Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 DV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Fimm fréttastofur
Gott er að hafa fimm öflugar fréttastofur í landinu. í
því felst nægileg og nauðsynleg samkeppni í fréttum.
Ekki er unnt að ákveða á einum stað í landinu eða með
samráði fákeppnisaðila, hvað sé fréttnæmt og hvað ekki.
í fimm fréttastofum felst valddreifing í þjóðfélaginu.
Fullburðugar fréttastofur, sem spanna allt landið og
eru í fóstu tölvusambandi við erlendar fréttastofur, eru
á tveimur dagblöðum, DV og Morgunblaðinu, ein sam-
eiginlega á Stöð 2 og Bylgjunni og tvær á Ríkisútvarp-
inu, önnur á hljóðvarpinu og hin á sjónvarpinu.
Fleiri fréttastofur eru til og taka þátt í samkeppn-
inni, en þessar fimm skera sig úr vegna mannafla og
búnaðar annars vegar og útbreiðslu hins vegar. Engin
ein þeirra er ráðandi á markaðnum. Þvert á móti ríkir
nokkuð gott og hagkvæmt jafnvægi milli þeirra allra.
Ríkisendurskoðun hefur nú lagt til, að fréttastofun-
um verði fækkað um eina með sameiningu hljóðvarps
og sjónvarps á þessu sviði. Hún leggur til, að ríkisvald-
ið grípi með handafli sínu inn í markaðinn og reyni að
spara með því að sameina sínar tvær fréttastofur.
Verið getur, að ekki sé rúm fyrir fimm fréttastofur í
landinu. Það er hlutverk markaðarins að ákveða slíkt.
Ef ríkið seldi fjölmiðla sína, kæmi í ljós, hvort markað-
urinn í landinu stendur undir fimm fréttastofum. Með
handafli Ríkisendurskoðunar kemur slíkt ekki í ljós.
Ef ríkisvaldið fer að tillögu Ríkisendurskoðunar,
hlýtur fjölmiðlun í landinu að færast sem því nemur í
átt til hinnar skaðlegu fákeppni, sem ríkir á allt of
mörgum sviðum í landinu, svo sem hjá bankastofnun-
um, tryggingafélögum, olíufélögum og flugfélögum.
Vegna fámennis þjóðarinnar hefur reynzt erfitt að
halda uppi heilbrigðri samkeppni margra fyrirtækja,
sem er hornsteinn valddreifðs markaðsbúskapar í lýð-
ræðisríkjum Vesturlanda. Vont er, ef ríkið hyggst með
handafli hafa forgöngu um að draga úr samkeppni.
Fleiri blikur eru á lofti en skaðleg tillaga Ríkisendur-
skoðunar. Á vegum Þjóðvaka hefur verið lagt fram þing-
mál, er felur í sér anga af hinni sívirku forræðishyggju,
sem einkennir íslenzka stjórnmálamenn umfram stjórn-
málamenn nágrannarikjanna í austri og vestri.
Samkvæmt hugmynd Þjóðvaka þarf Alþingi að skil-
greina og skipuleggja fjölmiðlun og íjölmiðla í laridinu,
væntanlega á þeim forsendum, að fjölmiðlarnir séu
valdastofnanir, sem hið sívakandi ríkisvald þurfi að
hafa auga með og fela einhver hlutverk innan kerfisins.
Við sjáum fyrir okkur margvíslegar fleiri útfærslur
á forræðishyggju af þessu tagi. Hugsanlega vildu
stjórnmálamenn reyna að skilgreina og skipuleggja
skipafélög og fela þeim einhver hlutverk, sem stjóm-
völdum finnst æskileg, fram hjá venjulegum mark-
aðslögmálum.
Bjálfaleg lög af þessu tagi geta orðið atvinnuskap-
andi fyrir vandamálasérfræðinga af ýmsu tagi, sem
geta fengið vinnu við eftirlits- og úttektarstofnanir, er
komið yrði á fót til að tryggja framgang forræðishyggj-
'unnar. En þau mundu skerða samkeppnishæfni at-
vinnugreinanna.
Yfirgnæfandi markaðshlutdeild í útgerð kaupskipa
getur framkallað valdastöðu, sem kann að vera
áhyggjuefni á markaðnum. Hins vegar er vandséð, að
neitt lagist við, að vandamálasérfræðingar komi til
skjalanna, vopnaðir lögum og reglugerðum forræðis-
sinna.
Ríkisvaldið á að forðast aðgerðir, sem fela í sér minni
samkeppni á markaði og meiri tilraunir ríkisins til af-
skipta og áhrifa á gang mála á óviðkomandi sviðum.
Jónas Kristjánsson
Reynt að strika
út forustuflokk
Aðdragandi kosninga til Dúrfi-
unnar, neðri deildar Rússlands-
þings, er orðinn prófsteinn á
hvemig fyrstu tilraun til að koma
á Iýðræðislegum stjómarháttum í
Rússlandi reiðir af. Vinnubrögð
yfirkjörstjómar hafa verið með
þeim hætti að standi ákvarðanir
hennar óhaggaðar er fyrir það girt
að kosningar við þær aðstæður
veiti rétta mynd af vilja kjósenda.
Kosningamar eiga að fara fram
17. desember, og framboðsfrestur
rann út í síðustu viku. Á sunnu-
dag úrskurðaði yfirkjörstjórn þrjú
framboð ógild. Að tveim standa
smáflokkar, sem kannanir benda
til að óvíst sé að nái þeim 5% at-
kvæða sem þarf til að koma til
greina við úthlutun 225 þingsæta
sem skiptast eftir fylgi við flokks-
lista. Jafn margir þingmenn era
valdir í einmenningskjördæmum.
Þriðja framboðið sem kjörstjórn
dæmdi úr leik er frá Jabloko, for-
ustuflokki lýðræðis- og umbóta-
sinna. Kannanir hafa gefið til
kynna að Jabloko keppi við
kommúnista um forustu í kosn-
ingunum, hvorum er spáð um
14% atkvæða.
Foringi Jabloko er Grigorí Javl-
inskí, hagfræðingur sem sneri sér
að stjórnmálum við hrun Sovét-
ríkjanna. Ekki hefur farið leynt að
hann stefnir að þátttöku í forseta-
kosningum næsta sumar, og sýna
kannanir að eins og almenningsá-
lit í Rússlandi liggur nú myndi
hann bera sigurorð af Boris
Jeltsín forseta.
Javlinski stæði auðvitað enn
betur að vígi eftir góðan árangur
flokks síns í kosningum til nýs
þings. Þar að auki fara líkur á að
Jeltsín verði fær í.nýtt framboð
dvínandi eftir að hann varð að
fara í einangrun á sjúkrahúsi
vegna blóðrásartregðu um hjarta-
vöðva í annað skipti á rúmum árs-
fjórðungi.
Eftir því sem liðið hefur á
valdatíma Jeltsíns hefur safnast
um hann hirð, hópur harðsnúinna
manna og ófyrirleitinna, sem eiga
valdastöðu sína undir honum.
Heltist Jeltsín úr lestinni á þessi
hópur völd sín og aðstöðu í rúss-
neskri óreiðunni undir þvi að geta
möndlað með framkvæmd og þar
með úrslit kosninga.
Ásökun um ófyrirleitið valda-
brask af þessu tagi slengdi Grigori
Javlinskí framan í óvildarmenn
sína á æðstu stöðum, um leið og
hann tilkynnti að Jabloko myndi
kæra úrskurð yfirkjörstjórnar til
hæstaréttar. Sama sinnis reynd-
ust Egor Gaidar og Boris Fjodorof,
foringjar smærri umbótaflokka.
Kváðust báðir myndu leggja til að
flokkar sínir hættu við þátttöku í
kosningunum yrði Jabloko útilok-
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
aður, því þar með væru þær gerð-
ar að skrípaleik.
Viktor Tsérnomirdín forsætis-
ráðherra lýsti strax vanþóknun á
úrskurði yfirkjörstjórnar og skor-
aði á hana að taka framboð
Jabloko til úrskurðar á ný. Og
fyrsta verk Jeltsíns eftir að lækn-
ar leyfðu honum að sinna störfpm
var að krefjast þess að fá að sjá
gögn málsins, svo honum er um-
hugað um að ekki líti svo út að
Nikolai Rjabof kjörstjórnarfor-
maður, sem hann valdi, hafi
breytt eftir sínum fyrirmælum.
Formsatriðið sem kjörstjórn
hengdi hatt sinn á til að ógilda
framboð Jabloko er svo litilfjör-
legt að engum blandast hugur um
að stórpólitískar refjar búa undir
niðurstöðum hennar. Sex fram-
bjóðendur óskuðu eftir að draga
sig í hlé, en þar sem þeir búa í
fjarlægum landshlutum voru
skriflegar yfirlýsingar þeirra ekki
komnar til Moskvu þegar fram-
boðsfrestur rann út. Þetta túlkaði
kjörstjórn svo að Javlinskí hefði
íjarlægt nöfn frambjóðendanna af
framboðslistanum í heimildar-
leysi. Ekki var tillit tekið til þess
að framboði Jabloko fylgdu undir-
skriftir rúmrar milljónar með-
mælenda, sem er fimmfóld sú tala
sem krafist er til framboðs. Alex-
ander Lebed, vinsæll uppgjafa-
hershöfðingi, foringi nýs flokks og
væntanlegur forsetaframbjóðandi,
var í hópi þeirra sem lýstu úr-
skurð yfirkjörstjórnar að útiloka
Jabloko frá framboði til Dúmunn-
ar fjarstæðu. Spurði hann hvað
þeir menn teldu sig vera að gera
sem kvæðu upp slíkan úrskurð en
teldu enga meinbugi á framboði
Flokks rússneskra ölvina.
Vera má að úrskurður Hæsta-
réttar Rússlands í kærumáli
Jabloko á hendur yfirkjörstjóm
liggi fyrir áður en þessar línur
birtast. Á hvorn veg sem dómur
fellur er þegar orðið ljóst að þeim
sem er alvara að festa lýðræðis-
lega stjórnarhætti í sessi í Rúss-
landi hefur tekist sem aldrei fyrr
að vekja athygli á málstað sínum.
Grigorí Javlinskí, foringi Jabloko, skýrir frá kæru flokksins til Hæstarétt-
ar Rússlands á úrskurði yfirkjörstjórnar. Að baki honum er merki kjör-
stjórnarinnar. Símamynd Reuter
DV
um. Sífellt meiri líkur em nú á því að einstakling-
ar falli fyrir hendi ókunnugra, annaðhvort i tengls-
um við aðra glæpi eins og vopnuð rán eða tilviljun-
arkennt ofbeldi tengt eiturlyfjasölu eða bófaflokka-
erjum þar sem saklausir áhorfendur lenda í skot-
hríðinni miðri.“
Úr forustugrein Washington Post 31. október.
Útbreidd lyfjamisnotkun
„Lyfjaneysla í íþróttum er í raun aðeins toppur-
inn á ísjakanum þar sem miklu meiri misnotkun og
hættulegri heilsunni á sér stað í líkamsræktar-
stöövum og heilsulindum sem hluti af alveg nýjum
lífsstíl, sem hefur ekkert með íþróttir eða keppnis-
greinar að gera. Því er slegið föstu að tíu þúsund
manns noti eöa hafi notað sterk lyf til að byggja upp
líkama sinn á þennan hátt.“
Úr forustugrein Jyllands Posten 30. október.
skoðanir annarra
| Hinn hagsýni Norðmaður
| „Eins og kunnugt er, er afskaplega erfitt að gera
1 öllum til hæfis. Tölfræöistofnuninni hefur næstum
1 tekist það með skoðanakönnun sinni um ESB fyrir
. utanríkisráðuneytið, en þó ekki alveg. Könnunin
sýnir að níu af hverjum tíu Norðmönnum em sam-
mála um að við verðum að eiga eins nána sam-
I vinnu við ESB og kostur er. Könnunin sýnir að
norska þjóðin er hagsýn í þessu máli. ESB er raun-
veruleikinn. Raunveruleikinn er ESB. Við getum
j ekki stungið hausnum í sandinn og látið sem ESB
sé ekki til.“
Úr forustugrein Dagens NæringsUv
31. október.
Breytt hegðun morðingja
„Tölur sem alríkislögreglan FBI hefur nýlega
sent frá sér sýna að breytingar hafa orðið á því
I hverjir verða fórnarlömb morðingja í Bandaríkjun-