Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1995, Blaðsíða 34
42 unglingaspjall LAUGARDAGUR 4. NOVEMBER 1995 Tr'ti V Maður- inn mátt- lausi Kyrrstaðan er ákjósanlegt ástand hugans, ekki skuluð þið bregða út af aðalbrautinni og skoða hinar myrku hliðargötur lífsins. Helst á að læsa sig af, í litlu bæjarfélagi með fasta vinnu og ör- ugga afkomu til þess að geta greitt reglulega af lánum sem tekin voru til þess að kaupa raðhýsi, sem búa skal í, öruggri og raunverulegri tilveru. Ef þetta er gert eruö þið fullkomnir þjónar mín- ir, ofurmennisins. Þið hafið eitt líf en endilega reynið að halla ykkur upp að öxl trúarinnar til þess að sætta ykkur við hlutskipti ykkar sem beisluð lítilmenni, þar sem trúin lofar ykkur betri tilveru í næsta lífi. Þið getið haldið að ein- hver þarna uppi hugsi vel til litla mannsins, einhverjum sé ekki sama. Það er rangt. Stigið verður á ykkur og yfir allt ykkar auma líf af mönnum eins og mér. Við gerum það brosandi í andlit ykkar og þið munuð sætta ykkur við það því að þið eruð þrælar samfélagsins. Menntunar- leysi ykkar er okkar vopn. Maðurinn þjáis taf lífshöfnun Svarið við spumingu lífsins er spurning. Við sköpum okkar eigin menningu, djúpstæðar mál- hin hliðin fræðireglur, hugtakahvelfingu. Er gott að búa þar? Af hverju gerum við okkur veikbyggð og bæld? Er þessi menning í þágu lífsins? Er hún í þágu hamingjunnar? Maðurinn þjáist af lífshöfn- un. Menning skapar manninn og er hann því af- urð afurðar sinnar. Virkar menningin jákvætt eða neikvætt á manninn? Er þessi túlkun á veru- Hakemm er bestur - segir Jón Kr. Gíslason, þjálfari landsliðsins í körfubolta Jón Kr. Gíslason körfuboltamað- ur var ráðinn þjálfari landsliðsins í körfubolta í vikunni. Jón er þekktur körfuboltamaður en hann hefur þjálfað úrvalsdeildina i Kéflavík. Jón hefur verið fyrirliði landsliðsins um árabil og á 158 landsleiki að baki. Auk þess er Jón kennari í Holtaskóla í Reykjanes- bæ og starfaði sem fararstjóri hjá Samvinnuferðum-Landsýn sl. sum- ar. Það er Jón Kr. sem sýnir hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Jón Kristinn Gísla- son. Fæðingardagur og ár: 14. októ- ber 1962. Maki: Auður Sigurðardóttir. Böm: Dagur Kár, átta og hálfs mánaðar. Bifreið: Huyndai, árgerð 1992. Starf: Kennari og þjálfari. Laun: Ágæt. Áhugamál: Körfubolti og fjöl- skylda mín. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei, ég get varla sagt það en þó fékk ég einu sinni þrjá rétta. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Vera með stráknum mínum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Standa í biðröð. Uppáhaldsmatur: Gæsir, endur og rjúpur. Uppáhaldsdrykkur: Kók. Hvaða íþróttamaður flnnst þér standa fremstur 1 dag? Það er NBA- maðurinn Hakemm Olaju- von en hann er Nígeríumaður og langbesti körfuboltamaðurinn í Bandaríkjunum í dag. Uppáhaldstímarit: Karfan. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Leikkonan í súperman-þáttun- um á Stöð 2. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Ég hefði viljað hitta afa mína. Uppáhaldsleikari: Leslie Niel- sen. Uppáhaldsleikkona: Ellen í samnefndum sjónvarpsþáttum á Stöð 2. Uppáhaldssöngvari: Ég, heima hjá mér. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Enginn. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Simpson-fjölskyldan. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir og gamanþættir. Uppáhaldsveitingahús: Glóðin í Keflavík. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Grímsævintýri. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Eng- inn. Hvort horflr þú meira á Sjón- varpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Halti- Björn. Uppáhaldsskemmtistaður: Enginn. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Keflavík. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Já, að hafa það gott. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég málaði húsið mitt. Jón Kristinn Gísiason, landsliðsþjálfari í körfubolta. leikanum, sem menning okkar er reist á, þess virði að byggja líf okkar á henni? Því hvað er veruleikinn annað en það sem ákveðið er af menningu okkar og þróun hennar. Maðurinn ber falska vitund úr brunni menningarinnar. Lífið er blekking ef móðurspeninn er menningin. Sálin nær betur til blómanna úti á víðum velli „caos- ins“ en í djúpum og þröngum frumskógi menn- ingarinnar. Maðurinn verður að skapa sinn veru- leika, það er hans hlutskipti. Þið Ijúgið saman í hjörð Maðurinn virðist oft búa yfir svarinu við spurningu lifsins en þorir ekki að fylgja því vegna þess að hann skortir réttlætingu á svari sem hefur enga spumingu. Því er spuming svarið við tilgangi lífsins og hvernig eigi að fá sem mesta nálægð við hamingjuna. Sannleiksviljinn í vest- rænni menningu „kreddutrúin", hinn eini sanni veruleiki, hefur verið traust- ur hornsteinn fyrir litla manninn að byggja veruleika sinn á. Staðreynd er túlkun staðreynda. Maðurinn er listamaður og betra er að gera sér grein fyrir því og lifa á skapandi hátt en lifa í blekkingu um einn sannleik, þar sem sann- leikurinn er aðeins breytileg merking á „caos“. Þið ljúgið saman í hjörð, reglum sem all- ir verða að hlýða. Blekking er forsenda manlífsins og sann- leikans. Lífsöflin em sveigð undir lög- mál „skynseminnar" Hamingjan er fundin eftir ákveðinni for- múlu. Ekki á hún að endurspegla „veruleikann" heldur túlka hann í þágu lífsins. Er menningin okkar, sem er okkar afurð, þess virði að við byggjum líf okkar á henni. Þessi grein geymir upplýsingar sem eru eitur fyrir samfélagið en epli fyrir einstaklinginn, ef einstaklingurinn vill búa í samfélaginu með þessu hugarfari ber hann eitrað epli. Það þarf mjög sjálfsöruggan mann til þess að brjóta niður það öryggi sem skríllinn reynir að berja saman með veikri menningu en það er nauðsynlegt þar sem menningarfylgni er lífsskemmandi og eitrar sjálfssköpun, þar sem lifsöflin em sveigð undir lögmál „skynseminnar". Platon sagði að skynsemin ætti að stjórna, skapið að framkvæma og ástríðurnar að framleiða. Ekki get- ur þessi kenning talist rétt þar sem ástríðurnar mega aldrei taka stjórn- ina, blind ástriða afvegaleiðir skyn- semina. Ekki á aðeins að hlusta á það sem hausinn segir manni, þar sem hann er mjög mengaður af regl- um og gildum samfélagsins. Þeir sem hafa „guts“ eiga að ljá því eyra. Hlusta á hjartað, það ber mann oft heilan til hafnar. (Stuðst við rit Friedrichs Nietzsches) Sigurður Runólfsson nemandi á félagsfræðibraut Flensborgarskólans Richard Grieve eða Sam í nágrönnum: Sá myndar- legasti Nágrannar eða Neighbours hafa verið vinsælir þættir meðal ungs fólks. Einn aðalleikari þátt- anna er Richard Grieve, 25 ára, en hanh hefur farið með hlut- verk Sams Kratz. Hann þykir nógu myndarlegur, hávaxinn, dökkhærður og með brún augu, til að fá stelpur fyrir framan skjáinn og að þættinum. Sam er mikill töffari, ekur um á mótor- hjóli og fæst við hin ýmsu verk eins og t.d. að gera við bíla. Richard er vatnsberi og býr í Melbourne i Ástralíu. Hann á tvær eldri systur sem báðar eru hamingjusamlega giftar. Það má segja að hann hafi flækst um eins og vinur hans, Sam, því Richard bjó í Hong Kong og Malasíu þar til hann var þrettán ára, með fjölskyldu sinni, en fað- ir hans var að vinna á þeim stöðum. Hann fór í skóla til að læra dans og leiklist og hefur leikið í nokkrum leikritum í Ástralíu, þar á meðal eftir Shakespeare. Áður en hann byrjaði að leika í Nágrönnum hafði hann verið í tveimur öðrum áströlskum sápuóperum, Newlyweds og E Street. Uppáhaldsmaturinn hans er allur ítalskur matur og hann elskar að fara í útreiðartúra. Auk þess er hann mikill hlaup- ari og skíðaíþróttamaður. Alicia Silverstone. / ■ Nyiasta stjaman Clueless heitir unglingamynd sem Háskólabíó er að taka til sýn- ingar en myndin hefur fengið mjög góða dóma víðast hvar. Myndin þykir ijörug og skemmtileg og það er ekki síst unglingastjörnunni Aliciu Silverstone að þakka. Alicia, sem er 18 ára gömul, hefur áður leikið í sjónvarpsþáttum og kvik- myndum. Auk þess er hún hvað þekktust fyrir leik sinn í mynd- bandi með hljómsveitinni Aer- osmith sem fékk reyndar verðlaun hjá áhorfendum MTV sjónvarpsrás- arinnar. Alicia lék í myndinni The Crush og einnig sjónvarpsþáttunum The Wonder Years. Hún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á leiklist.Nýlega gerði Alicia samning við Colombia kvikmyndafyrirtækið upp á tíu milljónir dala (650 milljónir íslensk- ar krónur) fyrir tvær myndir á þremur árrnn. Hún segist bera mik- ið traust til kvikmyndafyrirtækis- ins. „Ég er ung og bjartsýn en ég vona að fólk fyrirgefi mér ef mér mistekst," segir hin unga stjarna, Hún segir að peningar skipti hana ekki öllu máli. Það gera dýr hins vegar. Alicia er mikill dýravinur og hefur alla tíð verið það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.