efnum annarra byggða á snjóflóðahættusvæðum, þar á meðal Flateyrar. Magnea segir að sveitar- stjóm Flateyrar hafi ver- ið búin að senda um- sókn til ofanflóðanefnd- ar um varanlega lausn á málefnum' hreppsins í þessum málum. Sú um- sókn sé í dag ómerkt plagg eftir atburði fimmtudagsins. Rétt brugðist við „Nú eru allar forsendur aðrar. Þótt menn hafi gert ráð fyrir að flóð gæti komið niður fyrir þær snjóflóðavarn- ir sem em á Flateyri í dag er raun- veruleikinn sá að snjóflóðið gekk miklu lengra fram en nokkur hafði getað ímyndað sér. Það var búið að kynna fyrir okkur nýtt hættumat í september þar sem bættist við gula Magnea segist ekki treysta sér til, á þessari stundu, að gefa neitt út um það hvort fólk í byggðarlaginu sé að gefast upp á þeim ofurraunum sem Vestfirðingum er ætlað að glíma við í annað skipti á einu ári. Hitt sé ljóst að á Flateyri hafi verið uppbygging og björt framtíð þegar reiðarslagið, hvít ógn, steyptist yfir með skelfilegum af- leiðingum - „en lífið heldur áfram“ - segir Magnea. -pp Smári Haraldsson, bæjarfulltrúi á ísafirði: Við erum slegin hér fyrir vestan „Við erum mjög slegin hér fyrir vestan og ekki í formi til að meta hlutina. Það virð- ist þó vera þannig með náttúruna að sjaldan er ein bár- an stök. Fyrir- bæri sem þessi, sem hafa dunið yfir okkur hér á Vestfjörðum, virð- ast koma í klösum og eiga sér þær skýringar að þær aðstæður sem or- saka þetta vari í einhvern tíma. Okkur mönnun- um finnst að það ástand sem ríkir hverju sinni sé hið varanlega ástand en reynslan hefur sýnt að þannig er þaö ekki, heldur er það síbreytilegt. Allt gengur þetta þó yfir. Ég er að segja þetta því við megum ekki missa móðinn. Þetta dettur mér helst í hug i svartsýn- inni,“ segir Smári Haraldsson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á ísafirði. Hann bendir á aö frá því hafi verið greint í fjölmiðlum að sam- bærilegra aðstæðna í veðurfari og dunið hafi yfir nú megi leita til ársins 1934. Sjálfum detti honum í hug tímabilið 1966 til 1970. Þá hafi verið erfiðir tímar á Vestfjöröum, skipskaðar hafi verið tíðir og sam- félagið verið mjög slegið. Veðurfar hafi gjörbreyst frá því sem gerðist árin á undan þegar hlýindaskeið hafi verið en á þessu árabili hafi hafis gert vart við sig og veðurfar kólnað með fyrrgreindum afleið- ingum. Ástandið þá hafi verið mjög svipað þvi sem það er í dag. Síðan hafi ástandið batnað og fólk ráðist í áframhaldandi uppbyggingu á áttunda áratugnum. Síðan hefur annað ólguskeið skollið á Vestfirð- ingum. Kornið sem fyllir mælinn? „Ég er hræddur um að flóðið sem féll á Flateyri sé kornið sem fylli mælinn hjá sumum en ég vona að það sé ekki almenn hugs- un hjá fólki." Smári Haraldsson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á ísafirði. DV-mynd GVA Smári segir að á bæjarstjóraár- um sínum á ísa- firði, en hann var bæjarstjóri þar allt til árs- ins 1993, hafi menn haft áhyggjur af fólksfækkun og reynt að spyrna við þeirri þróun. Hann segist þess fullviss að nú- verandi meiri- hluti sé, líkt og hann á sínum tíma, með fólks- Qöldatölurnar á borðinu og allir hafi áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hafi. „Byggðin er mjög veik og ég hreinlega veitekki hvort hún þol- ir þessi áföll. Ef þetta verður jafn þungur vetur og í fyrra, og sumar- ið var líka lélegt, verður fólk enn svartsýnna og er búið að fá nóg af þessum klasa - ekki bara hér á Vestfjöröum heldur á íslandi al- mennt. Við þurfum þess vegna aö hugleiða þetta og átta okkur á því að staöan í dag er ekki endilega sú sem verður um aldur og ævi.“ í ljósi þess að snjóflóöið á Flat- eyri féll á það sem talið var vera öruggt svæði samkvæmt nýju hættumati segir Smári menn á ísafirði líklega þurfa að skoða hug sinn. Það verði að viðurkennast að menn hafi verið of djarfir að byggja á þeim svæðum sem reynst hafa hættuleg með tilliti til snjó- flóða. Menn hafi einfaldlega byggt þar af því að þeir töldu að það ástand sem var þá hafi verið ríkj- andi. Snjóflóð hafi verið fjarlæg huga þeirra þá. Til dæmis hafi ís- firðingar ekki verið nógu fljótir að læra sínar lexíur því þeir hafi byggt sorpbrennslustöðina Funa sem stórskemmdist í snjóflóði á miðvikudag. „Auðvitað nagar maður sig í handai’bökin núna yfir því að þetta skuli hafa verið reist þama. í upphafi töldu menn sig vera að reisa bygginguna á öruggu svæði en svo reyndist ekki vera. í dag myndi manni ekki detta í hug að byggja þarna en ekki em nema tvö ár síðan það var gert.“ -pp Jónas Sigurðsson, lögregluvarðstjóri á Patreksfirði: Fólk er langt niðri Það er samdóma álit allra þeirra sem þátt tóku í björgunarstörfum á Flateyri að hlutverk björg- unarhunda við leitarstörf í snjóflóði verði seint ofmetið. DV-mynd GVA „Þeir sem maður hefur heyrt í era mjög langt niðri. Það er óhætt að segja það. Að búa við þessa stöðugu ógn er nær óger- legt,“ segir Jónas Sigurðs- son, lögreglu- varðstjóri og al- mannavarnar- nefiidarmaður á Patreksfirði. Seinustu ár hefur ijöldi Pat- reksfirðinga reglulega þurft að yfirgefa heim- ili sína vegna snjóflóðaógnar en árið 1983 lét- ust fjórir menn þar eftir að snjó- flóð féll á bæinn. Jónas segir að veðurfarið í október, sú staöreynd hversu snemma byrjaði að snjóa í vetur og, eins og hann orðar það, hversu lítið snjóaði í sumar þá sé limdar- far manna slæmt og mörgum líði Jónas Sigurðsson, lögregluvarð- stjóri og almannavarnarnefndar- maður á Patreksfirði. illa. Uppgjafar- tónn heyrist í sumum enda þekki margir á Patreksfirði fólk á norðanverðum Vestfjörðum sem sé fórnarlömh snjóflóðanna und- anfarið á einn eða annan hátt. Einnig, eins og fyrr er sagt, féll snjóflóð á Pat- reksfjörö árið 1983. Þann atburð hafi fólk forðast að neftia i kjölfarið en nú hagi nátt- úruöflin því svo að stöðugt er ver- ið að minna Pat- reksfirðinga á hættuna í eigin byggðarlagi. Á hitt beri þó að líta að Patreksfirðingar eru betur sett- ir en margir Vestfiröingar því þar er yfirleitt minna snjómagn en gerist á norðanverðum fjörðun- um. -PP Sigríður Hrönn Elíasdóttir, oddviti í Súðavík: Vitum í hvaða sárum Flateyringar eru „Eg var yfir í grunnskólanum áðan, þar sem við vorum með bænastund, og það er alveg ljóst að það var að koma upp svipuð staða hjá fólkinu og var þegar flóð- ið féll, 16. janúar, enda talaði ég við Ágúst Kr. Bjömsson sveit- arstjóra um að hann þyrfti að gera einhverjar ráðstafanir til að fá áfallahjálp fyr- ir okkur. Flóðið á Flateyri rifiar upp hluti sem fólk var kannski ekki búið að vinna að fullu úr enda er svo margt svipað með þessum tveimur byggöarlögum og nálægðin mikil. Fólk hér veit í hvaða sárum Flateyringar eru núna,“ sagði Sigríður Hrönn Elí- asdóttir, oddviti í Súðavík, í sam- tali við DV að kvöldi fimmtujlags, sama dag og snjóflóðið féll á Flat- eyri. Sigriður Hrönn segist ekki geta tjáð sig um það hvort fólk í Súða- vík sé á því aö gefast upp núna þegar svipað ástand hefur skapast á ný í Súðavík og var áöur en snjóflóðiö féll 16. janúar og banaði 14 manns. Af fyrri reynslu segir hún erfitt að meta hvað fólk raun- verulega vill þegar það er í upp- námi eða ráðvillt eins og þau séu öll nú. Nær allir íbúar Súðavikur hafa yfirgefið gömlu byggðina Sigríöur Hrönn Elíasdóttir, oddviti í Súðavík. vegna snjóflóða- hættu og búa nú ýmist í grunn- skólanum eða í sumarbústaða- byggðinni eða „flóttamannabúð- unum“ eins og Sigríður Hrönn kallar hana. „Systir mín kom í heimsókn í dag og hún gat ekkert sofið 1 nótt út af því að dóttir hennar, sem er 8 ára, for upp í til hennar, dálítið sem hún gerir ekki að staðaldri. Hún hafði verið inni í stofu þar sem minningarnar hrönnuðust upp og byrjaði að gráta. Hún bara stífnaði, sagðist vera hrædd við veðrið, grét og neitaði að sofa annars staðar en hjá móður sinni. Þar tókst henni ekki heldur að festa svefn heldur bylti sér alla nóttina." Nú er unnið að því að færa gömlu byggðina í Súðavík fram á Eyrardalslandið og verða átta íbúðir tilbúnar til notkunar í des- ember og flutt verður í sjö önnur hús fljótlega. Ríkissjóður hefur síðan nýverið samþykkt að kaupa upp allt íbúðarhúsnæði í gömlu byggðinni þannig að fyrir næsta vetur ættu allir að verða komnir í húsnæði á svæði utan snjóflóða- hættu. Til þess tíma verði að leysa málin, ef hættuástand skapast, eins og gert hefur verið til þessa. -PP Ágúst Oddsson, héraðslæknir og bæjarfulltrúi í Bolungarvík: Kæmi mér ekki á óvart að fólk gæfist upp „Þjóðarsálin hér fyrir vestan var ekki beysin eftir Súðavíkur- slysið og að fá þetta í kjölfarið á sama ári er plveg skelfilegt. Maður verður var við að fólk er slegið. Þetta hefúr yerið erfiður vetur. Snjór fór héðan, mér liggur við að segja síðustu skaflar, í júní og i september kem- ur hvit jörð og nú í október er virkilegt fann- fergi og ófærð í bænum. Þetta virkar mjög neikvætt á fólk, mað- ur tók eftir því áður en flóðið féll á Flateyri. Maður heyrði á fólki að því var til efs hvort og hvemig það ætlaði aö komast í gegnum annan sams konar vetur," segir Ágúst Oddsson, héraðslæknir í Bolungarvík og forseti bæjar- sfiómar. Ekki hefur komið til þess að rýma hafi þurft hús í Bolungarvík það sem af er þessum vetri enda Traðarhyrnan svo til snjólaus. Síöastliðinn vetur gerðist það hins vegar nokkram sinnum að tugir húsa vora rýmdir. „Fólki sem hefur búið hér efst i bænum hefúr ekki liðið vel þrátt fyrir þetta og haft af þessu áhyggj- ur. Ég veit um fólk sem býr hér efst í bænum sem hefur hreinlega yfirgefið heimili sm og flutt til ættingjá að eigin frumkvæði þeg- ar veðurútlit er vont því þetta sit- ur í fólki." Ágúst segir alla þá sem hann hafi hitt eftir að snjóflóðið féll á Ágúst Oddsson, héraðslæknir og forseti bæjarstjórnar Bolungarvík- ur. DV-mynd GVA. Flateyri hafi rætt um atburðin - fólk hafi verið slegið - og hugur allra hafi verið með Flateyring- um. „Maður skynjaði þennan tón: „Hvað þola Vest- firðingar mikið af svona lög- uðu?“ Okkur hef- ur farið fækk- andi og því dreymt um það að snúa vörn í sókn því hér er lítið atvinnuleysi en þegar svona atburöir gerast hvað efrtirtrekk í trekk þá er erfitt að halda í horf- inu. Það kæmi mér ekki á óvart að fólk hreinlega gæfist upp. Það sem hefur haldið í fólk era eignir þess, sem ekki hafa verið seljanlegar, og vinna fólks og þaö hefur ekki vilj- að halda suður eða norður á bóg- inn án þess að hafa vinnu. Það sem maður veltir hins vegar fyrir sér er hvar brotalínan sé áður en fólk fær nóg og fer samt.“ Þangað til nýtt hættumat liggur fyrir er ómögxilegt að gera kröfur til Ofanflóðasjóðs um kaup á hús- eignum, segir Ágúst og bætir við að það valdi áhyggjum að nýkynnt hættumaf fyrir Flateyri skuli ekki hafa staðist betur en raun ber vitni. Menn muni þó skoða það með skynsemi í huga. Hitt sé ann- að mál hvaö sé skynsamlegt í dag. Ágúst segir börnin í byggðarlag- inu, að minnsta kosti hans börn, taka eftir hvað íþyngi foreldxum. Þáu taki vel eftir hvað valdi áhyggjum fólk þessa dagana. -PP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.