Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Blaðsíða 28
uS*f
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995
t
IJV LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995
Við erum landflótta
r
Islendingar
- segja Anna Kristín og Heiðar sem gáfust upp a skuldabaslinu heima
Heiðar og Anna höfðu ekki efni
ið er á leiðinni.
á að eignast barn á Islandi. Nú eru þau bæði í vel launaðri vinnu, hafa eignast stórt en ódýrt einbýlishús og fyrsta barn-
DV-mynd Pálmi
Pálmi Jónasson, DV, Kaupmannahöfn:
„Við erum búin að vera hérna í fjóra
mánuði en erum strax farin að sjá
verulegan árangur. Hér í Hanstholm
höfum við getað gert hluti sem við
höfðum ekki látið okkur dreyma um
heima. Það eitt gerir það að verkum að
maður er ekki tilbúinn að fara aftur
heim - þegar maður sér loksins að mað-
ur getur gert eitthvað virkilegt í líf-
inu,“ segir Anna Kristín Davíðsdóttir.
Anna Kristín og Heiðar Svanur Óskars-
son eru nýflutt til Hanstholm, ríflega
3000 manna fiskibæjar á norðyestur-
strönd Jótlands. f þessari litlu íslend-
inganýlendu búa 160 íslendingar sem fá
ekki undir 1.000 krónum á tímann og
flestir hafa keypt sér einbýlishús á um
5 milljónir króna. Allir sem DV
ræddi við voru mjög ánægðir með
vistina í Hanstholm.
Anpa og Heiðar höfðu nýlega
keypt sér 3ja herbergja íbúð á
ísafirði. Hann vann í frystihús-
inu á Hnífsdal, hún var aðstoð-
armatráðskona á sjúkrahúsinu.
Lífið gekk út á það eitt að
vinná upp í skuldir. Það tókst
með mikilli yfirvinnu og til-
heyrandi aukavinnu á
kvöldin. En þau gáfust
upp á streðinu og settu
Ibúðina í sölu. Um leið og
hún seldist var farið til
Hanstholm að skoða að-
stæður. Þau leggja ríka
áherslu á mikilvægi þess
að vera vel undirbúin því
margir hafa vaðið út í
óvissuna. Þegar þau fluttu
utan voru þau búin að
festa sér hús og vinnu.
Launin eru miklu betri og
120 fermetra einbýlishús
með 900 fermetra garði og
bílskúr kostaði svipað og
litla íbúðin á ísafirði, eða
5,6 milljónir.
Þau fluttu utan 28. maí í
vor, fengu húsið afhent 1.
júní og hyrjuðu að vinna
viku síðar. „Fólk skildi ekkert í þessari vit-
leysu. Við reyndum að segja því að okkur
væri gefinn kostur á betra lífi. Það skildi
ekki að við neituðum að taka þátt í þessu
20-30 ára streði heima til þess að koma und-
ir okkur fótunum - ef það þá tekst. Hér er
lífið fram undan, eitthvað annað en bara
skuldir."
Islendingar einangrast
Þótt þetta unga par hefði undirbúið ferð-
ina vel þurfti það að byggja upp nýtt heim-
ili. Heiðar segir að fyrir utan einn stól sem
þau fluttu með sér hafi þau keypt allt inn-
bú, nýtt eða notað. Það hafl gengið vel enda
sé kaupmátturinn allur annar en heima:
„Það er gott að setjast hér að,“ segir Heiðar.
„Danimir hafa tekið okkur mjög vel í alla
staði. Daginn sem við fluttum inn komu t.d.
þrjár nágrannafjölskyldur með blóm og
buðu okkur velkomin í hverfíð. Einnig buð-
ust okkur afnot af klippum, sláttuvél, bor-
vél eða hverju sem okkur vantaði. Hér lána
nágrannar hver öðrum og við vorum þegar
velkomin inn í það kerfi. Heima líður mán-
uður áður en menn þora að heilsa nágrönn-
unum. Hér finnst fólki það áreiðanlega und-
arlegt að við höfum ekki enn boðið í seinni-
partsbjórinn. Það tekur tíma að læra inn á
þetta afslappaða andrúmsloft," segja þau.
Danskan hefur heldur ekki verið það
vandamál sem þau bjuggust við. Þó eru is-
lendingar sem hafa búið þarna á annað ár
án þess að læra orð í dönsku. „Það er grát-
legt að sumir íslendingarnir eru að einangr-
ast og umgangast Danina ekkert. Samt er
boðið upp á sérstaka dönskukennslu fyrir
íslendinga. Ég sæi það nú ekki gert fyrir
Pólverjana heima á ísafirði,“ segir Anna
Kristín. „Hins vegar er rétt að taka það
fram að þótt þetta gangi vel er þetta ekki
gull og grænir skógar. Maður fær ekkert
rétt upp í hendurnar. En ef menn vilja
leggja eitthvað á sig uppskera þeir örugg-
lega samkvæmt því,“ segir Heiðar.
Þau segja markaðinn fyrir íslenskt
vinnuafl í Hanstholm virðast vera að mett-
ast. Fyrir ári gátu menn komið tómhentir
og gengið strax inn í vinnu. Nú þurfi að
hafa meira fyrir hlutunum, hafa trygga at-
vinnu og húsnæði.
Flýja spillingu og fátækt
„Það má kannski segja að við séum land-
flótta íslendingar,“ segir Anna. „En við fór-
um fyrst og fremst vegna spillingar í verka-
lýðshreyfingunni og stjórnmálum. Fólk get-
ur ekki treyst því sem við það er sagt og því
er lofað. Það er alltaf verið að kippa undan
því fótunum. Atvinnuleysið á íslandi er
ekki ástæðan því þar fá allir vinnu sem það
vilja. Það er bara staðreynd. Maður er
dæmdur til að vera fátækur á íslandi," seg-
ir Heiðar og þeim er heitt í hamsi þegar
rætt er um ástæður landflóttans.
„íslenska kerfið er einfaldlega byggt
þannig upp að maður er dæmdur til að vera
í basli nema ríkir foreldrar geti mokað í
mann peningum langt fram eftir aldri. Að
eignast íbúð er varla mögulegt. Ef ungt fólk
langar til að eignast barn hefur það vart
efni á því. Það líður vanalega ekki langur
tími þar til vanskilaskuldir hrannast upp af
íbúðinni. Við stóðum alltaf í skilum en mik-
ið djöfull gat það verið erfitt."
í Hanstholm segja þau ástandið allt ann-
að. Þar sé hægt að lifa mannsæmandi lífl,
orð standi og fjármálin séu í föstum skorð-
um. Einnig finnst þeim mikill munur á
rekstri fyrirtækjá. í Hanstholm þekkist
ekki forstjórajeppar eða fyrirtækjabílar.
Eigendurnir vinna á gólfinu í sloppum og
sérhæfmg er mikil varðandi hráefni og
tæki. „Bruðl og ævintýraleg yfirbygging
þekkist ekki hér. Þetta bara virkar.“
Loksins efni á að eignast barn
Anna segist stefna á 4-5 ára veru i Dana-
veldi. „Draumurinn er að koma utan, koma
undir mig fótunum og komast í skóla. Þá
get ég farið heim og fengið góða vel launaða
vinnu. Ég get bara ekki verið annað en
ánægð hér. En ég hugsa að það komi að
þeim tímapunkti að mig langi til að fara
heim til fjölskyldunnar. Við eigum von á
barni og auðvitað langar mig tU þess að
barnið geti umgengist sina nánustu."
Það var daginn sem þau fóru tU Han-
stholm sem þau fréttu að Anna væri barns-
hafandi. Þau segja barnið ánægjulegt slys
því þau voru búin að reikna það út að þau
hefðu ekki efni á barneignum á íslandi.
„Börn eru forréttindi á íslandi. Þetta var
því ánægjulegt slys þótt það hefði verið
betra að hafa aðeins lengri tíma til að vinna
sig upp. En við komum til með að ráða við
þetta af því að við erum hér.“
íslendinganýlenda
Hanstholm er á norðvesturströnd Jót-
lands og er stærsta flskihöfn Danmerkur.
Ríflega annar hver flskur sem landað er
kemur frá útlöndum og höfnin er einnig
viðkomustaður fyrir ferjur. Að auki er tölu-
verð ferðaþjónusta á svæðinu í tengslum
við strandlíf ýmiss konar, náttúrufegurð og
fornminjar, auk íþrótta. Staðurinn státar
m.a. af því að vera við besta brimbretta-
svæði í norðanverðri Evrópu. Hanstholm er
ungur bær og fór ekki að byggjast svo
nokkru næmi fyrr en höfnin var fullgerð
1967. Nokkur byggð hefur þó alltaf verið á
svæðinu og má þar m.a. flnna menjar frá
steinöld og víkingatíma. Bæjarstæðið liggur
fyrir opnu hafi þar sem Skagerak og Norð-
ursjór mætast og svæðið var því hernaðar-
lega mikilvægt í síðari heimsstyrjöldinni.
Þá reistu þúsundir Þjóðverja þar stærsta
virki Norður-Evrópu. Samkvæmt upplýs-
ingum hagstofunnar búa 160 íslendingar á
svæðinu en í Hanstholm eru einungis um
3.000 íbúar. Aðeins 62 koma frá öðrum stöð-
um en íslandi og Danaveldi. Fjölgun íslend-
inga hefur verið geysilega mikil og má
nefna að fyrir einu og hálfu ári voru Islend-
ingarnir 36 talsins. Þeir heimamenn sem
rætt var við voru þó ánægðir með veru Is-
lendinganna, þeir sinntu sérhæfðum störf-
um og tækju því ekki vinnu frá heima-
mönnum. Hins vegar eru margir sem
blanda alls ekki geði við heimamenn og ein-
angrast.
Stefna stinnar á Jótland
- ekki heim
Þessi mikli fjöldi Islendinga hefur orðið
til þess að þeir sem lengst hafa verið í bæn-
um eru margir hverjir farnir að hugsa sér
til hreyfings. Þeir vilja flytja sunnar á Jót-
land til þess að komast betur inn í danskt
samfélag og jafnvel komast í annað en fisk.
- segir Jónas Guðmundsson í Hanstholm
um frystihúsum á íslandi gengur
illa, ætli það séu ekki háu launin
sem eru að drepa þau. Ég vildi óska
þess að ísland myndi rísa úr
öskustónni en til þess þarf þenkj-
andi menn á Alþingi. Landinu er
stýrt af landráðamönnum sem vís-
vitandi vega að hornsteini þjóðfé-
lagsins. Ef þeir gera það ekki vísvit-
andi, þá eru þeir bjánar. Menn mega
bara ekki gleyma því að það þurfti
heljarinnar átak fyrir fólk á sínum
tíma að flytja vestur um haf. Það
þarf ekki mikil harðindi nú á dögum
til að fólk fari, eftir að hafa verið
haldið kverkataki árum saman,“
sagði Jónas að lokum.
„Menn hljóta að velja sér búsetu
eftir afkomu, það gera allar skepn-
ur,“ segir Jónas Guðmundsson sem
flutti ásamt konu sinni Helenu Sör-
ensdóttur og fjölskyldu til Hanst-
holm síðasta sumar. Helena og elsti
sonurinn vinna í fiski en yngri börn-
in tvö eru i skóla.
Sjálfur vinnur Jónas í fjögurra
manna fiskvinnsluhúsi. Með svolít-
illi aukavinnu skilar það honum um
og yfir 300 þúsund íslenskum krón-
um í mánaðartekjur, eða gott betur
en venjulegum fiskvinnslumanni á
íslandi. Þau voru bæði í ágætu starfi
á Eskifirði og Jónas segir flutning-
inn því frekar hafa verið ævintýra-
þrá sem varð að veruleika eftir að
þau höfðu kynnt sér launamál, verð
á húsnæði og þess háttar.
Hann segir íslendingana í Han-
stholm almennt vera ómenntað
verkafólk í kringum fertugt sem hafi
ekki séð fram á að komast nokkum
tímann út úr skuldafeni og vandræð-
um. „Verðlagið og kaupgetan er
þannig á íslandi að menn verða að
lifa um efni fram, safna skuldum eða
stela.
Svelt ekki fyrir söknuðinn
Hér í Hanstholm er fyrirkomulag-
ið allt annað. Hér er greiösluöryggi
sem er óþekkt á íslandi og allt fer í
gegnum bankann. Þetta er alveg nýtt
fyrir íslendinga sem eru að drukkna
í gluggapósti upp fyrir augasteina.
Hér hefur maður alltaf nóg fyrir öll-
um nauðþurftum enda verða menn
bara að kyngja því að hér er borgað
einstakiega vel fyrir fiskinn." Þrátt
fyrir allt viðurkennir Jónas að hann
sakni íslands, ræturnar séu jú alltaf
til staðar. „En söknuðurinn er ekki
svo mikill að maður vilji svelta fyr-
ir hann. Ég hef enga löngun til þess
að flytja aftur til íslands. Nú hef ég
líka efni á að heimsækja vini og
vandamenn. Þegar við vorum á
Eskifirði hafði ég ekki efni á að fara
til Reykjavíkur. Nú get ég farið 1-2
sinnum til íslands ef ég vil.
Landráðamenn
eða bjánar
Ef öll skip íslands, náttúruauðæfi,
útflutningsvörur og allt sem landið
hefur upp á að bjóða væri til staðar
í Árósum held ég að þeir hefðu það
djöfulli gott. Þar búa einmitt um 260
þúsund manns. En Danirnir þurfa
að byggja allt sitt á hugvitinu.
Heima er hugvitið ekki til staðar,
því það fer sjálft úr landi. Það er
hægt að ná langt á hugvitinu. Mörg-
37
Fólk er að gefast upp og eftir 5-6 ár verður sprenging. Það verður alger
landflótti," segir Guðmundur Geir Maríasson. DV-mynd Pálmi
Guðmundur Geir Maríasson flúði virðingarleysi og óöryggi:
Landflóttinn verður
ekki stöðvaður
„Það er mín skoðun að það sé of
seint að snúa þróuninni við á ís-
landi. Skellurinn verður stærri
hjá okkur en Færeyingunum sem
þó hafa Danina. Fólksflóttinn
núna er bara upphafið. Fólk er að
gefast upp og eftir 5-6 ár verður
sprenging. Það verður alger land-
flótti því menn verða að athuga að
núna er ekki meira mál að fara á
milli landa en var að fara á milli
flarða fyrir 15-20 árum,“ segir
Guðmundur Geir Maríasson.
Guðmundur flutti síðasta sum-
ar tU Hanstholm ásamt perúskri
eiginkonu sinni, Gladys Marías-
son. Þau komu til Hanstholm með
sjónvarp og hljómflutningstæki
en annað hafa þau keypt nýtt inn
í einbýlishús sitt. Gladys bjó með
Guðmundi í 5 ár á íslandi en leið
alla tíð illa. Nú blómstrar hún í
Hanstholm. Þau vinna bæði í fisk-
vinnslu og hafa ríflega 1.000 krón-
ur íslenskar á tímann.
Virðingarleysi
og óöryggi
„Ástæðan fyrir því að menn eru
að flýja land er fyrst og fremst
virðingarleysi við almenning. Það
er ruddaskapur að bjóða fólki upp
. á að vinna fyrir 50-80 þúsund
krónur á mánuði þegar aðrir leika
sér að því að fá milljón á mánuði.
Fólk fær 300 krónur á tímann á
meðan stjórnendur sem fara með
fjöregg þjóðarinnar skammta sér
10 þúsund krónur á tímann. Svo
skilur Páll Pétursson, félagsmála-
ráðherrann, ekkert í því að eng-
inn vUji vinna fyrir 60 þúsund
krónur í frystihúsi og vill banna
útlendinga. Hann ætti að prófa að
lifa á þessum launum, ráðherrann
og stórbóndinn. Og frúin er nú
ekki tekjulaus heldur.
Skrípaleikur
og skuldasöfnun
Það fer meiri fiskur um höfnina
hérna í Hanstholm en aUur sá
fiskur sem kemur að landi heima
á íslandi. Fiskurinn kemur alls
staðar að. Þeir fara norður í
Smugu og keyra fisk hingað frá
PóUandi. Síðan er hann unninn
hér á helmingi hærra kaupi og
keyrður niður til Portúgals og
Spánar. Hérna gengur þetta upp.
Skrípaleikurinn er slíkur heima
að útlendingar mega ekki landa
fiski til þess að nýta þessi miUj-
arðahús sem hafa verið byggð
upp. Á Islandi er það lika þannig
að ef einstaklingur verður gjald-
þrota er öllu kippt undan honum.
En ef útgerðarfyrirtæki úti á
landi fer á hausinn þá gerist ekk-
ert. Það sjá allir hvert stefnir en
fyrst fá þeir stórpeninga úr
Byggðasjóði og að lokum er bæjar-
félagið látið ganga í ábyrgðir.
Loksins er fyrirtækinu lokað með
tugmilljarða skuldir á bakinu. Eft-
ir sitja eigendurnir i einbýlishús-
unum sínum og skammast sín
ekki einu sinni. Þetta þarf al-
menningur að hlusta á heima og
getur ekki gert neitt.
Manneskjulegra
þjóðfálag
Mestur finnst mér samt munur-
inn hvað öryggi varðar. Heima er
alls ekkert öryggi. Ef fólk lendir í
vandræðum, veikindum, skilnaði
eða öðru er það gjörsamlega sleg-
ið niður. Vinir og vandamenn
þurfa að skrifa upp á allan fjand-
ann og þvi dragast fleiri niður í
faUinu. Um leið og eitthvað kemur
fyrir eru tíu lögfræðingar komnir
á bakið á þér. Fólk lifir í stöðug-
um ótta yfir því að eitthvað gerist.
Fyrir hinn almenna borgara er
þetta mannvonskuþjóðfélag sem
er verið að byggja upp. Ef þú
kaupir hús hérna tekur bankinn
veð í húsinu. Punktur. Verkalýðs-
félögin hjálpa fólki aftur á fæt-
urna ef það lendir í veikindum
eða öðru. Ef menn eru með papp-
írana í lagi eru þeir komnir með
fuU réttindi í verkalýðsfélaginu
eftir 2-3 mánuði - aðrir þegar þeir
eru búnir að borga í eitt ár. Þetta
öryggi nær yfir öll svið og því er
þetta miklu manneskjulegra þjóð-
félag,“ segir Guðmundur Geir
Maríasson.