Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995
45
skák
Stórmótið í Horgen:
Kasparov vann
aðeins eina skák
- Kramnik og Ivantsjúk deildu sigrinum
Garrí Kasparov var heillum horf-
inn á stórmeistaramótinu í Horgen í
Sviss, sem lauk á miðvikudag. Hann
varð að sætta sig við 50% vinnings-
hlutfall, hlaut fimm vinninga í tíu
skákum. Þetta er trúlega slakasti ár-
angur Kasparovs á skákferlinum.
Ef einvígi Kasparovs og Anands í
New York á dögunum er haft í huga
þarf meðalmennska Kasparovs í
Sviss ekki að koma á óvart. Einvíg-
ið í New York einkenndist af litlaus-
um jafnteflum og fingurbrjótum An-
ands undir lokin fremur en snilli
Kasparovs.
Hitt er annað mál að alkunna er
að slík einvígi eru lýjandi en svo
virðist sem Kasparov hafi ekki náð
að safna kröftum fyrir ný átök. Því
er of snemmt að bera þau boð á torg
að Kasparov sé „útbrunninn og bú-
inn að vera“, eins og sérfræðingar
hafa freistast til að gera. Anand var
einnig skráður til leiks í Horgen en
hætti við á síðustu stimdu og því
voru keppendur aðeins 11 og einn
varð að sitja yfir í hverri umferð.
Skák
> ----------7----
Jón L. Arnason
Vladimir Kramnik og Vassily
Ivantsjúk deildu sigrinum, fengu 7
vinninga. Jaan Ehlvest og Nigel
Short komu næstir með 6. Sá siðar-
nefndi hefur eflaust verið sæll með
að skjóta Kasparov aftur fyrir sig.
Artur Jusupov, Viktor Kortsnoj
og Boris Gulko fengu 4,5 vinninga -
hálfum vinningi minna en
Kasparov. Joel Lautier fékk 4 v.,
Rafael Vaganjan 3,5 og Jan Timman
rak lestina með 3 v. Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem Timman verður
neðstm: en honum hættir til að of-
meta stöður sínar, eins og fleiri góð-
um mönnum.
Kasparov vann einungis eina
skák, gegn gamla brýninu Viktor
Kortsnoj. Átta skákum Kasparovs
lauk meö jafhtefli, eftir misjafnlega
mikla baráttu en hann tapaði fyrir
Ivantsjúk eftir að hafa teflt veikt
meö hvítu mönnunum.
Úrslit mótsins réðust ekki fyrr en
í síðustu umferð. Taugar Ivantsjúks
brugðust eins og svo oft áður. Hann
sættist á jafntefli gegn Gulko en
Kramnik vann Vaganjan og komst
upp að hlið hans og gott betur.
Hvltt: Vladimir Kramnik
Svart: Rafael Vaganjan
1. Rf3 RfB 2. d4 e6 3. c4 b6 4. a3
Bb7 5. Rc3 Re4
Vaganjan velur afbrigði, sem hef-
ur ekki sérlega gott orð á sér.
6. Rxe4 Bxe4 7. e3 Be7 8. Bd3 d5Ef
8. - Bxd3 9. Dxd3 d5 10. e4 og hvítur
á betra tafl.
ABCDEFGH
9. Bxe4 dxe4 10. Rd2 f5 11. f3
Bd6 12. Da4+!
Ekki 12. fxe4 Dh4+ og hvítur
missir hrókunarréttinn.
12. - c6 13. Dh4 14. f4
Svörtum hefur tekist að hindra
hvítan í að brjóta upp miðborðsstöð-
una en hefur ekki leyst allan vanda,
eins og laglegur næsti leikur hvíts
gefur til kynna.
15. c5! bxc5 16. Rc4 De7 17.
dxc5 Bxc5 18. b4 Bd6 19. Bb2!
Hins vegar ekki 19. Rb6 axb6 20.
Dxa8 e5! og svartur hefur góð faéri,
með riddara og peð gegn hróki. Eft-
ir textaléikinn á hvítur góða stöðu í
skiptum fyrir eitt lítið peð - svarta
homalínan er ógnarsterk, peðastaða
svarts veik og hann á í vandræðum
með að skipa út liði á sómasamleg-
an hátt.
19. - Bc7 20. Hfdl
Losnar við veikleikann en svartur
tapar enn meiri tíma.
21. bxc5 Dxc5 22. Hacl De7 23.
Db5!
Hótunin 24. Db7 er óþægileg. Tak-
ið eftir að þótt svartrn- hafi nú ein-
um veikleikamnn færra kostaði 20.
leikur hans mikilvægan reit.
23. - Bb6
Vonast eftir 24. Rxb6 axb6 25.
Dxb6 Ra6 og staðan hefur skánað.
24. a4! Bc5 25. Bd4 Bxd4 26.
Hxd4
Þunginn í taflmennsku hvíts er
mikill. Nú er 26. - Hc8 27. Hcdl Rc6
skásta tilraunin en eftir 28. Hd7 lof-
ar staða hvíts þó góðu.
26. - a6 27. Db6 Ha7? 28. Rd6 Hd7
29. Hc8!
Nú er svartur vamarlaus.
29. - Hxc8 30. Rxc8 Da3 31.
Dxe6+ Kf8 32. Dxf5+ Ke8 33. De6+
Kd8 34. Db6+! Ke8 35. Rd6+@
- Og svartur gafst upp.
Meistaramót Hellis
Þröstur Þórhallsson, nýkrýndur
skákmeistari Taflfélags Reykjavik-
ur, er ekki við eina fjölina felldur i
skákmálum. Þröstur tekur nú þátt í
meistaramóti taflfélagsins Hellis og
er efstur að loknum fjórum umferð-
um með fúllt hús vinninga.
í górðu umferðinni vann Þröstur
Sævar Bjamason. Jón Viktor Gunn-
arsson, Andri Áss Grétarsson,
Snorri Bergsson, Ólafur B. Þórsson
og Áskell Öm Kárason deila 2. sæti
ásamt Sævari með 3 vinninga.
Fimmta umferð verður tefld á
mánudagskvöld í Menningarmið-
stöðinni í Gerðubergi.
6**
&
/*
Baðkar
Stærð 170x70 cm,
Handlaug
ávegg
34x45 cm.
WC
í vegg eða gólf
með vandaðri
harðri setu
í sama lit.
^FYRlRAOe/JVj
tryggtng
SÍÐUMÚLA 34 (Fellsmúlamegin) • SÍMI 588 7332
OPIÐ: MÁNUD. - FÖSTUD. 9-18 • LAUGARDAG 10-16
RAÐGREIÐSLUR
1(D