Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Side 9
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995
Utlönd
Marcia Clarke saksóknari gerir bókarsamning:
Græöir vel
á Simpson
Marcia Clarke, aðalsaksóknarinn
í morðmálinu gegn ruðningshetj-
unni O.J. Simpson, hefur undirritað
samning um að skrifa bók um mál-
iö og fær hún margar milljónir doll-
ara fyrir snúð sinn. í bókinni verð-
ur einnig flett ofan af ýmsum mis-
brestum í bandaríska réttarkerfinu.
Fregnir herma að Clarke fái allt
frá 200 til 270 milljónir króna fyrir
bókina.
Miklar vangaveltur hafa verið um
bók Clarke frá því hún og annar
saksóknari, Christopher Darden,
gerðu samning við einhverja þekkt-
ustu umoðsskrifstofuna í Los Angel-
es.
Talsmaður Viking bókaútgáfunn-
ar i New York sagði að samningur-
inn væri aðeins um þessa eina bók.
Hann vildi ekkert tjá sig um upp-
hæð hans, sagði aðeins að um marg-
ar milijónir dollara væri að tefla.
„Bók Clarke mun ekki aðeins
fjalla um þátt hennar í réttarhöldun-
um yfir Simpson, heldur einnig um
það hvemig réttarhöldin reyndu á
þolrifin i og brutu gegn grundvelli
réttarkerfis okkar,“ sagði talsmað-
urinn og vísaði þar til opinberrar
umræðu í kjölfar sýknudómsins
sem sumir töldu réttlátan en aðrir
álitu að hefði ráðist af kynþætti sak-
borningsins. Meirihluti kviðdóm-
enda voru blökkumenn, rétt eins og
Simpson.
í kjölfar réttarhaldanna fengu Cl-
arke, Darden og þriðji saksóknarinn
ellefu prósenta launauppbót. Sam-
starfsmenn þeirra á skrifstofu sak-
sóknara eru ekki kátir.
„Ég er meira en pirruð og sömu
sögu er að segja um alla sem ég hef
talað við,“ sagði aðstoðarsaksóknar-
inn Lea D’Agostino, einn þeirra sak-
sóknara sem íhuga að senda inn
kvörtim vegna misréttis. „Ég hef
aldrei orðið vitni að jafn mikilli
reiði. Ef embættið vill gera þetta eí
það í lagi en það ætti að láta alla
njóta þess. Hvað eru hinir aðstoðar-
mennimir á skrifstofunni, hökkuð
lifur?“ sagði D’Agostino í viðtali við
blaðið Los Angeles Times. Reuter
Vinkona okkar úr Staupasteini, Kirstie Alley, hampar hér stjörnu til minning-
ar um stjörnuna sem hún fékk í gangstéttina á Hollywood-breiðgötunni. Með
henni er Ted Danson, félagi hennar af barnum, en hann á ekki stjörnu.
Símamynd Reuter
Expressen:
Mona Sahlin hætt
við framboð sitt
Búist er við að Mona Sahlin gefi
út yfírlýsingu í dag um að hún sæk-
ist ekki eftir formennsku í sænska
Jafnaðarmannaflokknum. Sænska
blaðið Expressen hélt því fram í gær
að Sahlin væri hætt við framboð en
hefði ekki í hyggju að segja af sér
sem aðstoðarforsætisráðherra. í
gærkvöldi hitti Sahlin flokksfélaga
sína í fyrstá sinn eftir uppþotið
vegna meintrar misnotkunar henn-
ar á opinberu greiðslukorti.
Virtist Sahlin afslöppuð er hún
kom á fúndinn þar sem rætt var um
framtíð jafnaðarmannastefnunnar.
Sagði Sahlin tíma kominn til að tak-
ast á við framtíðina í stað þess að
elta fortíðina og sagðist þá ekki bara
eiga við það sem komið hefði fyrir
sig.
Ingvar Carlsson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, neitar enn að tjá sig frek-
ar um mál Sahlin þrátt fyrir vax-
andi gagnrýni þingmanna Jafnaðar-
mannaflokksins gegn henni.
TT, Reuter
Leikur nr. 44 í Lengjunni: Ungverjaiand - ísland
verður í beinni útsendingu á RÚV á morgun!
Mestar líkur (lægsti stuðullinn) eru taidar á að landslið
Ungverjalands vinni leikinn. En þú getur valið að tippa á
ólíklegri úrslit og þannig hækkað upphæð vinningsins sem
þú færð ef spá þín reynist rétt!
43 Lau. 11/11 14:30 Sunderland - Tranmere
44 Lau. 11/11 15:30 Ungverjaland - ísland
1,75 2,80 3,15 Knatt.
1.40 3.20 4.50 Knatt.