Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 15 Færeyingar eru einstakir vinir okkar íslendinga og góðir grann- ár. Það héfur berlega komið fram á þessu ári. Þegar ósköpin dundu yfir í Súðavík í janúar síðastliðn- um brugöust Færeyingar við skjótt og söfnuðu stórfé til aðstoö- ar þeim Súðvíkingum sem áttu um sárt að binda. Hinir færeysku grannar okkar og vinir sýndu ekki síður hug sinn nú í kjölfar hörmungaratburðanna á Flateyri í síðustu viku. Höfðingslund þeirra, samúð og bróðurþel hefur vakið aðdáun alira íslendinga. Færeyingar hafa raunar áður sýnt okkur hug sinn. Þegar gaus í Heimaey brugðust þeir við skjótt, líkt og fleiri grannþjóðir okkar, og söfnuðu fé til Eyjamanna. Þúsund krónur á hvert mannsbarn Alls hafa Færeyingar safnað hátt í fimmtíu milljónum króna til aðstoðar Súðvíkingum og Flateyr- ingmn. Það þýðir að á þessu ári hafa þeir gefið sem svarar þúsund krónum á hvert mannsbam í eyj- unum til fómarlamba snjóflóða hér á landi. Þetta era vinir í raun og þessu vinarbragði munu íslend- ingar ekki gleyma. Færeyingar hafa gengið í gegn- um efnahagslegar þrengingar und- anfarin fimm ár. Atvinnuleysi jókst mjög og landflótti manna, einkum ungu kynslóðarinnar. Kreppa er enn i landinu þótt nú sjáist jákvæð teikn á lofti í fær- eysku efnahagslífi. Þjóðarskuldir Færeyinga hafa dregist saman og fjárlagahalli minnkað. Enn era erlendar skuldir þeirra þó svo miklar og erfiðar viöfangs að þær gætu komið í veg fyrir að sá bati sem er sjáanlegur verði varanlegur. Þessir góðu grannar láta efna- hagskreppu þó ekki á sig fá þegar á bjátar hjá okkur. Landssöfhun til styrktar fómarlömbum snjó- flóðsins á Flateyri hófst fyrr í vik- unni en áður höfðu félagasamtök þegar safiiað fé. Bankar, sparisjóðir og pósthús höfðu opið lengur vegna söfnunar- innar. Veglegir tónleikar voru á vegum Norðurlandahússins í stærsta íþróttasal Þórshafiiar. Það sást í sjónvarpsfréttum í fyrra- kvöld að salurinn var þéttsetinn. Þar sýndu listamenn og áhorfend- ur hug sinn í verki. Í& - T*' m að fáheyrt er milli tveggja þjóða. Framlag þeirra eru slíkt að engu er líkara en hver og einn þeirra hafi misst náinn vin. Árangurinn sást Nýr leikskóli er nú að rísa í Súðavík fyrir gjafafé Færeyinga. Svo sem kunnugt er varð leikskól- inn í kauptúninu fyrir snjóflóðinu mikla í janúar. Færeyingar gáfu nær 27 milijónir króna sem notað- ar verða í tengibyggingu fyrir leikskóia sem byggð verður við grunnskólann í Súðavík. Verkinu á að ljúka næsta haust. Súðviking- ar kunna að meta aðstoð Færey- inga og eru þeim mjög þakklátir. Kraftur Færeyinga, útsjónar- semi og samhugur með íslending- um í vanda er svo mikill að líklegt er að þeir safni annarri eifis upp- hæð til Flateyringa eins og Súð- víkinga. Við íslendingar finnum að þeir gefa með góðum hug til þeirra sem misst hafa allt sitt. Fyrir þann stórhug ber að þakka. Samhugur Islendinga íslendingar sjálfir brugðust vel við tjóni og sárum missi samlanda sinna á Flateyri. Söfiiunin „Sam- hugur í verki“ gekk ótrúlega vel. Þegar hafa safnast á þriðja hund- rað milljónir og enn er hægt að gefa til söfnunarinnar í bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Þessi söfnun er nánast endurtekning á söfnuninni í janúar þegar íslend- ingar sýndu samhug sinn í verki með Súðvíkingum. Manntjónið verður ekki bætt en söfhunarféð kemur sér vel fyrir þá sem misst hafa aleigu sína. Þeir hafa um nóg að hugsa þótt ekki bætist við al- varlegar fjárhagsáhyggjur. Á erfiðum stundum þjóðarinn- ar, eins og eftir snjóflóðin í Súða- vík og á Flateyri, sýnir þjóðin að hún á eina sál. Þá sameinast menn og láta dægurþras lönd og leið. Ótrúlega margir létu fé af hendi rakna, einstaklingar, félagasam- tök og fyrirtæki. Því varð útkom- an góð. Það bíður svo sjóösstjóm- ar að ráðstafa söfnunarfénu. Stuðningur úr sameiginlegum sjóði Flateyringar eru nú að endur- meta stöðu sína og verða að fá tíma til þess að hugsa sinn gang. Þó eru fram komnar hugmyndir Sömu aðstæður Fleiri vinir okkar í Færeyjum tóku rausnarlega á málum. Það kom fram í Morgunblaðinu á mið- vikudaginn að félag eitt hélt bingókvöld þar sem söfnuðust mn 60 þúsund danskar krónur eða um 600 þúsund krónur. Ræðismaður íslands í Færeyjum greindi og frá því aö mikill áhugi væri á söfnun- inni og einstaklingar jafnt sem fé- lagasamtök gæfu fé. Nefndi hann að margir hefðu gefiö þúsund danskar krónur eða sem svarar tíu þúsund íslenskum krónum. Þessar tölur eru í raun ótrúlegar og sýna okkur hver er vinur í raun. Það hefur komið í ljós í viðtöl- um við Færeyinga að þeir finna mjög til skyldleika þjóðanna í hörmungunum á Vestfjörðum. Lífsskilyrðin eru svipuð hjá ey- þjóðunum tveimur. Sjórinn er sóttur frá litlum plássum þar sem allir þekkja aila. Fjölmargir Fær- eyingar hafa unnið hérlendis og gera raunar enn. Það kom fram í áðurnefndu sjónvarpsviðtali að þegar ósköpin dundu yfir á Flat- eyri voru tvær færeyskar stúlkur búsettar þar og unnu í frystihús- inu. Þær eru nú komnar til síns heima en önnur þeirra er ákveðin að fara aftur til Flateyrar og hin hugleiðir málið. Væringum vikið til hliðar Aðrar norrænar þjóðir hafa og fylgst náið með atburðunum á Flateyri. Athýglisvert er að fylgj- ast með því hve norskir fjölmiðlar hafa gert málinu góð skil. Svo var einnig í Súðavíkurslysinu. Norsk- ir fjölmiðlar sendu blaðamenn umsvifalaust til íslands vegna slysanna og greindu nákvæmlega frá því sem gerðist. Þetta sýnir tengsl þjóðanna og hve nátengdar þær eru í raun. íslendingar hafa Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri átt í deilum við Norðmenn vegna veiða í Barentshafi. Allar slíkar væringar verða léttvægar þegar á bjátar og þá finnum við að frænd- ur okkar hugsa hlýtt til okkar. Það er mikils virði. Samhugurinn mikils metinn Við íslendingar þurfum að sýna í verki að við kunnum að meta þessa vináttu og þennan samhug. íslendingar og Færeyingar eru tvær smáþjóðir sem eflaust gætu aukið samstarf sitt. Færeyingar hafa nánast einir þjóða fengið að- gang að veiðum innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Sumir hafa litið þessar veiðiheimildir hornauga og talið að okkur veitti ekki af þeim kvóta sem í boði er. Færeyingar hafa vonandi þaggað niður slíkar raddir með örlæti sínu í okkar garð. Þeir hafa sýnt okkur þvílíkt vináttubragð vegna snjóflóðanna um að þétta byggðina neðst á eyr- inni. Sú stefna er skynsamleg. Það hefur sannast með áþreifanlegum hætti að byggð sem teygir sig frá eyrum í átt að bröttum fjallshlíð- um er varhugaverð. Við því verð- ur að bregðast og miklu víðar en á Flateyri og í Súðavík. Hið sama á við um fleiri staði á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Hætta vegna snjóflóða verður nú metin upp á nýtt og á grundvelli nýrra rannsókna. Við verðum að læra af þessari hitru reynslu. Endurbygging í kjölfar nýs hættumats verður ekki nema til komi stuðningur úr sam- eiginlegum sjóði allra lands- manna. Svo verður að vera enda eiga menn að geta sofið öruggir heima hjá sér. Hitt er svo gott að vita að ef eitt- hvað bjátar á þá vitum viö að við eigum góða að. Við sendum grönn- um okkar bestu kveðjur. Jónas Haraldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.