Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 21 fí fc Bridgeblaðamannaverðlaunin 1995: Precisionverð- launin fyrir bestu varnarspila- mennskuna Félag bridgeblaðamanna veitir árlega verðlaun fyrir besta ár- angur á öllum sviðum bridgespilsins, s.s. í sögnum, úr- spili eða varnarspilamensku. Pakistaninn Zia Mahmood kemur oft til álita þegar verð- laun þessi ber á góma og þetta sinn var engin undantekning. Spilið sem um ræðir kom fyr- ir á sumarlandsmóti Bandaríkj- anna 1994 og það var glæsileg varnarspilamenska Zia, sem var verðlaunuð. 4 D73 44 G983 ♦ 973 4 ÁK9 * AG1064 V K52 * Á106 * 107 4 985 44 74 4 KG54 * D863 N 4 K2 44 ÁD106 ♦ D82 * G542 S/Allir Norður Austur Suður Vestur 1* pass 14 pass 1G pass 24 pass 2» pass 3G pass pass pass Zia sat í austur og vestur spil- aði út tígulþristi. Það var eðlilegt útspil því tígulsögn norðurs var kröfusögn sem spurði um hálita- stöðu suðurs. ■ Við skulum fyrst athuga hvernig málin þróast með venju- legri vörn. Suður lætur lítið úr blindum, austur drepur með kóngi og spilar meiri tígli. Suður sér nú að hann getur ekki fengið níu slagi, nema spaðaliturinn gefi a.m.k. þrjá. Hann spilar því spaðakóngi og svínar síðan spaðatíu. Þar með eru tíu slagir upplagðir og þannig gerðust hlutirnir á hinu borðinu hjá sveitarfélögum Zia. Zia sá strax að spaðinn lá hag- stætt fyrir sagnhafa og hann reyndi því að rugla sagnhafa í ríminu. Hann setti því tígulgosa í fyrsta slag, sem gat reyndar aldrei kostað neitt, hver svo sem ætti tíguldrottninguna. Umsjón Stefán Guðjohnsen Þegar suður fékk slaginn á drottninguna var hann sann- færður um að tígulkóngurinn væri hjá vestri. Hann gat því fengið þrjá tígulslagi, í stað tveggja. Þar með átti hann mögu- leika á sjö slögum á rauðu litina og tveir á spaða nægðu í geimið. Hann tók því þrisvar hjarta og þegar gosinn kom ekki svínaði hann tígulíu. Nú drap Zia á tígul- kónginn og spilaði laufdrottn- ingu. Spilið var nú tapað. Það er vert að taka eftir því að Zia spilaði laufdrottningunni þótt það skipti ekki máli í þessu tilfelli. Hefði vestur átt ÁG9 í laufi var nauðsynlegt að spila drottningunni en i reyndinni var grunnur að ósigri sagnhafa lagð- ur með tígulgosanum í fyrsta slag. AÍlll ES3 lififls 904*1 700 Verö aðeins 39,90 mín. lj Lottó I _2j Víkingalottó 3j Getraunir BESTA VERD í BÆNUM Fóðraður skyrtujakki Stærðir: M-L-XL-XXL Hettu-kuldaúlpa Tvöfaldir olnbogar Stærðir: M-L-XL-XXL LAUGARDAG10-16 SUNNUDAG 12-16 SÍÐUMÚLA 34 (Fellsmúlamegin) • SIMI 588 7332 | OPIÐ: MÁNUD. - FÖSTUD. 9-18 • LAUGARDAG 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.