Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Side 6
6
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995
Neytendur
Nýjar ístegundir frá Emmessís.
Emmessís:
Nýr Yndis-
auki
Frá Emmessís hf. er kominn á
markað nýr Yndisauki, After
Dinner Mint. Áður voru komnar
tvær tegundir Yndisauka á
markaðinn, Cappuccino og
Swiss Mint. Báðar þessar teg-
undir hafa hlotið miklar og góð-
ar undirtektir hjá neytendum.
Yndisauki fæst í eins lítra öskj-
um.
Saltfisklundir þykja hið mesta
góðgæti. DV-mynd S
Saltfisk-
lundir
gómsætar
Maður hafði sambandi við DV
og sagðist hafa bragðað svokall-
aðar saltflsklundir, fisklengjur
sem teknar eru af við beingarð-
inn og sjaldnast nýttar. Sagðist
maðurinn ekki í annan tíma
hafa bragðað jafnmikið sælgæti.
Hjá fiskverkun Jóns Ásbjöms-
sonar fengust þær upplýsingar
að þar hefðu menn litla sem
enga aðstöðu til þess að selja
þetta en einstaka manni hefði
verið bjargað um kíló og kíló af
þessari gæðavöru. Hvatti við-
mælandi DV til þess að fisksalar
tækju sig til og færu að bjóða
upp á þetta góðgæti.
Umræddum lundum hefur í
gegnum tíðina verið hent með
hryggnum þegar fiskurinn er
flattur. Nú hafa menn í auknum
mæli handskorið lundimar frá
hryggnum og flutt þær út.
Goggar og trýni:
Nýtt fyrir
hunda
Verslunin Goggar og trýni er
að selja nýjungar sem hundaeig-
endur ættu að fagna. Eitt af því
er geltisstoppari sem komið er
fyrir í ól um háls hundsins og
gefur frá sjálfvirkt frá sér lykt
þegar hann geltir. Lyktin hefur
truflandi áhrif á hundinn og
hann hættir að gelta. Lyktin er
alls ekki slæm og hefur ekki nei-
kvæð áhrif á fólk. Vilji hunda-
eigendur að hundar þeirra gelti
eins og varðhundar er stoppar-
inn tekinn og hundurinn geltir
að nýju.
Annað sem hefur vakið at-
hygli hundaeigenda er kambur
og leikfang fyrir hundinn. -sv
Miklu skiptir að verð á grænmeti sé þannig að fólk hafi ráð á að kaupa það. Rannsóknir sýna að þeir sem neyta
grænmetis í ríkum mæli séu síður í áhættuhópi vegna hjartasjúkdóma og ýmissa krabbameina.
Verð á grænmeti hefur áhrif á neysluna:
Grænmetisát hefur
Mjólkursamsalan:
Hrísmjólk
á markað
Á næstu dögum kemur á
markað á íslandi ný mjólkuraf-
urð, sk. hrísmjólk, sem fram-
leidd er hjá Mjólkursamlaginu i
Búðardal.
Á meginlandi Evrópu hafa
ýmis afbrigði af sambærilegri
vöru notið mikilla vinsælda. ís-
lendingar á ferð um Þýskaland
hafa prófað þarlenda hrísmjólk
og sumir þeirra hafa komið með
ábendingar til MS og óskað eftir
þessum valkosti á matseðilinni.
Hrísmjólk er að miklu leyti
gerð úr mjólk. Hún inniheldur
m.a. soðin hrísgrjón og er pökk-
uð í tvíhólfa dósir. í minna hólf-
inu eru mismunandi sósur til
bragðauka, svo sem jaröarberja-
og rabarbarasósa, vanillusósa og
kanilsósa.
Sláturfélag Suðurlands:
áhrif á hjartasjúk-
dóma og krabbamein
- segir Laufey Steingrímsdóttir
„Það er alveg ljóst að verð á græn-
meti skiptir gríðarlega miklu máli
og í rannsóknum erlendis hefur ver-
ið bent á augljós tengsl á milli
neyslu og verðs. i manneldismark-
miðunum svokölluðu er fólki upp-
álagt að borða sem mest af græn-
meti en síðan er ekkert gert til þess
að stuðla að því að fólk hafi ráð á að
kaupa það,“ segir Laufey Stein-
grímsdóttir, næringaráðgjafi hjá
Manneldisráði íslands. Laufey segir
hollustuna í grænmetinu óvefengj-
anlega þótt auðvitað geti menn lifað
ágætu lífi þótt þeir borði ekki mikið
af þvi.
„Allir vita að grænmeti er hollt.
Það er fitulaust og því létt, það er
bætiefnarikt og trefjaefnaríkt. Það
sem skiptir kannski meira máli er
að þeir sem borða ríflega af græn-
meti fá síður hjartasjúkdóma og
ýmis krabbamein. Það hafa tugir
rannsókna sýnt fram á þessi tengsl
enda þótt menn séu ekki alveg klár-
ir á því hvaða efni í grænmetinu
geri þetta að verkum," segir Laufey.
Hún segir að menn hallist að
svokölluðum andoxunarefnum, efn-
um sem verji frumur líkamans gegn
skemmdum sem verða vegna meng-
unar, reykinga og ýmissa annarra
þátta. í sumum vítamínum eru
andoxunarefnum, að sögn Laufeyj-
ar.
„í kjölfar þess að Gatt-lögin voru
samþykkt höfðum við samband við
landbúnaðarráðherra og ýmsa þing-
menn til þess að benda þeim á það
hvað háir toflar þýddu í sambandi
við grænmetisneyslu. Það hafði lítið
að segja og sýnir okkur kannski
fyrst og fremst hversu sterkir hags-
munahópar standa þama að baki.
Því miður er það of oft svo að holl-
ustan þarf að víkja fyrir öðmm
hagsmunum," segir Laufey Stein-
grímsdóttir. -sv
Vísitala neysluverðs:
Lækkar um 0,3%
Vísitala neysluverðs, miðað við
verðlag i nóvemberbyrjun 1995, hef-
ur lækkað um 0,3% frá því í októ-
ber. Ástæðan fyrir lækkun vísitöl-
unnar er helst sögð vera vegna verð-
lækkunar á kartöflum, dilkakjöti og
grænmeti. Verðhækkun á lottómið-
um hafði hins vegar töluverð áhrif í
gagnstæða átt.
Síðustu tólf mánuði hefur vísitala
neysluverðs hækkað um 2,1% og
vísitala neysluverðs án húsnæðis
sömuleiðis um 2,1%. Undanfama
þrjá mánuði hefur vísitala neyslu-
verðs hækkað um 0,5% sem jafngild-
ir 1,9% verðbólgu á ári. Sambærileg
þriggja mánaða breyting á vísitölu
neysluverðs án húsnæðis svarar til
2,0% verðbólgu á ári.
í töflu um verðbólgu í nokkrum
ríkjum frá september 1994 til sept-
ember 1995 kemur í ljós að verðbólg-
an í ríkjum Evrópusambandsins var
Verðbólga í
nokkrum ríkjum
.....j hækkun neysluyerö.svísitölu
frá sept. '94 til sept. '95
Meðaltal ESB
ov
3,1% að meðaltali. Lægst var hún í 1,5% í Hollandi. Verðbólgan á ís-
Finnlandi, 0,3%, 1,2% í Belgíu og landi á sama tímabili var 1,8%. -sv
Danskar
pylsur
! vikunni komu á markað nýj-
ar pylsur undir vörumerkinu
Pölsemesteren. Hér er á ferð
nýtt vörumerki frá Sláturfélagi
Suðurlands og er markmiðið
með þessari nýjung að bjóða upp
á fjölbreyttara úrval og nýja
notkun á pylsum. Við fram-
leiðslu og þróun á vörunni naut
Sláturfélagið aðstoðar danskra
sérfræðinga og líkt og með aðrar
danskar pylsur eru þessar nán-
ast eingöngu úr svínakjöti.
Dönsku pylsumar verða seldar
sex saman í pakka og þær kosta
698 krónur kílóið.
íslenska borðið á sýningunni í
Herning.
islenskir ostar
verðlaunaðir
Dagana 1. og 2. nóv. tóku ís-
lensku mjólkursamlögin þátt í
viðamikilli mjólkurvörusýningu
í Herning í Danmörku. Samfara
vömsýningunni fór fram gæða-
mat og þóttu íslensku mjólkur-
vörurnar standa sig með mikl-
um sóma. Á sýningunni voru
um 1.100 tegundir af osti, smjöri
og ferskvörum. íslendingar
sýndu 72 gerðir osta frá 8 mjólk-
ursamlögum og 44 afbrigði af
ferskvöru (jógúrt, skyri o.þ.h.)
frá 7 mjólkursamlögum.
Allar tegundirnar tóku þátt í
gæðakeppni við dönsku vömrn-
ar og vom dómarar 85 talsins.
Tvær íslenskar vörutegundir
hlutu heiðursverðlaun, sex
korna þykkmjólk með ferskjum
frá KB í flokki ferskvara og
rjómamysuostur frá KEA. i
flokki osta. Allsunnu íslensku
vömrnar til 44 verðlaunakppn-
inni. I -sv