Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Page 17
16
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995
25
\
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995
+
Iþróttir
Iþróttir
Stórleikur Dags
sökkti Valsmönnum
Daníel Óla£sson, DV, Akranesi:
Það hefur sjaldah verið fagnað eins
mikið á Skaganum eins og í gær-
kvöldi þegar Skagamenn sigruðu
Valsmenn með 98 stigum gegn 81.
Skagamenn léku án Haraldar Leifs-
sonar, sem var meiddur, mættu
ákveðnir til leiks en munurinn á liö-
unum var lítill í fyrri hálfleik. í leik-
hléi leiddu heimamenn aðeins með
eins stigs mun. Jafnræðið hélst
áfram fram eftir síöari hálfleik en
þegar Ronald Bayleis komst í villu-
vandræði notuðu Skagamenn tæki-
færið og náðu níu stiga forskoti.
Heimamenn juku síðan muninn
jafnt og þétt og tryggðu sér öruggan
sigur. Mestu munaði um stórleik
unga leikmannsins Dags Þórissonar
en hann lék framúrskarandi góðan
leik. Einnig áttu þeir Milton Bell,
Bjarni Magnússon og Brynjar Sig-
urðsson góðan leik. Svo gæti fari að
Hreinn Þorkelsson, þjálfari ÍA, tæki
fram skóna að nýju. Hreinn er að
íhuga málin og ef það fer svo að hann
spili með verður hann tilbúinn í slag-
inn eftir hálfan mánuð.
Hjá Valsmönnum bar mest á þeim
Roland Bailyes og ívari Webster.
Skallagrímur - Þór
(30-33) 53-74
4-2, 10-14, 22-21, (30-33), 34-37,
40-41, 43-48, 47-59, 53-74.
Stig Skallagríms: Ari Gunnars-
son 18, Tómas Holton 9, Alexander
Ermolinski 8, Sveinbjörn Sigurðs-
son 6, Grétar Guðlaugsson 4,
Gunnar Þorsteinsson 4, Sigmar
Egilsson 2, Bragi Magnússon 2.
Stig Þórs: Fred Williams 27,
Kristinn Friðriksson 21, Konráö
Óskarsson 9, Hafsteinn Lúðvíksson
6, Birgir Birgisson 6, Bjöm Sveins-
son 3, Kristján Guðlaugsson 2.
Fráköst: Skallagrímur 28, Þór 34.
3ja stiga körfúr: Skallagrímur
3, Þór 4.
Vítanýting: Skallagrimur 14/8,
Þór 29/20.
Dómarar: Jón Bender og Georg
Andersen, góðir.
Áhorfendur: 392.
Maður leiksins: Fred Williams,
Þór.
ÍA - Vahir
(41-40) 98-81
13-18,17-26,23-26, 32-32, (41-40).
53-51, 61-61, 67-70, 81-72, 98-81.
Stig Akraness: Milton Bell 34,
Dagur Þórisson 20, Bjami Magn-
ússon 16, Brynjar Sigurösson 15,
Jón Þ. Þórðarson 11, Sigurður E.
Þóróifsson 2.
Stig Vals: Ronald Baylies 44, ívar
Webster 14, Ragnar Þór Jónsson
9, Bergur Emilsson 6, Bjarki Gú-
stafsson 6, Guðni Hafsteinsson 2.
Fráköst: Akranes 32, Valur 24.
3ja stiga körfur: Akranes 9, Val-
ur 6.
Dómarar: Leifur Garöarsson og
Ægir Einarsson, höföu frábær tök
á ieiknum.
Áhorfendur: 400.
Maður leiksins: Dagur Þóris-
son, ÍA.
Skallagrímsmenn
steinlágu á heimavelli
Einar Pálsson, DV, Borgamesi:
„Allt sem við gerðum var ótrúlega
erfltt og ekkert gekk upp,“ sagði
Tómas Holton, leikmaður og þjálfari
Skallagríms, eftir leikinn gegn Þórs-
urum í Borgamesi í gærkvöldi. Leik-
menn Skallagríms vilja öragglega
gleyma þessum leik sem allra fyrst.
Þetta var einn lélegasti leikur Borg-
nesinga á heimavelli í manna minn-
um. Ekkert gekk upp hjá liðinu og
margsinnis hristu menn bara höfuð-
ið yflr leik sinna manna.
Þórsarar voru ekki að leika neinn
glymrandi leik en sigurinn var mjög
mikilvægur fyrir þá. Fyrri hálfleikur
var afspyrnuslakur, hnoð og mistök
af hálfu beggja liða. Liðin réttu aö-
eins úr kútnum undir lok hálfleiks-
ins.
Síðari hálfleikur var spegilmynd
þess fyrri en Þórsarar sigu fram úr
á síðustu sex mínútum leiksins.
Skallagrímsmenn fóra þá að leika
áhættuvöm, brutu klaufalega af sér
og Þórsarar fengu hvert vítaskotið
af öðra. Það segir nokkuð um gæði
leiksins að liðin misstu boltann aUs
26 sinnum í leiknum.
Enginn stóð upp úr hjá Skallagrími
en Fred Williams hjá Þór stóð upp
úr og átti skínandi leik. Þaö er alveg
ljóst að bæðin liðin þurfa aö bæta
sinn leik verulega ætli þau sér að
komast í úrslitakeppnina.
Blikarnir veittu
Njarðvík mótspyrnu
Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum:
„Ég var mjög ánægður með leik
okkar. Við vorum örlitið óþolinmóðir
í upphafi síðari hálfleiks en við náð-
um aö vera inni í leiknum," sagði
Birgir Mikaelsson, leikmaöur
Breiðabliks, eftir tapið gegn Njarðvík
í gærkvöldi.
Blikamir komu skemmtilega á
óvart með góðum leik og var Njarð-
víkingum brugðið við baráttugleði
gestanna. Michael Thole var hreint
óstöðvandi og leiddi forystu Bhka í
fyrri hálfleik.
Þrátt fyrir góða byijun Njarðvík-
inga í síðari hálfleik var leikurinn
alltaf í járnum. Það var ekki fyrr en
tveimur mínútum fyrir leikslok sem
Njarðvíkingum tókst að tryggja ör-
uggan sigur. Rondey Robinson var
stórkostlegur í síðari hálfleik og lagði
grunninn að sigri heimamanna. Þá
átti Teitur Örlygsson ágæta spretti.
Hjá Breiðabliki átti Michael Thole
góðan leik. Birgir Mikaelsson var
góöur í síðari hálfleik. Birgir Guð-
björnsson stjómaði ekki sínum
mönnum í leiknum því hann var
staddur erlendis vegna vinnu sinnar.
Grindavtk - KR
(46-34) 103-77
9-2, 23-10, 25-22, 34-31, (46-34).
57-44, 66-50, 77-55, 88-57, 98-65,
103-77.
Stig Grindavíkur; Herman My-
ers 32, Hiörtur Harðarson 24, Helgi
J. Guðfinnsson 17, Guðmundur
Bragason 11, Marel Guðlaugsson
10, Páll Vilbergsson 4, Ámi Bjöms-
son 2, Sigurbjöm Einarsson 2,
Unndór Sigurðson 1.
Stig KR: Jonathan Bow 29, Óskar
Kristjánsson 18, ingvar Ormars-
son 16, Tómas Hermannsson 8,
Atli Einarsson 4, Lárus Ámason 2.
Fráköst: Grindavík 34, KR 35
3ja stiga körfur: Grindavík 8,
KR 1.
Dómarur: Helgi Bragason, slak-
ur, og Rögnvaidur Hreiöarsson,
þokkalegur.
Áhorfendur: 150.
Maður leiksitts: Herman Myers,
Grindavík.
Njarðvík - Breiðablik
(42-44) 101-87
2-6, 14-13, 18-27, 21-33, 28-40,
(42-44). 55-44, 55-48, 68-58, 84-68,
84-72, 88-82, 96-82, 101-87.
Stig Njarðvíkur: Rondey Robin-
son 29, Teitur Örlygsson 24, Frið-
rik Ragnarsson 11, Kristinn Ein-
arsson 10, Rúnar Arnason 10, Jó-
hannes Kristbjömsson 8, Páll
Kristinsson 7, Jón Júlfus Ámason
2.
Stig Breiðabliks: Michael Thole
39, Birgir Mikaelsson 20, Halidór
Kristmannsson 8, Einar Hannes-
son 8, Agnar Olsen 7, Einar Haf-
berg 3, Daöi Sigurþórsson 2.
Fráköst: Njarövík 40, Breiðablik
39.
3ja stiga körfur: Njarðvík 6,
Breiðablik 6.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson
og Eggert Aðalsteinsson, slakir.
Áhorfendur: 150.
Maður leiksins: Rondey Robin-
son, Njarðvík.
Grindavík fór
ákostumí
síðari hálfleik
Ólafux Astvaldsson, DV, Grindavík:
Grindvíkingar eru á góðri sighngu
um þessar mundir og í gærkvöldi
urðu KR-ingar, sem eru í öðru sæti
síns riðils, fyrir barðinu á þeim. Það
voru flestir sem bjuggust við hörku-
leik en annað átti eftir að koma í ljós.
Þrátt fyrir jafnræði fyrstu mínútum-
ar voru það Grindvíkingar sem
leiddu leikinn og náðu að auka mun-
inn fyrir leikhlé.
í síðari hálfleik fóra Grindvíkingar
á kostum og réðu KR-ingar ekkert
við þá í þessum ham. Herman My-
ers, Hjörtur Harðarson og Guð-
mundur Bragason voru góðir í síðari
hálfleik. Helgi J. Guðfmnsson var
sprækur í fyrri hálfleik.
KR-ingar þurfa á almennilegum
leikstjómanda að halda. Þeir léku án
Hermanns Haukssonar, sem var
veikur, og einnig var Ingvar Ormars-
son slappur vegna veikinda en lék
þó með. Jonathan Bow var yfir
burðamaður hjá KR og þá átti Óskar
Kristjánsson mjög góðar sendingar á
Bow sem skiluðu boltanum oft ofan
í körfuna.
JJ - M
mm
M - m,
'7 - »
• Jason Williford átti að venju góðan leik með Haukunum sem eru á góðu skriði þessa dagana. Keflvíkingurinn Albert
Óskarsson fylgist álengdar með framvindu mála. DV-mynd Brynjar Gauti
Haukamir óstöðvandi
- unnu smn 8. sigur í röö gegn Keflavík, 88-71, og eru efstir í riðlinum
Róbert Róbertsson skriíar:
Haukar unnu sinn 8. sigur í röð í
DHL-deildinni í körfuknattleik í gær-
kvöldi þegar þeir lögðu Keflvíkinga,
88-71, í Hafnarfirði í gærkvöldi.
Haukar hafa leikið mjög vel í vetur
og sýndu í gærkvöldi að góður árang-
ur liðsins er engin tilviljun. Liðs-
heildin og breiddin er mjög góð og
liðið leikur skemmtilegan og árang-
ursríkan bolta sem hefur nú skilað
því í efsta sætið í riðlinum.
„Viö komum vel undirbúnir í leik-
inn og lékum góða vörn auk þess sem
boltinn gekk vel í sókninni. Þetta lít-
ur óneitanlega vel út eftir 8 sigra í
röð en það er hörð barátta framund-
an,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálf-
ari Hauka, ánægður með sigurinn.
Nokkur taugaveiklun einkenndi leik
liðanna framan af og leikurinn var jafn
fyrstu 8 mínúturnar. En þá skiptu
Haukar um gír og með Jason WOliford
í aðalhlutverkinu náðu þeir undirtök-
unum. Wiiliford lék geysivel í vöm-
inni, hirti þar ílest fráköst og lék auk
þess mjög vel í sókninni. Haukar höíðu
forystu í leikhléi, 41-33, og þeir héldu
uppteknum hætti í síðari hálfleOc. Bolt-
rnn gekk hratt á milli Haukamanna í
sókninni og þeir vora mun ákveðnari
og yfirvegaðri en Keflvíkingar. Þrátt
fyrir að Lenear Burns skoraði stíft fyr-
0- suðumesjamenn dugði það skammt
og Haukarnir sigldu öraggir í höfn með
17 stiga sigur.
WOliford var bestur í annars mjög
sterku og jöfnu liði Hauka. Þá var þátt-
ur bræðranna Jóns Amars og Péturs
Ingvarssona mjög stór en allir leik-
menn liðsins skOuðu sínu vel. Keflvík-
ingar náðu sér ekki á strik og voru
einfaldlega ofurliði bomir að þessu
sinni. Bums var aOt í öOu en flestir
lykilmenn Oðsins léku undir getu.
„Við lékum Ola í sókninni og það var
engin samvinna i liðinu. Við virtumst
ekki tílbúnir í þennan erfiða leik og
við verðum að laga ýmislegt fyiir
næstu leiki,“ sagði Guðjón Skúlason,
leikmaður Kefvikinga, eftir leikinn.
lR- Tindastóll
(47-32) 88-72
2-0, 9-11, 21-11, 27-15, 37-27,
(47-32), 56-36, 60=14, 75-54, 85-64,
88-72.
Stig ÍR: Herbert Arnarson 29,
John Rhodes 16, Jón Öm Guð-
mundsson 13, Márus Amarson 12,
Eggert Garðarsson 8, Eiríkur Ön-
undarson 8, Broddi Sigurðsson 2.
Stíg Tindastóls: John Torrey 28,
Ómar Sigmarsson 22, Atli Björn
Þorbjörnsson 7, Hinrik Gunnars-
son 7, Lárus Dagur Pálsson 5, Óli
Barðdal 3.
Fráköst: ÍR 48, 'nndastóll 41.
3ja stiga körfur: ÍR 1, Tindastóll
5.
Vítanýting: ÍR 19/26 = 73%,
Tindastóll 14/26 = 54%
Dómarar: Kristinn Óskarsson
og Þorgeir Jón Júlíusson, dæmdu
mjög vel.
Áhorfendur: Um 300.
Maður leiksins: John Rhodes,
ÍR.
Haukav - Keflavík
(41-33) 88-71
7-6, 15-14, 26-20, 33-26, (41-33), 49-39, 56-47,
67-47, 73-52, 78-59, 82-66, 88-71.
Stig Hauka: Jason Williford 20, Jón Amar
Ingvarsson 19, Pétur Ingvarsson 13, Bergur
Eðvarðsson 11, Sigfús Gizurarson 11, ívar
Ásgrímsson 6, Baldvin Johnsen 4, Þór Har-
aldsson 2, Vignir Þorsteinsson 2.
Stig Keflavikur: Lenear Burns 32, Albert
Óskarsson 10, Davíö Grissom 10, Guðjón
Skúlason 9, Gunnar Einarsson 4, Jón Kr.
Gíslason 4, Elentínus Margeirsson 2.
Fráköst: Haukar, 34 Keflavik 24.
3ja stiga körfur: Haukar 5, Keflavík 3.
Dómarar: Bergur Steingrimsson og Kristján
Möller. Bergur dæmdi mjög vel en nokkrir
dómar Kristjáns voru nokkuö umdeildir.
Áhorfendur: Um 400.
Maður leiksins: Jason Williford, Haukum.
Góður vamarleikur
- færði ÍR sigurinn gegn Tindastóli
Þórður Gislason skrifer:
„Menn voru greinilega ekki búnir að
gleyma því að viö gáfum þeim fyrri leikinr.
og voram staðráðnir 1 að taka á þeim.
Okkur hefur vantað leikgleði en mér
finnst vera stígandi í því en við þurfum
að bæta okkur til aö ná fyrri styrk,“ sagði
Gunnar Sverrisson, aðstoðarþjálfari IR-
inga, eftir auðveldan sigur á Tindastóli,
88-72, í Seljaskóla.
Tindastóll náði forskoti, 9-11, en tólf stig
ÍR í röð breyttu stöðunni í 21-11. Tinda-
stólsmenn komust aldrei inn í leikinn eft-
ir þennan góða kafla ÍR-inga og sigurinn
var aldrei í hættu.
ÍR-ingar léku góöa vörn og í fyrri hálf-
leik lentu Tindastólsmenn oft í vandræð-
um og tóku erfiö skot. Rhodes og Guðni
fóru á kostum í vörninni og samvinna
+
þeirra þar sem Guðni hélt Torrey frá körf-
unni gerði þaö að verkum að Rhodes tók
31 frákast í leiknum, sem er með því mesta
sem sést hefur í deildinni, ef ekki það
mesta. Sóknarleikurinn var ágætur og
liðsheildin góð, öfugt við Tindastól. En það
sem gleður ÍR-inga sjálfsagt mest er að
Herbert er aö nálgast sitt gamla form.
„Veikindi hafa hrjáð okkur, Hinrik, sem
lék langt frá sínu besta, hefur verið í rúm-
inu undanfarið. Svo gátu þeir Pétur Guð-
mundsson og Arnar Kárason ekki leikið í
kvöld vegna veikinda. Þeir léku ágætlega
en við illa,“ sagði Páll Kolbeinsson, þjálf-
ari Tindastóls. Torrey var allt í öllu í fyrri
hálfleik hjá Tindastóh en aðrir leikmenn
náðu sér ekki á strik. í síðari hálfleik gerði
Ómar 22 stig og lék mjög vel en hann fór
allt of seint í gang til aö það hefði einhver
áhrif á leikinn.
Niðurstaða þýska íþróttablaðsins Kicker:
Akranes í 71. sæti yfir
bestu liðin í Evrópu
Skagamenn eru í 71. sæti yfir bestu
knattspyrnufélög í Evrópu, sam-
kvæmt lista yfir þau 100 bestu sem
þýska íþróttablaðið Kicker hefur tek-
ið saman. Þar er árangur allra fé-
lagsliða í Evrópu reiknaður út og
tekið mið af deildakeppni viðkom-
andi lands, bikarkeppni og árangri í
Eyrópukeppni í haust.
íslenska deildakeppnin er ekki
metin hátt í stigum, LA fær rúm 23
stig fyrir árangurinn heima fyrir,
sem er svipað og lið númer tvö í lönd-
um eins og Danmörku og Úkraínu fá,
og heldur minna en ellefta sterkasta
lið Spánar, sem kemst inn á „topp-
100. Fyrir bikar fær ÍA ekkert stig
en fyrir árangur í Evrópukeppni í
haust fá Skagamenn mest eða 45 stig.
Þar eru þeir metnir með 23. besta
árangurinn af um 200 liðum sem
hófu þátttöku í Evrópukeppninni í
haust.
Flest frá Italíu
Sextán þjóðir af 49 í Evrópu eiga hð
fyrir ofan Skagamenn á listanum,
eitt eða fleiri. ítalir eiga flest þeirra,
13, Frakkar 10, Spánveijar 8 og Eng-
lendingar 8 en önnur minna. Níunda
lið Englands, Everton, er fjórum
sætum fyrir neðan ÍA og níunda lið
Spánar, Valencia, er í 73. sæti. Þá era
öll skosku liðin neðar, Celtic er efst
þeirra í 76. sæti. Þá er Rosenborg,
yfirburðalið í Noregi líkt og ÍA á ís-
landi, í 88. sæti.
AC Mllan besta liðið
AC Milan er besta félagslið Evrópu
samkvæmt listanum en þessi lið eru
í efstu sætunum og efst frá hverri
þjóð sem á fulltrúa á „topp-100“:
1. AC Milan, Ítalíu...........195,8
2. Juventus, Ítalíu...........186,8
3. Parma, Ítalíu..............185,8
4. Paris SG, Frakklandi.......158,9
5. Lazio.ítallu...............157,8
6. Barcelona, Spáni...........149,9
7. Ajax, Hollandi.............147,9
8. M’Gladbach, Þýskalandi.....145,6
9. Bayern Múnchen, Þýskalandi 143,9
10. Spartak Moskva, Rússlandi.... 140,7
12. Porto, Portúgal............125,7
22. Manch. Utd. Englandi......110,6
33. Olympiakos, Grikklandi....101,2
37. Dynamo Kiev, Úkrænu...... 99,4
43. Legja Varsjá, Póllandi.....91,5
45. Rapid Wien, Austurríki.... 89,1
48. Fenerbache, Tyrklandi..... 87,0
52. Bröndby, Danmörku......... 84,2
56. FC Brugge, Belgiu......... 80,8
64. Malmö, Svíþjóð............ 72,0
71. lA, íslandi.............. 68,6
72. Steaua, Rúmeníu........... 68,2
76. Celtic, Skotlandi..........64,8
80. Ferencvaros, Ungverjalandi ....62,6
82. Rauðastjaman, Júgóslavíu...62,5
88. Rosenborg, Noregi..........60,6
90. Slovan Bratislava, Slóvakíu.59,5
97. Grasshoppers, Sviss........57,0
98. Apoel Nikosia, Kýpur.......56,9
-VS
E vrópukeppni landsliða í knattspymu:
íslendingar mæta
Ungverjum á morgun
A morgun, laugardag, leikur Is-
land sinn síðasta leik í Evrópukeppni
landsliða 1994-96 í knattspyrnu.
Hann er gegn Ungverjum í Búdapest
og ræður úrslitum um hvor þjóðin
hafnar í neðsta sæti 3. riðils.
ísland hefur sigrað Ungverjaland í
þremur síðustu viðureignum þjóð-
anna, tvívegis í síðustu undankeppni
heimsmeistaramótsins, 2-1 í Búda-
pest og 2-0 á Laugardalsvellinum, og
síöan 2-1 á Laugardalsvellinum í
fyrri leik þjóðanna í þessari Evrópu-
keppni.
Úngverjum hefur aðeins tekist að
vinna einn leik í þessari keppni, þeir
lögðu Svía að velli, 1-0, í Búdapest í
apríl. Þeir geröu jafntefli við Tyrki,
2-2, á heimavelli, og sömu úrslit urðu
þegar þeir mættu Sviss í Búdapest.
Eini sigur Islands er gegn Ung-
veijalandi en liðið hefur gert jafn-
tefli viö Svía, 1-1, og við Tyrki, 0-0.
Liðin eru því jöfn að stigum en
markatala Úngveija er örlítið beíri
þannig að þeir forðast botnsætið með
jafntefli.
Staðan í 3. riðli fyrir leikinn er
þannig:
Sviss...
Tyrkland.....
Svíþjóð......
Ungverjal....
ísland.......
8521 15-7 17
...7 4 2 1 14-6 14
...7 2 2 3 7-8 8
..7 1 2 4 6-13 5
...7 1 2 4 3-11 5
ísland teflir væntanlega fram sínu
sterkasta liði í Búdapest að öðru leyti
en því að Siguröur Jónsson verður
ekki með vegna meiösla.
í dag mætast 21-árs landslið þjóð-
anna en þar hefur ísland aðeins feng-
ið eitt stig til þessa, einmitt gegn
Ungveijum sem era efstir í riðhnum.
-VS
Staðan
A-riðill:
Haukar 12 10 2 1030-860 20
Keflavík.... „12 9 3 1116-971 18
Njarðvík.... 12 9 3 1087-954 18
Tindastóll. „12 8 4 928-914 16
ÍR 12 7 5 1004-947 14
Breiðablik. „ 12 2 10 947-1143 4
B-riðill:
Grindavík. „12 8 4 1130-947 16
KR 12 6 6 1010-1036 12
Þór, A „12 5 7 993-965 10
Skallagr.... „12 5 7 899-950 10
Akranes.... 12 3 9 972-1073 6
Valur „ 12 0 12 806-1162 0
Kvennalandsliöiö í knattspymu:
Tveir leikir gegn Þýskalandi
ísland og Þýskaland leika tvo vináttu-
landsleiki í kvennaflokki um mitt
næsta sumar og fara þeir fram í
Karlsruhe í Þýskalandi dagana 28. og
30. júní. Þýskaland er með eitt sterk-
asta kvennalandslið heims og lék til
úrslita á síðasta heimsmeistaramóti
en beiö lægri hlut fyrir Noregi.
Svo kann að fara að þjóðirnar leiki
fjóra leiki sín á milli á næsta ári; ef
Island hafnar í þriðja sæti í sínum
riðli í Evrópukeppninni og Þýska-
NBA-deildin í nótt:
Chicago og Dallas haf a
ekki enn tapað leik
Chicago Bulls og Dailas Ma-
vericks unnu leiki sina í NBA-
deildinni í nótt og era enn ósigruð
á þessari leiktíð. Er langt síðan aö
hægt hefur verið að líkja árangri
þessara liða í NBA saman.
Úrslitin í nótt:
NY Knícks-Indiana..........103-95
Cleveland-Chicago..........88-106
Dallas-Mil waukee..........104-94
Golden State-Atlanta......121-125
• Micliael Jordan skoraði 29 stig
fyrir Chicago. Scottie Pippen var
með 18 stig, 13 fráköst og 12 stoð-
sendingar og náði þvi þrennunni í
15. skipti á ferlinum. Derrnis Rod-
man lék ekki með Chicago vegna
meiðsla og verður írá í mánuð.
• Jamal Mashburn skoraði 27
stig fyrir Dallas gegn Milwaukee
og Jimmy Jackson skoraði 14.
• Ðerek Harper var með 22 stig
fyrir Knicks gegn Indiana og Char-
les Smith 21.
• Atlanta vann þriðja sigur sinn
í röö er liðiö lagði Golden State að
velli í nótt. Steve Smith skoraði 28
stig fyrir Atlanta.
land í öðru sæti í sínum.
Staðan íslands í riðlakeppni EM hef-
ur vænkast aðeins síðustu daga.
Rússland og Frakkland gerðu 0-0
jafntefli í Rússlandi fyrir skömmu
og síðan skildu Holland og Rússland
jöfn, nokkuð óvænt, í Hollandi. Stað-
an í riðlinum er þannig:
Rússland........3 1 2 0 5-2 5
ísland..........3 1116-7 4
Frakkland.......2 0 2 0 3-3 2
Hplland.........2 0 111-3 1
ísland á eftir að spila alla útileikina
og fara þeir fram í júní og ágúst á
. næsta ári. Sigurliðið fer beint í úr-
slitakeppnina en lið númer tvö og
þijú leika við lið úr öðram riðli um
sæti þar. .yg
NIÐURSTflflA
Hvernigfer leikur íslands
og Ungverjalands
á laugardag?
Ungverja-
Meigi með Gróttu
Helgi Ragnarsson hefur verið
endurráðinn þjálfari knattspym-
uliðs Gróttu en undir hans stjórn
vann félagið sér sæti í 3. deildinni
í haust. Hann hefur verið með
Seltimingana síðastliðin tvö ár.
CaiotBlnter
ítalska knattspyrnufélagið Int-
er Milano keypti í gær brasilíska
sóknarmanninn Caio írá Sao Pa-
oio fyrir um 300 milijónir króna.
Spumíngumlnce
Enska félagiö Arsenai tilkynnti
í gær að öll áform uro að kaupa
Paul Ince frá Inter væru úr sög-
unni. Hins vegar eru Newcastie,
Tottenham, Chelsea og Midd-
lesbrough öll áhugasöm um að
krækja i Ince.
ingesson til Barí
ítalska félagið Bari keypti
sænska Iandsliðsmanninn Klas
Ingesson í gær frá SheSield Wed-
nesday fyrir 90 milljónir króna.
Hann lék aðeins 22 leiki með
Wednesday á 16 mánuðum.
Bergkampmeð
Dennis Bergkamp er kominn í
hollenska landsliðshópinn á ný
en Hollendingar mæta Norð-
mönnum í úrslitaleik í riðla-
keppni EM á miövikudaginn.
Bergkamp missti af síðasta leik
vegna meiðsla og kemur í staðinn
fyrir Patrick Kluivert sem tekur
út leikbann.
Herrak völd Fram
Herrakvöld Fram er í Fram-
heimilinu í kvöid og hefst klukk-
an 19. Veislustjóri er Sigurður
Tómasson og ræðumaður kvölds-
ins er Hrafn Jökulsson.
JafntefH
Island