Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995
39
„Aðalatriðið er að við
sem setjum þetta upp
hér í Borgarleikhúsinu
höfum gaman af
þessu og sýnum hvað
hægt er að gera þegar
ungt fólk tekur hönd-
um saman," segir Hel-
ena Jónsdóttir, leik-
stjóri söng- og dans-
leiksins Dagur.
DV-mynd GVA
og sagði Helena þeim hafa líkað
mjög vel og hlegið þar sem hlæja
átti.
„Þeir tóku vel á móti okkur og
fannst mjög gaman. Þetta er áhuga-
mannahópur sem setur verkefnið
upp. Þetta er alls ekki þungt verk
sem ætlað er að skilja einhver ósköp
eftir. Þetta er enginn Shakespeare.
Það sem við erum að gera er að
varpa skímii inn í skammdegið og
létta brúnina á fólki. Aðalatriðið er
hins vegar að við sem setjum þetta
upp höfum gaman af þessu og sýn-
um hvað hægt er að gera þegar ungt
fólk tekur höndum saman.“
-pp
Helena Jónsdóttir setur upp söng- og dansleikinn Dag ásamt félögum sínum:
„Við erum að gera góðlátlegt grín
að okkur sjálfum og jafnöldrum okk-
ar. Þetta gerist allt á einum sólar-
hring og hefst á því að ungt par, sem
hittist á veitingahúsi kvöldið áður,
vaknar hlið við hlið eftir gaman-
sama nótt. Þau þekkjast ekki en
annað þeirra kannast við hitt. Við
fylgjumst svo með lifi þeirra i einn
sólarhring og þeim persónum sem
búa á heimili stúlkunnar. Þar er há-
skólaborgarinn, menntaskólanem-
inn, sá neikvæði og sú jákvæöa, sem
vill vera þula í ríkissjónvarpinu og
syngja í sjónvarpsþætti. Svo kemur
í heimsókn ryksugusölumaður og
ljóða- Úlíhildur, sem er vergjörn
ung kona,“ segir Helena Jónsdóttir,
leikstjóri og höfundur dans- og söng-
leiksins Dagur, sem frumsýndur var
í Borgarleikhúsinu sl. fimmtudag.
Frumraun
Hér er um frumraun Helenu sem
höfundur dans- og söngleiks í fullri
lengd að ræða. í raun hefur hópur
leikara, dansara og tónlistarmanna
lagt sitt af mörkum til að gera sýn-
inguna að raunveruleika. Helena
átti hugmyndina að verkinu, leikar-
ar og dansarar komu með sínar hug-
myndir að útfærslum, tónlistar-
menn sömdu tónlistina og síðan sá
Helena um að fmstilla hópinn. Auk
þessa sá hún um gerð leikmyndar
að hluta, dansar sjálf í sýningunni,
er danshöfundur og síðast en ekki
síst er hún leikstjóri verksins.
Alls koma 26 manns að sýníng-
unni en þar af eru 11 á sviði. Hópur-
inn kaUar sig Hamingjupakkið. Með
aðalhlutverk fer Jóhann G. Jó-
hannsson en einnig eru í hópnum
Benedikt Elfar, Brynhildur Björns-
dóttir, Gísli Magnason, Pétur Örn
Guðmundsson og Þórlákur Lúðvíks-
son sem einnig eru laga- og textahöf-
undar ásamt því að leika í verkinu.
Hljómsveitina skipa Gunnlaugur
Briem og Hrólfur Sæmundsson, sem
sjá einnig um lagasmíðar, Stína
- ætlunin að varpa skímu inn í skammdegið og látta brúnina á fólki
Bongó, Tómas Jóhannesson og Jó-
hann Hjörleifsson
Löng meðganga
Helena segist lengi hafa gengið
með það í maganum að búa til dans-
verk enda hefur hún verið að dansa
meira og minna frá barnsaldri. Síð-
ustu árin hefur hún hins vegar átt
þátt í uppsetningu hverrar stórsýn-
ingarinnar af annarri í leikhúsum
borgarinnar.
„Ég ætlaði að kalla til hæfileika-
ríkt fólk á öðrum sviðum listarinn-
ar en ég er sérfróð á. í sumar sótti
ég síðan um litla sviðið í Borgarleik-
húsinu og fékk það til afnota. Eftir
að hafa skoðað aðstæður kviknaði
hugmyndin að verkinu á skömmum
tíma. Ég vann þetta þannig að ég
samdi uppkast að handriti og talaði
við það fólk sem ég valdi til starfa
með mér og það útfærði mínar hug-
myndir. Ég fastmótaði þær síðan,“
segir Helena.
r
Ahorfendur gætu
séð sjálfa sig
Hún segir persónurnar sóttar í
hennar eigið umhverfi og þeirra
sem taka þátt í sýningunni. Margir
ættu því að sjá sjálfan sig eða ein-
hvern sem þeir þekkja í personun-
um sem koma fram í sýningunni.
„Hver kannast ekki við af eigin
reynslu eöa einhvers annars að
vakna daginn eftir rekkjufarir við
hliö einhvers sem hann þekkir lítið
eða ekkert. Hver man til dæmis
ekki eftir brandaranum um gaurinn
sem sefur með strætókortið í nátt-
borðsskúffunni og réttir dömunni
sem hann svaf hjá um nóttina síðan
miða til að hún komist heim sem
fyrst. Það er meðal annars þetta sem
við erum að gera grín að,“ segir Hel-
ena.
Aðeins verða fjórar sýningar á
verkinu. Frumsýningin var á
fimmtudag og önnur sýningin er á
morgun en ágóðanum af þeirri sýn-
ingu verður varið til söfnunarinnar
Samhugur í verki, sem er til styrkt-
ar þeim sem lentu í snjóflóðinu á
Flateyri.
Helena segir þá sem unnið hafa
að sýningunni hafa gert það kaup-
laust. Ýmis fyritæki hafi einnig
kostað uppsetningu hennar en ætl-
unin sé síðan að skipta hagnaði ef
éinhver verður á milli þeirra sem
tóku þátt í henni.
Hlegið á réttum stöðum
Þegar viðtalið var tekið á fimmtu-
dag hafði generalprufa á verkinu
farið fram fyrir framan áhorfendur
Fíkus 60 cm. 235 kr.
Gúmmílré 60 cm. 390 kr.
Erica 390 kr. - Aloe 290 kr.
Drekalilja 40 cm. 245 kr.
Jukka lOO cm. 995 kr.
Burkni ffrá 198 kr. _ ._
POTTAHLIFijl-
AFIUfflR
BLOMAVASAII
| csllca cflcscfca
1 0-22
v/JossvogskirkjugarÖ sími 55 40 500