Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 JJ* Ungir söngfuglar vinna saman: Sýnum á okkur nýjar hliðar - segja þau Emiliana Torrini og Páll Úskar Hjálmtýsson sem hafa gefið út eigin plötur „Ég ákvað fyrir fjórum árum að gefa út ballöðuplötu þar sem ég gæti sýnt mínar bestu hliðar. Þessa plötu tileinkaði ég móður minni vegna þess að á henni eru nokkur lög sem hún leyfði mér fyrst að heyra. Einnig átti hún þátt í að koma á laggirnar því fyrirtæki sem ég stofn- aði í kringum plötuna. Hún stóð með mér í þessu allan tímann eins og svo mörgu öðru í lífinu. Það er óneitanlega skrýtin tilfinning að hún skuli deyja sama dag og platan kemur út. Hún var búin að heyra plötuna og var ánægð með hana,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem var að senda frá sér nýja plötu, án stuðnings frá plötuútgáfu. Önnur ung söngstjarna, Emiliana Torrini, var einnig að gefa út eigin plötu og þau ætla á næstu vikum og mánuðum að vinna saman við að kynna afurðir sínar. Þau hafa feng- ið hljómsveitina Fjallkonuna til að vinna með sér, en sú hljómsveit var einnig að senda frá sér plötu á eigin vegum. „Við ætlum að byrja í fram- haldsskólum í Reykjavik en síðan förum við um allt land,“ seg- ir Páll Óskar. Þrátt fyrir að þau heQi tónleikaförina í skólum vilja þau meina að plötur þeirra séu fyrir fólk á öllum aldri. Kemur á óvart list.“ Þegar Emiliana er spurð hvort það hafi ekki verið áhætta að gefa út plötu á eigin vegum, svarar hún: „Ég er orðin 18 og má skulda pen- ing.“ Páli finnst það fyndið og segir: „Frábært." Sýnir nýja sönghæfileika Hún vill ekki meina að velgengn- in með Spoon-plötuna hafi verið henni hvatning. „Það kom mér úr jafnvægi þegar ég var með Spoon hversu mikið var gert úr söngnum - hann var ekkert svo æðislegur - þetta var frekar raul en söngur. Á þessari plötu sýni ég á mér margar nýjar hliðar," segir Emiliana. „Ég vildi líka standa að þessu ein og taka áihætt- una,“ segir hún. Páll Óskar segist hins vegar vilja -:fá borgað fyrir vinnu sína. „Það er grundvallarástæðan," segir hann. Einhver óskrifuð lög segja aö lista- maður eigi að búa til hljómplötu í sjálfboðavinnu. Síðan á hann að afla sér fjár með þvi að spila á böllum sem er lýjandi og stundum hættu- legt. Ég vona að með þessu framtaki okkar verðum við öðrum listamönn- um til eftirbreytni. Þetta er miklu minna mál en marga grunar. Maður þarf bara fyrst og fremst að treysta á sjálfan sig,“ segir hann. „Vera svo- lítið kaldur og kunna að taka áhættu," bætir hún við. „Maður sendir ekki frá sér plötu nema vera sáttur við hana og vita að fólk vilji hlusta á mann. Að hafa trú á sjálf- um sér,“ bætir Páll Óskar við. _ Algjör stöðnun „Ég held að íslenskur tónlistar- heimur sé nokkuð staðnaður," segir Emiliana. „Maður þarf að kenna fólki að hlusta. íslendingar hlusta örugglega minnst á blús í öllum heiminum. Sama má segja um tón- listina sem Palli er með á sinni plötu - fólk á að hlusta á hana. Mér finnst platan hans góð.“ „Hennar' plata er líka frábær. Hún tekur miklar raddfimleikaæf- ingar á plötunni. Ég er mjög hrifinn af því að gerð sé plata til að bjarga þeirri tónlistareklu sem við erum að upplifa," segir Páll Óskar. „Mig langar að kenna fólki að fara á tónleika og hlusta. íslend- ingar spá helst í hvaða tónlist sé hest í partíum eða til að dansa við,“ segir Emiliana. Hugmyndin að samstarfi ■.•sm „Ég er ballöðusöngvari og lít á mig sem slíkan," segir Páll Óskar. „Þarna er ég á heimavelli og er mjög ánægður með plötuna. Ég gerði texta við helming lag- anna en lögin eru úr ýmsum áttum. Eina skilyrðið sem ég setti var að lögin myndu hæfa röddinni. Þetta er tals- vert ólíkt því sem ég hef áður gert. Ég tel mig geta gert ýmsa hluti og finnst ég þurfa að takast á við eitt- hvað nýtt í hvert skipti sem ég gef út plötu. Ef þessi plata á eftir að kopia fólki á óvart þá lofa ég því að koma mun oftar á óvart á næstu árum. Þetta er bara fyrsti hlutinn af margra ára plani,“ segir Páll Óskar, sem er 25 ára. Emiliana segist vera kærulausari en Páll. „Ég ákvað að gera plötuna viku áður en ég lét verða af því. Ekki veit ég hvernig mér datt það í hug. Ég hlýt að vera rugluð því sum lögin ákvað ég meðan á upptökun- um stóð. Þessi lög koma úr öllum áttum, mest blús. Þetta er allt annað en ég hef áður gert. Ég gæti aldrei fest mig i einhverju einu - þarf örugglega að prófa allt,“ seg- ir Emiliana sem gerði garð- inn fyrst frægan með hljóm- sveitinni Spoon. „Mig lang- aði að syngja, ekki raula. Þetta er mín plata þó ég sé ekki tilbúin núna til að koma með frumsamda tón- þeirra kom frá Jóni Ólafssyni, fyrr- um Bítlavini. „Jón spilar undir á plötum okkar beggja og þar sem hann leikur með Fjallkonunni þótti honum rétt að við ynnum saman að því að kynna okkur. Tónleikarnir okkar verða því mjög fjölbreyttir," segir Páll Óskar og bætir við. „Ég held að það hafi engin stelpa komið svona fram síðan Grýlurnar voru og hétu.“ I sambandi við áhorfendur „Ég varð rosalega hissa þeg- ar ég heyrði þig syngja blús. Það gæti ég aldrei gert. Ég er of ánægður með lífið til að geta sungið blús. Það þýðir þó ekki að ég geti ekki túlkað tregafull lög,“ segir Páll Óskar. „Mín plata er ekki tregafull," svarar Emil- iana. „Þetta eru gríntextar og ekkert sorglegt við þá.“ Emiliana er í söngnámi hjá Þuríði Pálsdóttur og er mjög ánægð með það. Páll Óskar segist aldrei hafa lært að syngja. „Ætli Þuríður geti kennt mér?“ spyr hann og Emiliana fullyrðir að svo sé. Páll Óskar segir að þó að hann og Emiliana séu gjöró- lík eigi þau það sameiginlegt að geta stungið sér í sam- band við áhorfendur. -öEn ætla þau að syngja saman á tónleikunum? „Það er aldrei að vita. Jú, ætli við græjum það ekki bara,“ svarar Páll Óskar og Emiliana samþykkir það. -ELA Söngfuglarnir Emiliana Torrini og Páll Oskar eru bæði að gefa út eigin plötur og ætla að vinna sameiginlega að kynningu með tón- leikahaldi um allt land. DV-mynd GVA Með grját í maganum Þau segjast vera stolt yfir fram- taki sínu. „Ég var reyndar með grjót í maganum meðan á þessu stóð en þegar ég var búinn að fá upptökurn- ar í hendur gat ég slakað á,“ segir hann. Emiliana segist hafa verið kærulausari meðan á upptökunum stóð en hafi síðan fengið áhyggjur þegar henni varð hugsað til þess að koma plötunni á markað. „Rosalega erum við ólík. Þú gerir plötuna þína með viku fyrirvara en ég á fjórum árum. Þú ert kærulaus í stúdíói en ég með magapínu," segir Páll Óskar. „Ég ætla að markaðssetja mig í þetta skiptið og hef haft mik- ið að gera í því að láta fram- leiða boli, lyklakippur, blý- anta, strokleður og vegg- spjöld," segir hann enn frem- ur. „í því erum við líka ólík,“ bætir hún við. „Ég ætla að ganga alla leið í glamúrn- um,“ segir hann. „Þetta er nú bara hálfgerð brussuplata hjá mér,“ segir Emiliana. %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.